Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
NÚ ER svo komið,
að búið er að hrekja
burt alla erlenda fjár-
festa (fyrir utan þá sem
græða á vöxtum), koma
í veg fyrir að heiðarleg
fyrirtæki geti rétt úr
kútnum, eyðileggja
heimili og rústa fjöl-
skyldum. Sjálfseyðing-
arárátta stjórnmála-
manna virkar vel.
Réttarríkið orðinni
brandari. Þá er kominn
tími til að gera eitthvað.
Bylting?
Réttast og eðlilegast
væri í stöðunni að hér
yrði bylting. Vopnuð
bylting. Glæpapakkið
svipt öllum „eigum“
sínum og vegabréfin
tekin af þeim. Spilltir
stjórnmálamenn og
embættisskríllinn rek-
inn heim eða upp á
Kjalarnes til að moka
út úr gjaldþrota
svínabúum. Öllum fjár-
málastofnunum lokað og breytt í leik-
skóla. Dómarar látnir dæma íþrótta-
leiki og glímu. Gallinn er sá að
Íslendingar eru upp til hópa latir
aumingjar og nenna ekki að gera
byltingu. Hvorki hjá sér né öðrum.
Hvað þá?
Nú, þegar stjórnvöld eru að ljúka
við að drepa allt í dróma, glæpapakk-
ið að gleypa allt á ný og þjóð-
arræksnið orðið dauðþreytt, þá má
vel skoða hvað er það eina sem við
eigum. Við eigum enn orkuna. Virkj-
um hana. Köstum öllum hugmyndum
um nýtingu hérna heima út í hafs-
auga, það getur hvort eð enginn búið
hér mikið lengur, að óbreyttu.
„Græna“ stóriðjan er blekking, líftími
þeirra fyrirtækja er 5-10 ár, allt er
þetta græna drasl, framleiðsla sem er
síðan flutt út til að framleiða meng-
andi dót út í heimi. Álver vill enginn
eiga hér lengur. Gaggandi hópur um
gagnaver er aðeins í blekkingarleik.
Kjarnorkuver rísa eins og gorkúlur
um allan heim, ný kolanáma er opnuð
þegar búið er að fletta Mogganum.
Evrópa skelfur úr kulda. Alla vantar
orku.
Sæstrengur til Skotlands
Með endurbótum á eldri tækni þar
sem notaður er háspenntur jafn-
straumur (HVDC) í vörðum köplum
hefur verið hægt að flytja raforku allt
að 1700 kílómetra (í Kongó) án veru-
legs orkutaps. Orkutap í íslenska
flutningsnetinu er 7-8% (sem er
reyndar illskiljanlegt) og í lengstu
sæstrengjum tapast mest 12% sem er
vel ásættanlegt (og á eftir að lækka).
Fjarlægðin til Skot-
landseyja er u.þ.b. 1000
km og auk þess mætti
nota Færeyjar til að
„létta á“ flutnings-
strengnum. Tæknilega
er þetta vel mögulegt
og er það eina sem við
eigum til að bjarga því
sem bjargað verður.
Vissulega skapar það
ekki þau störf sem
dreymt hefur verið um.
En hagnaðurinn getur
tryggt uppbyggingu,
atvinnu, ræktun skóga
og uppgræðslu og að
auki yrði asnaræktinni
með glæpahneigð-
argeninu lokið.
Verð? Ótrúlegur
samanburður.
Verð á orku hefur
ekkert gert nema
hækka á okkar tíma.
Orkuþörfin, orkuskort-
urinn, er uppspretta
öfganna í umhverf-
isumræðunni sem hef-
ur ýtt undir umhverf-
issnobbið á Íslandi og
gefið Evrópubúum
sultardropa átta mánuði á ári. Best
að losna við þá umræðu og snobbið
með. Í Bretlandi kosta 100 kWh
(kílówattstundir) 2625 krónur ís-
lenskar fyrir venjulegt heimili, á Ír-
landi 3120 kr, í Noregi 1925 kr
(mesta orkuframleiðsla per mann í
Evrópu!) og á Íslandi 1200 krónur
(OR 2010 – dj… okur!) . Danir (sem
flytja út orku!) borga 4227 IKr fyrir
hverjar 100 kílówattstundir til heim-
ilisnota (http://energy.eu) . Öll verð
með öllum sköttum. Og í flestum
löndum er skattlagning orku til
heimilisnota miklu minni en hér.
Ótrúlegt en satt. Við getum selt
orkuna á fjór- til fimmföldu verði er-
lendis! Til samanburðar má áætla að
stóriðja greiði 200-250 krónur fyrir
hverjar 100 kílówattstundir. Og við
erum að ræða um margar, margar
kílówattstundir!
Bylting óþörf?
Líklega verður vopnuð bylting
óþörf ef við berum gæfu til að bylta
hugarfari okkar og seljum hreina
endurnýjanlega orku beint til heim-
ilisnota í Evrópu. Auðvitað þarf að
losna við graftarkýli glæpapakksins
og henda umhverfissnobbinu út í
hafsauga en við eigum enn mögu-
leika. Landsvirkjun verði færð til
sveitarfélaga eftir landfræðilegri
stærð og orkumöguleikum hvers
sveitarfélags. Eitt þúsund MW
draumabóla þeirra í Reykjanesbæ
verður auðvitað hjákátleg þegar
þessi mál eru skoðuð. Nýtum orkuna.
Nýtum hana rétt. Núna.
Eftir Sigurjón
Benediktsson
»Kjarnorku-
ver rísa eins
og gorkúlur um
allan heim, ný
kolanáma er
opnuð þegar bú-
ið er að fletta
Mogganum.
Evrópa skelfur
úr kulda. Alla
vantar orku.
Sigurjón
Benediktsson
Höfundur er tannlæknir.
Þorum við?
NÝLEGA var ákveðin nafn-
breyting á nokkrum ráðuneytum
og heiti þeirra lengd. Í einu tilviki
að minnsta kosti var þessi breyt-
ing þarflaus og raunar misráðin:
Menntamálaráðuneytið heitir nú
mennta- og menningarmálaráðu-
neyti. Helst dettur mér í hug að
hér sé um að ræða eftirhermu á
því sem gerist í nálægum löndum,
þar sem eru tvö ráðuneyti, annars
vegar kennslumála (undervisn-
ingsministeriet) hins vegar menn-
ingarmála (kulturministeriet).
Hjá okkur horfir öðru vísi við.
Framan af var ekki í stjórn-
arráðinu sérstakt ráðuneyti þess-
ara mála og var ráðherra sá sem
fór með þau hverju sinni þá
nefndur kennslumálaráðherra.
En síðan 1944 hefur verið talað
um menntamálaráðuneyti.
„Mennt“, fleirtala „menntir“, nær
yfir mun víðara svið en kennslu og
skólamál.
Menntir eru hvers konar menn-
ingarástundun, innan og utan
skólastofnana, bókmenntir, listir
og vísindi, allt eru það mennta-
mál. Nafnið mennta- og menning-
armálaráðuneyti er því tugga. Í
mesta lagi mætti nota það á bréfs-
efni ráðuneytisins til útlanda, og
þá á erlendu máli, til að forðast
misskilning. Heima fyrir er frá-
leitt að reyna að festa í sessi slíka
merkingarþrengingu íslensks
orðs. – Ráðuneytið hefur vænt-
anlega í þjónustu sinni kunn-
áttufólk í íslensku máli sem fjallað
hefur um þessa nafnbreytingu og
þá líklega mælt með henni. Það
væri fróðlegt að fá að sjá rök-
semdirnar fyrir því.
Gunnar Stefánsson
Um menntamál
Höfundur er útvarpsmaður.
ÞEGAR bankakerf-
ið hrundi var leitað til
AGS eftir erlendu fjár-
magni. Það fékkst að
hluta en var stöðvað
vegna Icesave. Frek-
ari lánafyrirgreiðsla
frá AGS væri ein-
göngu til að styrkja
lausafjárstöðu þjóð-
arbúsins í erlendri
mynt. Árið 2010 er
ekki æpandi þörf fyrir slíkt þar sem
gjaldeyrisforði Seðlabankans er
meiri en erlendar skammtímaskuld-
ir (lokaafborgun innan árs) þjóð-
arbúsins, að frátöldum föllnu bönk-
unum. Hættan er hins vegar að árið
2011 eða síðar gæti sú staða hæg-
lega verið gjörbreytt. Sú hætta kem-
ur til af þeirri staðreynd að þótt
mesti óróinn sé liðinn hjá á fjár-
málamörkuðum er það ástand mjög
brothætt.
Bankar hafa tekið upp fyrri iðju
að stækka hratt með hjálp óstöðugs
skammtíma-lánsfjármagns. Eigna-
verðsbólur eru aftur teknar að
myndast með tilheyrandi áhættu-
töku og spákaupmennsku. Raun-
veruleg hætta er á að eitthvert af
„PIGS“ löndunum (Portúgal, Írland,
Grikkland, Spánn) eða jafnvel Kalíf-
ornía lendi í greiðsluvandræðum.
Slíkt myndi þurrka upp allt al-
þjóðlegt lausa- og lánsfé á auga-
bragði. Slíkt ylli vandræðum við
endurfjármögnun erlendra lána Ís-
lands með tilheyrandi greiðsluvand-
ræðum ríkissjóðs.
Það er því freistandi að sam-
þykkja Icesave skuldbindingarnar
til að fá frekari lausafjárveitingu frá
AGS. Gallinn við þá gjöf Njarðar er
að þjóðarbúið þolir ekki að taka á sig
frekari erlendar skuldbindingar eins
og höfundur benti á í grein sem birt-
ist í Morgunblaðinu 6. febrúar síð-
astliðinn („Er Ísland gjaldþrota?“).
Vandinn í hnotskurn
Staðan er þessi. Gjaldeyrisforði
Seðlabankans er 480 ma.kr. Op-
inberir aðilar þurfa að
greiða eða endur-
fjármagna erlend lán að
andvirði 250 ma.kr. árið
2010. Árið 2011 þarf
ríkissjóður einn og sér
að borga eða endur-
fjármagna 240 ma.kr.
erlend lán. Verði endur-
fjármögnun ómöguleg
vegna óróa á alþjóð-
legum mörkuðum, sem
er síður en svo útilokað,
mun ríkissjóður þurfa
að leita til AGS, sem áfram gæti
neitað að veita hjálp vegna Icesave,
eða sækja í gjaldeyrisforða Seðla-
bankans. Sé ónægur gjaldeyrisforði
til staðar mun greiðslufall eiga sér
stað. Því þarf, til að tryggja skamm-
tíma greiðslugetu hagkerfisins eftir
ár, að afla frekara lausafjár í erlend-
um gjaldmiðlum á næstu 12 mán-
uðum. Það er tilgangurinn með láni
AGS. Slíkt er hins vegar sem fyrr
segir háð Icesave sem ríkissjóður
ræður ekki við til langs tíma, allra
síst ef AGS lánið bætist svo við. Eina
raunhæfa leiðin til að útvega nægi-
legt lausafé í erlendri mynt, án þess
að þjóðarbúið taki á sig langtíma
skuldaklyfjar sem það ræður ekki
við, er því að selja krónur og kaupa
gjaldeyri. Það skal aldrei treyst á að
endurfjármögnun erlendra lána sé
möguleg.
Gera verður
fleira en gott þykir
Að selja krónur fyrir gjaldeyri
væri ekki vinsælt. Sala á krónum
væri algjör viðsnúningur frá núver-
andi stefnu en Seðlabankinn hefur
barist við að styrkja krónuna í tvö ár
og jafnvel lengur. Bókhaldsleg
skuldastaða heimila og fyrirtækja
myndi síst skána vegna erlendra
jafnt sem verðtryggðra lána, sér-
staklega þar sem verðbólga væri
ólíkleg til að hopa jafn hratt og ef
krónan sækti í sig veðrið. Það er því
margt sem mælir gegn því að selja
krónur fyrir erlendan gjaldeyri.
Veik króna styrkir hins vegar mark-
aðsstöðu íslenskra útflutningsgreina
gagnvart þeirra keppinautum í öðr-
um löndum. Slíkt tryggir nauðsyn-
legt fjárinnflæði frá útlöndum og
stuðlar að hærra atvinnustigi innan
íslenska hagkerfisins, byggðu á út-
flutningi en ekki erlendri lántöku.
Veik króna myndi einnig stuðla að
jákvæðum vöruskipta- og við-
skiptajöfnuði. Slíkt yki tiltrú er-
lendra fjárfesta á hagkerfinu, sér-
staklega þeirra sem sækjast eftir því
að fjárfesta til langs tíma í formi
beinnar erlendrar fjárfestingar en
ekki skammtíma lánveitinga sem
oftar en ekki hafa gert meira illt en
gott. Mikilvægast væri þó að Seðla-
bankinn réði yfir auknum gjaldeyr-
isforða án aukinnar erlendrar lán-
töku og ef það er eitthvað sem
Íslendingar þurfa að gera þá er það
að greiða erlendar skuldir en ekki
auka þær, sérstaklega áður en órói á
fjármálamörkuðum eykst á ný. Mik-
ilvægur liður í lækkun erlendra
skulda væri raunar að neyða aðila
sem ekki væru með tekjur í erlendri
mynt til að skuldbreyta gjaldeyris-
lánum í lán í íslenskum krónum. Um
leið yrði virkni peningamálastefnu
Seðlabankans mun meiri.
Hugsum til næstu
ára en ekki morgundagsins
Styrking krónunnar með erlendri
lántöku væri eins og að pissa í skó-
inn sinn. Styrking krónu myndi
veita fólki og fyrirtækjum með lán í
erlendri mynt skammtímahuggun
en ef grundvallarvandamálið, sem er
of miklar erlendar skuldir háðar
ótryggum vilja erlendra fjárfesta til
áframhaldandi lánveitinga, stendur
eftir óbreytt er styrkingin tilgangs-
laus. Í dag er Ísland fjárhagslegt úr-
hrak með traustar hagfræðilegar
grunnstoðir. Eigi Ísland ekki að
vera úrhrak á báðum sviðum verður
að lækka skuldir og styrkja lausa-
fjárstöðu hagkerfisins í erlendri
mynt. Að fórna styrkingu krónunnar
fyrir aukinn gjaldeyrisforða og
lægri erlendar skuldir er vel þess
virði.
Seljum krónur, minnk-
um erlendar skuldir
Eftir Ólaf
Margeirsson
Ólafur Margeirsson
» Í október 2008 lærðu
Íslendingar að
treysta aldrei bjartsýni
og dómgreind alþjóð-
legra fjármálamarkaða.
Höfundur er hagfræðingur.
3
$ /&
$
&
4
/
!
4
/
&
/
/
5 6 - ! 7
' #
##
(
*+,- &
#$
(
$
/ /
! ,0
8
(
6 6
(!
## )
& ##
!
##
3/
6
,,
!
( !
0
#! 2
"
##
/ 111
+
,
9
## 3 3 $
#
$ ! *:: :00$ )#/
<