Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 34

Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 ✝ Jóhannes Þórð-arson fæddist í Hergilsey á Breiða- firði 9. september 1932. Hann lést á Sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi 18. mars sl. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Valgeir Benjamíns- son fæddur í Flatey á Breiðafirði 2. ágúst 1896, d. 10. nóvember 1985, bóndi í Hergil- sey og Flatey og síð- ar verkamaður í Stykkishólmi, og Þorbjörg Sigurð- ardóttir fædd á Brjánslæk, Barða- strönd 26. október 1899, d. 27. mars 1987, húsfreyja. Systkini Jó- hannesar: Valborg Elísabet, f. 19. október 1918, d. 12. júlí 2008, Sig- urður, f. 30. apríl 1920, d. 5. maí 1975, Dagbjört Guðríður, f. 10. október 1921, Björg Jóhanna, f. 11. apríl 1923, Auður, f. 19. júní 1925, Benjamín, f. 28. apríl 1927, Guð- mundur Sigurður, f. 15. júlí 1928, Markússyni. Börn þeirra Sindri, f. 31. ágúst 1990, Karitas Gyða, f. 17. júlí 2000. Börn Gyðu, Agnes Agn- arsdóttir, f. 15. maí 1957, maki Þórður Þorsteinsson, barn Agnesar Marinó Ingi Emilsson, f. 21. ágúst 1979, Hrönn Bernhardsdóttir, f. 1. ágúst 1961, gift Gunnari Leví Har- aldssyni, Börn þeirra Sölvi Leví, f. 16. september 1989, Patrekur Leví, f. 29. september 1993. Jóhannes ólst upp í Hergilsey og síðar Flatey á Breiðafirði. Hann flutti til Stykkishólms 1964 og bjó þar til dauðadags. Hann sótti vél- stjóranámskeið Fiskifélags Íslands 1950-1951 og starfaði lengst af sem vélstjóri á fiskiskipum auk þess sem hann var á flutningaskipum og flóabátnum Baldri. Jóhannesi var eyjabúskapurinn í Hergilsey ávallt hugleikinn og starfaði hann að honum öll sumur við hlunninda- tekju og veiðar við hlið foreldra sinna meðan þeirra naut við og síð- ar í samstafi við ættingja sína. Síð- ustu starfsárin var Jóhannes bryggjumaður Breiðafjarðarferj- unnar Baldurs í Stykkishólmi. Útför Jóhannesar verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag, 27. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 13. d. 15. maí 2004, Ari Guðmundur, f. 26. október 1929, Sigríð- ur Hrefna, f. 27. maí 1931, d. 20. desember 1945, Guðbrandur, f. 24. október 1933, Ásta Sigrún, f. 3. apr- íl 1937, Ingunn, f. 22. júlí 1939, Gunnar, f. 22. september 1940, d. 20. nóvember 1940, Gunnar Þórbergur, f. 10. maí 1942, d. 7. mars 1969, Sig- urbjörg, f. 10. maí 1945. Jóhannes kvæntist 1. janúar 1968 Gyðu Sigurðardóttur, f. 29. janúar 1935, sem nú er búsett á dvalarheimili aldraðra í Stykk- ishólmi. Börn þeirra eru: Ingveldur Þor- björg, f. 22. júní 1967, gift Hrann- ari Erlingssyni. Börn þeirra Hlín, f. 23. október 1995, Daði, f. 23. októ- ber 1995. Valborg Elísabet, f. 30. apríl 1970, gift Sigurði Gunnari Elsku pabbi. Okkur systurnar langaði að skrifa nokkur orð til að kveðja þig. Eftir að hafa staðið í veikindum síð- ustu níu mánuði hefur þú fundið hjá þér að nú væri mál að linnti og ákveð- ið og segja skilið við þennan heim. Það átti engan veginn við þig að vera svona bjargarlaus, þú þessi dugnað- arforkur sem alltaf varst á ferðinni, og hugsaðir um mömmu núna síðustu árin þar til þú fórst á spítala sjálfur. Við viljum þakka fyrir okkur, þú varst eins og þú varst en stóðst alltaf með þínum. Frá því að við munum eftir okkur var Flatey stór þáttur í lífi okkar. Flatey og eyjarnar á Breiðafirði og allt sem því tengdist var þitt hjartans mál. Náttúran, og ekki síður sagan og fólkið. Þú þreyttist aldrei á að fræða okkur um það sem fyrir augu bar og sögurnar sem því tengdust. Af því lærðum við svo margt, svo miklu meira en þeir sem ekki fá að upplifa þessa tengingu við náttúruna og sög- una. Síðustu árin áttir þú sífellt erfiðara með að komast út í eyju og ferðunum fækkaði stöðugt. Það var þér erfitt. Nú er komið að okkur systrum að leysa þig af eftir langan vinnudag. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Takk fyrir það sem þú gafst okkur. Þínar dætur, Ingveldur (Inga) og Valborg Elísabet (Lísa). Jóhannes, minn kæri föðurbróðir, er látinn. Það hefði kannski ekki átt að koma á óvart eftir viðvarandi heilsubresti síðasta áratuginn. Það gerir það nú samt. Þær renna um hugann, allar góðu minningarnar frá samverustundum í Flatey. Ég man eitt sinn þegar Jóhannes hafði verið inni á Plássi að spjalla við einhverja karla og kom seint heim í Vesturbúðir og vakti mig þar sem ég svaf inni á kontór. Hann var ekki tilbúinn að fara að sofa strax og vildi halda spjallinu áfram og fór að segja sögur af einhverjum manni. Manst’ ekki eftir honum? spurði Jóhannes mig. Nei, ég kom manninum ekki fyr- ir mig og eftir fleiri sögur af honum fannst mér eins og þetta gæti verið einhver úr fortíðinni og spurði hve- nær hann hefði verið uppi. Hann var bóndi í Hvallátrum um 1860 sagði Jó- hannes og var alveg hissa á að ég myndi ekki eftir honum. Jóhannes hafði unun af gömlum sögum og sögnum af fólkinu í Breiða- fjarðareyjum. Mikið var gaman að fara með honum í kirkjugarðinn í Flatey, en þar þekkti hann alla og kunni ótal sögur af þeim sem þar hvíla. Þá risu þeir upp og urðu ljóslif- andi fyrir manni. Hann var fæddur ’32, og stundum velti ég því fyrir mér hvort hann hefði kannski fæðst 1832, því oft talaði hann eins og allir Breið- firðingar síðustu 200 árin hefðu verið samtíðarmenn hans. Jóhannes var alltaf nálægur þegar ég dvaldi í Flatey. Þær eru óteljandi ferðirnar sem ég hef farið með honum að vitja um net, í leitir eða lunda. Í minningunni er eins og hann hafi allt- af verið með í för, þótt það sé trúlega ekki rétt. Hann þekkti allar nibbur og sker sem þræða þurfti hjá og reyndi að kenna manni réttu leiðirnar. Verst hvað maður gleymir slíku. Hin síðari ár þegar heilsuleysi kom í veg fyrir að hann dveldi í Flatey fannst mér oft að hann væri samt þar, en hefði brugðið sér inn á Pláss og væri bara rétt ókominn út eftir. Hann var ósérhlífinn, alltaf boðinn og búinn að veita aðstoð og þar virtust engin takmörk. Þetta á ekki bara við um stórfjölskylduna, vini og kunn- ingja, því það var með ólíkindum hvað hann lagði á sig til að aðstoða ókunnugt fólk. Reyndar þekkti hann svo marga að ókunnugt fólk var yf- irleitt náskylt einhverjum honum kunnugum. Einhvern tímann í framtíðinni, kannski 2032, segi ég litlum snáða sögur af honum Jóhannesi. Þá spyr ég kannski, manst’ ekki eftir honum Jóhannesi? – og auðvitað man hann eftir honum. Um leið og ég kveð kæran frænda vil ég votta Gyðu, Ingu, Lísu og fjöl- skyldum innilega samúð mína. Þórður Arason. Í dag er til grafar borinn Jóhannes móðurbróðir minn, einn af 16 börnum mektarhjónanna Þorbjargar Sigurð- ardóttur og Þórðar Benjamínssonar sem lengst af bjuggu í Hergilsey og Flatey á Breiðafirði. Í örfáum orðum langar mig að minnast Jóa frænda sem ég á margar góðar minningar tengdar, þær fyrstu allar frá tíma hjá afa og ömmu í Flatey. Í huga barnsins og unglingsins var Jói frændi fyrst og fremst flottur frændi og svona James Dean eða hörkutöffari Breiðafjarðar- miða. Jói var veiðimaður og umgekkst náttúruna eins og afi hefur kennt þeim öllum systkinum, af virðingu og hugulsemi. Sérstaklega var hugað að því að vanda sig við bráðina svo ekki hlytist af óþarfa kvöl hjá dýrinu. Á sumrin þegar fjölskyldan kom í Flat- ey þá var Jói alltaf þar og naut afi þess alveg örugglega að hafa hann svona dyggan sér til aðstoðar meira og minna öll sumur þó að Jói sinnti sjómennskunni ávallt. Dæja frænka hefur sagt mér af því að þegar Jói var á skóla í Reykhólum þá hafi hann fengið afburða vitnis- burð kennarans. Kennarinn hafi svo lagt á við Jóhannes um hvort hann hygðist ekki halda áfram með sína skólagöngu en drengurinn gerði nú ráð fyrir því að ekki gæti orðið af því þar sem hann þyrfti nú líkast til að fara að vinna. Þannig var það og því tekið af æðruleysi eftir því sem ég best veit. Enginn veit um eldinn, sem einu sinni brann. Í landi minna lífsins drauma logaði hann. (Steinn Steinarr) Jói sigldi víða á sínum yngri árum og festi ekki ráð sitt fyrr en hann var kominn vel yfir þrítugt. Það var alltaf gaman að hitta Jóa og heilsa upp á fjölskyldu hans í Stykkishólmi. Hann bar hag fjölskyldunnar allrar fyrir brjósti og sýndi það í verki með því að vera ávallt boðinn og búinn ef á þurfti að halda og sýndi heilindi í hvívetna. Jói hafði mjög gaman af að tala við ættingjana um það sem var á döfinni eða það sem hann var að velta fyrir sér. Hann var sérlega vel að sér í ætt- fræði svo venjulegt fólk bliknaði í samanburði við hann. Það var því erf- itt þegar heyrnin fór að gefa sig hjá honum og ekki varð gott að tala sam- an í síma. Eftir að afi féll frá, í nóv- ember 1985, þá eiginlega tók Jói við því að sjá um það sem þurfti að sjá um til að sinna nytjunum í Hergilseyjar- löndum og sjá til þess að fólk væri til verka sem sinna þurfti. Það varð sam- vinnuverkefni fjölskyldunnar. Á þeim tíma voru ekki margir í fjölskyldunni sem höfðu lært helstu siglingarleiðir sem afi notaði til að fara um en Jó- hannes sá líklega einna helst um að fleiri yrðu færir til þess, því siglinga- leiðir þar geta verið varasamar. Þeir eru nokkrir synir bræðra Jóhannesar sem voru til sjós á bátnum hans og lærðu af honum þar. Svo virðist sem við eigum oft von á því að fólk sem er okkur kært annað hvort lifi okkur sjálf eða bara lifi endalaust þó við vit- um betur. Þá er það alltaf áfall að fá fregn um andlát. Á kveðjustund er ég þakklát fyrir samfylgdina. Við Kristín kveðjum Jóhannes með virðingu og söknuði og sendum Gyðu og dætrun- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur á þessum erfiða tíma. Valgerður Þorbjörg Elín. Við fráfall elskulegs föðurbróður míns Jóhannesar Þórðarsonar langar mig að minnast þessa mikla kappa og læriföður með nokkrum fátæklegum orðum. Eftir fráfall föður míns þegar ég var á áttunda ári fékk ég tækifæri til að kynnast betur þessum einstaka manni og þeirri fjölskylduumhyggju Jóhannes Þórðarson ✝ Vinur okkar, JÓHANN SIGURÐUR HJARTARSON, Leirhöfn, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hvammi, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtudaginn 18. mars. Útförin fer fram frá Skinnastaðarkirkju miðviku- daginn 31. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hildur Jóhannsdóttir, Jón Þór Guðmundsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, fósturfaðir, afi og langafi, GUÐJÓN HERMANNÍUSSON, Þverbrekku 4, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi föstudaginn 19. mars, verður jarðsunginn frá Hjallakirkju Kópavogi þriðjudaginn 30. mars kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi. Ólafía Ísfeld, Tryggvina Sigríður, afabörn og langafabörn. Til minningar um hefur Rauða krossi Íslands verið færð gjöf. Með innilegri samúð Sendið samúðarkveðju í minningu um kærkominn vin og/eða ættingja. Hringið í síma 5704000 eða farið á raudikrossinn.is MINNINGARKORT RAUÐA KROSS ÍSLANDS ✝ Hjartkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést mánudaginn 8. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Höfða fyrir frábæra umönnun og hjálpsemi á allan hátt. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Jón Sigurðsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, JÓHANN EYÞÓRSSON, Lækjarbergi 4, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 25. mars. Valdís Þorkelsdóttir, Anna Jóhannsdóttir, Jón Örn Brynjarsson, Eyþór Kristinn Jóhannsson, Kristín Þórey Eyþórsdóttir, Gísli Þorláksson, barnabörn og frændsystkini. ✝ Ástkær bróðir minn, ÞORBJÖRN SIGURÐSSON frá Neðra-Nesi, Stafholtstungum, síðast til heimilis Garðabraut 2a, Akranesi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 25. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Þórir Gunnar Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.