Morgunblaðið - 27.03.2010, Side 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
og ættrækni sem einkenndi allt hans
líf. Við Valli bróðir dvöldum flest sum-
ur sem börn og fram á unglingsár hjá
ömmu og afa í Vesturbúðum, þar sem
Jói var aldrei langt undan. Jói sá
ávallt til þess að við bræðurnir kæm-
um vestur á sumrin og fengjum að
kynnast lífinu í Flatey og eyjabú-
skapnum. Þegar ég var kominn fram
á unglingsár fór ég að róa með Jóa á
grásleppu frá Flatey snemma á vorin
en þá dvöldum við nokkrar vikur tveir
í Vesturbúðum áður en venjuleg sum-
ardvöl hófst sem voru mikil viðbrigði
frá þeim fjölda sem jafnan dvaldi í
húsinu á sumrin. Þessar stundir með
Jóa eru mér ógleymanlegar og allur
sá fróðleikur sem frá honum kom og
vakti áhuga minn um búskaparhætti,
sjósókn, mannlíf, sagnfræði og ætt-
fræði sem var hans sérgrein. Jói var
geysilega víðlesinn og hafði kynnt sér
nánast allt sem ritað hafði verið um
sögu, mannlíf og náttúru Breiðafjarð-
ar og hafði snemma lagt sig eftir ætt-
fræði. Jói var að upplagi mikið nátt-
úrubarn og einstaklega næmur á
umhverfi sitt. Hann var fengsæll og
laginn veiðimaður en hafði þó annað
viðhorf til veiðimennskunnar en
margir sportveiðimenn nútímans, þar
sem hans veiði var fyrst og fremst til
að afla sér og sínum matar eða tekna.
Ég kynntist því að Jói var mikill
sjósóknari sem víða hafði farið. Ég
dáðist mikið að visku hans þegar kom
að öllu sem snerti skip, sjómennsku
og siglingar. Hann var einstaklega
leiðaglöggur og þekkti vel til siglinga-
leiða og strauma um allan Breiða-
fjörð. Jói reyndi stöðugt að leiðbeina
mér og kenna í þessu sem öðru en því
miður hafði ég aðeins takmarkaða
hæfileka til að innbyrða alla hans
visku á þessu sviði þrátt fyrir einlæg-
an áhuga minn. Seinna þegar ég varð
ungur skipstjóri á fiskibátum í Stykk-
ishólmi fannst mér ómetanlegt að
hafa fengið Jóa frænda sem vélstjóra
og vita af allri þeirri visku sem þar bjó
og ég gat alltaf leitað til. Ég held
reyndar að Jóa hafi fundist betra að
geta haft auga með stráknum aðeins
lengur þar sem hann væri enn
óreyndur og blautur á bak við eyrun.
Ég hef allt frá því faðir minn lést
litið til Jóa sem föðurímyndar, fóstra
og lærimeistara, og Dísa, konan mín,
og börnin mín öll hafa elskað hann og
virt eins og tengdaföður og afa.
Elsku Jói, þú sigldir krappar öldur
og sættir stanslausum ágjöfum í erf-
iðum veikindum síðustu 9 mánuðina,
en þú sýndir enn og aftur yfir hve
miklum styrk þó bjóst í þessari erfiðu
baráttu en varðst þó að lokum að lúta
því valdi sem manninum er æðra.
Dætur þínar Inga og Lísa stóðu þétt
með þér í þessari lokasiglingu og þú
sást að betri háseta í erfiðri sjóferð er
ekki hægt að fá.
Elsku Gyða, Inga, Lísa og barna-
börn. Megi góður guð blessa minn-
inguna um einstakan persónuleika
umhyggjusaman föður og ættföður
og veita ykkur styrk á sorgarstund.
Hörður Gunnarsson.
Meira: mbl.is/minningar
Margs er að minnast og hugurinn
reikar víða og upp koma myndir úr
lífshlaupinu sem ég átti með Jóa
frænda. Mér var hann alltaf kær og
ekki dró hann af sér við að segja okk-
ur frændsystkinum sínum til um
hvernig skyldi hafa hlutina. Hann var
líka tilbúinn að hlusta ef nefnt var að
hafa þá á annan veg. Alltaf þegar ég
fór með foreldrum mínum út í Flatey
á sumrin og ekki síður á mínum full-
orðinsárum með mína fjölskyldu þá
var Jói þar til staðar fyrir alla ef hann
var ekki á sjónum. Þá var hann alltaf
reiðubúinn að sýna börnum mínum og
öðrum lífshættina sem viðgengust í
kringum eyjarlífið á sinn hátt með
ákveðni og sinni stóísku ró. Það sem
ég fékk upplifað með Jóa frænda í
sambandi við selveiðar, lundaveiðar,
skarfaveiðar, fiskveiðar, eggja- og
dúntekju og ekki síst sá lærdómur að
staldra við og gera hlutina rétt, hvort
heldur það snerist um fláningu, spít-
ingu á skinnum, hamflettingu fugla,
aðgerð á fiski eða hvað annað sem við-
fangsefnið var, allt er það mér ómet-
anlegt.
Það æðruleysi og kennsluáhugi
sem var í honum gagnvart öllu sínu
skyldfólki og venslafólki var sú sama
hugsjón og hjá afa og ömmu nefnilega
að færa þau auðæfi eyjanna áfram
með ættinni kynslóð fram af kynslóð
en ekki að sjá þessa perlu Breiða-
fjarðar sem hans ætt stendur að
flosna upp í barningi einstakra aðila
um að komast að til að ráða ríkjum.
Það varð honum mikið áfall þegar
hann áttaði sig á því sem þar var í
gangi og skirrtist hann þá ekki við að
reyna að hreyfa við málum svo bæta
mætti úr því sem aflaga hafði farið.
Arfleifð ömmu og afa með Vesturbúð-
um og Hergilseyjarlöndum hefur
skipt okkur mörg afkomendur þeirra
það miklu máli. Carpe diem – að nýta
daginn, er það sem ávallt hefur ein-
kennt Jóhannes og fólkið sem hann er
kominn af – að halda sig að verki og
sinna því sem sinna þarf, þannig var
það.
Það tók á að hitta Jóa frænda í síð-
asta skiptið sem ég hitti hann í fyrra-
sumar þegar ég var í heimsókn á Ís-
landi. Þá var hann á LSH í Fossvogi
þar sem hann þurfti að liggja lengi vel
og hver mistökin höfðu rekið önnur
um hríð. Sinn síðasta vetur lifði hann í
Stykkishólmi, þó að nánast rúmfastur
væri.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Um leið og ég kveð góðan dreng
sendi ég Gyðu og dætrunum innilegar
samúðarkveðjur. Ég þakka samfylgd-
ina. Góður frændi gleymist aldrei.
Sigurbjörn Guðjónsson.
✝ Irma Geirssonfæddist 25. sept-
ember árið 1920 í
Kolberg í Pommern,
sem þá var í Þýska-
landi en nú í Pól-
landi. Hún lést á
Kumbaravogi 19.
mars 2010.
Foreldrar hennar
voru þau Frida, d.
1927, og Gustaf Bor-
genhagen. Systir
hennar var Dorothea
sem fæddist 1926 og
dó 1944 úr barna-
veiki. Systurnar ólust upp hjá
ömmu sinni, Mette Maria, og afa,
Gustaf Knappert, í Zernin sem er
lítið þorp í nágrenni Kolberg.
Hörmungar styrjaldarinnar settu
mark sitt á Kolberg og fólkið sem
lifði þar. Fjöldi dó og margir
flýðu til Svíþjóðar. Rússarnir tóku
Kolberg og það var dimmur tími í
Geirssyni, f. 21.8. 1911, d. 26.10.
1982, sem þá var fráskilinn og
vann við Ljósafoss. Árið 1950
gengu þau í hjónaband. Í fyrstu
hélt Irma áfram að vinna að
Syðri-Brú en árið 1954 hóf hún
störf við mötuneyti virkjananna
við Ljósafoss og Steingrímsstöð
og síðar einnig Írafoss. Þar starf-
aði hún til sjötugs eða í 37 ár
samfleytt.
Heiðar, f. 2.6. 1944, sonur Alex-
anders, ólst upp hjá þeim Irmu
frá 9 ára aldri. Hann er rafvirki
og starfar við M.S. á Selfossi.
Hans kona er Sigrún Jóhanns-
dóttir, f. 19.3. 1945, og eiga þau
þrjár dætur, Auði, Valgerði Rún
og Heiðrúnu Jóhönnu og barna-
börnin eru orðin fimm.
Sambýlismaður Irmu 1983-94
var Karl, húsgagnasmíðameistari,
f. 15.7. 1919, d. 20.2. 1996, sonur
Sæmundar kennara í Fljótum,
Grímsey og á Siglufirði, Dúason-
ar, f. 10.11. 1889, og d. 5.2. 1988,
og konu hans Guðrúnar Þorláks-
dóttur, f. 11.5. 1892, d. 13.5. 1980.
Útför Irmu var gerð í kyrrþey.
huga Irmu. Árið
1946 tókst henni
mikið veikri að flýja
með pólskum mjólk-
urbíl til Stettin og
komst að lokum til
Grossparin skammt
frá Bad Schwartau
en þetta svæði er
samfelld byggð allt
frá Lübeck.
Irmu tókst brátt
að fá vinnu bæði við
landbúnaðarstörf og
sem ráðskona við
heimilishald. Atvikin
höguðu því svo að henni barst
auglýsing frá Íslandi. Þetta var
atvinnutilboð frá íslenskum bænd-
um og í júní árið 1949 fór hún í
hundrað manna hópi með Esju frá
Hamborg til Íslands.
Hún réð sig til tveggja ára að
Syðri-Brú í Grímsnesi. Hún
kynntist Alexander Reinholt
Okkur langar til að minnast ömmu
okkar, Irmu Geirsson, með nokkrum
orðum og þeirra yndislegu stunda
sem við höfum átt saman. Það sem
einkenndi þig var umhyggjusemi, ör-
læti og hlýja í garð okkar og allra sem
í kringum þig voru. Við áttum góðar
samverustundir sem við munum
geyma í hjörtum okkar. Það var alltaf
notalegt og gaman að koma í litla hús-
ið þitt á Ljósafossi. Þú hafðir yndi af
því að elda góðan mat og það var alltaf
tilhlökkun að koma til þín í mat eða
kaffi. Oft var eitthvað á boðstólum
sem þú sjálf hafðir ræktað í garðinum
þínum. Þú varst mikill dýravinur og
sinntir dýrunum þínum með einstakri
alúð. Það eru mörg dýr sem við mun-
um eftir í gegnum árin og þá sérstak-
lega hundurinn Trítill sem var í miklu
uppáhaldi hjá þér og páfagaukurinn
Páfi sem þú kenndir að tala.
Á sumrin hafðir þú alltaf mikið að
gera bæði sem sneri að garðinum,
dýrunum og veiðin í Úlfljótsvatni var í
miklu uppáhaldi. Það voru ófáar ferð-
irnar sem við fengum að fara með að
veiða, við snerum heim með öngulinn í
rassinum en þú fiskaðir alltaf vel.
Elsku amma, hjartans þakkir fyrir
allt sem þú gafst okkur. Minningarn-
ar um þig munu lifa um ókomin ár, við
kveðjum þig með söknuði. Hvíl þú í
friði.
Auður Svala, Valgerður Rún
og Heiðrún Jóhanna.
Nú er Irma fallin frá.
Hún átti góðar minningar frá unga
aldri en erfiðar frá stríðstímanum í
Pommern og flóttanum yfir til Þýska-
lands árið 1946, langveik og helmingi
léttari – 26 ára og aðeins 26 kg. Atvik-
in leiddu hana til Íslands þar sem
henni gafst nýtt líf, ný ævintýri, ný
fjölskylda og margir vinir sem nutu
hennar eðlislægu elskusemi og hlýju
og óbilandi gamansemi.
Við kynntumst henni ekki fyrr en
árið 1983 þegar þau Karl Sæmund-
arson tóku saman eftir að bæði höfðu
misst maka sína. Þau bjuggu 11 ár á
Ljósafossi. Síðasta árið var Karl orð-
inn þungt haldinn af Alzheimer en
Irma reyndist honum óþreytandi og
elskuleg í umhyggju sinni.
Árið 1997 var járntjaldið fallið. Þá
áttum við saman ógleymanlega ferð í
hennar fæðingarhérað þar sem æsku-
heimili hennar og eiginlega allt þorpið
var enn í svo til sömu skorðum og
þegar hún flúði þaðan hálfri öld fyrr.
Hún vissi ekki annað en að öll hennar
þýska fjölskylda hefði dáið í stríðinu
en við eftirgrennslan í þeirri ferð kom
í ljós að hún átti náið skyldfólk á lífi.
Ári síðar vorum við aftur á ferð með
henni um Þýskaland þar sem hún
heimsótti frændfólkið og það voru
góðir endurfundir.
Irma var einlæg og umhyggjusöm
en einnig ákveðin og lagin við að
koma verkum fram – og hún var sann-
arlega höfðingi heim að sækja. Allra
næst henni stóð Heiðar sem hefur
ávallt verið hennar styrka stoð. Af-
komendur Karls senda Heiðari og
hans fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur við fráfall Irmu um leið og við
erum afar glöð yfir að vera svo lán-
söm að hafa kynnst henni.
Ragna Freyja Karlsdóttir og
Gísli Ólafur Pétursson.
Irma Geirsson
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ARI BERGÞÓR FRANZSON
prentari,
áður til heimilis á Sogavegi 133,
Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 18. mars, verður jarð-
sunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 29. mars
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Neistann, félag hjartveikra barna.
Sigríður Jóna Aradóttir,
Franz Arason, Anney Bergmann Sveinsdóttir,
Magnea Bergþóra Aradóttir, Reynir Magnússon,
Páll Brynjar Arason, Gunnlaug Kristín Gunnarsdóttir,
Þórunn Aradóttir, Ágúst Ágústsson,
Jón Arason, Sigríður Margrét Sigurgeirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ÁSLAUG HAFBERG
fyrrv. kaupmaður,
Vesturgötu 7,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn
17. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í
Reykjavík miðvikudaginn 31. mars kl. 13.00.
Elías Árnason, Jette Svava Jakobsdóttir,
Gunnar Viðar Árnason, Bjarnveig Valdimarsdóttir,
Bjarney Anna Árnadóttir, Friðfinnur Halldórsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR B. SVANBERGSSON
pípulagningameistari
og fyrrv. vatnsveitustjóri,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri miðvikudaginn
24. mars.
Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 31. mars og hefst
athöfnin kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast Sigurðar er bent á Hjartavernd.
Ásta S. Jónsdóttir,
Guðrún E. Sigurðardóttir,
Smári S. Sigurðsson, Nanna K. Sigurðardóttir,
Hrafn Ó. Sigurðsson, David N. Ekström,
Sigurður A. Sigurðsson, Harpa Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar og bróðir,
JÓN SÆVAR GUÐMUNDSSON,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 25. mars.
Útför verður auglýst síðar.
Guðmundur Jónsson,
Bjarnfríður A. Guðnadóttir,
Guðrún Guðmundsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
VALGERÐUR ÁKADÓTTIR
píanókennari,
Grettisgötu 31a,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 20. mars, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 29. mars
kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Parkinsonssamtökin á Íslandi.
Jóhann Áki Björnsson, Dagmar Gunnarsdóttir,
Kristrún Helga Björnsdóttir, Snorri Már Snorrason,
barnabörn og barnabarnabörn.