Morgunblaðið - 27.03.2010, Page 39
Minningar 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
✝ Hannes Steph-ensen Pétursson
fæddist í Hafnardal,
Nauteyrarhreppi,
Norður-Ísafjarð-
arsýslu 10. desember
1931. Hann lest á
Heilbrigðiststofnun
Blönduóss hinn 17.
mars síðastliðinn.
Hannes var sonur
hjónanna Péturs
Pálssonar, f. á
Prestbakka, Bæj-
arhreppi, Stranda-
sýslu, og Sigríðar
Guðmundsdóttur, f. í Tungu í Ön-
undarfirði, Mosvallahreppi, Vest-
ur-Ísafjarðarsýslu.
Hannes átti 13 systkini: Gunnar
Friðrik, f. 1920, d. 2003. Jón Páll,
f. 1921, d. 2009. Guðmundur
Garðar, f. 1923, d. 1927. Þórður,
f. 1924. Fríða, f. 1926. Gerður, f.
1927. Garðar, f. 1928. Ragna, f.
1904, d. 1955. Páll, f. 1910, d.
1922. Björg Sigríður, f. 1912, d.
1948. Arndís, f. 1914, d. 2002.
Gróa Bjarnfríður, f. 1917, d.
2000. Sigríður, f. 1939.
Hannes kvæntist Guðrúnu Mar-
íu Björnsdóttur og
átti með henni þrjú
börn, þau slitu sam-
vistir. Barnsmóðir
Hannesar var Jó-
hanna Jörgensen.
Önnur kona Hann-
esar var Guðný
Hjálmfríður Elín
Kristjánsdóttir, þau
áttu saman einn son.
Þau slitu samvistir.
Þriðja eiginkona
Hannesar var Sonja
S. Wüum, Sonja lést
í janúar síðast-
liðnum. Börn Hannesar eru:
Anna, fædd 1954. Hún lest af
slysförum árið 1977. Baldur Við-
ar, fæddur 1958, kvæntur Elínu
Kristjánsdóttur, þau eiga fjögur
börn. Pétur Valgarð, fæddur
1962, kvæntur Maríu Guðmunds-
dóttur, þau eiga þrjú börn. Björn
Viðar, fæddur 1965, hann er í
sambúð með Ingu Rún Pálma-
dóttur. Björn á þrjú börn. Pétur,
fæddur 1966.
Útför Hannesar fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, laugardag-
inn 27. mars 2010, kl. 12.
Við kveðjum hann afa í kærleika hér
hann kom inn í líf okkar glaður.
Hann gaf okkur minningar, friðsæll nú
fer
ég finn inní hjartanu sorgina í mér.
Því farinn er magnaður maður.
Ég hugsa um lífið og horfi út í geim
í heiminum stundum er gaman.
Hann afi er kominn til ömmu nú heim
og algóður faðirinn leiðbeinir þeim.
Í faðmi Guðs sitja nú saman.
Á lífið ég trúi og byggi mér brú
í bæninni traustið vil hafa.
Við minningar eigum svo mætar og nú
mun ég þess óska í einlægri trú.
Að Guð passi ömmu og afa.
Vinur minn Hannes Pétursson
hefur nú kvatt okkur. Svo undarlega
fljótt á eftir konu sinni Sonju. Það
kemur okkur kannski ekki á óvart
sem til þekktum. Það var frekar und-
arlegt að hugsa um Hannes án þess
að hugsa um Sonju og öfugt. Ég veit
að þau eru nú bæði sátt og við sem
elskum þau eigum minningar sem
áfram lifa.
Mig langar með þessum orðum að
þakka Hannesi fyrir mig og mína.
Hann var sérlega góður afi barnanna
minna og sannur vinur okkar allra.
Ég er óendanlega þakklát fyrir allar
fallegu minningarnar sem ég á um
þau hjón og fyrir öll hlýju orðin og
fallegu hugsanirnar sem þau sendu
okkur alltaf. Það er ómetanlegt og
verður aldrei fullþakkað.
Birgitta H. Halldórsdóttir.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Þegar við kveðjum Hannes, bróð-
ur okkar, hér í dag koma upp í hug-
ann margar góðar minningar. Við
minnumst æskuáranna okkar í Hafn-
ardal við Ísafjarðardjúp. Þær minn-
ingar eru bjartar og skemmtilegar.
Stór systkinahópur sem ólst upp
við leik og störf eins og tíðkaðist í
sveitinni í þá daga. Við systkinin höf-
um alltaf verið í góðu sambandi og
fylgst hvert með öðru alla tíð.
Hannes lærði vélsmíði og vann við
vélar alla tíð. Hann hafði gaman af
tónlist og var í kórstarfi í fleiri ár.
Ekki má gleyma harmonikkunni sem
hann spilaði mikið á, sér og öðrum til
ánægju. Einnig starfaði hann lengi
með leikflokknum Snúði og Snældu.
Hannes var mjög hagur í höndum
og var útskurður mikið áhugamál hjá
honum. Hann skar út mörg lista-
verkin og eigum við systkinin öll fal-
lega muni eftir hann.
Það var gaman og gott að heim-
sækja Hannes og Sonju, hans ynd-
islegu konu, hvort sem það var í sum-
arbústaðinn, Stóragerðið eða
Mýrarbrautina, alltaf voru móttök-
urnar frábærar hjá þeim hjónum.
Þau voru mjög dugleg að ferðast um
landið og skoða nýja staði. Alltaf
mættu þau á ættarmótin með okkur
systkinunum og oftar en ekki var
harmonikkan með í för.
Sonja stóð alltaf við hlið Hannesar
og í erfiðum veikindum hans hugsaði
hún einstaklega vel um hann svo af
bar. Það var því mikið áfall þegar
Sonja lést hinn 31. janúar síðastlið-
inn eftir stutta sjúkrahúslegu.
Að leiðarlokum þökkum við Hann-
esi og Sonju allt sem þau voru okkur
og óskum þeim guðsblessunar í nýj-
um heimkynnum.
Við sendum börnum þeirra beggja
og fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Hvílið í friði, kæru Hannes og
Sonja.
Þórður, Fríða, Gerður,
Garðar og Sigríður Péturs-
börn frá Hafnardal.
Hannes mágur minn er látinn eftir
langvarandi veikindi, rúmum mánuði
eftir að Sonja systir mín og eigin-
kona hans andaðist. Að upplagi var
Hannes hreystimenni, vel á sig kom-
inn líkamlega og stæltur. Hann hafði
lifað heilsusamlegu lífi, ferðaðist
mikið um landið og var farinn að
huga að sumarferðum rétt fyrir and-
lát. Hann var mikill áhugamaður um
bíla og átti alltaf vandaða bíla. Áttum
við oft spjall saman um bíla sem er
okkar áhugamál og göntuðumst við
með það hvort Landcruiser væri
betri eða verri en Pajeró. Í hvert
skipti sem Hannes fékk sér nýjan bíl,
var ég látinn taka fákinn út. Síðustu
árin áttum við margar góðar stundir
undir stýri.
Aldrei heyrði ég hann kvarta yfir
veikindum sínum. Hann bar sig æv-
inlega vel og hélt reisn sinni fram til
hins síðasta. Hann var höfðingi heim
að sækja og alltaf var veisluborð hjá
honum og systur minni, þegar ég
kom í heimsókn. Hannes var vinnu-
samur og meðan heilsan leyfði var
hann iðjusamur við margt, skar lista-
vel út í tré. Hann var einnig áhuga-
samur um tónlist, spilaði á harmon-
iku og hin síðari ár tók hann þátt í
kórastarfi.
Hannes var hjálpsamur og bón-
góður og aldrei hallmælti hann nein-
um. Ég minnist hans sem góðs
manns, sem gekk hljóðlega um og
var frekar veitandi en þiggjandi. Ég
og fjölskylda mín votta börnum hans
og öðrum aðstandendum samúð okk-
ar.
Dan Wiium og fjölskylda.
Hann Hannes er dáinn. Það kem-
ur kannski ekki neitt á óvart hann
var búinn að vera svo veikur lengi.
það var alltaf gott að koma til
þeirra, hvort sem það var í Stóra-
gerðið eða húsið sem þau áttu við
Selfoss. Börnunum okkar fannst fátt
skemmtilegra en að fara í sveitina til
afa og ömmu, þar var nóg pláss til að
leika sér úti og inni, fara með afa út í
skúrinn að losa músagildrurnar eða
gefa krumma fyrir ömmu.
Hannes og Sonja seldu húsið við
Selfoss, draumurinn var að komast
aftur norður á Blönduós, þar keyptu
þau sér hús. Síðastliðið haust rættist
svo draumur þeirra um að flytja al-
farin aftur norður á Blönduós.
Hannes var mjög handlaginn og
mörg meistaraverk skar hann út í
tré, hann hafði gaman af tónlist og
spilaði á harmonikkuna sína, hann
söng með mörgum kórum og var í
leikfélagi eldri borgara.
Þrátt fyrir flókin fjölskyldubönd
þá var aldrei gerður greinamunur á
því hvort börnin væru ömmubörn
Sonju eða afabörn Hannesar, þar
sem börnin mín voru rík af öfum og
ömmum voru nöfnin þeirra alltaf
sett fyrir framan til að aðgreina frá
öllum hinum, Hannes afi og Sonja
amma.
Guð blessi fjölskyldur Hannesar
og Sonju og gefi þeim styrk í sorg-
inni.
María Erla
Guðmundsdóttir.
Hannes Stephensen
Pétursson
Það er mér ljúft og
skylt að minnast
Svanlaugar Ermen-
reksdótttur kennara.
Svanlaug kenndi við
Álftamýrarskóla í
Reykjavík mestan hluta starfsævi
sinnar eða frá 1968-1996 er hún lét
af störfum fyrir aldurs sakir á sjö-
tugasta og fyrsta aldursári.
Kynni okkar Svanlaugar hófust
fljótlega eftir 1970 í sambandi við
störf eiginmanna okkar í borgar-
stjórn Reykjavíkur. Við hittumst
mjög oft vegna þeirra starfa og
fórum saman í ferðalög bæði inn-
anlands og utan.
Þetta voru ánægjulegar sam-
verustundir og var Kristján eig-
inmaður Svanlaugar ávallt hrókur
alls fagnaðar. Svanlaug var afar
prúð kona, sem lét lítið yfir sér en
stutt var í kímnina þegar rætt var
um menn og málefni.
Þegar ég hóf störf sem kennari
við Álftamýrarskóla kynntist ég
annarri hlið á Svanlaugu. Hún
hafði þá kennt við skólann í 10 ár
og var því þaulvanur kennari sem
gott var fyrir nýliða að leita til.
Hún var ósínk á góð ráð úr
reynslubrunni sínum.
Svanlaug hafði orð á sér fyrir að
vera samviskusöm og nákvæm í
Svanlaug
Ermenreksdóttir
✝ Svanlaug Ermen-reksdóttir fæddist
í Reykjavík 5. sept-
ember 1925. Hún lést
á Skjóli 16. mars
2010.
Svanlaug var jarð-
sungin frá Langholts-
kirkju 23. mars 2010.
kennslustörfum og
sinna nemendum sín-
um af stakri natni.
Hún setti þeim mörk
sem hún lagði
áherslu á að héldu
svo og á gott verklag.
Þar sem það kom oft
í minn hlut að taka
við nemendum frá
henni á unglinga-
stiginu get ég borið
vitni um hve vinnu-
brögð þeirra voru
skipuleg og öguð og
undirbúningur undir
frekara nám vandaður.
Segja má að ég hafi kynnst enn
annarri hlið á Svanlaugu þegar ég
varð skólastjóri Álftamýrarskóla
1991. Þá kynntist ég starfsmanni
sem rækti störf sín af stakri alúð
og einnig þeirri einstöku trú-
mennsku, sem hún sýndi mér sem
yfirmanni og stofnuninni sem hún
starfaði fyrir. Þegar kom að
starfslokum kaus Svalaug að bæta
við einum vetri eftir að hún varð
sjötug og er það til vitnis um hve
starsþrek hennar var mikið.
Svanlaug var stéttvís og barðist
heilshugar fyrir bættum kjörum
kennara. Kom það best í ljós í
verkföllum kennara þegar hún
lagði sig alla fram um að starfa á
vettvangi og bauð heimili sitt sem
fundarstað.
Að leiðarlokum þakka ég Svan-
laugu góð kynni og einstakt starf í
þágu Álftamýrarskóla, sem hún
helgaði starfskrafta sína af mikilli
kostgæfni.
Steinunn
Ármannsdóttir.
Það er sárt að
kveðja.
Sumarið 1971 sá ég
Svein Bjarka systur-
son minn taka fyrstu skrefin í
Heiðmörk. Sé á gömlum myndum
að sólin skein og fjölskyldan
skemmti sér. Þannig er það líka í
minningunni.
Það var greinilegt að Sveinn var
bráðþroska. Óx hratt úr grasi og
var stærri og sterkari en jafnaldr-
ar hans. Hann var hins vegar hvers
manns hugljúfi og gerði ekki flugu
mein. Þessi ljúfmennska gerði
hann margfalt tilkomumeiri og
sterkari en ella. Lífsgleðin og for-
vitnin fylgdu honum alla tíð og
húmorinn og hláturinn sem ég
heyri þessa dagana þegar ég minn-
ist hans. Brosið og glettnin í aug-
unum alltaf skammt undan.
Við fórum saman í þrjúbíó á
sunnudögum þegar hann var nægi-
lega gamall. Sáum sjóræningja í
Laugarásbíó og ég sem þá var í
menntaskóla hafði næstum því
gleymt gleðinni og alvörunni þegar
krakkar sjá ævintýri á hvíta tjald-
inu. Eftir bíóferðir var rætt um
sjóræningja, kúreka, indíána og
annað sem gefur lífinu gildi.
Svo varð lengra á milli funda
okkar Sveins. Ég fór út í lönd að
læra og sá hann þegar landið var
heimsótt.
Hann varð fljótt unglingur, og
fullorðinn áður en maður vissi af.
Sveinn Bjarki kom til okkar fjöl-
skyldunnar þegar við bjuggum í
Danmörku. Þá var hann um tvítugt
Sveinn Bjarki
Sigurðsson
✝ Sveinn Bjarki Sig-urðsson fæddist í
Reykjavík 10. sept-
ember 1970. Hann
lést á heimili sínu 9.
mars síðastliðinn.
Útför Sveins
Bjarka fór fram frá
Fríkirkjunni í Reykja-
vík 19. mars 2010.
og ákafinn var mikill
að kynnast framandi
löndum og menning-
arheimum.
Greinilegt var að
hann var mjög fróð-
leiksfús og leitandi.
Var djúpt heimspeki-
lega þenkjandi og
þótti lífið spennandi
og skemmtilegt.
Sveinn Bjarki
kynntist konunni í lífi
sínu á þessum árum,
henni Rögnu. Þau
hófu búskap og eign-
uðust þrjú bráðmyndarleg börn:
Alexander Frey, Sólveigu Emblu
og Ástu Eir.
Það er okkur mikil huggun að
hugsa til þess þegar þau eyddu
sumarfríinu í húsinu okkar á Skáni.
Sveinn starfaði lengst af sem
lögreglumaður. Vann við tölvur hjá
embættinu og fékk brennandi
áhuga á forritun. Stundaði kerf-
isfræði við Háskólanum í Reykja-
vík með vinnu. Stóð sig með ein-
dæmum vel og við spjölluðum
stundum saman á netinu. Greini-
legt var að hann hafði hæfileika á
þessu sviði eins og svo mörgu öðru
sem hann tók sér fyrir hendur. Og
gaman var að kynnast nýrri hlið á
frænda.
Í fyrra greindist svo Sveinn
Bjarki með krabbamein. Trúði
þessu ekki. Vildi ekki trúa því.
Sveinn tók þessu með stillingu.
Ragna líka. Skil þetta ekki. Mun
aldrei skilja það.
Þessum kafla er lokið. Næsti
tekur við.
Og það verður ljúft að fá að vera
samferða Rögnu og börnum í fram-
tíðinni.
Við sendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur til fjölskyldu
Sveins Bjarka.
Blessuð sé minning Sveins
Bjarka, frænda og vinar.
Björn (Bjössi),
Majken, Katrín og Lára.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á
forsíðu mbl.is og viðeigandi efnislið-
ur valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður grein-
in að hafa borist eigi síðar en á há-
degi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur.
Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 8284 / 551 3485
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511