Morgunblaðið - 27.03.2010, Síða 40

Morgunblaðið - 27.03.2010, Síða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010 Elsku vinkonan mín. Það eru nú ekki svo mörg ár sem ég hef þekkt þig kæra vinkona, fara að verða átta ár. Við kynntumst í brjál- uðu fjöri í brúðkaupi í Færeyjum og þannig hefur það alltaf verið hjá okk- ur allar stundir síðan, alltaf gaman og alltaf fjör. Það er því óneitanlega erfið stað- reynd að sætta sig við að heyra ekki meira í þér hérna megin. Minningarn- ar um sameiginlegar stundir streyma um huga mér, það var heiður að að þekkja þig mín kæra. Lífskraftur þinn og viljastyrkur smitaði frá sér yfir til okkar allra sem voru í kringum þig og hefur gefið okkur kraft og sýn á það sem hægt er að gera í lífinu með réttu hugarfari. Alveg sama hvað hef- ur dunið á, það hefur alltaf verið óstöðvandi líf og fjör í kringum þig yndislega vinkona. Orðin þín voru ein- faldlega – eigum við eitthvað að ræða þetta, eða?! Svo var bara kýlt áfram og allt klárað og gert. Þú hafðir sterka nærveru kæra vin- kona og ákefð þín til að hafa gaman af lífinu og njóta þeirra stunda sem gáf- ust hverju sinni var yndisleg upplifun, Elísabet Sigurðardóttir ✝ Elísabet Sigurð-ardóttir lögfræð- ingur og LL.M í sam- keppni- og Evrópurétti fæddist 27. nóvember 1973 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 11. mars síðastliðinn. Útför Elísabetar fór fram frá Dóm- kirkjunni 19. mars 2010. það var alltaf gaman og aldrei tími til að láta sér leiðast. Við áttum saman margar vanga- velturnar um lífið og tilveruna og það sem skipti okkur máli en alltaf komumst við að sömu niðurstöðu. Ég held því áfram á þeirri braut sem þú settir ljós, við lifum einn dag í einu og það er bara eitt í boði – það er áfram. Knús og kram til þín, lúv. Ragnheiður. Elsku Elísabet mín, það var gott að fá þig inní „kvenfélagshópinn“ okkar á fallegum vordegi árið 2007. Ragn- heiður kynnti þig, vinkonu sína, með stolti og við hinar hlustuðum með að- dáun þegar þú sagðir okkur frá þér, hvað þú hefðir verið að gera og hvað þú værir að gera og það leyndi sér ekki að hér var mikill orkubolti á ferð. Hjá þér virtist allt framkvæmanlegt og lífsgleðin skein svo fallega af þér. Ég mun aldrei gleyma hversu gam- an það var hjá okkur á annan í hvíta- sunnu fyrir aðeins tæpu ári síðan þeg- ar við fórum uppí Kjós til þess að taka myndir og umfram allt eiga skemmti- legan dag saman. Þú varst ein af fjór- um útvöldum vinkonum sem ég fékk til að túlka lífsglaðar yndislegar kon- ur sem eru lausar við alla duttlunga og vilja lifa lífinu lifandi. Ég man hversu spennt þú varðst yfir þessu verkefni og stakkst strax uppá að við fengjum að vera hjá henni Huldu í Elífsdal því þar væri svo óskaplega fallegt og friðsælt, þar ættir þú svo góðar minningar. Þegar dagurinn rann upp, ríkti mikil gleði og eftir- vænting hjá okkur öllum. Vorið var að koma og sólin gægðist fram og allar höfðu einhverja skoðun á hvernig myndir ég ætti að fá. Þarna hlupu þið um eins og unglingsstelpur, flissandi og hlæjandi og gleymduð ykkur alveg á þessum fallega stað við hjartalaga tjörn umkringda trjám og tignarleg- um fjöllum. Þú passaðir svo sannar- lega í þetta hlutverk, þú leyfðir ljós- inu þínu að skína svo skært enda bera myndirnar þess glöggt merki og nú geyma þær ómetanlegar minningar um unga, lífsglaða vinkonu sem mér þykir svo mikið vænt um. Elsku Elísabet mín, ég er þér þakklát fyrir að leyfa mér að njóta þinnar sterku nærveru sem aldrei minnkaði þrátt fyrir það hversu mikið veik þú varst orðin. Það var aðdáun- arvert að sjá hversu mikið þú gast stólað á hann Gest þinn því hann skildi þig og þekkti svo vel. Það var svo greinilegt að þú sjálf, sálin þín, varst svo lifandi og kröftug, það var bara líkaminn sem var að gefa sig. Ég er líka þakklát fyrir að hafa fengið að halda í höndina þína og segja þér hversu glöð ég var að fá að hitta þig í draumi þar sem þú varst svo tignar- leg, sast eins og hafmeyja og tilkynnt- ir mér að þú værir að hefja nýtt starf. Þetta starf var svo stórkostlegt og göfugt að það fór út fyrir mín skiln- ingarvit. Það er svo sárt að sjá á eftir þér mín kæra en það er mér huggun að trúa því að þú sért áfram að láta gott af þér leiða á öðrum stað. Elsku Gestur, Tara, Mikael og Júl- íus, ég óska þess að Guð gefi ykkur styrk því missir ykkar er svo mikill. Einnig votta ég Sigurði, Guðríði, Svölu og Agli mína dýpstu samúð. Jóna Þorvaldsdóttir. Nú hefur Katrín okkar Thors kvatt þennan heim, þ.e. sína nánustu vanda- menn, vini og leik- húsið, sem henni var svo einkar kært, en þaðan sem hún lét sig því Katrín Kristjana Thors ✝ Katrín KristjanaThors fæddist í Reykjavík 10. mars 1929. Hún lést á Droplaugarstöðum 9. mars 2010. Katrín var jarð- sungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 19. mars 2010. miður hverfa allt of snemma. Hér verða ekki tíunduð hlutverk hennar, en það er engan veginn ofmælt að fullkomnun var ætíð hennar aðals- merki á stuttum, já alltof stuttum en stórglæsilegum leik- ferli hennar. Við hjónin, einlægir vinir hennar, kveðjum hana með sárum söknuði. Andrea Odd- steinsdóttir og Halldór Þorsteinsson. Með þessum fátæk- legu orðum vil ég minnast ömmu minn- ar. Hún amma var yndisleg kona. Hún var með eindæmum hjartahlý, falleg og vinmörg. Eftir að amma kvaddi okkur eru minningarnar sem ég á um hana fjársjóðurinn minn. Kisa hleypur yfir götuna og ég hugsa til ömmu sem var alltaf með einhverjar kisur nálægt sér. Þegar ég fæ mér súpu þá nota ég ausuna sem ömmu fannst nauðsyn- legt að gefa mér eftir að ég bauð henni og afa upp á súpu án þess að eiga ausu. Amma fór þá á Lauga- veginn og keypti fallegustu ausuna og lét svo afa keyra sig með hana til mín þannig að ég gæti nú boðið fólki almennilega upp á súpu. Amma og ég deildum áhuga fyrir ljósmyndum. Dýrmætar stundir átti ég með ömmu þar sem hún sýndi mér myndir frá því í gamla daga þegar hún var að alast upp á Vatns- nesi og síðar þegar hún kynntist afa og eignaðist börnin sín. Þær minningar voru henni kærar og mér fannst það forréttindi að hún Sigríður Jónsdóttir ✝ Sigríður Jóns-dóttir fæddist í Keflavík 25. október 1924. Hún lést á líkn- ardeild Landakots hinn 20. mars síðast- liðinn. Útför Sigríðar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 26. mars 2010. skyldi deila þeim með mér. Hún var líka dugleg að fylgjast með myndunum mín- um. Það finnst mörg- um ótrúlegt að hún amma mín á níræð- isaldri hefði verið duglegust allra að fylgjast með heima- síðu barnanna minna á netinu. En það er einmitt svo lýsandi fyrir hana ömmu. Hún fékk sér fartölvu og fór á námskeið til að læra á netið. Þá gat hún fylgst betur með fjölskyldu sinni úti um allan heim. Þegar ég sit í sólinni eða horfi á fólk njóta góðs veðurs reikar hug- urinn líka til ömmu. Amma vildi góða veðrið og margar af hennar bestu stundum voru einmitt í sól- arlöndum með afa. Þegar ég var yngri fórum við í ferðalag saman til Þýskalands þar sem góða veðrið lék við okkur. Minningarnar úr þeirri ferð eru margar. Við fórum einn daginn í heimsókn í klaustur Mar- íusystranna, skoðuðum heimili þeirra og borðuðum með þeim súpu. Á þessum tíma fannst mér þetta mjög áhugavert þar sem amma var búin að fræða mig um þeirra góða starf. En það sem stóð upp úr í barnshuga mínum við heimsóknina var að bæði ég, mamma og amma þurftum að vera í pilsi og það fannst mér stórkost- legt. Í ferðinni kom í ljós að hún amma hafði ekki mikla þolinmæði þegar kom að tónlistinni sem ég vildi hlusta á í útvarpinu. Hún vildi hafa rólegt og hljótt í kringum sig. Eftir að ég eltist fæ ég oft að heyra það að ég sé alveg eins og hún amma mín, ég á það nefnilega til að slökkva á sjónvarpi og útvarpi til að fá smárólegheit. Ég hef alltaf verið stolt af því að teljast lík henni ömmu, enda hefur hún verið mér fyrirmynd í mörgu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Minning hennar lifir áfram í hjörtum okkar allra sem þekktum hana og elsk- uðum. Sigurrós Jóhannsdóttir. Amma Sigga eins og ég kallaði hana alltaf var kona sem mér þótti afar vænt um. Hvað sem á bjátaði rétti hún alltaf fram hjálparhönd. Amma var mjög virk kona, alltaf úti um allt og alls staðar. Ég man eftir að hafa hitt hana einn sunnu- daginn en þá var hún búin að fara á þrjár samkomur. Hún amma var nefnilega afar trúrækin kona og mikil félagsvera þar að auki. Um leið og maður kom inn til hennar voru pönnsur eða hvað sem til var (eða eitthvað búið til á staðnum) sett fyrir framan mann og ætlast var til að maður skóflaði því öllu í sig. Amma kom oft í heimsókn til okkar þegar við fjölskyldan bjugg- um í Keflavík og ég man að sem lít- il stelpa fannst mér alltaf svo fynd- ið að um leið og hún kom inn fór hún í símann til að hringja í allar vinkonurnar í Keflavík. Ég var það lánsöm að hafa ömmu og afa alltaf hjá mér á aðfangadags- kvöld. Jólin gátu ekki byrjað fyrr en amma og afi komu. Ég man ein jól að það var svo slæmt veður að þau komust ekki suður til okkar. Ég man vel eftir þessum jólum vegna þess að þau voru ekki al- mennileg jól. Mér leiddist án ömmu og afa. Ég er nefnilega svolítil Sigga í mér. Sumrin voru tími ömmu, stund- um held ég að hún hafi fæðst í vit- lausu landi. Hún elskaði sólina og bjarta veðrið. Það var oft að ég kom til hennar þar sem hún sat úti á svölum að sóla sig og þar sem hún var frjálslega amma mín kom hún oft til dyra bara á brjóstahald- aranum, alltaf brosti ég og hugsaði að mig langaði að vera alveg eins og hún amma mín þegar ég yrði á hennar aldri. Þegar ég bjó á Englandi var amma svo dugleg að skrifa mér. Það var alltaf svo gaman að fá bréf frá henni. Oftast fylgdu kisumyndir og biblíuvers bréfunum. Amma var reyndar alltaf svo hrædd um að mér væri of kalt í illa kyntu ensku húsunum og sendi hún því oft hlýja sokka og inniskó handa mér. Ég á eftir að sakna hennar ömmu en ég veit að hún er hjá drottni sín- um. Að lokum lygni ég aftur aug- unum og ímynda mér hana elsku ömmu mína. Þá sé ég litla dökk- hærða stelpu leika við dýrin á Vatnsnesi, unga stúlku í tjaldferð í Vaglaskógi að kynnast framtíðar- eiginmanni sínum, fjögurra barna móður á Heiðavegi 4 með fullt hús af fjölskyldu og vinum, ömmu sem sat á fótum sér að skafa rófu handa afkomendum sínum og að lokum heiðarlega, brosmilda, gjafmilda, fé- lagslega, trúrækna og fallega konu sem snerti við öllum sem hún hitti. Elsku amma, takk fyrir allt! Ég elska þig. Þín, Hanna Sigríður Ragnarsdóttir. Kveðja til langömmu. Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd í nýjum heimi æ þér vörður vísi, sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er (Guðrún Elísabet Vormsdóttir.) Sunna Margrét Eyjólfs- dóttir, Jón Ásgeir Eyjólfsson og Jóhann Birkir Eyjólfsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnis- liður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður grein- in að hafa borist eigi síðar en á há- degi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, SIGURLAUGAR JÓNSDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Jón Aðalsteinsson, Guðbjörg J. Eyjólfsdóttir, Björg Aðalsteinsdóttir, Ómar Ólafsson, Kristín J. Aðalsteinsdóttir, Björn Ágústsson, Eygló Aðalsteinsdóttir, Bergsveinn Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, SVANLAUGAR EINARSDÓTTUR, Birkimörk 8, Hveragerði, áður Fannborg 1, Kópavogi, og heiðruðu minningu hennar. Alveg sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins að Ási Hveragerði fyrir frábæra umönnun. Sigurður Z. Skúlason, Gréta Sigfúsdóttir, Skúli Skúlason, Elsa Aðalsteinsdóttir, Baldvin E. Skúlason, Unnur Tessnow, Gillý S. Skúladóttir, Bjarni S. Þórarinsson, Ölver Skúlason, Katrín Káradóttir, Elías S. Skúlason, Kittý M. Jónsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir kærleik og stuðning vegna fráfalls RUTAR MAGNÚSSON, Skipasundi 77, Reykjavík. Jósef Magnússon, Magnús Yngvi Jósefsson, Sigríður Guðsteinsdóttir, Ásgrímur Ari Jósefsson, Braghildur Sif Matthíasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.