Morgunblaðið - 27.03.2010, Side 42
42 Minningar MESSUR Á MORGUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2010
AÐVENTKIRKJAN:
Aðventkirkjan Reykjavík | Samkoma í
dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíu-
fræðslu fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Einnig er boðið upp á biblíufræðslu á
ensku. Guðsþjónusta kl. 12. Manfred
Lemke prédikar.
Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11. Boðið
upp á biblíufræðslu fyrir börn og full-
orðna. Guðþjónusta kl. 12. Indro Candi
prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Sam-
koma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykja-
nesbæ hefst með biblíufræðslu. Guð-
þjónusta kl. 12. Einar Valgeir Arason
prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Samkoma á
Selfossi í dag, laugardag, kl. 10, hefst
með biblíufræðslu fyrir börn og fullorðna.
Guðsþjónusta kl. 11. Eric Guðmundsson
prédikar.
Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Sam-
koma í Loftsalnum í dag, laugardag,
hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11.
Ólafur Kristinsson prédikar. Biblíu-
fræðsla fyrir börn, unglinga og fullorðna
kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á
ensku.
Samfélag Aðventista á Akureyri | Sam-
koma í Gamla Lundi í dag, laugardag,
hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir börn.
AKUREYRARKIRKJA | Fermingarmessa í
dag, laugardag kl. 10.30. Prestar eru sr.
Svavar A. Jónsson og sr. Jóna Lovísa
Jónsdóttir, félagar úr Kór Akureyrarkirkju
syngja, organisti er Sigrún Magna Þór-
steinsdóttir. Fermingarmessa á sunnu-
dag kl. 10.30. Prestar eru sr. Svavar A.
Jónsson og sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir,
félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja,
organisti er Sigrún Magna Þórsteins-
dóttir. Æðruleysismessa kl. 20. Prestur
sr. Jóna Lovísa Jónsdóttir.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingarmessa kl.
10.30 og 13.30. Sunnudagaskólinn kl.
11 í Árbæjarskóla.
ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl.
11. Barnakórar syngja, börn úr 8-10 ára
starfinu flytja helgileik og fermingarbörn
lesa ritningarlestra. Messa og ferming
kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti
Magnús Ragnarsson.
ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir
stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur,
prestur sr. Kjartan Jónsson. Sunnudaga-
skóli á sama tíma undir stjórn Hólm-
fríðar S. Jónsdóttur. Kaffi og samfélag á
eftir.
BESSASTAÐAKIRKJA | Ferming í dag,
laugardag kl 13. Gréta Konráðsdóttir
djákni og Hans Guðberg Alfreðsson
prestur. Álftaneskórinn leiðir söng undir
stjórn Bjarts Loga Guðnasonar org-
anista. Ferming sunnudag kl. 13. Gréta
Konráðsdóttir djákni og Hans Guðberg
Alfreðsson prestur. Álftaneskórinn leiðir
söng undir stjórn Bjarts Loga Guðnason-
ar organista. Sunnudagaskóli kl. 11 í
Brekkuskógum 1. Umsjón Auður S. Arn-
dal og Fjóla Guðnadóttir ásamt yngri
leiðtogum.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Gísli Jón-
asson, ungir hljóðfæraleikarar flytja tón-
list. Kaffi í safnaðarheimili á eftir.
Tómasarmessa kl. 20. Orð Guðs, fyr-
irbæn, máltíð Drottins og tónlist. Kaffi í
safnaðarheimili á eftir.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fermingarguðsþjón-
ustur kl. 10.30 og 13.30. Ekki eru
barnamessur meðan fermingar eru. Sjá
nánar á kirkja.is. Pálmi Matthíasson.
DIGRANESKIRKJA | Fermingarmessa kl.
11 og 14. Prestar eru sr. Gunnar Sig-
urjónsson og Magnús Björn Björnsson,
organisti er Kjartan Sigurjónsson og kór
Digraneskirkju. Sunnudagaskóli á sama
tíma í kapellu.
DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11.
Sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sigríður
Pálsdóttir þjóna, Dómkórinn syngur og
organisti er Örn Magnússon. Barnastarf
á kirkjuloftinu meðan á messu stendur.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Fermingarmessa
kl. 14.
FELLA- og Hólakirkja | Fermingarguð-
sþjónusta kl. 11. Sr. Svavar Stefánsson
prestur Fellasóknar. Fermingarguðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son prestur Hólabrekkusóknar. Kór Fella-
og Hólakirkju syngur og leiðir almennan
safnaðarsöng og Jón Hafsteinn Guð-
mundsson leikur á trompet, organisti er
Guðný Einarsdóttir. Kirkjuverðir og með-
hjálparar eru Kristín Ingólfsdóttir og Jó-
hanna F. Björnsdóttir.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Ferming-
armessur kl. 10, 12 og 14. Prestar eru
Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín
Helgadóttir. Kór Fríkirkjunnar leiðir söng-
inn undir stjórn Arnar Arnarsonar, org-
anisti er Skarphéðinn Þór Hjartarson og
bassaleikari Guðmundur Pálsson.
Sunnudagaskóli og æðruleysismessa
falla niður vegna ferminga.
FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudagaskóli. Al-
menn samkoma kl. 14. Umsjón hefur
Björg R. Pálsdóttir. Lofgjörð, barnastarf
og boðið til fyrirbæna. Kaffi og samvera
að samkomu lokinni.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming-
armessa kl. 14. Margrét Lilja og Ágústa
Ebba sjá um barnastarfið. Tónlistina
leiða Anna Sigríður Helgadóttir og Carl
Möller ásamt kór Fríkirkjunnar, prestur er
Hjörtur Magni Jóhannsson. Altarisganga.
FÆREYSKA sjómannaheimilið | Sam-
koma kl. 20. Ræðumaður Árni Jacob-
sen.
GARÐAKIRKJA | Fermingarmessa í dag,
laugardag kl. 13. Sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir og sr. Friðrik J. Hjartar þjóna fyrir
altari, kór Vídalínskirkju syngur undir
stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista.
Fermingarmessa á sunnudag kl. 10.30.
Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik
J. Hjartar þjóna fyrir altari, kór Vídal-
ínskirkju syngur undir stjórn Jóhanns
Baldvinssonar organista.
GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl.
10.30. Sr. Vigfús Þór Árnason og sr.
Lena Rós Matthíasdóttir. Ferming kl.
13.30. Sr. Vigfús Þór Árnason og sr.
Lena Rós Matthíasdóttir. Sunnudaga-
skóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason.
Umsjón hefur Guðrún Loftsdóttir og und-
irleikari er Stefán Birkisson.
Borgarholtsskóli Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari, organisti er Guðlaugur
Viktorsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10,
bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11
í umsjá Lellu og unglinga úr kirkjustarfi.
Messa kl. 11. Altarisganga og samskot
til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhópur
þjónar, prestur er Ólafur Jóhannsson.
Molasopi eftir messu. Fermingarmessa
kl. 13.30. Prestar eru Ólafur Jóhanns-
son og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
Kirkjukór Grensáskirkju syngur og org-
anisti í báðum athöfnum er Árni Ar-
inbjarnarson.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjálmar Jóns-
son sóknarprestur Dómkirkjunnar prédik-
ar og organisti er Kristín Waage.
GUÐRÍÐARKIRKJA Grafarholti | Útvarps-
messa kl. 11. Prestur er sr. Karl V. Matt-
híasson, organisti er Ester Ólafsdóttir og
kirkjukór Grafarholts syngur. Meðhjálpari
er Sigurjón Arason, lesarar Guðjón Ólaf-
ur Jónsson, Guðrún Jóhannsdóttir og
Lovísa Guðmundsdóttir. Kaffi eftir
messu. Barnastarf verður í tónlistar-
herbergi í Ingunnarskóla í umsjá Árna
Þorláks.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ferming-
armessa kl. 11 og 14. Prestar eru sr.
Þórhallur Heimisson og sr. Guðbjörg Jó-
hannesdóttir, organisti er Guðmundur
Sigurðsson og Barbörukórinn syngur.
Sunnudagaskóli fer fram í safnaðarheim-
ilinu á sama tíma.
HALLGRÍMSKIRKJA | Skrúðganga kl.
10.30 upp Skólavörðustíg. Mótettukór
og Drengjakór Reykjavíkur í Hallgríms-
kirkju syngja við undirleik málmblásara.
Við kirkjudyr Hallgrímskirkju helgar bisk-
up Íslands hina nýju kirkjuhurð. Hátíð-
armessa og barnastarf kl. 11. Opnun
kirkjulistahátíðar. Biskup prédikar og
þjónar ásamt prestum, djákna og
messuþjónum. Ragna Árnadóttir ráð-
herra setur Kirkjulistahátíð. Opnun mynd-
listarsýningar Ólafar Nordal við lok
messu. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr.
Halldórs Reynissonar.
HAUKADALSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
14. Sóknarprestur.
HÁTEIGSKIRKJA | Fermingar kl. 10.30
og 13.30, prestarnir. Barnaguðsþjónusta
í safnaðarheimilinu kl. 11 í umsjá Sunnu
Kristrúnar Gunnlaugsdóttur og Páls
Ágústs Ólafssonar.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl.
11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar, Þrá-
inn Haraldsson æskulýðsfulltrúi predik-
ar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og
leiða safnaðarsöng, organisti er Jón
Ólafur Sigurðsson. Sunnudagaskóli kl.
13. Barn borið til skírnar. Sjá www.hjalla-
kirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Bæn kl.
16.40. Samkoma kl. 17. Ræðumaður er
Niels J. Erlingsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 14. Umsjón Anne Marie og Ha-
rold Reinholdtsen, majórar. Fórn tekin til
foringjaskóla Hjálpræðishersins. Bæna-
stund kl. 13.30.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma og starf fyrir alla aldurshópa kl.
11. Dennis Greenidge prédikar. Al-
þjóðakirkjan kl. 13 í hliðarsalnum, sam-
koma á ensku. Kjartan Jónsson, prestur
hjá Salt – Kristið samfélag, prédikar.
Vakningarsamkoma kl. 16. Dennis Gree-
nidge prédikar.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Fermingarguð-
sþjónusta kl. 11. Engin samkoma verður
um kvöldið. Sjá www.kristskirkjan.is
KAÞÓLSKA kirkjan |
Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og
laugardag kl. 18.
Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11
og 19. Virka daga er messa kl. 18.
Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl.
10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema
föstudaga).
Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl.
8.30 og virka daga kl. 8.
Barbörukapella, Keflavík | Messa kl.
14.
Kristskirkja, Landakoti | Messa kl.
10.30, á ensku kl. 18. Virka daga er
messa kl. 18.
Orð dagsins:
Innreið Krists í
Jerúsalem.
Jóh. 12
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Vallakirkja í Svarfaðardal.
Elsku hjartans
pabbi minn, kletturinn
í mínu lífi.
Það er svo óendan-
lega sárt að þú sért far-
inn frá okkur. Ég er samt svo þakklát
fyrir það að hafa átt besta pabba í
heimi og eiga allar þessar yndislegu
minningar um þig og samverustundir
okkar. Það var mikill samgangur á
milli okkar og ef þig vantaði í fjöl-
skylduboð, eða ég kíkti í Birkiásinn
og þú á sjónum, þá saknaði ég þín
alltaf. Þú varst og ert svo stór partur
af lífi okkar. Afabörnin voru hænd að
þér, enda varstu alveg rosalega
skemmtilegur afi, stríðinn en samt
svo óendanlega hlýr og góður. Við
eigum svo sannarlega eftir að segja
minnstu mönnunum í fjölskyldunni
frá afa. Þú náðir nú samt að stríða
þeim, þótt þú hafir verið orðinn mjög
veikur undir það síðasta, alltaf kom
samt púkinn í þér fram. Þið mamma
voruð hreint ótrúleg með barnabörn-
in, fóruð með þau í sumarbústaðinn,
útilegur, svo ekki sé minnst á allar
gistinæturnar í Birkiásnum. Jafnvel
á skólatíma, þá var bara farið
snemma á fætur og skutlað í skólann.
Elsku hjartans pabbi minn, sökn-
uðurinn er svo mikill, en ég mun
passa uppá mömmu, eins og ég lofaði
þér og minningarnar um þig munu
gefa okkur kraft til þess að halda
áfram.
Þín
Fanney.
Elsku pabbi.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín
var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og
þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín
var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson)
Takk fyrir allar dýrmætu stund-
irnar. Sérstaklega þegar við vorum
saman á trillunni á sumrin. Þá vorum
við góðir.
Þín er sárt saknað.
Þinn sonur,
Magnús Snorri.
Elsku hjartans pabbi minn.
Söknuðurinn er svo sár og óraun-
verulegur, ég hugsa með mér að þú
sért bara á sjónum og farir að koma
heim til mömmu og knúsa hana og
heyrir svo í okkur þegar þið eruð búin
að spjalla. Hetjuleg barátta þín, já-
kvæðni og húmorinn þinn gerðu okkur
þetta aðeins auðveldara, þú varst alltaf
kletturinn okkar.
Allar yndislegu minningarnar munu
ylja okkur um ókomna tíð, það eru svo
ótal mörg atvik sem við getum hlegið
að, við segjum oft, „manstu þegar
pabbi …“ eða „manstu þegar afi…“.
Tengingin milli þín og Búbbu var svo
ótrúlega sterk, yndislegt að heyra
ykkur spjalla í símann í tíma og ótíma
um allt milli himins og jarðar. Hún
sagði mér að afi hefði verið besti vinur
sinn og að hún ætlaði að vera sterk og
hugsa vel um ömmu eins hún og hefði
lofað afa.
Hlýju hendurnar þínar sem var svo
gott að leiða þegar við fórum í göngu-
túra þegar við systkinin vorum lítil og
Magnús Jóhann
Magnússon
✝ Magnús JóhannMagnússon fædd-
ist í Hrísey 3. febrúar
1943. Hann lést á
Landspítalanum 15.
mars sl.
Magnús Jóhann var
jarðsunginn frá Há-
teigskirkju 26. mars
2010.
barnabörnin nutu þess
svo að leiða þegar þau
fóru í göngutúr með afa
og ömmu. Ís með heitri
karamellusósu eða kók-
osbolla eiga alltaf eftir
að minna okkur á sæl-
kerann afa. Ég á eftir
að sakna símtalanna
þar sem við ræddum
endalaust um sælkera-
uppskriftir, góð vín og
bara lífið og tilveruna.
Við eigum eftir að
sakna þín óendanlega
mikið þegar við förum í
útilegur og þú ekki með til að stríða,
velja steikina á grillið og síðast en ekki
síst stað fyrir hýsið. Við gleymum því
aldrei þegar við fórum Vestfirðina hér
um árið og vorum næstum komin
hring þegar þú fannst akkúrat réttu
lautina til að borða nestið, sem var
auðvitað rétta lautin.
Elsku pabbi minn við erum svo
heppin að hafa átt þig að og fengið að
alast upp hjá þér og mömmu, þar sem
mikil hlýja, ást og virðing ríkti alla tíð.
Við munum halda utan um mömmu og
knúsa hana eins og þú gerðir alla tíð.
Minningarnar munu ylja okkur um
hjartarætur.
Þín
Linda.
Mig langar til að minnast elskulegs
tengdaföður míns í nokkrum orðum
nú þegar hann hefur kvatt okkur að
sinni og því miður allt of fljótt.
Ég held að ég hafi varla kynnst jafn
skemmtilegum og indælum manni og
honum Magga. Því er erfitt að lýsa
fyrir öðrum en þeim er þekktu hann
vel hversu ljúfur og hress hann var.
Aldrei var fýlunni fyrir að fara hjá
honum, sama hvað gekk á. Aldrei
munu gleymast allir hrekkirnir og
galsinn sem honum fylgdu, allt fram á
það seinasta gat hann strítt afabörn-
unum. Afabörnin fengu að kynnast
hrekkjunum og ærslaganginum, hvort
sem slegið var á litla putta eða einn
„Björgvin Páls“ á kollinn. Það hryggir
mig mjög mikið að börnin mín og öll
hin afabörnin munu ekki fá að njóta
afa síns lengur. Að fá að fara upp í
sumarbústað, ísrúnt eða í fellihýsið
með afa og ömmu. Ekki var það leiðn-
legt ef það stóð til boða. Varla var tími
til að segja bless við mömmu og pabba
þegar stokkið var af stað upp í bíl til
afa og ömmu og haldið á vit ævintýr-
anna. Minning um besta afa í heimi lif-
ir.
Ég minnist með mikilli gleði þeirra
ára er ég fékk að róa með Magga á
handfærunum nokkur sumur vestur á
fjörðum. Það er alltaf sól og gott veður
í minningunni. Þó að plássið um borð
hafi ekki verið mikið var þetta ekkert
annað en frábær tími í skemmtilegum
félagsskap. Alltaf fiskaði Maggi, það
var eins og hann hefði nef fyrir því
hvert skyldi róa hverju sinni, hvort
skyldi kippa eða hanga aðeins á því
lengur. Hann var sjómaður af guðs
náð. Ekki fannst honum svo leiðinlegt
að næla sér í einn súkkulaðibita svona
við og við. Enda veitti ekki af orkunni
þegar vel fiskaðist og mikið gekk á.
Þær eru margar sögurnar frá þessum
tímum og allar jafn skemmtilegar.
Það var mikið áfall í haust þegar við
fréttum af veikindum hans og vissum
við að erfiðir tímar færu í hönd. En af
æðruleysi og á sinn hátt tókst hann á
við veikindin og ekki var neinn bilbug
á honum að finna þrátt fyrir mikil
veikindi undir hið seinasta. Það var
svo sannarlega gott að geta verið hjá
honum undir lokin og kvatt í hinsta
sinn. Ég þakka innilega fyrir að hafa
fengið að þekkja Magga þessi ár og
takk kærlega fyrir alla hjálpina gegn-
um árin. Sú hjálp og sá tími er ómet-
anlegur. Samrýndari hjón var varla
hægt að finna en þau Önnu og
Magga. Ástin og væntumþykjan ein-
faldlega skein af þeim.
Elsku Anna, Guð veiti þér styrk á
þessu erfiðu tímum. Þú átt alltaf skjól
í Grænukinn.
Guðmundur Bjarnason.