Disneyblaðið - 05.06.2011, Blaðsíða 6

Disneyblaðið - 05.06.2011, Blaðsíða 6
Enginn veit hversu stór alheimurinn er eða hvort hann hefur í raun einhver endamörk. Ef þið gætuð ferðast með hraða ljóssins, sem er 300.000 km. á sekúndu, tæki það ykkur milljónir ára einungis að heimsækja þá hnetti sem hægt er að sjá í stjörnukíki. Utan þeirra eru enn fleiri hnettir sem sjást ekki. Það var ekki fyrr en á 20. öld að stjörnufræðingar komust að því hvernig alheimurinn er samsettur, að minnsta kosti okkar hluti hans. Jörðin er eins og rykkorn í þessum mikla geimi. Hún ferðast ásamt öðrum plánetum umhverfis sólina og mynda þær sólkerfið. Sólkerfið myndar ásamt milljörðum annarra sólna vetrarbrautina. Vetrarbrautin er hluti af þyrpingu vetrarbrauta en í alheiminum eru síðan óteljandi slíkar þyrpingar.

x

Disneyblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Disneyblaðið
https://timarit.is/publication/786

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.