Austri - 07.06.1961, Blaðsíða 2

Austri - 07.06.1961, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Keskaupstað, 7. júní 1961. Tákn iímanna Framhald. Framlög af ríkisins hálfu eða af opinberu fé til ræktunar- og upp- byggingar í landbúnaði, eru ekki fyrst og fremst styrkur til þeirra manna, sem stunda þessa atvinnu- grein. Bóndinn hefur ekki staðið þannig að málum í þjóðfélaginu, að hann eða stétt hans hafi kost- að kapps um að bæta sín kjör með miklum stéttaátökum. Bænda stéttin hefur hvorki aðstöðu d) né hug á að auðga sjálfa sig með milliliðagróða. Aðferðin, sem bóndinn hefur til þess að bæta, kjör sín, er sú, að stækka búið. En undirstaða þess er aukin ræktun, og um leið og bóndinn stækkar búið og bætir kjör sín að meira eða minna leyti á þann hátt, þá hefur hann það fyrir augurn, jafnvel fyrst og fremst, að hann er að vinna landnáms- starf, hann er að búa í haginn fyrir þann, sem tekur við, gera landið, sem við eigum og byggj- um, betra og hæfara til ábúðar eftir en áður. Framlag af hálfu ríkisvaldsins til jarðræktar og uppbyggingar í sveitum er því að- eins hlutdeild þjóðarheildarinnar í þessu landnámsstarfi, hlutdeild, sem ekki er nema tiltölulega lítill hluti af því, sem umbæturnar raunverulega kosta. Mikinn meiri hluta af því leggur bóndinn sjálf- ur fram með vinnu sinni og þeim verðmætum, sem hann leggur í þessa uppbyggingu. En það eru augljós viss atriði, sem ekki þarf að rannsaka, en þegar liggja fyrir skýrslur um, t. d. það, að íslenzka þjóðin er, sem betur fer, í örum vexti. Um næstu aldamót munu íbúar þessa lands verða nokkuð hátt á 4. hundrað þúsund manns. í sam- ræmi við þetta þarf landbúnaðar- framleiðslan að aukast. 1 sam- bandi við þessa aukningu fram- leiðslunnar þarf vitanlega að at- huga fjárþörf landbúnaðarins á næstu árum og áratugum. Sú breytingatillaga, sem við berum fram, er miðuð við ].að, að þessi athugun verði ekki látin dragast úr hömlu. En þeir, sem bera fyrir brjósti menningu þjóðarinnar — og það ætti a. m. k. sá flokkur að gera, sem nú í bili hefur á hendi fram- kvæmdavald í menningarmálum og þá að sama skapi vissar skyld- ur í þeim efnum, — mættu gjarn- an minnast þess, að undirstöðuat- vinnuvegir þjóðarinnar, og þá ekki sízt landbúnaðurinn, hefur verið þjóðinni dýrmætur menn- ingargjafi. Þjóðin og landið eru nátengd og hafa verið um aldir. Þau tengsl þarf fremur að efla í þessu þjóðfélagi heldur en að veikja þau eða rjúfa, því að það lögmál gildir um einstaklinga og þjóðir, að rótarslitinn visnar vís- ir, þótt vökvist hlýrri morgun- dögg. Þetta lögmál gildir einnig um stjórnmálaflokka. Viðbrögð Sjáifstæðisflokksins Þegar hér er komið sögu, hafði Sjálfstæðisflokkurinn ekkert að- hafzt í málinu. En ýmsum Sjálf- stæðismönnum mun þó hafa kom- ið í hug sem vísbending væri þetta vísuorð Jónasar: Mjög þarf nú að mörgu hyggja. Þingmaður úr stjórnarliðinu hafði gerzt mjög opinskár um imálefni landbúnaðarins. Yrði ekk- ert að gert af hálfu Sjálfstæðis- flokksins og sú skoðun festi rætur hjá bændum, að í tillögu J. Þ. birtist viðhorf stjórnarliða í heild til landbúnaðarins, gat af því leitt að lýðskrum Sjálfstæðisflokksins bæri eftirleiðis minni árangur en ella í sveitum landsins. Framsókn- armenn höfðu snúið málinu í sókn af sinni hendi. Við atkvæða- greiðslu kom breytingartillaga ■ þeirra fyrst til atkvæða. I því m.mbandi yrðu Sjálfstæðismönn- uin vandsiglt milli skers og báru. Nú voru góð ráð dýr. — En hin dýru ráð fundust loks í herbúð- um Sjálfstæðisflokksins: Flutt skyldi ný tillaga um svipað efni og drepa hinum þannig á dreif. Jónas Pétursson og Bjartmar Guðmundsson gerðust merkisber- ar flokksins í málinu og fluttu tillögu til þingsályktunar um rnrnsókn á hlutdeild hinna ein- 3' atvinnugreina í þjóðarfram- leiðslunni svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta fara fram rannsókn á eftirtöldum atriðum: 1. Hluta hverrar atvinnugrein- ar í þjóðartekjunum, svo sem landbúnaðar, fiskveiða, iðnaðar og þjónustustarfa alls konar. 2. Skiptingu þjóðarinnar eftir atvinnu, þ. e. mannfjölda, sem starfar við hverja atvinnugrein og framfæri hefur af henni og hvers konar þjónustustörfum. 3. Heildarfjármagni, sem bund- ið er í atvinnuvegunum hverjum um sig, notkun rekstrarfjár, þætti ríkis og lánsstofnana í verðmæta- sköpuninni. Rannsókn þessi verði fram- kvæmd af Framkvæmdabanka ís- lands með aðstoð Hagstofu Is- lands. Leitazt skal við að láta hana ná yfir nokkurt tímabil, t. d. síðast liðin 10—15. ár. Verði rannsókn þessari hraðað eftir föngum, og þegar niðurstöður | hennar liggja fyrir, skal birta i hana þjóðinni í ljósu og aðgengi- j legu formi“. Greinargerð með tillögunni ber þess vott, að þingmenn Sjálfstæð- isflokksins vildu reyna fyrir opn- um tjöldum að þvo af höndum isér grómið frá tillögu J. Þ., og þannig að það yrði gert bændum heyrin kunnugt., I greinargerð segir svo m. a.: „Fram er komin á Alþingi þingsályktunartillaga um rann- sókn á styrkjum til landbúnaðar- ins. I tillögunni sjálfri er hins vegar sagt „umfram aðrar stétt- ir og aðra atvinnuvegi“. Slík rannsókn mundi því líka verða allvíðtæk án þess þó að leiða nokkuð í ljós, t. d. um gildi land- búnaðarins á lífsafkomu þjóðar- innar samanborið við aðrar at- vinnugreinar og í hlutfalli við fólksfjölda". e Og sá flutningsmaður, sem mælti fyrir tillögunni, tók berum orðum fram: „Hins vegar get ég játað, að tillaga J. Þ. kom okkur á stað“. Skýringar Jóns Þorsteins- sonar Þegar tillaga Jónasar og Bjart- mars var tekin til umræðu, komu fram af hendi J. Þ. næsta eftir- tektarverðar skýringar á henni. J. Þ. sagði, að sér kæmi ekki til hugar að ætla, að tillaga Sjálf- stæðismanna væri borin fram í al- vöru. Tilefnið væri tillaga hans. Sjálfstæðismenn leggðu til að gera rannsóknina svo margbrotna iog flókna, að þeir gætu treyst þvi, að engin rannsókn færi fram í þessum efnum. Þeir væru aðeins að flækja málið. J. Þ. kvaðst vilja mælast til þess, að þeir hofðu hreinskilni til að játa þetta. Dóinur reynslunnar Stjórnarflokkarnir eru vel sam- taka um það, að þoka sínum mál- um fram við afgreiðslu, en draga eða hindra afgreiðslu þeirra mála, sem stjórnarandstæðingar flytja. Stjórnarflokkunum hefði vissu- Framhald af 4. síðu. Glatt á hjalla Eina skólaferðalagið í vetur var heimsókn að Eiðum. Og heim- sókn Eiðamanna eina stóra gest- koman. En þá var glatt á hjalla. Árshátíðin var svo stærsti við- burður í skemmtanalífi skólans. 1 vetur var hún 4. febrúar. — Hver nemandi býður einum gesti. Fyrst er borðhald og þá vitan- 'lega tjaldað því bezta. Að öðru leyti stendur dagskrá yfir í lþá—■ 2 tíma. Þá var leikið, þar á með- al frumsaminn smá þáttur úr heimilislífinu. Svo var lesið upp og sungið, þar á meðal heima- gerðir bragir um heimafólk og jafnvel aðstandendur nema. Vöktu þeir mikla kátínu (Þær bera svo sem fleira við, stúlkurnar hérna, en sauma, vefa og sjóða mat). Vélar — og niðiirlagið Mér datt í hug að spyrja um vélar og tæki stofnunarinnar. Og víst gæti verið fróðlegt að sjá þá skrá í einum litlum skóla. Þær kváðust vera með tug saumavéla í brúki, prjónavél og tylft vef- stóla, — lengra komst ég ekki. Einhver þurfti að tala við skóla- stýru, ég leit á klukkuna og sá að ég var búinn að tefja þær allt of lega verið í lófa lagið, að láta þær tillögur, sem hér um ræðir hljóta fullnaðarafgreiðslu. Fjárveitinga- nefnd lagði til að svo yrði gert um tillögu Jónasar og Bjartmars. Eigi að síður var stillt svo til, að engin þessara tillagna hlaut fullnaðarafgreiðslu. Dómur reynsl unnar hnígur að því að staðfesta, að þrátt fyrir allt hafi J. Þ. mælt af nokkurri þekkingu á viðhorfi stallbráeðra sinna í Sjálfstæðis- flokknum, þegar hann sakaði þá um alvöruleysi í sambandi við til- löguflutninginn. Tákn tímanna Dæmin, sem hér eru valin, eru sannleikanum samkvæm, en um leið táknræn, líkt og kvikmynd, er sýnir rétt og skýrt röð atburða, varpar jafnframt ljósi á heim- kynni, lífsskilyrði og athafnir þeirra, er þar koma fram. Fyrsti þáttur þessa verks sýnir lævísa tilraun „toppkrata“ til að vega að landbúnaðinum og gera bændastéttina tortryggilega. Næsti þáttur er um skelegga mál"-‘"—\ Framsóknarflokksins. Síð:. I ti þessarar sögu varpar nokkru ljósi á innbyrðis refskák stj'rnarflohkanna út af málefnum bændastéttarinnar, þar sem annar vill vega oft í sama knérunn, en hinn vill bera kápuna á báðum öxlum. En í heild er sú mynd, sem hér er brugðið upp, tákn tímanna — valdatíma núverandi stjómar- flokl. \. P. Þ. lengi. — Og ekkert gekk með reikninginn. Svo við slitum talinu. En mér fannst óskáldlegt að enda samtalið á saumamaskínu. Og þegar við sátum aftur yfir kaffibolla um kvöldið, þá sló ég upp á spaugi við nýju kennslu- konuna, Ingibjörgu, sem ættuð er af Skaga (Akranesi) og alveg ný í faginu og segi sí svona: Varstu ekkert feimin við stelpurnar þeg- ar þú byrjaðir að kenna á Isa- firði í haust? — Minnstu ekki á það, segir Ingibjörg og brosir hógværlega. — Ég vildi ekki lifa það aftur! Þið vilduð kannske heldur vinna í skrifstofu, en standa í þessu kennslustússi? — Ég beini spurningunni til þeirra Ingibjarg- ar og Ingunnar, en Ásdís hafði gengið frá. Þær segja: Nei, og aftur nei! Og Ingunn: Það er auðvitað ró- legra og masminna að sitja í skrifstofu tilskilinn tima og vera svo laus allra mála þegar lokað er dag hvern. — En kennslan er áreiðanlega lífrænna starf og því að mínum dómi ólíkt ánægjulegra. Og þar látum við þessu lokið, þökkum þeim þrem spjallið og áinum þeim allra heilla í ábyrgð- armiklum kennslustörfum. V. H. Spjallað á Hallormsstað

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.