Austri - 07.06.1961, Blaðsíða 3

Austri - 07.06.1961, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 7. júní 1981. AUSTRI Verkföllin Framh. af 1. síðu. Samið á stöku stað Þótt ekki hafi náðst heildar- samningar hafa sérsamningar verið gerðir á stöku stað. Hús- vikingar riðu þar á vaðið. Verka- mannakaup var hækkað þar um 14.9%, en kvennakaup um 18%. Þessir samningar eru aðeins til bráðabirgða. Fyrir síðustu helgi tókust allvíðtækir samningar milli stéttafélaganna á Akureyri ann- ars vegnar og fyrirtækja SlS g KEA hinsvegar. Hækkar kaup þar um 10%, eftirvinna greiðist rneð 60% álagi. Ýmis önnur á- kvæði eru í samningunum, þann- ig að kjarabætur munu vera hlið stæðar þeim, sem gert er ráð fyr- ir í Húsavíkursamningunum. Síð- ustu daga hefur sáttasemjari haft saanningafundi með fulltrúujm verkalýðsfélaganna syðra og at- vinnurekenda og eru þar ræddar tillögur í líkum anda og fyrr- nefndir samningar. Verður að gera ráð fyrir að það s' : :u- lag örfi til samninga syðra. Það er mjög óæskilegt að hver semji út af fyrir sig. Slíkt leiðir alltaf til þess, að kjör verða ólík á ýmsum stöðum og það elur af sér nýjar deilur. Hinsvegar virð- ist það vænlegt til að skriður komist á málið, eins og landið liggur nú, að samið verði á stærri stöðum utan Reykjavíkur. Hér eystra er afstaða verka- lýðsfélaganna all misjöfn. Nú fyr- ir skemmstu var reynt að ná samstöðu félaganna, en allt of seint, málið er nú fyrst á undir- búningsstigi. Hvergi munu teljandi viðræður atvinnurekenda og launþega hafa farið fram. Á Eskifirði var fyrsti fundurinn haldinn í gærkvöldi. Þar er verkfall boðað frá 12. þ. m. hafi samningar ekki tekizt. 1 Neskaupst. hefur verklýðsfélagið lagt til við atvinnurekendur að Húsavíkursamningarnir taki hér gildi til bráðabirgða, en fyrsti samningafundur var í gær. Verkfall er boðað frá 10. þ. m. Einnig hér eru þessi mál und- irbúningslaus að kalla. Ekki tókst að ná saman ályktunarhæfum fundi í verkalýðsfélaginu fyrr en í þriðju atrenriu. Á enn öðrum stöðum liafa engar samningavið- ræður verið teknar upp. Vilja menn að vonum ógjarna stöðva undirbúning síldarvertíðar, sem nú stendur sem hæst, en vona ð samningar takist innan tíðar á hinum stærri stöðum, þannig að bægt verði frá stórfelldu tjóni af langvinnri kjarabaráttu og víð- tækum verkföllum. Frá Kl. Biörk Samarkand-garn. Regatta-garn. Patton-gam. Nylon baby-garn. Væntanlegt kisugarn í Herra Iðunnarskór. miklu úrvali. Herra sltyrtur, sem ekki þarf að strauja. Herrabindi, 36 kr. Herraföt 1365 kr. Dömukápur frá 900 kr. Kaupfélagið BJÖRK Eskifirði. Aðvörun til sauðfiár- og alifuglaeigenda Athygli sauðfjáreigenda er hér með vakin á því að samkv. lögreglusamþykkt Neskaupstaðar er bannað að láta sauðfé ganga laust inni í bænum. Er lagt fyrir sauðfjáreigendur að koma fé sínu tafarlaust í gripheldar girðingar eða flytja það úr bænum. Þá er athygli alifuglaeigenda vakin á því, að alifugla má nú eigi hafa á kaupstaðarlóðinni nema þeir séu í afgirtu svæði sbr. 56. gr. lögreglusamþykktarinnar. Lögreglan. Þakka sveitungum, vinum og vénzlafólki auðsýndan vinar- hug á 75 ára afmæli mínu. Guðjón Ármann Skorrastað. s 1 S/^AA/WVAAAAAA/^/\A/WWWWWS/WWWWWWWW\/WWWWWW^V^AA/WVWAA/V>AAAAA** Síldarstulkur Okkur vantar stúlkur til síldarvinnu í sumar. Vinsamlegast gefið ykkur fram í skrifstofu Sún eða hjá Óskari Lárussyni. Drífa hf. Neskaupstað. ^VWAAAAAAA/WWVWWWWWWVWWWVWVWWVWWVWWWWWWWWVWWVWWVWSA/ F asteignagjöld Hinn 1. júní sl. var gjalddagi fasteignagjalda til bæjarsjóðs Neskaupstaðar fyrir árið 1961. Er hér um að ræða fasteigna- skatt samkv. reglugerð nr. 165/1958, vatnsskatt samkv. reglu- gerð nr. 170/1958 og holræsagjald samkv. reglugerð nr. 172/ 1958. Öll þessi gjöld hvíla sem lögveð á viðkomandi fasteign. Gjaldendur skattanna eru hvattir til að greiða þá nú þegar. BæjargjaldkeriL AAA/WWWVWWWWWWWWWWWWVWWWWWWWVWVWWWWWVWAAA/W^A/^/WVA Vorhrcinsun Hér með eru allir umráðamenn lóða hér í bænum hvattir til að ljúka hreinsun þeirra í næstu viku. Bærinn mun, að forfallalausu, láta fjarlægja rusl af lóðun- um, lóðareigendum að kostnaðarlausu, hafi því verið safnað saman þar sem auðvelt er að kornast að með bíl. Verður það gert dagana 12.—16. júní. Bæjarstjóri. lAAAAAAAAAAAASAA^^^^^^SAAA^AAA' - A' ' ' 'AAA/WWWWWWWWVWWWWVNAA/WW Veiðibann Hér með tilkynnist, að netalagnir fyrir silung eru bannað- ar fyrir landi bæjarins fyrir botni Norðfjarðar frá stór- straumsfjöruborði 60 faðma á sjó út. Jafnframt er athygli vakin á því, að bann það, er á sínum tíma var sett við ádráttarveiði á sama stað er enn í gildi. Brot gegn ákvæðum þessum varða sektum. Bæjarstijóri. Frd Gagnfrœðaskólanum Athygli þeirra nemenda, sem ekki hafa lokið IV. sundstigi, er vakin á því, að þeir fá því aðeins unglingaprófsskírteini, að þeir ljúki þessu sundstigi. Sundnámskeið standa nú yfir í sundlaug bæjarins. Drengir mæti kl. 11 f. h. og stúlkur kl. 1.15 e. h. Skólastjóri. Bíll til sölu Yfirbyggður jeppi í góðu standi til sölu nú þegar. Uppl. gefur Davjð Valgeirsson, sími 47 Eskifirði. /W AAAAA/WWWVWWWWVWVWVWWWW Bíll til sölu Lítið ekin fólksbifreið, 5 manna Dodge, módel ‘54, er til sölu. Bif- reiðin er í góðu lagi. Uppl. veitir Karl Marteinsson, Skálateigi, Norðfirði.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.