Austri - 22.11.1961, Blaðsíða 1

Austri - 22.11.1961, Blaðsíða 1
ÍJtgefancli: Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi. 4------------------------- 6. árgangur. •---------------------------------« I Ábyrgðarmaður fyrir hönd blaðnefndar Vilhjálmur Sigurbjörnsson. NESPRENT H P -------------------------------® 17. tölublað. Skólar á Héraði fullsetnir Húsnæðisvandræðin ógna framtíð Eiðaskóla Báðir skólarnir á Héraði, Al- þýðuskólinn á Eiðum og Hús- mæðraskólinn að Hallormsstað, eru fullskipaðir í vetur. Aðsókn að Eiðaskóla hefur raunar lengi verið miklu meiri en svo, að hægt væri að sinna þeim öllum er þangað hafa leitað. Og Hallorms- staðaskóli var fullsetinn í fyrra eftir að hafa unnið á jafnt og þétt að loknum endurbótum þeim sem gerðar voru á húsakosti hans fyrir nokkrum árum. Nú eru þar 34 nemendur og búa nokkrar stúlkur utan skólans vegna þrengsla. Á Eiðum eru nemendur liðlega eitt hundrað, eða sama tala og var fyrir brunann, en vísa varð frá hartnær jafn mörgum. Þrengsli eru gífurleg í íbúðum, svo kennara sem nemenda. Þann- ig hefur verið þrengt að í hverju nemendaherbergi svo sem fram- ast var unnt. Og fyrstu vikurnar hefur orðið að vista 24 pilta í tveim stofum. — Skólastjóri býr í fjórum nemendaherbergjum með 8 manna fjölskyldu, án allra venjulegra þæginda, en útgángur Bændafélag Fljótsdalshéraðs hélt fund um verðlagsmál land- búnaðarins að Egilsstöðum síð- astliðið laugardagskvöld. — Full- trúum Austfirðinga á fundum Stéttarsambands bænda var sér- staklega boðið. Ég taldi Mjóafjarðarheiði snjó- lausa sem og reyndist og brá mér á fund þennan. Þarna voru saman komnir 70— 80 bændur og bændasynir víðs- vegar af hinu víðlenda félags- svæði. j Dagskrármálið var rætt af um langa ganga og 30—40 stiga- þrep. Fyrir nokkrum dögum átti ég leið að Eiðum og kom í skólann og heimsótti skólastjóra. — Mér var raunar vel kunnugt um hús- næðisvandræðin áður. En ég hlýt þó að játa, að ég hafði engan veg- inn gert mér grein fyrir ástand- inu eins og það blasti við þegar komið var á staðinn. í sumar var byrjað á fyrsta hluta fyrirhugaðs skólahúss, og hann gerður fokheldur. í þeirri álmu verða íbúðir fyrir 40 nem- endur, íbúð skólastjóra og að ég hygg eins kennara. Kostnaður var að mejrihluta greiddur með lánsfé, enda fjár- veiting 1961 mjög naumt skorin. Með líkri fjárveitingu tæki það mörg ár að fullgera þennan hluta, en öll byggingin áratugi, en af því myndi leiða algert neyðar- ástand í skólamálum Austfirð- inga. — Það er lengi hægt að þjappa saman í heimavist og taka á sig mikil óþægindi stuttan tíma þegar þá líka hyllir undir kappi fram eftir nóttu og síðan samþykkt einróma eftirfarandi ályktun fundarins: „Fundur Bændafélags Fljóts- dalshéraðs lialdinn að Egilsstöð- um 18. nóv. 1961 áiyktar, að margra ára reynsla af gildandi framleið-luráðsliigum hafi sýnt að verlðagsgrundvöllurinn sam- kvæmt þeim, liafi ávallt gefið bændum ófullnægjandi verð fyrir framieiðslu sína. ítrekuð viðleitni til lagfæringar á verðlagsgrundvellinum, hefur Framh. á 4. síðu. úrbætur á næsta leiti. — En það sem gert hefur verið í því efni á Eiðastað í fyrra og aftur í vetur, er ekki hægt að endurtaka árum saman í stað þess að færa nokkuð út kvíar, -— eins og eðlilegt væri. Færi svo, að Eiðaskóli yrði um sinn að draga saman seglin, fella niður eina ársdeildina, eða hvern-- Á styrjaldarárunum var stofn- að til þorpsmyndunar á Héraði. Talsvert var þjarkað um ágæti þeirrar hugmyndar eins og geng- ur þegar nýmæli eru á döfinni, einnig um staðsetningu, eftir að i mótbárur voru barðar niður. Og loks kom að því, þegar Nielsen, Steinþór Eiríksson, Stefán í Bót og fleiri frumbýlingar höfðu komið upp húsum vestur af tökustaðnum gamla, að ákveða þorpinu nafn. En þá fyrst kom verulegt babb í bátinn. Áustfirðingar til forna voru.óvenju snjallir að velja nöfn á bæi, héröð, fjöll og hvað annað, sem nafn krafðist í óbyggðu landi, þar sem ekkert átti sér nafn fyrir. Og enn lifir neistinn. Það sést glögglega á mýmörg- um nýnefnum og bráðsnjöllum viðurnefnum, en samt brást þeim gjörsamlega að koma nothæfu nafni á eina sveitaþorp fjórð- ungsins. Þetta er því bagalegra, sem þorpið vex og dafnar, dregur til sín fleira fólk og upp rísa nýj- ar og nýjar stofnanir og allt virðist benda til enn aukins vaxt- ar og áhrifa á næstu áratugum. Þó er synd að segja, að ekki hafi verið gerðar tilraunir til að koma nafni á króann. 1 upphafi var þorpið blátt áfram kallað Gálgaás (í framb. Gálgás). Þétta þótti heldur ó- hugnanlegt nafn. Þá var gripið til þess að nefna staðinn Blöndu- gerði. Um það leyti var stríðið ig svo sem það nú yrði í fram- kvæmd, þá er ekki annað sýnt en tugir og síðar hundruð aust- firzkra ungmenna yrðu svipt möguleikanum til að njóta þeirr- ar almennu uppfræðslu sem ís- lenzk löggjöf ætlast til að allir eigi nú kost. En þetta má aldrei verða. Aust- firðingar hljóta því, um leið og þeir skora á þinglið sitt að duga málefnum Eiðaskóla, að heita á aðra góða menn, sem hér koma við sögu, að fyrirbyggja með sameiginlegu átaki meiri vand- ræði en orðin eru. — V. H. búið, sykurskömmtun hætt, og haft var á orði, að lagt væri í kút og kút í þorpinu. En nú tóku helztu hugsuðir á Héraði að leggja höfuð sín í bleyti. Gísli í Skógar- gerði vildi kalla staðinn Kaupang, Benedikt frá Hofteigi Lagarás og fleiri nöfn komu fram. Greinar voru skrifaðar, hugmyndir rædd- ar og hver hélt fram sínu nafni. Svo kom loks að því, að sett voru lög og reglur um þennan þorpsanga, sem óðum skaut rótum í miðdepli hins fagra og frjósama Fljótsdalshéraðs, og þá varð að gefa barninu nafn og sjá: félags- málarðáherra spurði: Hvað á barnið að heita? Þegar enginn svaraði var þorpinu gefið nafnið Egilsstaðakauptún. Öllu andlausari og snautlegri nafn- gift var vart hægt að finna. Þorp- ið var byggt á landi Egilsstaða og það nafn fæddi hitt af sér. Áð- ur hétu flestir Jón og skírði hver a. m. k. einn eða helzt tvo syni sína Jón, er það nafn þó skárra en nafnið, sem þorpinu var gef- ið. Er allt í senn: Nafnið langt, óþjált í munni og ónothæft í sam- setningum. Enda fór svo, að heit- ið hefur aldrei unnið sér festu og hljómgrunn í daglegu máli. Flest- ir kalla þorpið bara Egilsstaði, aðrir láta sér nægja þorpið. Er þetta einvörðungu því um að kenna, hve óhönduglega tókst til í upphafi. Við svo búið má ekki standa. Framhald á 2. síðu. Bændafundtir um verðlagsmál Þuugt í bændum út af verðlags- dómi hagstofustjóra Hvað á barnið að heiía?

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.