Austri - 22.11.1961, Blaðsíða 4

Austri - 22.11.1961, Blaðsíða 4
4 " AUSTRI Vegið í sama knérunn Um síðustu mánaðamót sendu Rússar orðsendingu til Finna og óskuðu eftir viðræðum um sam- eiginleg landvarnar- og öryggís- mál ríkjanna, vegna vaxandi hættu á innrás Vestur-Þjóðverja í Ráðstjórnarríkin gegnum Finn- land. Þessi orðsending kom mjög á óvart í Finnlandi. Engum þar kom, eða kemur til hugar, að Þjóðverjar hyggi á árás á Ráð- stjórnarríkin og allir eru á einu máli um það, að Rússar beri ekki í brjósti hinn minnsta ótta um, að slík árás sé í undirbúningi eða möguleg. Nægir að benda á, að Rússar hafa um 3 millj. manna undir vopnum og ráða yfir lang- drægum eldflaugum og kjarn- orkuvopnum. Her Vestur-Þjóð- verja er hinsvegar talinn nema rösklega 250 þús. og hefur lítið af nýtízku árásarvopnum, t. d. hvorki eldflaugar eða kjamorku- vopn. Áráis af hendi Þjóðverja getur því með engu móti komið til greina. Hér liggja til aðrar or- sakir og vel skýranlegar, þótt ekki verði hér raktar. Fyrir Finna skiptir engu máli hvaða átyllur Rússar finna upp til að þvinga fram samninga, það sem öllu máli skiptir er að sporna við því, að Finnland verði inn- limað í leppríkjakerfi Ráðstjórn- arríkjanna, en á því er meiri hætta nú en nokkru sinni fyrr. Ibúar Finnlands eru nálægt 4 milljónir, um 90% eru Finnar, sem tala mál algjörlega óskylt norðurlandamálum, tæp 10% eru sænskrar ættar, tala sænsku og eru norrænir að útliti. Um marg- ar aldir laut Finnland Svíum, tók þaðan trú sína og menningu. Finnar óska þess mjög eindregið að mega teljast til Norðurlanda og þó framar öllu að fá að lifa í friði, frjálsir í eigin landi. En sú ósk hefur ekki veitzt þeim. í samningum kommúnista og nazista, sem gerðir voru í Moskvu snemma árs 1939 áskyldu Rússar sér rétt til að innlima öll Eystrasaltsríkin. Öll grannríkin hurfu líka brátt í ofbeldishramm kommúnista. Finnar einir snerust til varnar gegn ofureflinu og vörðust af slíkri hugprýði að lengi verður minnzt. Og enn meiri fórna var af þeim krafizt. Þegar vinslit urðu með nazistum og kommúnistum var FinnUm enn hrint út í styrjöld gegn vilja sín- um. Að þeim leik loknum lágu í valnum fleiri tugir þús. sona og dætra þessarar fámennu þjóðar, rösk 50 þús. báru ævilöng örkumb Rússneski árásaraðilinn hrifsaði víðáttumikil landflæmi og 450 þús. manna flýðu heimili og all- ar eignir á þessum svæðum og settust að í öðrum hlutum lands- ins. Þau tæp 20 ár, sem liðin eru frá styrjaldarlokum hafa Finnar gætt hins strangasta hlutleysis, aldrei tekið til orða gegn Rússum í nokkru máli, reynt til hins ýtr- asta að halda frið og eindrægni milli þjóðanna, jafnhliða því að halda uppi hljóðlátri baráttu fyr- ir frelsi sínu og þjóðerni. En jafnvel þetta hefur ekki fullnægt Rússum. Skömmu eftir stríðslok skipulögðu þeir stjórn- arbyltingu í landinu. Henni var afstýrt á síðustu stundu. Litlu síðar þvinguðu þeir Finna til að gera vináttusáttméla milli þjóð- anna. Með friðarsamningunum, frá- munalega ranglátum, „stríðs- skaðabótagreiðslum", flæktu Rússar viðskipta- og fjárhagslíf Finnlands við Rússland og hafa síðan margsinnis hrakið ríkis- stjórnir frá völdum í Finnlandi með viðskipta- og fjárhagsþving- i:num jafnhliða hótunum og und- irróðri. Með þessum ráðum hafa Rússar reynt að skapa stjórn- málaöngþveiti í landinu og nauð- synleg vaxtarskilyrði fyrir kommúnista. En Finnar hafa staðizt hverja raun og nú stendur atvinnulíf, Davíð Stefánsson: I dögun Helgafell 1960. í vetur var hér í blaðinu getið síðustu Ijóðabókar Davíðs Stef- ánssonar með örfáum orðum. Þessi nýjustu kvæði hans hafa hlotið frábærar viðtökur, Það hefur verið bent á hversu fögur þau væru og Ijóðræn en þó sterk, jafnt í ádeilu sem lofgjörð. Fátt eða ekkert mun hér ofmælt. En erfitt er fyrir algera ,,leikmenn“ að ræða náið um þá hluti, enda þótt kvæðin sjálf séu ákaflega ljó,s og opin. Á hinu leitinu er svo boðskap- ur þessarar bókar og sú lífsskoð- un sem á bak við hann býr: „Gakk þú heill að hollu verki heimta allt af sjálfum þér“. „Menn verða að fara þó víða sé urð og klungur og vaða árnar þó straumurinn sé þungur“. Þessi stef og önnur þeim lík stinga hressilega í stúf við and- rúmsloft ríkisforsjónartímabils- ins, sem við lifum á, með sínum allsráðandi kröfum — gerðum um æ meira hóglífi. „Ef hugur fylgir máli þá gefðu og gefðu allt, þeir glatast fyrst sem engu fórna vildu“. Víða er allfast kveðið að orði, þegar rætt er um veilur samtíðar: fjárhagur og menning með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Ökunnugir eiga e. t. v. örðugt með að átta sig á hvaða hætta fylgir kröfum Rússa um að taka upp viðræður í anda „vináttu“- samningsins frá 1948, en Finnum er vel ljóst hvert stefnir. Fyrir Rússum vakir nú að flækja Finna í sameiginlegum hernaðarfram- kvæmdnm, sem framkvæmdar yrðu undir rússn'eskri stjórn, gerðar að verulegu leyti af Rúss- um. Jafnliliða yrðu herstöðvar í strandhéruðum og landamæra- svæðum mannaðar rússneskum her. Þessú myndi fylgja sívaxandi íhlutun Rússa í stjórnmálum og atvinnumálum og hreint tima- spursmál, hvenær járntjaldið yrði dregið niður eftir nýjasta Berlín- armóð. Enginn þyrfti þá lengur að spyrja um hina finnsku þjóð. Sjálfstæði hennar og frelsi yrði molað undir hæl kommúnista og limlest þjóð soguð inn í hið rúss- neska þjóðarhaf. Þessa hættu sjá Finnar vofa yíir og helmyrkur ótta og kvíða grúfir nú þyngra yfir en á svört- Sagt er að fleiri og fleiri fari Afglapaskarð". En skuggar tveggja heimsstyrj- alda og dökkar blikur á morgni atómaldar hafa ekki náð að byrgja sýn skáldinu frá Fagra- skógi: „Við hlutum þá gæfu að gista gróandi jörð um skamma stund en bíðum þar aðeins byrjar um blikandi hnattasund. Þó stormar og stórviðri geisi, stjörnur hrapi og kulni bál, mun gneistinn, sem guð hefur tendrað, glæddur í hverri sál“. Þannig er þessi bók, full með heilbrigð og eðlileg lífsviðhorf til viðbótar fáguðum og glæsilegum skáldskap. »-----I dögun verður lífið öllum Ijúft sem líta upp og anda nógu djúpt-------“. Og lestur hennar hjálpar okkur einmitt til þess arna. Það er sagt að „I dögun“ hafi selzt ágætlega fyrir jólin í fyrra. — Það er auðvitað gott og bless- að, en ekki nóg. Sala og út- breiðsla svo ágætrar bókar má ekki vera bundin einni jólakaup- tíð, Og bókin sjálf, þó hún sé fal- lega útgefin, má með engu móti daga uppi í bókahillunni, heldur skyldi hún lesin og lesin oft, ung- um sem öldnum til gleði og sálu- bótar. V. H. Neskaupstað, 22. nóvember 1961. ustu örvæntingardögum styrj- aldaráranna. Bjargráð lítillar þjóðar gegn voldugum, samvizkulausum ná- granna eru fá. Það helzta að reyna að tefja tímann í þeirri veiku von að komi tímar, komi ráð. Sá ógnþrungni leikur, sem Rússar hafa nú hafið gegn Finn- um ætti að vekja okkur Islend- inga til umhugsunar um það, hvers virði hlutleysi er lítilli þjóð gegn yfirgangi og ægivaldi ein- ræðisríkja nútímans. Bændafundur Framh. af 1. síðu. ekki orkað gegn því, að verðlagið hafi orðið óhagstæðara landbún- aðinum með hverju árinu sem líður. Nú á umliðnu hausti hefur þó kastað tólfunum í þessum efn- um. Sú verðákvörðun, sem þá fór fiam, hefur endanlega skorið úr um það, að þessu fyrirkomulagi geta bændur ekki, og mega ekki, una Iengur. Fundurinn telur ókjákvæmilegt að bændastéttin krefjist breyt- inga á framleiðsluráðslögunum á þann veg, að ákvæði 5. og 6. gr. laganna um aðild neytenda og yf- irnefndar að verðlagningunni, verði felld niður og fái Fram- leiðsluráð eitt óskorað vald um á- kvörðun verðs á landbúnaðaraf- urðum. Fyrir því leyfir fundurinn sér að skora á Stéttarsamband bænda, að beita sér fyrir framan- skráðum breytingum á fram- leiðslulögunum og telur rétt, að kallaður verði saman aukafundur Stéttasambandsins til að f jalla um þessi mál. Vill fundurinn leggja áherzlu á, að slíliar lagabreytingar nái fram að ganga á yfirstandandi Alþingi, svo ný skipan þessara mála gæti tekið gildi þegar næsta liaust“. Bændafélagið hefur gengizt fyrir allmörgum umræðufundum. 1 fyrravetur voru rædd rafmagns- mál, iðnaðarmál, Verðlagsmál, um leiðir til að auka framleiðsl- una o. s. frv. — Voru fundir vel sóttir, allt að hundrað manns á sumum. Á fundinum á laugardaginn voru gerð drög að starfsskrá fyr- ir veturinn. Stjórn bændafélagsins skipa: Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, Páll Sigbjörnsson, ráðunautur og Björn Kristjánsson, Grófarseli. V. H. Nýtt blað Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands er með áform á prjónunum um að gefa út blað, sem helgi sig félags- og stefnu- málum sambandsins. Verði úr þessum ráðagerðum, mun fyrsta blaðið koma út um næstu áramót og síðan ársfjórð- ungslega. Blaðað í bókum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.