Austri - 15.12.1962, Page 3

Austri - 15.12.1962, Page 3
JÓL 1962 AU8TRI 3 I ASÍÐAK.I hluta aldarinn- ar sem leið, var tíðar- far hart hér á landi. Hver harðindaveturinn rak annan. Hafísinn var fastagestur frá því síðari hluta vetrar og fram á sum- ar; stundum fram undir höfuðdag. Vorkuldarnir lömuðu gróðurinn svo að grasleysissumur sigldu í kjölfarið. Veturinn og vorið 1882 urðu mönnum þyngst í skauti á þessu ömurlega tímabili. Þeim harðind- um hefur skáldið Jón Trausti lýst á ógleymanlegan hátt í frásögn sinni „Vonharðindi“. Þá var síð- asta stórhríðin hinn 6. júlí og haf- þök fyrir Norður- og Austurlandi. Þá var það, sem Larsen gamli skipstjórinn á Raufarhafnarskip- inu Kristínu, varð þjóðhetja í aug- um fólksins á Melrakkasléttu og nærliggjandi héruðum, er hann, með fádæma karhnennsku, brauzt gegnum ísinn á Þistilfirði á skipi sínu og náði farsællega höfn á Raufarhöfn, eftir að hafa setið samfleytt 36 klst. í reiðanum í frostbrunanum og bjargaði þann- ig bæði mönnum og málleysingjum frá hungurdauða. Stóru Akureyrar- og Húsavík- urskipin, þær Grána, Rósa og Ingi- björg, slöguðu hinsvegar úti fyrir ísröndinni, án þess að freista þess að ná til lands. Borgfirðinga ber harla óvenjulega sjón, seim sé þá, að stórt kaupfar siglir inn fjörðinn í stinnings- norðaustan kalda. Þá var á Borgarfirði enn engin verzlun en aðallega sótt á Seyðis- fjörð, en þar áður á Eskifjörð og Vopnafjörð. Því er það Borgfirðingum harla mikil nýlunda að sjá slíka siglingn heima á sínum firði. Eitthvað er nú samt bogið við siglingu þessa skips. Furðulega er það lágt á sjónum. Það varpar heldur ekki akkerum, er inn á fjörðinn kemur heldur sígur jafnt og þétt nær og nær landi. ÆJtlar skipið að sigla 1 strand ? Sú er raun- in. Það nemur ekki staðar fyrr en það stendur á grynningum í fjarð- arbotni, fyrir utan þar sem nú er Heyrt hef ég haft eftir manni, er lifði þennan atburð, en nú er látinn, að í Borgarfirði hefði orðið fellir á búpeningi, ef ekki hrein- lega mannfellir þetta vor, hefði ekki þennan sjaldgæfa reka borið á fjörur Borgfirðinga. Eins og fyrr segir, var skipið að koma utanlands frá, hlaðið vörum. Þar var rúgur, mjöl, kart- öflur, sykur, álnavara, brennivín o. fl. Rúgurinn var fluttur laus í lest- arhólfum og innan um hann var sykurinn, isem var toppsykur. Mjölið mun hafa verið í sekkjum, ekki í tunnum. Þótt vel væri unnið að björg- unarstarfinu, varð ekki umflúið, að meiri hlutinn af vörunum skemmdist, því að sjór kom í skip- hvíld og svefn. Einkum hefur þó verið fjölmennt á Borgarfirði 'meðan uppboðið stóð yfir. Ekki fer hjá því, að þessa vor- daga hefur verið stofnað til margra nýrra kynna mili manna í fjarlægum sveitum. Eru jafnvel enn til heimildr um slíkt. HI. Um þessar mundir býr í Gils- árvallahjáleigu í Borgarfirði Eyj- ólfur bóndi Þorkelsson, Sigurðs- sonar, Jónssonar prests Brynjólfs- sonar. Hafði Eyjólfur byrjað bú- skap sinn í Njarðvík en flutzt snemma á árum að Gilsárvalla- hjáleigu og bjó þar alla stund síð- an. Frá afa ihans, Sigurði Jóns- syni, er talin Njarðvíkurætt hin yngri. Kona Eyjólfs Þorkelssonar Páll Olafsson og Ingeborgarstrandið Þótt þetta ár, 1882, væri að vísu hið harðasta á þessu tímabili, var ætíð vá fyrir dyrum nyrðra og eystra, ef siglingar töfðust sökum hafíss. Svo líða 6 ár. Það er veturinn 1888. Enn eru harðindi svo seim gerzt má lesa í samtímaheimildum. Hafíss varð vart nyrðra þegar i janúarmánuði. Var hann síðan á elæðingi, unz hann rak inn á firði fyrir norðan og austan um páska. Inn á Isafjarðardjúp rak ís í maí, og í byrjuðum júní sást hann suðvestur af Vestmannaeyjum. ísinn lónaði frá Norðurlandi eftir hvítasunnu, en rak von bráðar inn aftur. Inn á Húnaflóa komust kaupför ekki, fyrr en seint í júní og enn síðar á Skagafjörð. Þá var enn allt fullt af ís fyrir Norðaust- urlandi svo sem á Þistilfirði. Af hafísnum stöfuðu sífelldir kuldar og næðingar, stundum með fjúki og illviðrum. Nyrðra og eystra kom gróður mjög seint, eins og nærri má geta, og grasvöxtur varð lítill. Af þessu urðu bjargræðis- vandræði nyrðra og eystra svo sem að líkum lætur. Var matarskort- ur mikill og sá á fólki af harð- réttinu, þótt um beinan hungur- dauða yrði ekki að ræða í það sinn. n. Þá gerist það dag einn síðari hluta vetrar þetta ár, að fyrir neðsti hluti Bakkagerðisþorps. í ljós kemur, að hér er á ferð- inni eitt af íslandskaupförunuim. Heitir Ingeborg upp á dönsku, sennilega sama skipið og Jón Trausti kallar Ingibjörgu og slag- aði úti fyrir ísröndinni 6 árum áð- ur, þegar Kristín litla skaut stóru skipunum ref fyrir rass. Sé svo, hefur skipið vafalaust átt að taka Norðurlandshafnir eins og þá, en ekki Austfjarðahafnir, sízt af öllu Borgarfjörð. En á Borgarfjörð mun ekki hafa verið siglt frá því fyrir þann tíma er einokunarverzlun hófst á Islandi. Skipið er að koma frá Daumörku hlaðið vörum, hafði lent í hrakn- ingum í ís og komið að því leki. Því var það ráð tekið að hleypa því á grunn. Það er óhætt að fullyrða, að betri sendingu hefðu Borgfirðing- ar ekki getað fengið eins og á stóð. Vissulega var strand þessa skips mikill skaði í sjálfu sér. Skipið eyðilagðist og margt verðmæta og nauðsynja fór forgörðum. En fyr- ir fólkið á Borgarfirði og í nær- liggjandi sveitum varð strandið mikill happafengur. Við, sem nú lifum, eigum sjálfsagt örðugt með að setja okkur það fyrir sjónir, hvílíkri öryggiskennd slíkur at- burður hefur vakið fólkinu í grenndinni á harðinda- og bjarg- leysisvori fyrir 74 árum. ið. Rúginum var t. d. mokað í hauga í landi. Má nærri geta, að illt hefur verið að verja vörurnar fyrir veðrum, þar sem geymslu- hús voru engin. Er lokið var við að ná vörunum úr skipinu var tekið til við að rífa það. Sýslumaður kom á staðinn og uppboð var haldið. Ekki er mér Ijóst, hvort vörurn- ar voru seldar á uppboðinu eða eftir mati, má það hafa verið hvoru tveggja. En út gengu þær. Nógur var markaðurinn í þessu óskapa árferði. Hygg ég, að ein- staklingar hafi keypt hluta í strandinu og síðar selt öðrum, er komu að til fanga. Efni úr skip- inu var hins vegar selt á uppboð- inu. í nærliggjandi sveitum var uppi fótur og fit, þegar fréttist um þennan atburð. Um allar sveitir höfðu harðind- in komið illa við menn. Margir voru orðnir bjargarlitlir og jafnvel bjargarlausir bæði fyrir fólk og fénað. Hvaðanæva að streymdu menn til Borgarfjarðar til að leita sér bjargar. Menn komu langt sunnan af fjörðum og jafnvel alla leið norð- an af Langanesströndum. Má af því marka, að sigling hefur ekki verið komin á Raufarhöfn, enda lá ís á Þistilfirði langt fram á sumar. Sennilega hefur aldrei í sögu Borgarfjarðar verið þar annar eins gestagangur á bæjum og þessa vordaga 1888. Sagt er, að á sumum bæjum hafi mönnum hreinlega verið raðað á baðstofu- gólfin svo þétt sem verða mátti, hvað þá í rúm, svo menn fengju var Sigurborg Jónsdóttir prests Reykjalín á Þönglabakka, Jóns- sonar prests Reykjalín eldra á Ríp. Var Sigurbjörg orðlögð fyrir gestrisni og hjartahlýju. Á Hallfreðarstöðum í Hróars- tungu býr þá Páll skáld Ólafsson ásamt konu sinni Ragnhildi Björnsdóttur. Eins og að líkum lætur, barst fregnin um skipsstrandið til eyma Páls Ólafssonar eins og annarra og hafði hann einnig, sem aðrir, þörtf fyrir að bæta sér nokkuð í búi. Hann kemur ofan í Borgarfjörð þegar uppboðið er haldið og gistir hjá Eyjólfi Þorkelssyni í Gilár- vallahjleigu. Heim kominn að Hallfreðarstöð- um sezt Páll niður og ritar Eyjólfi bréf: Hallfreðarstöðum. Góði Eyjólfur minn. Fyrir hlýindi og gæði ykkar við mig get ég aldrei fullþakkað ykk- ur öllum því þó ég sæi ekki konu þrna nema í svip, var þó allt gott eins frá henui sem ykkur. Mér hef- ur nú liðið vel, en lengi var eg að ná mér, og lúinn var eg í skinn- kublinum þegar eg kom heim um kvöldið, borðaði eins og hjá þér, fekk mér góða púnskollu á eptir og sagði síðan ferðasöguna, vorum við helstu garparnir í þeim „róm- an“ og ekki lét eg annara kvenna getið en Sigríðar, bar ég henni vel söguna en mér miður undir sæng- onum með hattkúfinn og húfuna til skiptis. „Framhaldið síðar“ af sögunni sagði eg „það vildi eg nú helst að ætti sér stað hér heima hjá mér“ k/WWSA^^/S^A^^A/VAA^/^AAAi'V/SA^/V/WWWVWWA/WWWVWWWWWWWWWWWWWVS/WAA/ Eftir Sigurð Ó. Pálsson AAAAWVWWWWWWVWWWWWWAAAAAAAAAAAAAAAAAAWWVlWWVWVAWVAAAAAAAAAAAA/

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.