Austri - 15.12.1962, Page 4
4
AUSTRI
JÓL 1962
sagði Ragnhildur og eptir því
hljótið þið öll eða eitthvert að :
heimsækja okkur. í
Nú vík eg aptur að því gamla, '
að allt mitt traust er þar sem þú
ert, bæði <með geimslu hjálp og
heilræði viðvíkjandi kornkaupon-
um mínum og sendimönnum. Eg
vildi stuðla svo til að þeir yrðu
þér sem koistnaðarminnstir. Fegintn
vildi eg kaupa af þér hestlán uppá
brún eina ferð. Eg vona þú reiðist
ekki þó eg nefni það. Svo vík eg
að öðru efni, nefnilega að eiga þig
fyrir mína hönd við öll góð kaup
hvort það er heldur á korni eða
trjám eða hverju sem er af því
sem úr skipinu fæst. Teldi eg ekki
eptir mér þegar slóðir koma og
stillt tíð að koma ef þú héldir það
talsverðann hag minn. Eg bið þig
tala um slíkt við Einar söðlasmið
frænda minn, sem nú fer og vera í
öllum ráðum með honum og
manni mínum. Þettað er nú orðið
of langort bónarugl og þó skal enn
við bætt.
Eg keypti von í þremur auker-
um víns í skipinu fyrir 2 krónur
og fól Birni Abrahamssyni (og
fékk honum ost!!) að gefa gætur
að hvort þau fyndust og sjá til að
þeim yrði ekki stolið og geima
þau. En af því þú átt hlut í strand-
inu, kemur þar oft og átt mann
við að rífa, þ fel ég þér á hönd
að halda spurnum fyrir þessum
romkútum að ekki verði eg „stol-
inn hamri“ eins og Ása Þór.
Hér var eg kominn þegar allir
hættu við að brjótast ofan yfir.
Nú er 24 apríl og ég sendi á morg-
un ofan á Eyríksdal með skýða-
grindúr eða ná minum 4 sekkjum
þar af mjöli. Loxins er eg orðinn
htæddur við tíðina, búinn að taka
yfir 50 fjár og enn er hér ekki
jarðarbragð nema í Kirkjubæav-
iandi en það er langt að reka þang-
að. Nú vildi eg rúgurinn væri kom-
inn sem hjá þér er. Eg er sjaldan
vel frískur og svo er enn, get því
ekki gjört mér til gamans sem þo
væri full þörf. Eg rispa hér þrjár
vísur handa þér að raula fyrir
munni^þér í minning mína.
W
Láfs er orðinn lekur knör, —
líka ræðin fúin,
básetanna farið fjör,
og formaðurinn lúinn.
Því er bezt að vinda upp voð,
venda undan landi
iáta byrinn bera gnoð,
beint að Heljar-sandi.
Þar mun brim við b!áan sand,
brotna um háa stokka
En þegar eg kem á lífsins land,
ljær mér einhver sokka.
Ví'ur til jafnaldra mins.
Bísna móður orðinn er,
æfiþráður spunninn
og hjá báðum okkur hér,
út er bráðuim runninn,
Við höfum lengi saman sveist,
sopið, gengið, riðið,
vatnstrengjum rönd við reist,
reyndar engu kviðið.
Nú er eg kall og förlast flest,
feta um pallinn skakkur.
Eg kemst valla upp á hest,
án þeiss hallist hnakkur.
Vertu sæll kæri Eyjólfur og allir
þínir segjum við, Ragnhildur
Björnsdóttir og
Páll Ólafsson.
Páll Ólafsson hefur ritað mjög
fagra hönd en letrið er mjög smátt
svo að hann kemur furðu miklu
máli á það litla blað, sam hann
hefur skrifað á.
Ekki verður af bréfinu ráðið,
hvenær hann hefur verið á ferð-
inni á Borgarfirði en sýnilega er )
nokkur tími um liðinn frá því hann
kemur heim úr ferðinni og þar til
hann iýkur bréfinu, en það er ó-
dagsett í upphafi.
Færð hefur spillzt og ferðir of-
an í Borgarfjörð lagst niður um
hríð. Það er 25. apríl, sem hann
ætlar að láta sækja mjölsekkina
ofan á Eiríksdal, sem er fjallveg-
ur milli Borgarfjarðar og Héraðs
hið næsta framan undir Dyifjöll-
um. Ef til vill hefur hann fluct þá
•rneð sér upp á dalinn er hann
kom úr neðra.
Ekki fór hjá því að Hallíreðav-
staðabóndi minntist á kútinn.
Kann hefur keypt vonina í 3 anker-
um af rommi á 2 kr. Nú er eitt
anker 4*7 pottar, svo sjá má, að
hafi kútarnir fundizt, hefur hann
gert reifarakaup eins og það er
kallað, þó tvær krónur væru að
vísu peningar í þá daga.
Björn Abrahamsson, sem geta
átti gætur að kútunum, mun þá
hafa búið á Bakkagerði. Hann var
sonur Abrahams Ólafssonar Hall-
grímssonar í Húsavík. AbraJham
hafði haft jarðaskipti við Svein
Snjólfsson mann Gunnhildar Jóns-
dóttur hins sterka frá Höfn og
fluttist Sveinn og hans fólk til
HúsaJViíkur en Abraham að Bakka í
Borgarfirði. Björn Abrahamsson
fór síðar til Ameríku og hans
fjölskylda, Sjálfsagt veit nú eng-
inn, hvaða spaug liggur bak við
upphrópunarmerkin á eftir ostin-
um en að líkum lúta þau að ein-
hverju, er þeir Páll og Eyjólfur
hafa verið búnir að gamna sér yf-
ir, meðan Páll var í neðra.
Sigríður sú, er Báll nefnir 1
bréfinu, er Sigríður dóttir Eyjólfs
sú er ein komst upp af börnujm
þeirra Sigurbjargar Jónsdóttur.
Hún er, þá atburðir þessir gerast,
ógefin í föðurgarði, 24 ára gömul.
Hún giftist síðar Hannesi, síðar
hreppstjóra á Borgarfirði, Sig-
urðssyni bónda á Hólalandi, Árna-
sonar í Stokkhólma í Skagafirði.
Voru þau Hannes og Sigríður hin
merkustu hjón.
En Páll Ólafsson átti eftir að
bréfa meira til Eyjólfs í Gilsár-
vallahjáleigu þetta vor.
I rúmi mínu 15. maí 1888.
Minn kæri Eyjólfur!
„Margt ber smátt við á síð-
kveldum" sagði Grettir, svo má eg
nú segja.
Önnur pípan í apturfætinum á
mér hrökk í sundur. Skítt með það.
Eg læt eú samt fara til þín
þennan samtíning, sem er búinn
að !iggja svo og svo lengi. Margt
af því sem í hinum er er nú orðið
anarkleysa, svo sem að eg geti
íundið þig og fleira. Vertu nú í
ráðum með piltum mínum, hvað
þeir flytja, rúg eða mjöl. Sé rúg-
urinn ónýtur þá er að fleyja hon-
um en flytja mjöl. Hvort piltar
mínir fara tvær ferðir upp á fjall-
ið, eða hvort eg get fengið keypt-
ann flutning upp á varpið, um það
bið eg þig að leggja til heilræði
þín. Eg er allur í kauponum enn
þá, svo sem um það hvort ’ekki
megi iþurrka svo minn rúg að
hann verði til gripafóðurs, þá að
vetri, eða hvort betra sé að kaupa
nýjan rúg og þurk á honum, eg
meina til gripafóðurs (helst í
hesta) að vetri. Þettað er bara
uppástunga, en ekkert áhugamál.
Eg hef fengið lista yfir það,
sem eg keypti og þar sé eg að eg
er skrifaður fyrir númeri af
trjám, mjórá og járnsleginn tré-
j bútur, 5 kr. og svo tré á 13 krónur,
það merkti eg mér ekki og man
ekki að mér væri slegið, eg bauð
samt víst í það, það hlýtur að vera
stórtré, mig ránkar við því. Máske
Björn Abrahamsson viti eitthvað
um þettað hann tók hitt númerið
til geimslu. Þú mátt ekki halda
mig eins ágjarnann og eg er leið-
inlegur að vera að suðast einlægt
á rúg, mjöli, trjám, koniaki og
fleiru.
Berðu kæra kveðju konu þinni
og Sigríði frá okkur Ragnhildi
ykkar einlægir vinir
Ragnhildur og Páll.
Dóttur þinni sendi eg bókina og
líyrfjöll. Framan þeirra er Eiriksdalur.
Gleðileg jól!
Farsælt komandi ár.
Þökkum góða vinnu á liðnu ári.
Sœsilfur hf.
GLEÐILEG JÓL
Farsælt komandi ár.
IÞökkum viðskiptin.
Verzlunin Fönn
NESKAUPSTAÐ