Austri - 15.12.1962, Síða 5

Austri - 15.12.1962, Síða 5
JÓL 1962 T ÁUSTRX /myrr 5 skrifaði nöfnin okkar aptan á mynd Hallgríms Péturssonar. Páll Ólafisson. Sendu mér Miðskipsmanninn. Ekki er hægt að fullyrða, að „samtíningurinn“) sem Páll talar um í þessu bréfi sé bréfið, sem prentað er hér að framan, þótt flest bendi til að svo sé. Þó er hann nú allt í einu farinn að tala um koníak en í fyrra bréfinu er það romm. Víst er þó, að á tímabilinu milli bréfaekriftanna hafa orðíð ferðir milli Héraðs og Borgar- fjarðar, því Páll hefur fengið lista yíir það, sem hann keypti á upp- boðinu. Hugsazt gæti, að rommankerin hafi ekki fundizt, en Eyjólfur hafi í þeirra stað útvegað Pál legil með koníaki og koimið boðum til hans um það. Gæti ekki neðan- málssetningin einnig bent 1 þá átt? Annars skal hér ekki farið út í neinar frekari getgátur. Það verð- ur að segja, að búast hefði mátt við verra hljóði í Hallfreðarstaða- bónda í harðindunum en fram kemur í seinna bréfinu. Hann hugsar jafnvel svo langt, að nota nokkuð af rúginum næsta vetur í hestana. Liklega hefur víðar ver- ið komin jörð ' Hróarstungu en í Kirkjubæjarlandi hinn 15. maá. Bókin, seim Páll minnist á og sendir Sigríði eru Passíusálmamir og er hún til enn. Á bókina hefur Páll ritað eftir- farandi vísu: Þessi gjöf er góð en smá gefin kærum svanna, hljóti sú er hana á hylli Guðs og manna. Ekki eru til heimildir um það, hvort þeir Páll og Eyjólfur hafa þekkzt fyrir þennan tíma. Má vera að svo sé. En víst er um það, .að milli þeirra er góð vinátta, hvenær sem til hennar hefur verið stofn- að. Páll velur heldur ekki af verri endaniDm þegar hann hristir upp í fórum sínum til að senda Eyjólfi vísur. Vísumar „til jafnaldra míns“ eru upphaflega til Jóns Jónssonar eldra í Bakkagerði í Jökulsárhlíð og er vel til þeirra vandað. Það hvarflaði að mér, er ég fyrst las þessi bréf, að þetta skipsstrand á Borgarfirði hefði orðið til þess að ýta undir skáldið að líkja lífsleið- inni við siglingu, sem endar með brimlendingu, en við nánari at- hugun kom í ljós að svo hefur ekki verið. 1 ljóðmælum Páls eru vísur þessar ársettar 1877. Páll yrkir ekki til Eyjólfs í Gilsárvallahjá- leigu svo vitað sé, en hann velur vel, þegar hann sendir honum vísu, og er það merki uim góða vináttu. Þessar þrjár yfirlætislausu vísur um lífssiglinguna eru í hópi þess bezta, sem Páll orti. Þær láta ekki mikið yfir sér við fyrstu kynni, en þær vinna á við nánari kynn- ingu. Löngu síðar, er hinn vísi bókamaður Sigurður Nordal tók að heyja sér efni í Islenzka lestr- arbók, hvar í skyldi birtast það merkasta eftir hvern höfund, er þar ætti efni, og leir.aði um lend- ur Páls Ólafssohar eftir kjarn- grösum nokkrum til að bera á borð fyrir skólaæsku landsins, komst hann ekki fram hjá þessum þrem vísum. Það er líkt og ylur í ómi sumra braga; stendur einhvers staðar, það þurfti óm af góðum brögum á því kalda vori árið 1888 og þá góðu bragi hafði bóndinn á Hallfreðarstöðum á takteinum. Og óneitanlega eru það skemmtilegir endurfundir að rekast á kunningja frá skólaárun- um innan um suð um rúg, mjöl, tré, koníak og fleira í bréfi sem skrifað er á harðindavori fyrir meir en 70 árum. „Þar mun brim við bláan sand brjóta um háa stokka. En þegar ég kem á lífsins land ljær mér einhver sokka“. Ekki verður sagt, að mikils sé krafizt, en varla hefði gamli lifi- maðurinn slegið hendinni á móti, þó svo sem ein púnskolla úr Inge- borgarstrandinu hefði verið þess megnug að ná út fyrir gröf og dauða, og verið að honum rétt á strönd hins fyrirheitna lands, ár.amt þurrum sokkum eftir brim- lendinguna. IV. Eins og sjá má er hér ekki sam- an skrifuð saga þess skipsstrands, sem hér hefur þó verið aðal uim- talsefnið, enda mun nú orðið erf- itt að afla heimilda um það, svo sæmileg mynd náist af þeim at- burði. Hefðu ekki verið þessi tvö gömlu bréf hefði mér ekki komið í hug að skrifa staf þar um. Þeir menn er muna máttu atburð þenn- an hafa nú safnazt til feðra sinna, flestir hverjir. Þó má vera að elztu menn hér austanlands megi enn inuna eitt- hvað frá þessum vordögum fyrir 74 árum, eða nokkuð af því sem þeir heyrðu sagt frá atburði þess- um. Þetta voru stór tíðindi á sinni tíð. Má mikið vera, af þeir, er komu uim langan veg til Borgar- fjarðar til að afla sér vamings úr strandinu, hafa ekki haft sama háttinn á við heimkomuna og Páll Ólafsson, að segja ferðasöguna. Gæti ekki verið að einn og einn gamall maður, sem ungur sveinn gerði hlé á leikjum sínum á bað- stofugólfi eitt vorkvöld fyrir 74 árum, myndi slitrur af þeirri furðusögu er hann heyrði þá sagða ? Mikið væri sá, er þessar linur r.tar þakklátur hverjum þeim, er einhverju gæti bætt við línur þær, er standa hér að framan og ekki síður yrði hann þakklátur þeim manni er gæti í einhverju leiðrétt það sem missagt kann hér að vera. 0 i. .I^WI ' ■ ! ► * Félagsmönnum okkar, starfs- mönnum og öðrum viðskipta- vinum, færum við beztu óskdr um GLEÐILEG JOL Dráttarbrautin hf.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.