Austri - 15.12.1962, Qupperneq 9

Austri - 15.12.1962, Qupperneq 9
JÓL 1962 AUSTRI 9 F'- nú vil ég ekki leita lengur. Hér í skóginum ætla ég að byggja mér höll. Og það gerði hann, en svo hittist á, að höllin var skammt frá lindinni góðu, þar sem Anna- Lísa týndi kórónunni. Og einn heitan dag varð prinsinn þyrstur og beygði sig niður að svalri lind- inni. Þá sá hann eittlivað sem glitraði og glóði djúpt niðri í vatn- inu. Hann seildist niður með hend- inni og upp kom dásamlega fögur kóx'óna með fagra inngreipta perlu. Skyldi þetta vera perla.n hennar Önnu-Lísu? Og prinsínn fór til hallar konungsins. Ekki hafði kóngurinn fyrr séð kórón- una en hann hrópaði: Kóróna Önnu-Lísu — perla Önnu-Lísu, en hvar er hún sjálf? Nú lét kóngurinn þau boð út ganga að ailar 18 ára gamlar stúlkur í öllu kóngsríkinu skyldu koma á tilteknum degi og miáta kórónuna, því að væri Anna-Lísa á lífi var hún einmitt 18 ára og kórónan var þannig gerð, að hún passaði engum nema Önnu-Lísu. Þennan dag komu þúsundir stúlkna til hallarinnar og stóðu þær í löngum röðum, því að hver vildi ekki verða prinsessa og eign- ast prins og hálft kóngsríkið? Og allan daginn gekk kórónan frá einu höfðinu á annað, en engum passaði kórónan fullkomlega. Loksins, þegar komið var fram að sólsetri, höfðu allar stúlkurnar mátað kórónuna, en Anna-Lísa fannst e-kki. Þá urðu stúlkurnar reiðar og sögðu: Kóngurinn gabb- ar okkur, nú skulum við varpa hlutkesti og sú, sem vinnur fær bæði kórónuna og prinsinn. En það vildi prinsinn ekki, og hann sendi mann að athuga hvort ekki finndust fleiri stúlkur. Og maðurinn kom og sagði: — Út við skógarjaðarinn sá ég rykimökk og þegar ég kom nær, sá ég að þetta var stúlka sem rak geitur á undan sér. Aðrar hef ég ekki séð? — Komið með hana, sagði prins- inn. Stúlkan var sótt og allir sáu, þótt sólin væri senn setzt, að stúlkan var bæði ófríð og óhrein — en kórónan passaði nákvæm- lega á höfuð hennar. Þá. var hjarðstúlkan leidd í liöll konungsins, sem ljómaði af þús- undum kertaljósa. En fegurra en öll ljós skein prinsessan Anna- Lísa í undursamlegri fegurð. Því að um leið og hún fann perluna hlaut hún aftur gjafir rauðu álf- konunnar og bezt af öllu var það, að samtíimis fékk hún líka að varðveita gjöf bláu álfkonunnar: sitt auðmjúka hjarta. Þess vegna féll hún á kné fyrir foreldrum sín- um og bað þau að fyrirgefa ser hrokann — og til sönnunar þeirr- ar breytingar, sem nú var orðin á hjartalagi hennar lét hún sækja gömlu konuna út í skóginn, faðm- aði hana að sér og sagði: Sá miskunnsami er auðugur í fátækt sinni, en sá ríki, sem ber kalt hjarta, er auðnulaus og fátækur, þrátt fyrir auðæfin. Svo var haldið brúðkaup í mikl- um fögnuði í höll konungsins. Þjónamir fjórir og þemumar fjórar losnuðu úr fangelsinu, og rauði böðullinn með Ijóta skeggið lét öxina sína í skammarkrókinn og allir þegnar konungsins voru glaðir og hrópuðu: Fögur er perla Önnu-Lísu prinsessu en miklu fegurra er auðmjúkt hjarta. (Lauslega þýtt og sty.tt). V. S. >VWVWWVWW\AA/WWW\A/VA^WVWWN/WVW»AA/VWWWWWVWWWWW\^/V\AA^/>A«/^AAAAA Samvinnutryggingar Umboðið í Neskaupstað. óskar öllum viðskiptamönnum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. og þakkar viðskiptin á árinu, sem er að líða. AAAA/\A/V\A/W\A/V\AA/W\AA/V\AAAAAAAAAAAAA/WW\AAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/\/\AAAAAA/\AAAA/\AAA<. Bíll til sölu Til sölu er vörubifreið, Ford ’60. í fyrsta flokks lagi. Bíllinn ;er með vökvastýri, fimm gíra kassa, útvarpi og miðstöð. Öll dekk ný. Selst með góðum greiðsluskilmálum. Ormur Sveinsson Neskaupstað. AAAAAAAAAAAAAAAA^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/W Félagsmönnum, sfarfsmönnum viðskipfavinum vorum óskum og farsæls komandi Þökkum samsfarf og viðskiph i a armu KAUPFÉLAG VOPNFIRÐINGA KAUPFÉLAG BORGFIRÐINGA KAUPFÉLAG AUSTFJARÐA KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA KAUPFÉLAGIÐ BJÖRK KAUPFÉLAG FÁSKRÚÐSFIRÐINGA KAUPFÉLAG STÖÐFIRÐINGA KAUPFÉLAG BERUFJARÐAR KAUPFÉLAG AU STUR-SKAFTFELLINGA

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.