Austri - 15.12.1962, Síða 13

Austri - 15.12.1962, Síða 13
JÓL 1962 ÁU8TRI 13 SÍÐASTI kassinn var kominn upp á bílpallinn. Búslóð Péturs í Brattanesi var til- búin til flui.nings. Pétur þurrkaði svitann af enn- inu með handarbakinu og gekk hægum skrefum austur fyrir bæ- inn. Já, þá var hún loksins komin stundin. Lengi hafði hann beðið hennar með kvíða, marga nóttina hafði hann eiginlega kjökrað sig í svefn af sundurétandi trega. Að yfirgefa æskustöðvarnar, já, ævi- stöðvarnar — orðinn hálfsjötug- ur, það tók á taugarnar. En annað var ekki um að ræða. Krakkarnir höfðu flogið úr hreiðr- inu jafnskjótt og þau kunnu nokkuð til verka — auðvitað suður. Lágu ekki allra leiðir þang- að. Það var meiri andskotinn þetta suður. Já, og svo voru þau Sigríður bæði orðin slitin og hún orðin veil fyrir hjarta. Nú hafði hún verið fyrir sunnan í allt heila sumar. Varð að vera undir læknis hendi. Það var svo sem allt í lagi, ef henni leið skár. Hann hafði bara aldrei haft trú á þeim þessum doktorum, og sízt þessum þó fyrir sunnan. Auðvitað hafði hann ætlað að hokra hér lengur, en það hafði allt snúizt á móti honuim. Líklega ætlaðist skaparinn til þess að hann flytti í ellinni suður til hennar Reykjavíkur, og yrði þar, gamal- mennið, eins og rótarslitið strá. Aldrei mundi hann skjóta rótum á malbikinu eða steingötununi. Hafði hann líka ekki spornað gegn þessum grimmu örlögum í lengstu lög? Ó, jú. En krakkarnir hringdu og konan skrifaði — „suður — suður“. Nei, hann hafði saimt ekki ætlað að láta sig. En það var stelp- an norðan úr Norðurfirði, kaupa- konan, sem hafði kórónað sköp- unarverkið. I fyrsta lagi kunni hún nú ekkert verk, hvori að halda á hrífu né tutla niður úr kú. Og hvort tveggja gekk henni heldur illa að læra. Nú, svo var ómögnlegt að tala við þessa mann- eskju. Ekkert vit hafði hún á bú- skap, hafði aldrei litið í Njálu, eða lesið Mann og konu, hvað þá, hún hefði vit á pólitík. Hún talaði um stjörnur, þessar líka istjörnur. Stundum hafði hann næstum lang- að til að láta hana sjá stjörnur. En Pétur Ebenesersson hafði allt- af haft stjórn á skapi sínu, og lét sér nægja að kreppa hnefana í buxnavösunum. Hún sat og málaði sig öll kvöld. — Æ, það var bezt að vera ekki að hugsa um þetta. — Fyrst hafði hún nú látið útvarpið dandalast allan liðlangan daginn, þangað til hann læddist að því og losaði um einn lampann. Þá hafði það þagnað til allrar guðsblessun- ar. Þetta kostaði hann það að vísu, að verða af fréttunum, en ísafold hafði svo sem fært lionum þær á sínum tíma, svo það var allt í lagi. Og nú var hún farin fraukan með sín ráðherralaun, farin, farin. Og hann h'ifði með öllu gefizt upp á hjúahaldi, látið undau kerlu sinni og krökkunum, og nú stóð hrnn hér — hafði gefizt upp. Ja, hvað gat hann svo sem annað? Það runnu tár niður hvarmana. Plann spýtti. Hvern andskotann þýddi eiginlega að vera að grenja eins og krakki? Var hann ekki svo snm búinn að sjá, að ekkert þýddj að vera að stneitast gegn örlögum sínum? Þetta voru hans örlög. Ekki réði hann þessu. Enginn ræður sínum næturstað. Hafði hann ekki verið fermdur upp á það, að allt mannanna ráð, væri vilja guðs háð? Nú þýddi ekkert að vera að hanga hér lengur. Bezt var að læsa bænum að kristinna manna sið og segja svo farvel við allt sarnan og flýta sér í burtu. Og í síðasta sinn gekk Pétur í Brattanesi að sínum eigin bæjar- dyrum. Hann tók lykilinn upp úr vasa sínum, stóran lykil og lífs- reyndan. Stakk honum skjálfhent- ur í skráargatið, og það var engu líkara en höndin ætlaði að neita að hlýða, neita að læsa bænum. Saant sneri hún lyklinum. Pétur stóð eins og höggdofa andartak og það var ekki laust við að hann fynndi til svima. Var þetta ekki rödd föður hans, sem kallaði einhvers staðar langt utan úr geimnum: Pétur,: hvað ertu að gera? Hami stóð andartak eins og stjarfur, náði sér saimt aftur, hristi höfuðið og tautaði með sjálfum sér — Þú ert orðinn gam- all, Pétur í Brattanesi, farðu nú að hunzkast af stað. Þegar hann gekk fyrir bæjar- hornið blasti fjósið við, bæði það nýja og það gamla. Já, það var i’ka satt, hann átti eftir að kveðia fjósið Hann hló upp úr eigin hljóði — að kveðja fjós, já, ekki liema það þó. Samt gat hann ekki á sér setið að gotra augunum í átt til fjós- anna, og það varð til þess að ný tár féllu. Gamla fjósið. Við það átti hann tengdar maigar minn- ingar. Geymdi það ekki í sinni þungu þögn margar fomar minn- ingar? Ó, jú. Aftur féllu tár. Og nýja fjósið. Það hafði verið vonin. Hann hafði ráðizt í að taka lán til að byggja það og fjölgað kúnum í von um að strákurinn hann Ebbi ílentist þá heima. En hann fann heldur engan frið í sín- um beinum, og fór auðvitað líka. En nú var það rödd blístjórans, sem rauf þögnina. — Heldurðu ekki að við ættum að fara að leggja í hann, Pétur minn ? Pétur anzaði þessu með lágværu júi, kastaði þögulli kveðju á fjós- in — í síðasta sinn, þreifaði ofan í vasa sinn eftir tóbaksglasinu, snússaði sig og ranglaði af stað. Bezt að vera ekki að þessu gaufi lengur, vera ekki að skemmta skrattanum með því að ganga hér kringum bæinn. En þurfti hann þá ekki einmitt að reka tána í hestasteininn, og það svo að hann var nærri dottinn um koll. Og nú var það hesta- steinninn, sam vakti nýjan trega hjá Pétri Ebeneserssyni. Hesta- steinninn. Þá átti hann sínar minn- irgar. Var það ekki einmitt hér, sem hann mundi eftir sér í fyrsta sinn? Mundi eftir sér þrevetrum á nýjum dönskum skóm, sitjandi hér á steininum. Enn mundi hann það vel', hversu fagurlega táiin hafði glansað. Og þetta var ekki einasta minningin, sem bundin var við þennan hnöttótta stein með h’ingnum á. Hingað að Brattanesi höfðu menn komið, ríkir og fá- tækir, glaðir og sorgmæddir, bundið hest sinn við hringinn, gengið til bæjar, þegið kaffi, mat eða gistingu, allt eftir því sem við átti. Nú var þetta liðið, búið. Aldrei framar mundi það gerast. Tvö heit tár hrundu til jarðar. Sterklegur Fordarinn hrisstist áfram eftir veginum inn til Suður- fjarðar. Bílstjórinn blístraði af- bakaðan lagstúf en gætti þess að raska ekki ró farþega síns. Honum leið auðsjáanlega illa, karlinum. Hann sat með lokuð augu og mælti ekki orð frá vörum. Nú voru þeir komnir inn í þorp- ið. Bíktjórinn ók beint heim að dyrum Jónsbúðar . og nam þar staðar. — Jæja, Pétur minn, þá erum við komnir á leiðarenda, viltu ekki að ég skjóti þessu fyrir þig á af- greiðsluna? Það er allt merkt, er það ekki? — Ha, jú, þakka þér fyrir Dóri minn, það er bara verst að þú hef- ur svo mikið fyrir því, Hvað á ég annars að borga? Allir verða að hafa sitt á þessum tímum. — Jú, allir verða að hafa sitt, svaraði Dóri, og ég er búinn að fá imitt. Ég held þú eigir þetta hjá mér fyrir allt, bæði fyrr og síðar — kaffisopana, kjötbitana ... Nei, nei, tölum ekki um borgun fyrir þetta. — Það var nú aldrei ætlun mín eða konu minna að taka fyrir slíkt, eða ætlast yfirleitt til nokkurrar greiðslu fyrir veittan beina, anz- aði Pétur. — Vertu ekki að þessu, Pétur minn, þessu ræð ég, en ef ég skyldi verða fjarstaddur í kvöld, þegar dollan kemur, þá vertu blessaður alla tíð, og þakka þér alltaf fyrir allt gamalt og gott, og svo vona ég að þér vegni vel þarna 1 höfuðborginni, og skiláðu kærri kveðju til hennar Sigríðar og krakkanna. Pétur gekk rakleitt inn á skrif- stofun Jóns kaupmann3 Sigurðs- sonar. Þeim hafði alla tíð verið vel til vina, enda skoðanabræður og flokkisbræður, báðir traustir í sinni trú. Pétur hafði aldrei gengið í kaupfélagið, þótt hinir bændurnir í byggðinni gerðu það. Aldrei verið haldinn þeirri öfundsýk.i að geta ekki unnt öðrum þess að hafa eitt- hvað fyrir sinn snúð. Jón hafði líka reynzt honuim vel. Heimili hans hafði alla tíð staðið Pétri og fólki hans opið, og ekki ósjaldan hafði hann vikið að honum ýmsu, sem hvergi kom til reiknings. Hafði hann til dæmis ekki fært honum tvær koníaksiflöskur þeg- ar hann varð sextugur, og fengið Fúsa á Sléttu til að yrkja honum afmæliskvæði, já, og sungið það sjálfur undir laginu Eldgamlaísa- fold? Nei, Jón var prýðismaður, og vinátta þeirra stóð á bjargi. Það var náttúrlega þetta með hana Sigríði. Nei, sei, sei, það skyggði ekkert á. Ekkert. Hún hafði geng- ið í kaupfélagið, þegar það var stofnað, og alltaf verið þeim meg- ing, og höndlað þar eins og hana lysti. Hann hafði nú svo sem aldrei séð neinn sérstakan gróða af því. Hér fyrr á árum hafði hann af og til talað um þetta við hana og reynt að fiá hana ofan af þess- ari vitleysu. En hún var stór kona í lund hún Sigríður og fór sínar eigin götur, þegar svo bar undir. Jón hafði svo sem oft fundið að þessu við hann í einrúmi, en hver ræður sinni konu? Jón sjálfur skildi það manna bezt. Var ekki konan hans í Hvítasunnusöfnuð- inum, spilaði á gítar og talaði tungum, Jóni aumingjanum til sárrar mæðu. Nei, það réði enginn við þessar blessaðar konur, og það var víst bezt að láta þær eiga sig til þess að halda friðinn. Smásaga eftir Breka ^^WWVWWWVWWWVVVVWVVVVVVVVVWVVWWVWVWVVVWVVWVVVV/WVVWVVVVWS/V^ UPPG30RIÐ

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.