Austri - 12.02.1964, Page 2

Austri - 12.02.1964, Page 2
2 AUSTRI Neskaupstað, 12. febrúar 1964. Vandamál l>aviida stéttarinnar Viðreisnin hefur komið illa niður á bændum og öðrum íbú- um Fijótsdalshéraðs, eigi síður en öðrum. Bændur hafa ekki átt þess kost að auka tekjur sínar með stækkun búanna eins ört, og þurft hefði, vegna hinnar öru þróunar dýrtíðarinnar á. undanförnum árum. Stækkun búanna eða tilkoma nýrra búgreina, jafnframt leið- réttingu á verðlagningu búvara, sem er sjálfsagt réttlæt- ismál og er það, sem bændur þurfa að keppa að, til þess að landbúnaður geti haldið stöðu sinni, sem sjálfstæður atvinnu- vegur í þjóðfélaginu. Bændur Fljótsdalshéraðs geta ekki treyst til lengdar á að þeir geti farið í síld, til þess að fá þær tekjur, sem þeir þurfa til að bera uppi hallarekstur búa sinna. Síldveiðin getur líka brugðizt, og þá verður fullerfitt að sjá íbúum sjávarþorpanna fyrir nægri atvinnu, þó aðrir komi þar ekki til, en það er önnur saga, sem ekki verður rak- in hér. En er þetta þá bara vegna lítils dugnaðar bændanna sjálfra að þeir skuli ekki búa það vel um sig, að vélakosti og öðru, að þeir geti haft búin það stór, að þeir geti lifað af þeim? Ekki ber hin mikla vinna þeirra utan heimilis vott um það. Það, sem meðal annars gerir þetta að verkum, eru hin slæmu lánakjör sem bændur búa við varðandi bústofnsaukn- ingu og vélakaup. Það er ekki lítið að ráðast í það fyrir bónd- ann, að kaupa sér dráttarvél með nauðsynlegum tækjum og fá aðeins 30%: af kaupverði dráttarvélarinnar sjálfrar að láni, og ekkert -vegna tækja þeirra, sem nauðsynleg eru til þess að not séu af dráttárvélinni. Það er auðsjáan’ega ekki ætlun þeirra, sem með vöidin fara, að bændur búi tæknibúskap, heldur skuli þeir vinna sínum hörðu höndum með handverkfærum sem notuð hafa verið frá upphafi Islandsbyggðar, orli og hrífu. Það sést líka glögglega, ef litið er á verðlagsgrundvöll land- búnaðarvara, hversu hátt vélakostur bænda er metinn. Hann er þar áætlaður ein 80 þúsund, en það er ekki einu sinni and- virði einnar dráttarvélar, miðað við núgildandi verðlag. -□- Það er ekki sérlega uppörvandi fyrir bændur, þá sem eftir sitja að búum sínum, að horfa á eftir stéttarbræðrum sínum hverjum á fætur öðrum, leysa upp bú sín og flytja burtu til annarra atvinnugreina, sem gefa þeim meiri möguleika til betri lífskjara. Þau eru áreiðanlega færri þau dæmi, að menn flytji sig frá öðrum atvinnugreinum og fari að stunda landbúnað. -□- Það er geigvænleg þróun, sem nú blasir við þessu blómlega héraði. Þetta eru staðreyndir, sem verður að horfast í augu við, og þær eiga rætur sínar að rekja til stjórnarfarsins, en ekki til dugleysis bændanna, þeir vinna lengri vinnutíma en flestar aðrar stéttir, en þeir bera minna úr býtum. En við svo búið má ekki lengur standa, hér verður stefnubreyting að eiga sér stað, og eftir henni hefur þjóðarbúið ekki efni á að bíða lengi. Hún verður að koma, og það strax. J.K. juinni**‘********“*************** Samþykktir fundar Bœnda- félags Fijótsdalshéraðs „Fundur í Bændafélagi Fljóts- dalshéraðs 31. jan. 1964, telur, að uppskerubrestur af túnum, ökr- um og garðiöndum á Héraði síð- ustu tvö árin, hafi valdið bændum stórtjóni. Fjárhagur bænda er svo þröng- ur, m. a. af því tjóni sem þeir hafa orðið fyrir vegna kal- skemmda og annarra afleiðinga hinnar eniðu veðráttu, sem verið hefur sl. tvö ár. og aðstaða þeirra svo erfið að margir hljóti að hætta búsKap á næstunni ef ekki koma ný úrræði til. Fundurinn telur að byggð eigi að haldast og bújörðum megi ekki fækka, því þurfi nú að fara fram athugun á eftirfarandi: 1. Fjárhag bændanna, m. a. vegna þessara áfalla. 2. Aðstöou til búskapar á jörð- unum, svo sem byggingum, ræktun, vé.aeign, bústofni, vegasambandi, rafmagns- dreifingu o. fl. Því ákveður fundurinn að senda þingmönnum kjördæmisins til- mæli um að þeir hlutist til um að Alþingi og ríkisstjórn láti nú þeg- ar fara fram athugun á fyrr- greindum atriðum, og geri síðan raunhæfar ráðstafanir til aðstoð- ar við bændurna svo byggð megi haldast og búnaður blómgast“. Um vegamál: „Fundur í Bændafélagi Fljóts- dalshéraðs 31. jan, Í964 átelur það, hve illa akvegum er haldið við á Héraði, og hve seint geng- ur með endurbyggingu veganna. Slitlag sést ekki víða, og enn eru sumir aðalvegir niðurgrafnir ruðningar. Fundurinn leggur áherzlu á, að akvegum um byggðir Héraðsins sé haldið akfærum allt árið. Fund- urinn telur lífsnauðsyn fyrir at- vinnurekstur á Héraði og fram- tíö þess, að vegir verði á næstu árum byggðir upp þannig, að þeir séu færir allan ársins hring. Fundurinn beinir því til þing- manna kjördæmisins að þeir standi saman að því að krefjast úrbóta á þvi ástandi sem nú er“. Um rafmagnsmál: „Ef byggð á að haldast á Hér- aði, verður m. a. að dreifa raf- magni um byggðir þess. Þegar jörð losnar úr ábúð byggist hún ekki aftur ef rafmagn er ekki á býlinu. Það sýnir reynsla síð- ustu ára. Engin jörð hefur farið í eyði á Héraði, sem hefur fengið rafmagn. Því ákveður fundurinn að beina því til þingmanna kjördæmisins og fulltrúa á Búnaðarþingi að beita sér af alefli fyrir því að raf- magni verði dreift um sveitir Austurlands sem fyrst, enda verði séð fyrir nægilegri raforku til dreifingar um allt Austur- land“. Samvinnuþállur Það er ein af grundvallarregl- um samvinnustefnunnar, að hver maður hafi fullt athafnafrelsi og svigrúm í þjóðfélaginu, og að eignarréttur einstaklinganna sé lögverndaður. Eðli mannsins er hneigt til samkeppni og drottnunar. Þessi frumstæði þáttur í eðli mannsins veldur tvenns konar áhrifum á skapgerð hans og háttu. Af hon- um vex annars vegar framtaks- semi og sjálfsbjargarhvöt, hins vegar eigingirni og sjálfselska. Hver er sjálfum sér næstur og „hálfur er auður und hvötum“. Það brýnir sjálfsbjargarhvöt mannsins að eiga sjálfur atvinnu- tækin, sem hann vinnur með og hafa svigrúm til að efla sinn eig- in arð. Atorkan gefur þá ávexti sjálfum honum til handa. Á hinn bóginn bitna afleiðingar hlédrægni á aðilja sjáifum og mæta honurn á næsta leiti. Af þessari rót er það runnið, sem víða hefur sann- azt, að ákvæðisvinna skilar meiri afköstum en daglaunavinna. Af þessu sprettur sú kenning, að óheft samkeppni einstakling- anna í atvinnulífi og viðskiptum muni vera hagfelldust hverri þjóð. Hver einstaklingur hljóti þá að leggja sig fram og gera það, sem er arðvænlegast fyrir hanu, en það verði jafnframt hinn bezti kostur fyrir þjóðfélagið. En þess ber að gæta, að þótt einstaklingurinn græði, þá er eng- in trygging fyrir því, að sá gróði sé fenginn á þann hátt, að það sé öðrum aðilum til hags, nema reglur, sem fylgt er, og skipulag- ið sjálft leiði til þess. Og á sum- um sviðum er gróði einstaklings- ins beinlínis fenginn með því að taka of mikið af öðrum. Gallinn á óheftri samkeppni á öllum sviðum þjóðlífsins er sá, að hún lyftir þeim sterka, en lamar hinn veika. Þess vegna m. a. er það óheillavænleg þjóðfélagsstefna. Maðurinn getur ekki komizt af án viðskipta við aðra. Öll menn- ing er grundvölluð á félagslífi og samskiptum mannanna. 1 þessu efni kemur samvinnustefnan til hjálpar og leysir mikinn vanda. P. Þ.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.