Austri - 12.02.1964, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 12. febrúar 1964.
AUSTRI
3
Bœndafundur á Héraði
Framh. af 8. síðu.
Vilhjálmur Hjálmarsson, enda
stóðu umræður fram undir morg-
unn, eins og fyrr getur.
Bankaútibúið á Egilsstöðum
Miklar umræður urðu á fundin-
um um starfsemi útibúsins og
einkum um lán það er veitt var á
sl. ári til kaupa á millilandaskip-
inu Hvítanes, sem nýlega er kom-
ið til landsins.
Pétur Jónsson og Jón Péturs-
son deildu harðlega á útibússtjór-
ann fyrir þessa lánveitingu, sem
þeir töldu skerða lánamöguleik-
ana heima fyrir enda óviður-
kvæmilegt að útibúið lánaði út-
fyrir sitt starfssvæði, sem væri
Austurland, og það til braskara í
Reykjavík. Og Pétur Jónsson
flutti vítur á útibússtjórann fyrir
þessar aðgerðir.
Halldór Ásgrímsson andmælti
því að kaup og rekstur myndar-
legra flutningaskipa heyrði undir
brask, enda væri Islendingum höf-
uðnauðsyn nú sem fyrr að annast
sjálfir sínar siglingar.
Lán þetta skerti í engu útlán
hér eystra, þar sem velunnarar
skipafélagsins syðra hefðu lagt
inn í útibúið jafnháa upphæð, er
stæði þar a. m. k. svo lengi sem
lánið væri ekki greitt.
Tryggingar bankans væru al-
gerlega öruggar. Og hagnaður
útibúsins vegna mismunar innláns
og útláns vaxta væri vitanlega þó
nokkur.
Hér væii því um ekkert að sak-
ast.
Halldór ræddi einnig nokkuð
um starfsemi útibúsins almennt.
Það hefði verið illa fyrir því spáð
af mörgum ráðamönnum og talið,
að rekstur þess yrði þungur
baggi á aðalbankanum. En rekstr-
arhalli þess hefði þegar í upphafi
orðið minni en búizt hefði verið
við. Og sl. ár hefði enginn halli
verið á rekstri þess.
Fjármagn til útlána væri miklu
minna en vera þyrfti. Þó hefði
verulegt magn sparifjár verið
lagt í útibúið af aðilum utan að-
alviðskiptasvæðisins og hefði orð-
ið að því verulegur stuðningur.
Halldór kvaðst þakklátur fund-
inum fyrir tækifærið til að skýra
þessi mál og leiðrétta misskilning
þann er gætt hefði í sambandi við
þau.
—o—
I fundarlok voru tillögur born-
ar undir atkvæði, en aðeins félag-
ar Bændafélagsins taka þátt í at-
kvæðagreiðslum.
Egilsstöðum, 31. jan. — ME.
Einmuna tíð-
arfar hefur ver-
ið á Héraði það
sem af er vetri,
ef frá er skilið
ku’dakastið sein-
ast í október.
Hafa bændur
getað sparað hey
við sauðfé með kjarnfóðurgjöf.
Einnig hefur verið hægt að vinna
að húsbygging; m næstum eins og
hásumar væri og komið sér vel,
en eins og kunnugt er, eru mjög
mörg hús í byggingu hér í kaup-
túninu.
svona gerum við, þegar við þvoum okkar þvott...
Þvottadagurinn er léttari fyrir konuna og léttari fyrir börnin ef
PERLU þvottaduft er notað.
PERLA þvaer betur og þvær fljótar. PERLA fer samt vel með
hendurnar og er drjúgt og ódýrt þvottaefni í notkun.
LÁTIÐ PERLU LÉTTA STÖRFIN CSÍP^D
Tillögur undirbúningsnefndar
voru allar samþykktar í einu
hljóði. En tillögu Péturs Jónsson-
ar var vísað frá með 2 mótat-
kvæðum.
Lauk svo fundinum á því, að
sett var nefnd til að undirbúa mál
fyrir næsta umræðufund.
Nú um þorrakomuna hafa menn
komið saman til að skemmta sér
á samkomum, sem nefndar eru
þorrablót. Eru það eins konar
árshátíðir hvers byggðarlags og
sækir þær fjöldi fólks. Sérstak-
lega eru þetta hátíðir fyrir eldra
fólk, sem annars fer ekki á
skemmtanir aðrar en þessar, og
má segja, að það sem þarna fer
fram, sé meira miðað við smekk
og þarfir þessa fólks fremur en
hins yngra, sem úr meiru hefur
að velja.
Félagslíf er alltaf dauft hér. Þó
er hér starfandi taflfélag og
koma menn saman einu sinni í
viku og tefla í barnaskólanum sem
lánaður er endurgjaldslaust og
eiga forráðamenn skólans þakkir
skildar fyrir það. Skákáhugi mun
talsverður og sem dæmi sækja
þessar æfingar menn utan úr
Eiðaþinghá.
Msiimtalsþátiur
Beruneshreppur:
Við manntalið 1703 voru 20
heimili í Beruneshreppi og mann-
fjöldi 147. Á þessari öld hefur
íbúatala hreppsins verið þessi:
Árið 1910 182 íbúar
— 1920 195 —
— 1930 152 —
— 1940 147 —
— 1950 140 —
— 1960 147 —
G eithellnalireppur:
Geithellnahreppi var skipt 1940
í Búlandshrepp og Gelthel'na-
hrepp. Árið 1703 voru í Álfta-
fjarðarhreppi 36 heimili og 212
menn.
Á þessari öld hefur íbúata an
verið þessi:
Álf taf jarðarhreppur:
Árið 1910 358 íbúar
— 1920 419 —
— 1930 434 —
Búlandshreppur:
Árið 1940 270 íbúar
— 1950 309 —
— 1960 302 —
Geithellnahreppur:
Árið 1940 158 íbúar
— 1950 117 —
— 1960 120 —