Austri - 12.02.1964, Qupperneq 4
4
AUSTRI
Neskaupstað, 12. febrúar 1964.
Páll Þorsteinsson:
Vegalögin
— FYRRI HLUTI —
Samgöngumálin eru mjög mik-
ilvæg fyrir atvinnulíf hverrar
byggðar og aðstöðu í þjóðfélag-
inu. Á hinn bóginn er kostnaðar-
samt að leggja góða vegi um
land, sem er stórt í hlutfalli við
fólksfjölda. Þess vegna hefur ver-
ið talið óhjákvæmilegt að leggja
nokkur gjöld á farartækin og
eldsneyti þeirra til að standa
straum af kostnaði við vega- og
brúargerðir, enda mun það tiðk-
ast meðal flestra þjó$a.
Breyting með „viðreisninni“
Eftir að hinar nýju álögur, sem
lögleiddar voru með „viðreisn-
inni“, komu til, þá varð sú breyt-
ing á, að tekjur ríkisins af um-
ferðinni námu miklu hærri fjár-
hæð en framlög til vega og brúa,
svo að þær runnu raunverulega
að nokkru leyti til almennra þarfa
rík'sins. Á sama tíma jókst um-
ferðin geysilega með fjölgun bif-
reiða jafnframt því, að þær
stækkuðu og þyngdust. Var þá
auðsætt að hverju stefndi í vega-
málum.,
Frumvarp um vega- og
brúarsjóð
Á Alþingi veturinn 1960—1961
fluttu nokkrir þingmenn Fram-
sóknarflokksins frumvarp um
vega- og brúarsjóð. Var þar lagt
til, að benzínskattur og gjöld af
bifreiðum yrðu látin renna í sér-
stakan sjóð og því fé eingöngu
varið til nýbygginga vega og
brúa. Hins vegar skyldu tolltekj-
ur af bifreiðum renna beint í rík-
issjóð, en hann greiða þar á móti
kostnað af vegaviðhaldi.
Stjórnarfiokkarnir komu í veg
fyrir að frumvarp þetta yrði lög-
fest, en samþykktu þingsályktun
um að fela ráðherra að skipa
nefnd til að endurskoða vegalög-
in. I því sambandi fengust stjórn-
arflokkarnir ekki til að fallast á
það, að nefnd þessi yrði þing-
kjörin og að fulltrúuim allra
þingflokka gæfist kostur á að
fjalla um málið, heldur felldu til-
lögu þess efnis.
Nokkru eftir þinglok vorið
1961 skipaði samgöngumálaráð-
herra fimm manna nefnd sam-
kvæmt ályktun Alþingis. 1 hana
voru skipaðir ráðuneytisstjórinn í
samgöngumálaráðuneytinu, vega-
málastjóri, einn verkfræðingur og
tveir alþlngismenn, sinn úr hvor-
uim stjórnarflokki. Málið var síð-
an rúm tvö ár í athugun á veg-
um nefndarinnar og ráðuneytis-
ins.
Vegalagafrumivarpið
I fyrstu viku desembermánaðar
lagði ríkisstjórnin fyrir Alþingi
frumvarp til vegalaga, er fól í sér
gagngerar breytingar frá eldri
vegalögum. Þær helztu voru þess-
ar:
Allir vegir skyldu flokkaðir í
þjóðvegi, sýsluvegi, fjallvegi og
einkavegi, en hreppavegir lagðir
niður. ' ' ' 1---
Þjóðvegum skyldi skipt njóra
flokka, hraðbraut A, hraðbraut
B, þjóðbraut og landsbraut, og
fer sú skipting eftir umferðinni
og gerð vega.
Skipting milli þjóðvega og
sýsluvega skyldi fara eftir al-
mennum reglum og vissuim skil-
yrðum, en heiti hvers þjóðvegar
og takmörk ekki lengur ákveðin
í lögum.
Gerð skyldi áætlun um vega-
og brúargerðir til 5 ára í senn,
en ekki teknar í fjárlög sundur-
liðaðar fjárveitingar til þessara
framkvæmda.
Samkvæmt hinni almennu reglu
skyldu allmargir vegakaflar víðs-
vegár, seim verið hafa þjóðvegir,
falla úr þjóðvegakerfinu eða sam-
tals 654 km, en ýmsir vegir á
öðrum stöðum verða þjóðvegir,
alls 793 km, svo að þjóðvega-
kerfið í heild átti að lengjast
samkv. "'■umvarpinu um 139 km.
Benzínskattur og gjöld af bif-
reiðum skyldi hækkuð verulega og
fé til vega- og brúargerða aukið
að sama skapi.
Lagt var til, að um 11% af
fjárframlögum til vegamála rynni
til aðalvega í kaupstöðum og
kauptúnum.
Sýsluvegir yrðu efldir með
auknum framlögum frá ríki og
héruðum.
Hvernig átti hlutur Austur-
lands að verða?
Samkvæmt vegalagafrumvarp-
inu átti að fella úr þjóðvegatölu
allmarga vegakafla og bæta nýj-
um við á öðrum stöðuim.
I Austurlandskjördæmi áttu
breytingarnar að verða þannig:
Niður felld, þ. e. stytting þjóð-
vega:
I Norður-Múlasýslu:
Hafnarvegur, Bakkaf. 3 km
Strandhafnarvegur 9 —
Jökuldalsvegur 12 —
Hróarstunguv. nyrðri 5 —
Seyðisfjarðarvegur syðri 6.1 —
Hólalandsvegur í Borgarf. 2.5 —
Skóga- og Fljótsdalsvegur 1 —
I Suður-Múlasýslu:
Hólavegur í Norðfirði 3.9 —
Viðfjarðarvegur 7 —
Vaðlavíkurvegur 2.7 —
Skriðdalsvegur 6.4 —
Fáskrúðsfjarðarvegur 16 —
Dalavegur í Fáskrúðsf. 2.3 —
Norðurdalsvegur 5 —
Breiðdalsvegur nyrðri 7.2 —
I Austur-Skaftafellssýslu:
Hvalnesvegur 6.6 —
Bæjarvegur 12 —
Hornsvegur 5.9 —
Innnesja-, Mýra- og Mela
tangavegir 46.2 —
Við bætt, þ. e. lenging þjóð-
vega:
I Norður-Múlasýslu:
Sunnudalsvegur 1.2 km
Fjallabæjavegur 6.5 —•
Vegurinn hjá Hólmatungu
og Árteigi 15 —
Steinsvaðsvegur 6.7 —
Húsavíkurvegur 36 —
í Suður-Múlasýslu:
Fjallabæjavegur 10 —
Suðurdasvegur 5 —
Axarvegur 20 —
I Austur-Skaftafellssýslu:
Vegur í Djúpavogi 1 —
Suðurlandsvegur 10 —
Hafnarvegur 4.5 —
Óslandsvegur 0.5 —
Flateyjarvegur 3 —
Samningarnir
Þegar frumvarpið kom til af-
greiðslu á Alþingi, varð stjórn-
arandstæðingum, sem höfðu ekki
getað fjallað um imálið fyrr,
vandi á höndum. Ríkisstjórnin
vildi knýja málið fram á þrem
vikum. Frumvarpið var yfirgrips-
mikið með ýmsum nýmælum,, m.
a. lagt til að bæta við nýjum
álögum. Hins vegar blasir sú stað-
reynd við allra augum, að vega-
Síðastliðið laugardagskvöld var
haldinn á Egilsstöðum stofnfund-
ur Félags ungra Framsóknar-
manna á Fljótsdalshéraði, en það
nær auk Héraðsins einnig yfir
Borgarfjarðarhrepp.
Gunnar Guttormsson á Litla-
Bakka, formaður undirbúnings-
nefndar setti fundinn, en fundar-
stjóri var kjörinn Sveinn Guð-
mundsson, Egilsstöðum.
Stofnendur félagsins reyndust
alls 178.
Form. var kjörinn Magnús Ein-
arsson, skrifst.stj. Egilsstöðum og
auk hans í stjórn: Sveinn Guð-
mundsson, bankafulltrúi, Egils-
stöðum, Gunnar Guttormsson,
skólastjóri, Litla-Bakka, Jón
Kristjánsson, verzlunarmaður, Eg-
ilsstöðum og Kristján W. Magn-
ússon, skrifstofumaður, Egils-
stöðum.
í varastjórn voru kjörnir:
Guðmundur Benediktsson, flug-
afgreiðslumaður, Egilsstöðum,
Pálmi Stefánsson, verzlunarmað-
ur, Egilsstöðum og Ásgrímur Ingi
Jónsson, sjómaður, Borgarfirði.
Fulltrúaráð félagsins er skipað
einum fulltrúa úr hverjum hreppi.
I það voru kjörnir: Hrafnkell
Björgvinsson, Víðivöllum, Fljóts-
dal, Bragi Hallgrímsson, Holti,
Fellahreppi, Þórður Sigvaldsson,
Hákonarstöðum, Jökuldal, Svavar
Bjönxsson, SJeðbrjótsseli, Jökuls-
Páll Þorsteinsson.
kerfið þarf víða bráðra og stór-
felldra endurbóta og enn eru
margar ár óbrúaðar.
Framsóknarflokkurinn gekkst
þá fyrir því að leita samninga
milli flokkanna á þeim grundvelli
að greiða fyrir afgreiðslu máls-
ins, ef gerðar yrðu á frumvarp-
inu verulegar breytingar.
Því var vel tekið og síðan setzt
að samnlngaborði og nefndavinnu,
unz frumvarpið var lögfest rétt
fyrir jólin,
Framsóknarmenn lögðu áherzlu
á, að sníða af frumvarpinu ýmsa
galla, er þeir töldu augljósa.
Samgöngumálaráðherra, stuðn-
ingsmenn hans í samgönguimála-
Framh. á 7. síðu.
árhlíð, Hermann Eiríksson, Bót,
Hróarstungu, Kjartan Runólfsson,
Þorvaldsstöðum, Skriðdal, Jón
Bergsson, Ketilsstöðum, Valla-
hreppi, Guðmundur Benediktsson,
Egilsstöðum, Ásmundur Þórhalls-
son, Ormsstöðum, Eiðaþinghá,
Valur Þorsteinsson, Sandbrekku,
Hjaltastaðaþinghá og Ásgrímur
Ingi Jónsson, Borgarfirði.
Á fundinum kom fram mikill
áhugi og tillögur um framtíðar-
starfsemi af ýmsu tagi.
Að fundi loknum var dansað
til klukkan tvö eftir miðnætti.
Á sunnudag var haldinn stofn-
fundur Félags ungra Framsókn-
armanna á Eskifirði.
Fundarstjóri á stofnfundinum
var Gunnar Hjaltason. Stofnend-
ur félagsins voru um 30. 1 félags-
stjórn voru kjörnir:
Hilmar Thorarensen, bankarit-
ari, formaður, og meðstjórnendur:
Gunnar Hjaltason, bókari, S.igmar
Hjelm, verkamaður, Júlíus Ingv-
arsson, bankaritari og Hákon Sóf-
usson, verkamaður.
Varastjórn skipa:
Guðjón Hjaltason, bifreiðarstj.,
og Ríkharður Einarsson, iðnnemi.
Erindreki frá Sambandi ungra
Framsóknarmanna hefur verið
staddur hér eystra að undanförnu
og aðstoðað við félagsstofnanirn-
ar.
Tvö félög ungra Framsóknar
manna stofnuð um helgina