Austri - 12.02.1964, Blaðsíða 5

Austri - 12.02.1964, Blaðsíða 5
Neskaupstað, 12. febrúar 1964. AUSTRI S Deili um aura bæjarbúa „Hann á skilið heiður þann, að heita stórisannleikur". Þar sk'.lur á milli þeirra nafn- anna, að annar notaði tómstundir sínar til að segja frægðar- og undrasögur af sjálfur sér, það mergjaðar, að ótrúlegar þóttu. Fékk hann því viðurnefnið vel- lygni. Hinn hefur það fyrir tóm- stundaiðju að hagræða sannleik- anum um nágrannana, með sinni viðurkenndu leikni og háttvísi. Þetta „hobbý“ sitt hefur hann stundað um fjölda ára og lagt við það sérstaka rækt. Hann hefur því staðgóða reynslu í þessum efnum. Það er því sanngjarnt og raunar sjálfsagt að hann hljóti viðurnefni það, sem um getur í vísuhelmingnum hér að ofan. Þetta virðist ennþá sjálfsagðara, þegar haft er í huga hversu ríf- legar tómstundir bæjarstjórinn hefur til að sinna þessu aðalhugð- arefni sínu, og hversu afkasta- mikill hann er á þessu sviði. Það er orðið nokkuð langt síð- an ég hef orðið þess heiðurs að- njótandi að Bjarni léti sannleiks- ljós sitt skína yfir mér utan bæj- arstjórnarfunda. Einhverri glætu reyndi hann þó að miðla fólki fyr- ir síðustu bæjarstjórnarkosningar um það, að ég væri allt í senn, montinn, heimskur og illa talandi. Þetta eru náttúrlega mjög sterk rök og sæma ákaflega vel jafn skarpgáfuðum spekingi og sann- leiksleitandi sál, sem Bjarni er. I Austurlandi 24. jan. sl. detta svo nokkur sannleikskorn frá bæjarstjóranum um okkur full- trúa Framsóknarflokksins í bæj- arstjórninni. Þetta er nú aðeins smá sýnishorn af „hobbýi“ bæj- arstjórans. Bjarni hefur ákaflega sterka þörf fyrir að fá útrás á þennan hátt. Hann er því ekki seinn á sér, ef einhver í bæjar- stjórn vogar sér að hafa aðra skoðun en hann, að miðla bæjar- búum og fleirum, sínum stóra sannieika um viðkomandi aðila og málefnin, sem hann gerist svo djarfur að bera fram. Ekkert er bæjarstjóranum kærkomnara en ef hann getur fengið einhvern, sem leggur stund á svipaða tóm- stundaiðju og hann sjálfur, til að þreyta við sig listina og þá helzt með sama fágaða orðbragðinu og stílnum sem hann temur sér sjálf- ur. Það eitt virðir hann. Ég skal fúslega játa smæð mína í þessum efnum. Má vera, að bæjarstjóranum sé einhver fróun í því. Ég hef frá barnsaldri verið sjó- maður, en sjómenn hafa að jafn- aði ekki tíma til slíkra tómstunda- iðkana, sem hér hefur verið minnzt á. Síðustu tvö ár hef ég verið verkamaður. Eins og nú er komið þeirra málum, hafa þeir lítinn tíma aflögu til að æfa eftir- lætislist Bjarna Þórðarsonar, enda ekki nema sára fáir, sem löngun hafa til slíkra verka. Ég geri því ráð fyrir, að Bjarni verði að láta sér nægja þá ánægju, sem hann segir að ég veiti sér svo ríflega á bæjarstjórnarfundum. Um gengi Framsóknarflokksins í sambandi við setu mína í bæj- arstjórn, vil ég segja það, að sé það skilyrði fyrir því að vera nýt- ur bæjarfulltrúi og að öðru leyti góður borgari, að geta afkastað sem mestu af álíka skrifum og orðbragði og bæjarstjórinn temur sér, eða geta hagrætt sannleikan- um svipað og gert er í Austur- landi 24. jan. sl. út af breytingar- tillögum okkar Framsóknarmanna í bæjarstjórn við fjárhagsáætlun- ina 1964, þá viðurkenni ég fús- lega, að það skilyrði hvorki get ég eða kæri mig um að uppfylla. Breytingatillögurnar Við lögðum til, að fimm þús. kr. styrkur til íþróttafélagsins Þróttar yrði felldur niður. Við teljum, að félagsskapur, sem í mörg ár hefur ekki haldið fundi, þar af leiðandi ekki kosið stjórn, ekki innheimt árgjöld og ekkert starfað að íþróttum, sé dauður og því hlálegt að hann sé styrkþegi hjá bæjarfélaginu. Og þegar eng- inn fyrirsvarsmaður finnst innan bæjarfélagsins til að greiða t. d. brunabótagjald eða inna af hönd- um aðrar kvaðir fyrir þann fé- lagsskap sem hér um ræðir, þá er ég ekki í neinum vafa um, að lögspekingar yrðu á einu máli um það, að þessi félagsskapur væri ekki til. Síðan þessi breytingartillaga var á dagskrá hefur það gerzt, að auglýstur hefur verið og hald- inn fundur í Þrótti. Það er ekki að efa, að breytingartillaga okkar Hauks og umræðurnar sem um hana urðu, hafa orðið til þess, að ungir áheyrendur úr kennaraliði bæjarins, sem á bæjarstjórnar- fundinum voru, hafa tekið sig til og hyggjast reyna að endurvekja Þrótt. Enda ekki fjarri sanni, að þeim, sem gert hafa að atvinnu sinni að uppfræða og uppala að nokkru leyti æsku þessa bæjar, standi næst að hafa forgöngu um íþróttir og líkamsmennt hennar, þó að þeim sjálfsagt beri engin skylda til þess. Takist þeim að koma lífi í félagið og íþróttimar í bænurn, þá er það meira en fimm þús. kr. virði. Þá mun ekki standa á flutningsmönnum um- ræddrar tillögu að greiða atkvæði með helmingi hærra framlagi. Við lögðum til, að fellt yrði niður 20 þús. kr. framlag til Menningarnefndar. Menningar- nefnd var kosin fyrir allmörgum áruim. Hún hefur haft 20 þús. kr. framlag úr bæjarsjóði á ári. Ein- hvern tíma var hér málverkasýn- ing fyrir hennar tilstilli. Tvö mál- verk hanga á skrifstofunni hjá bæjarstjóranum. Mér finnst nú ekki, að þau hafi sérstakt. menn- ingargildi. Eitt málverk hangir í Sparisjóðnum, stórt og sjálfsagt mikið listaverk. Nokkrir listunn- endur í bænum gáfu hluta af and- virði þess, hinn hlutann fékk nefndin lánaðan í Sparisjóðnum og hefur hann ekki verið borgað- ur enn. Annað hef ég ekki orðið var við að Menningarnefndin af- rekaði og undanfarin ár hefur hennar ekki orðið vart nema á fjárhagsáætlun bæjarins. Við lögðum til, að 400 þús. kr. framlag til féiagsheimilisins yrði lækkað í 250 þús. Okkur virðist, að þrátt fyrir nálega hálfrar milljón króna framlag úr bæjar- sjóði á ári auk skemmtanaskatts- ins og framlags annarra félaga, sem hlut eiga að félagsheimilinu, hafi félags- og skemmtanalífi bæj- arins farið hnignandi. Við álítum alveg óhætt að hvíla sig að mestu um sinn hvað það atriði snertir. Það er ekki vegna aðstöðuleysis sem skemmtana- og félagslíf er í svo miklum öldudal, sem raun ber vitni. Hér hefur þróazt blómlegt félagslíf með tiiheyrandi skemmt- unum við næstum engar aðstæð- ur. Það er ýmislegt annað, sem þar kemur til greina og væri vel þess virði að ræða það, en í þetta sinn er ekki rúm til þess. Við lögðum til að framlag til barnaheimilis hækkaði um 30 þús. kr. Bjarni segir, að við séum á móti öllu sem heyrir undir menn- ingarmál. Að hans dómi heyrir barnaheimili þá ekki undir menn- ingarmál. Þegar fjárhagsáætlunin kom frá bæjarstjóra til fyrri umræðu, var þar ekki áætlaður einn eyrir til hafnargerðarinnar, sem byrjað var á síðastliðið sumar. Bæjar- stjórinn sagði um það atriði í framsöguræðu sinni um áætlun- ina, að óhætt væri að hvíla sig í þeim efnum. Sem sagt, að hans dómi liggur ekkert á að koma upp einhverju afdrepi fyrir bát- ana. Slíkt heyrir til ómenningar og sæmir ekki nema Framsóknar- mönnum að berjast fyrir slíku. Við lögðum til, að inn í fjárhags- áætlunina yrði fellt 500 þús. kr. framlag til að geta haldið áfram með höfnina. Við teljum, að á næstu árum eigi að beina stórum hluta þess fjármagns, sem ætlað er til framkvæmda árlega, til að Ijúka við bátahöfnina. Við álít- um, að margt annað, sem talizt getur nauðsynlegt, svo sem að ljúka við félagsheimilið, byggja íþróttahöll, jafnvel nema bráð- nauðsynlegustu vinnuvélar o. f 1., eigi að bíða, höfnin eigi að koma fyrst. Við búum við hafnleysu. Okkur er lífsspursmál að bæta úr því eftir föngum. Eins og allir vita, þá stendur eða fellur þetta bæjarfélag með sjósókn og út- gerð, bæði efnahagslega og menn- ingarlega. Það á því að vera númer eitt að búa svo að hafnar- málum, að það standi ekki útgerð og sjósókn fyrir þrifum. Það, sem deilt var um á bæjar- stjórnarfundinum var það, hvort beina ætti verulegu fjármagni á næstu árum til að ljúka við fé- lagsheim'lið og byggja íþróttahöll, sem áætlað er í dag að kosti 10 miiljónir, eða verja þessu fé til að halda áfram með höfnina. Við Framsóknarmennirnir í bæjar- stjórn viljum það síðartalda og það er það, sem Bjarni kallar að vcra á móti öllum menningarmál- um. —o— Ég ætla mér ekki að reyna að fá Bjarna Þórðarson eða aðra kommúnista til að trúa einu eða neinu. Það hafa færari menn en ég reynt og gefizt upp. En Bjarni er búinn að berjast við það í ára- tugi með ýmsum aðferðum að fá menn til að trúa því að allar þær milljónir, sem flúið hafa vestur fyrir Oder og austur yfir Kyrra- haf og lagt við það líf sitt í hættu, og allar þær þúsundir sem drepnar hafa verið við þær flótta- tilraunir, séu heilaspuni líkra manna og ég er. Það er rétt hjá Bjarna, það eru sömu orsakirnar, sem valda flóttanum vestur fyrir Oder og flóttanum frá Neskaupstað. Hann getur eitt einhverju af tómstund- um sínum til að hugleiða hverjar þær orsakir eru. Sigurjón Ingvarsson. Ríkisframlög til skólabygginga Samkvæmt fjárlögum fyrir ár- ið 1964 eru framlög til skóla- bygginga í Austurlandskjördæmi sem hér segir, talið í þús. kr.: Til bygginga barnaskóla: Vopnafjörður 1. áf. 540.625 Eiðar 107.312 Egilsstaðir 250.000 Hallormsstaður 1.601.953 Reyðarfjörður 355.173 Stöðvarfjörður 400.000 Nesjaskóli 550.000 Höfn í Hornafirði 83.333 Til skólastjórabústaða: Vopnafjörður 140.000 Seyðisfjörður 137.812 Skjöldólfsstaðir 100.000 Egilsstaðir 150.000 Eskifjörður 60.000 Búðir í Fáskrúðsfirði 154.218 Til leikfimishúsa: Seyðisfjörður 129.307 Neskaupstaður 300.000 Til byggingar gagnfræða- og héraðsskóla: Neskaupstaður 358.258 Eiðar 1. áf. 1.525.000 Eiðar 2. áf. 1.525.000 Til byggingar húsmæðraskóla: Hallormsstaður 50.000 Hallormsst. (1. gr. af 5) 200.000

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.