Austri - 12.02.1964, Qupperneq 7

Austri - 12.02.1964, Qupperneq 7
Neskaupstað, 12. febrúar 1964. AUSTRI 7 Ályktanir bændaíundar í Austur-Skaítaíellssýslu Brúargerðir 1. Fulltrúafundur bænda í Austur-Skaftafellssýslu, haldinn að Hroilaugsstöðum dagana 16. og 17. nóvember 1963, lýsir ánægju yfir því, að fyrirhugað er af hálfu vegamálastjórnarinn- ar, að Steinavötn verði brúuð næsta sumar. Fundurinn treystir því, að ekki bregðist að brúar- smíðinni og fyrirhleðslum í sam- bandi við brúna verði að fullu iokið á næsta ári. 2. Fundurinn leggur ríka á- herzlu á að Kotá í Öræfum verði brúuð á næsta ári. 3. Fundurinn bendir á, að hag- kvæmt væri, með tiliiti til efnis- flutninga og vinnu, að Kotá og Svínafelisá yrðu brúaðar um sama leyti og af sama vinnu- flokki og hann væntir þess, að athugað verði til hlítar hvort þess er nokkur kostur að afla nægi.egs fjár til þess að brúa Svínafellsá á sama ári og Kotá. 4. Fundurinn leggur ríka á- herzlu á, að áætlunargerð, teikn- ingum og öðrum undirbúningi a j brú á Jökulsá á Breiðamerkur- sandi verði hraðað og að hafizt verði handa um smíði þeirrar brúar, eigi síðar en á árinu 1965. Fundurinn bendir á, að með brú á Jökulsá tengist vegakerfi Austur-Skaftafellssýslu saman í eina heild og að akvegarsamband landsins yrði þá samfellt að Skeiðaráisandi. 5. Fundurinn ítrekar svofellda úlyktun frá síðasta bændafundi; Þar sem brúin á Laxá í Nesjum er svo veikbyggð og mjó, að ekki er hægt að fara yfir hana með stórar jarðýtuvélar, þá leggur fundurinn áherzlu á að sú brú verði endurbyggð innan skamms. 6. Fundurinn minnir á, enn sem fyrr, að í miklum vatnavöxt- um kemst vatnsmagn Kolgrímu alls ekki undir brúna, svo af því leiðir, að áin brýtur við og við skörð í veginn vestan brúarinnar og að biúin sjálf hefur laskazt. Þess vegna telur fundurinn brýna nauðsyn bera til, að byggð verði ný brú á Kolgrímu, eða brúin sem nú er þar endurbætt og stækkuð. 7. Fundurinn bendir á, að brú- in á Holtakíl í Mýrahreppi er tré- brú sem bráðlega þarf að endur- bæta og stækka, þar eð vatns- magn árinnar rúmast ekki undir brúnni í miklum vatnavöxtum. 8. Fundurinn vekur athygli á, að Hrútá er svo mikill farartálmi að hún getur hindrað ferðir bif- reiða yfir Breiðamerkursand og hann telur nauðsyn bera til, að hún verði brúuð innan skamms og eigi síðar en jafnhliða Jök- ulsá. Vegag-erðir 1. Fundurinn væntir þess, að lagningu vega í Austur-Skafta- feilssýsiu verði hraðað eftir því, sem kostur er á, og fé til vega- viðha.ds aukið, frá því sem ver- ið heiur. Fundurinn leggur á- herziu á, að fullgeröir verði sem fyrst þessir vegakaflar: Frá Laxá vestur fyrir Brunná í Lóni. Frá Viðborðshraunum að brúnni á Hoitakíl á Mýrum. Frá Hestgerði austur fyrir Tröliaskörð í Suðursveit. Fundurinn vekur ennfremur athygli á, að naðsyn bei til, að gera sem fyrst umbætur i Hval- nesvegi í Lóni og Skaftafellsvegi í Öræfum. 2. Fundurinn ítrekar svofellda ályktun frá tveimur síðustu bændafundum Austur-Skaftfell- inga; „Þar sem ekki var ráðin bót á samgönguörðugleikum við bæinn Svínafell í Nesjum með brúnni á Hornafjarðarfijótum, beinir fund- uiinn því til vegamálastjórnarinn- ar, að hlutast til um að athugað verði til hlýtar hvernig hagkvæm- ast er aö tryggja öruggt vega- samband frá Svínafelli að þjóð- veginum“. Ennfremur verði tekin til at- hugunar eftirtalin verkefni: Að bæta úr samgönguerfiðleik- um við bæinn Setberg í Nesjum, með brúargerð á Grjótá og vegagerð í sambandi við hana. Að tryggja betur en nú er samgöngur við bæinn Holtasel á Mýrum vegna Djúpár, sem á ýms- um tímum er ill yfirferðar eða ófær. i 3. Fundurinn lýsir ánægju yf- ir því, að á þessu ári var gerð tilraun með vatnadreka á Skeið- arársandi og telur að árangur hafi orðið góður af þessari fyrstu tilraun til samgöngubóta á þenn- an hátt. Fundurinn leggur áherzlu á, að haldið verði áfram á sömu braut, þannig, að á næsta sumri verði teknar upp skipulegar ferð- ir á vatnadrekum yfir Skeiðar- ársand. 4. Fundurinn ítrekar fyrri á- lyktanir bændafunda um veg yfir Öxi og minnir á, að sá vegur styttir leið til Fljótsdalshéraðs um 60—70 kílómetra. í því sam- bandi vill fundurinn vekja at- hygli vegamálastjórnarinnar á því, að allt efni til þeirra :mann- virkja, sem unnið hefur verið að síðastliðið sumar við Ódáðavötn á vegum Rafmagnsveitna ríkisins, hefur verið flutt um þennan ófull- gerða veg, sem að mestu leyti hefur verið komið upp fyrir at- beina áhugamanna, svo sú vega- gerð hefur verið eyðilögð. Telur fundurinn ilistætt á því fyrir rík- ísvaldið, ef það sér sér ekki fært að leggja fram þegar á næsta ári, nægiiegt fjármagn til endurbóta á því sem aflaga hefur farið vegna aðgerða ríkisstofnana og þar að auki til undirbyggingar nokkuis hluta framtíðarvegar á þessum stað. Fyrirhleðsla vatna 1. Fundurinn telur brýna nauð- syn bera til að gerð verði fyrir- hleðsla við Stigaá í Öræfum, til að koma í veg fyrir skemmdir á nytjalandi Hhappavalla og fyrir- hleðslugarðar verði þannig lagðir að sem stærst land verði friðað fyrir ágangi árinnar. 2. Fundurinn bendir á, að Djúpá í Mýrahreppi veldur land- broti á túni jarðarinnar Holtasel og telur nauðsyniegt að sem fyrst verði gerð fyrirhleðsla við ána, til verndar túni og öðru nytja- landi jarðarinnar. 3. Fundurinn ítrekar ályktanir fyrri bændafunda um nauðsyn þess að gerð verði fyrirhleðsla vestan megin Jökulsár í Lóni um hér um bil 500 metra eða hlaða samsvarandi garð neðar á sand- inum til þess að koma í veg fyr- ir að Jökulsá grafi sér farveg að nýju austur á graslendið í grennd við Byggðarholt. Fundurinn vænt- ir þess að þetta verði fram- kvæmt innan skamms. 5. Fundurinn beinir enn að nýju þeim eindregnu tilmælum til vegamálastjórnarinnar að á næsta ári verði gerðar nákvæm- ar athuganir á þessum verkefn- um: 1. Á möguleikum á fyrirhleðslum beggja megin Hornafjarðar- fljóts sunnan brúarinnar með sérstöku tilliti til landgræðslu og landvarna' á þeim svæðum. Þá sé sérstaklega athugað um garð frá Stapasandi í Skógey. 2. Nauðsyn á fyrirhleðslum við Hólmsá á Mýrum sunnan brú- arinnar til varnar gróðurlendi. 3. Á möguleikum á því, að gera fyrirhleðslu við Kolgrímu sunnan við brúna til þess að koma í veg fyrir landbrot. 4. Á skilyrðum1 til þess að auka að miklum mun með fyrir- hleðslum gróðurlendi í grennd við Kotá í Öræfum. Flugmál Fulltrúafundur bænda í Aust- ur-Skaftafellssýslu, haldinn að Hrollaugsstöðum í Suðursveit dagana 16. og 17. nóvember 1963, lýsir ánægju yfir þeirri fyr- irætlun flugmálastjórnarinnar, að gerður verði nýr flugvöllur í landi Árnaness í Homafirði, er komi í stað flugvallar á Mela- tanga og þeim framkvæmdum sem þegar hafa verið gerðar þar. Væntir fundurinn þess, að þessu verki verði hraðað. Samgöngur á sjó Fulltrúafundur bænda í Aust- ur-Skaftafellssýslu haldinn að Hrollaugsstöðum í Suðursveit dagana 16. og 17. nóvember 1963, lýsir ánægju sinni yfir því, að strandferðaskipið Herjólfur hef- ur haft viðkomu á Hornafirði hálfsmánaðarlega síðustu mánuði og væntir þess eindregið, að sú samgöngubót, sem við það skap- aðist verði eigi skert. Ennfremur ítrekar fundurinn ályktun frá bændafundi 1962, þess efnis, að hringferðir Herðubreiðar verði tafarlaust felldar niður, en skip- ið snúi við á Norður- eða Norð- austurlandi og hafi viðkomu á öllum höfnum Austfjarða og Hornafirði í hverri ferð. Vegalögin Framhald af 4. síðu. nefndum og embættismenn, er um þetta fjölluðu, héldu með lipurð á sínu máli. Framsóknarmenn freistuðu þess að fá feildan niður kaflann, sem kveður á um nýjar álögur, með skírskotum til mikilla tekna um- fram áætlun og ríflegra greiðslu- afganga hjá ríkissjóði. Þess var ekki kostur að fá samkomulag um það. Stjórnarflokkarnlr höfðu ákveðið hina nýju tekjuöflun til vegamála. Því varð að fallast á þann kafla gegn því að fá sam- þykktar aðrar breytingar. Samn- ingum lauk þannig, að gerðar voru verulegar breytingar á frumvarpinu og eru þær veiga- mestu sem hér greinir: 1. Enginn vegur skal falla úr þjóðvegatölu næstu 5 ár eftir gildistöku laganna, nema nýr vegur hafi komið í stað gaimals, og þannig komið í veg fyrir, að vegakaflar, langir eða skammir, verði fyrirvaralaust felldir úr þjóðvegakerfinu og kostnaður við þá lagður á sýsluvegasjóðina. 2. Hin almenna regla, sem tak- markar þjóðvegi, gerð þrengri en mælt var fyrir um í frumvarp- inu, þannig, að færri vegakaflar og styttri falla úr þjóðvegatölu en orðið hefði samkvæmt frum- varpinu. 3. Vegaáætlun skal gerð til 4 ára í senn, en ekki 5 ára. 4. Vegaáætlun skal endurskoða á tveggja ára fresti. 5. Áhrif Alþingis og aðstaða við gerð vegaáætlunar og skipt- ingu vegafjár tryggð með skýr- ari ákvæðum en voru í frumvarp- inu. P.Þ.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.