Austri


Austri - 29.04.1977, Blaðsíða 1

Austri - 29.04.1977, Blaðsíða 1
Efni í blaðið þarf að berast í síðasta lagi á þrið.judegi eigi það að birtast í sömu viku, auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á miðvikudögum. Góðir gestir HÍSVÍtlir ff Hjdll Sunnudaginn 17. apríl s.l. heim- sótti okkur hingað í Staðarborg karl- akórinn ”Jökull“, úr Hornafirði og hélt hér söngskemtun fyi'ir fullu húsi. Þessi kór samanstendur af mönnum úr öllum hreppum A-Skaftafellssýslu úr öllum stéttum. Söngstjóri kórsins er Sigjón Bjarnason en undirleikari Guðlaug Hestnes. Kórinn var í söng- för um Austfirði. Þessi kór er ungur að árum aðeins 5 ára gamall, en hef- ir náð svo góðum árangri í sínu starfi að til fyrirmyndar verður að teljast. Það er öllum ljóst sem um það hugsa hvað mikið og fórnfúst starf liggur þarna á bak við. Sumir kórfélagar þurfa að sækja æfingar um langa vegu, svo tugum og jafnvel hundruðum kílómetra skiftir, en þeir innheimta ekki daglaun að kveldi í peningalegum skilningi en þess í stað veita þeir samferðafólkinu og sjálf- um sér þá ánægju sem aldrei gleym- ist þeim sem á þá hlýða. Á söng- skránni voru bæði innlend og erlend lög og voru þau að mínum dómi mjög vel flutt, og sum með þeim ágætum að unun var á að hlýða. Ég nefni hér nokkur dæmi. ”Úr útsæ“ lag Páls Isólfssonar. "íslands Eins og öllum er kunnugt sem af- skipti hafa af íþróttamálum, er mik- ill skortur á þjálfurum til starfa, sérstaklega á afskektari stöðum á landinu. Hefur þessi skortur á hæf- um leiðbeinendum verið dragbitur á allt íþróttastarf í landinu og hafa Austfirðingar orðið fyrir barðinu á þessu fyrirbæri sem og aðrir. Til að mæta þessum vanda kom íþróttasamband Íslands á fót þjálf- araskóla og er hugsað að í framtíð- inni verði hann í fjórum stigum, A, B, C og D stig. Námsefni I. stigs er komið út og nefnist Grunnskóli Í.S.Í. fyrir leið- beinendur í íþróttum. Er þetta al- mennt undirstöðunám fyrir allar í- þróttagi-einar og meðal námsgreina í Grunnskólanum má nefna líffæra og lífeðlisfræði, kennslufræði, sálar- fræði, þjálffræði og margt fleira. hrafnistumenn“ lag Inga T. Lárus- sonar. ”Seljadalsrósin“ lag Charles V. Glora, ljóð Friðrik A. Friðriksson. ” Ó Hornafjörður" lag Bjarna Bjarnasonar, ljóð Þorbergur Þor- leifsson, og fl. og fl. Einsöngvararnir fóru mjög vel með sín hlutverk. Sig- finnur Gunnarsson söng einsöng í laginu ”Fjær er hann ennþá“, finnskt þjóðlag og Benedikt Stefánsson bóndi á Hvalnesi í Lóni í lagi Sigfúsar Einarssonar ”Ég man þig“. í söngskrána var prentað að Árni Stefánsson skólastjóri á Höfn, gam- all og góður sveitungi okkar, ætti að syngja einsöng í lagi Inga T. Lárus- sonar ”Átthagaljóð“, en því miður gat ekki orðið af því vegna lasleika hans í hálsi og þótti öllum það mið- ur. Ég vil svo þakka kórnum fyrir komuna hingað og þeirra ágæta söng og veit ég að ég mæli fyrir munn allra sem á þá hlýddu. Ágætu kórfélagar hafið þökk fyrir komuna. Lifið heil. Jóhann A. Pétursson Ásunnarstöðum Breiðdal. Tvö af aðildarfélögum U.Í.A. hafa haldið námsskeið í Grunnskólanum nú í vetur, Umf. Eiðaskóla og íþrótt- afélagið Höttur á Egilsstöðum. Á Eiðum útskrifuðust 16 leiðbeinendur og 6 á Egilsstöðum. Er það vissulega mikið gleðiefni að Austfirðingar era farnir að mennta sína eigin leiðbeinendur í íþróttum og má fullvíst telja að það á eftir að spara margar krónur fyrir fjárvana félög að geta ráðið þjálfara úr röðum eigin félagsmanna. Sá böggull fylgir skammrifi að að- eins eitt sérsamband er tilbúið með B - námsefni, þ.e. Knattspyrnusam- band Íslands (I.stig)L Er vonandi að úr rætist og gefið verði út námsefni í öðrum greinum íþrótta, hið fyrsta. Emil B. Björnsson. Mér virðist mega segja sama um marga okkar ágætu náttúruverndar- menn, a.m.k. þá þeirra, sem mest láta á sér bera. Þessir menn rísa upp önd- verðir, ef til mála kemur að drekkja nokkrum sinustráum, þótt til hags- bóta sé fyrir íbúa landsins, en þeir þegja þunnu hljóði, horfandi upp á hreindýra-hjarðir urga upp heiða- gróður landsins, svo að til auðnar horfir. Seint á 18. öld eða 1787 var nokkr- um hreindýrum frá Noregi, sleppt á land hér á Austurlandi, illu heilli. Sjálfsagt var það gert í þeirri góðu trú að til hagsbóta mætti verða fyr- ir landsmenn, sem óáran hafði þá þjakað á undanförnum árum. Sú varð þó því miður ekki reyndin á, þau hafa aðeins orðið til tjóns. Dýr þessi hafa nú hjarað á Fljóts- dals - og Brúaröræfum í hart nær 200 ár. Lífsbarátta þeirra hefir ætíð verið mjög hörð. í hörðum árum hafa þau nær kolfallið, en hjarnað við og fjölgað nokkuð á milli, er árferði hefir batnað. Nú um skeið hafa stjórnvöld lands- ins tekið að sér að halda dýrastofni þessum við (takmörkuðum fjölda þó). Er gerður út leiðangur árlega til að telja dýrin og síðan er ákveðið hve Óli Valur Hansson garðyrkjuráðu- nautur Búnaðarfélags Íslands ferð- ast um þéttbýlisstaði á Austurlandi frá Vopnafirði til Djúpavogs dag- ana 5. - 15. maí 1977, heldur fundi og ræðir ræktun á trjám og runnum í görðum, sýnir litskyggnur og svar- ar fyrirspumum. Hann mun dvelja um hálfan dag- á hverjum stað og gefst fólki þá kost- ur á að ræða við hann. Ferðum hans verður þannig háttað: Á Vopnafirði þann 5. maí kl. 21.00 mörg skuli drepin og hverjir skuli þar að vinna. Frá þessum ákvæðum má ekki víkja og mega bændur og aðrir, sem fyrir ágangi verða af dýr- um þessum ekki verja eigur sínar fyrir þeim. Má biðja þau góðfúslega að færa sig, en það er undir hælinn lagt, hvort þau gera það eða hvenær. Nú er talið að afréttarlönd víðast hvar á landinu séu ofsetin. Rætt er um að takmarka þurfi fjárfjölda þann, sem á þau er beitt á sumrin bæði með tilliti til gróðursins og af- urða fjárins. Sjálfsagt er þetta rétt, en engum virðist detta í hug að út- rýma af heiðunum hreindýrunum, sem engum eru til nytja. Vil ég ætla að þau eyði þó gróðrinum öllum öðr- um framar, að eldgosum og öskufalli einu undanskyldu. Enginn minnist á að útrýma þessari plágu af landinu og dýrunum alveg. Þau hefðu þó ald- rei átt til landsins að koma. Má segja að betra væri þó seint en aldrei að losna við þau. Mér sýnist það vera verðugt verk- efni fyrir náttúruverndarmenn og dýravini að sameinast nú um að út- rýrna þeim að fullu. Þau hafa meira en nógu lengi fengið að spilla gróðri landsins. E. Þ. á Egilsstöðum þann 6. maí kl. 21.00 á Neskaupstað þann 7. maí kl. 16.00 á Reyðarfirði þann 8. maí kl. 16.00 á Eskifirði þann 9. maí kl. 21.00 á Fáskrúðsf. þann 10. maí kl. 21.00 á Stöðvarf. þann 11. maí kl. 21.00 á Breiðdalsv. þann 12. maí kl. 21.00 á Djúpavogi þann 13. maí kl. 21.00 á Seyðisfirði þann 15. maí kl. 21.00 Fundirnir verða nánar auglýstir á hverjum stað. Grunnshóli Í.S.Í. ií Austurlnndi Find iim dariyrkju

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.