Austri


Austri - 24.02.1978, Blaðsíða 2

Austri - 24.02.1978, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 24. febrúar 1978. Útgefandi: | Kiördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Afgreiðsla og auglýsingar: Margrét Einarsdóttir, sími 97 - 1314. HÉRAÐSPRENT SF. ■ Viðbrögð við efnahagsráðstöfunum Efnaihagsifáðstafanir ríkiisstjórnarinnar eru að vonum efst á baugi um þessar mundir. Umræður um gengisfellinguna sjálfa hafa þó fallið í skuggann hjá deilum um aðrar ráðstafanir einkum þær sem snerta verðbætur launa. Ekki held ég að neinum hafi blandast hugur um að aðgerða var þörf. Því hefur hins vegar verið haldið fram að ytri skilyrði þjóð- arbúsins hafi farið batnandi og aukning þjóðartekna hafi orðið meiri en áætlað var. f þessu sambandi ber að athuga það að búið var að ráðstafa aukningu þjóðartekna og gott betur með þeim launahækkunum sem urðu á síðasta ári. Ef þjóðartekjur hefðu aukist minna en raun varð á hefði ástandið einfaldlega verið enn þá verra. Ymsar stórorðar og öfgafullar yfirlýsingar hafa fallið um þess- ar ráðstafanir. Ég hjó eftir því í yfirlýsingu frá BSRB að launa- fólk væri ekkert betur sett en á fyrri hluta þessarar aldar þegar réttleysi þess var algjört. Ef grannt er skoðað blandast þó engum hugur um að vægilega var farið í sakirnar og reynt að milda ráðstafanirnar gagnvart þeim sem lægst launin hafa. Hins vegar er það staðreynd að út- reikningur vítitöluuppbóta á laun, eins og verið hefur, með pró- sentutölu, eykur launamismuninn til muna og þeir sem hærri laun hafa eru ofan á. Því verður ekki trúað að stefnt verði í stórátök á vinnumarkað- inum vegna þessara ráðstafana. Ég trúi því að launafólk sjái í gegn um stórorðar yfirlýsingar forystumanna sinna og verði sér meðvitandi um kjarna málsins. Markmiðið með þessum aðgerðum er fyrst og fremst að tryggja atvinnuöryggi og rekstrargrundvöll útflutningsatvinnuveganna, án þess að óviðráðanleg verðbólga fylgi í kjölfarið. Ef svo fer að verkfallsátök verða, mætti gjarnan hugleiða þá gagnrýni sem stjórnvöld hafa orðið fyrir á valdatíma þessarar ríkisstjórnar, að beita ekki hörðum aðgerðum í efnahags- málum vegna mikils meirihluta á alþingi. Ef þessar aðgerðir sem eru tiltölulega vægar standast ekki í framkvæmd hvað þá um enn- þá harðari aðgerðir, eins og hefur þurft að beita í ýmsum ná- grannalöndum okkar. Sannieikurinn er sá að enginn árangur næst í viðureigninni við verðbólguna nema það komi við einhvern, og með þeirri aðferð sem nú hefur verið höfð er reynt að fara vægilega í sakirnar. Dæmin fyrir skerðingu vísitölubóta eru næg á undanförnum árum og næg- ir að benda á það að Alþýðubandalagsmenn voru reiðubúnir til að standa að slíkum aðgerðum árið 1974. Ef til vill hefði verið hægt að velta á undan sér vandanum fram yfir kosningar, gera bráðabirgðaaðgerðir í nokkrar vikur til lausn- ar vanda fiskvinnslunnar og láta svo skeika að sköpuðu. Ríkis- stjórnin kaus þá leið að leggja spilin á borðið og leyna ekki þeim vanda sem við er að glíma. Það hefur ekki verið tíðkað síðustu ára- tugina að beita aðhaldsaðgerðum á kosningaári og getur það verið ein af orsökum verðbólguþróunai'innar. Stjómarandstaðan mun auðvitað halda því fram að fara hefði mátt niðurfærsluleið eða verðlækkunarleið. Aðal gallinn á þeim leiðum var sá að þær gerðu ráð fyrir skattlagningu upp á rúmlega fimm miljarða á atvinnuvegina sem verið var að bjarga. Án þeirr- ar skattlagningar er ekki hægt að fara þá leið nema með hrikaleg- um niðurskurði á félagslegri þjónustu og framkvæmdum ríkisins. Því verður ekki trúað að stjórnarandstæðingar séu almennt fylgj- andi slíku. Vorskip kemur á Vopnafjörð Á öldum áður þóttu það gleðifrétt- ir ef vorskip kom á Vopnafjörð. Þess- ari gömlu staðreynd skaut upp í koll minn, eftir að mér bárust nýj- ustu fréttir frá Skipaútgerð ríkisins. Þeim háu herrum datt í hug' að bæta nú skipasamgöngur meðfram strönd- um landsins. Og var það vonum seinna að þeirri hugsun skyti upp. Þeir komust að þeirri augljósu stað- reynd að skipakostur útgerðarinnar væri ófullnægjandi og nauðsynlegt væri að hafa þrjú skip í gangi til að þjóna viðskiptavinunum sem skyldi. Þegar sú staðreynd var ljós, settust þeir við að semja ferðaáætlun fyrir þrjú skip, en hafa ekki nema tvö. Afleiðing: einhverjar hafnir verða útundan með þjónustu, þar til þrjú skip geta séð um flutninga. Og þá er sjálfsagt að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, fækka ferðum til Norðausturlands sem hefur eng- ar aðrar samgöngur en sjóleiðina að vetrarlagi. Ferðum fjölgað annars staðar. Ferðir frá Akureyri til Norð- austurlands felldar niður. Tvisvar á tímabilinu frá í des. 1977til febr. 1978 munu skip Skipaútgerðarinnar koma á Vopnafjörð, þannig virka í reynd tilraunir Skipaútgerðarinnar til bættra samgangna. Mun þess skammt að bíða að við í þessum landshluta verðum að sætta okkur við ferðaáætlun einokunartím- ans og eiga von í vorskip, ef hafís hamlar ekki. Hreppsnefndir á Norðausturlandi munu safa sent harðorð mótmæli gegn þessum áðurnefndu ferðaáætl- unum Skipaútgerðarinnar og er nú forvitnilegt að bíða frétta af afskipt- um samgöngumálaráðuneytis og ráð- herra af málunum. En þingmönnum Nox-ðausturlands er ekki til setunnar boðið að rétta hlut okkar tafarlaust. Ágústa Þorkelsdóttir Refstað. Fundur um skipulagsmál Þriðjudaginn 14. febrúar gekkst hreppsnefnd Egilsstaðahrepps fyrir almennum fundi um skipulagsmál. Á fundinn komu Zóphónías Pálsson skipulagsstjói-i ríkisins og Sigui-ður Thoroddsen arkitekt, en hann hefur haft með höndum skipulagsmál Egils- staðahi-epps hin síðari ár. Fluttu þeir Zóphónías og Sigurður framsöguer- indi og Þórhallur Pálsson arkitekt af hálfu heimamanna. Margt fróðlegt kom fram í máli þeirra og urðu fjörugar umræður að erindum þeirra loknum. Nýlega hefur verið samþykkt skipulag að þjónustumiðbæ á tún- inu norðan Fagradalsbrautar og vest- an Lagaráss. Er gert ráð fyrii-, að þar verði rúm fyrir ýmis verslunar- og þjónustufyrirtæki og léttan þrifa- legan iðnað. Þá var einnig í haust samþykkt skipulag að iðnaðaixhvei-fi sunnan við núverandi byggingar Brúnáss hf. og Ræktunarsambands- ins. Einnig er á núverandi skipulagi gert ráð fyrir iðnaðai-- og þjónustu- fyrirtækjum austan Vallavegar, inn- an við kaupfélagið. Eins og eðlilegt er, eru skoðanir manna nokkuð skiptar um ýmis at- riði skipulagsmála og mjög gagnlegt fyrir þá, sem um þessi mál fjalla, hi-eppsnefnd og starfsmenn skipu- lags ríkisins, að kynnast sjónarmið- um fólksins, fá fram hugmyndir og atsugasemdir, og fjalla um þæi\ Nú- verandi aðalskipulag Egilsstaðakaup- túns er orðið 10 ára gamalt og er orðið aðkallandi að endui-skoða. Þá gefst mönnum tækifæri til þess að koma á framfæri tillögum og ábend- ingum til hreppsnefndar. Frá Skáksambandi Austurl. Svæðismót Austurlands 1978 fer fram á Eskifirði 4. - 5. mai-s —teflt verður í barnaskólanum og hefst tafl- ið kl. 10 f.h. í yngi-i flokki verða tefldar undan- rásir eftir monrad-kerfi laugardag- inn 4. mai-s og úrslit sunnudaginn 5. mars. í eldri flokki verða tefldar 6 um- ferðir eftir mom-ad-kerfi. Skólamót Austui-lands 1978 fer fram á Reyðarfix-ði 20. apríl — teflt verður í skólanum og iiefst taflið kl. 10 f.h. Teflt verður í yngri flokki — 6. b. og yngri og eldri flokki — 7. b. og eldri. Sveitakeppni Austurlands 1978 fer fi-am á Neskaupstað 13. - 14. maí. Laugardaginn 25. febrúar n.k. tefl- ir tékkneski stói-meistarinn Hort fjöltefli í Valaskjálf og hefst það kl. 14.00. Væntanlegir þátttakendur hafi með sér töfl. J. K.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.