Austri


Austri - 08.06.1979, Qupperneq 1

Austri - 08.06.1979, Qupperneq 1
24. árgangur. Egilsstöðum, 8. júní 1979. 20. tölublað. RÉTTUR DAGSINS Spergilsúpa, lambasteik, kaffi kr. 2.800,- Hálft g’jald fyrir 6-12 ára. Frítt fyrir yngri en 6 ára. SmyrMI í fyrstu ferð sumarsins — Rætt við Thomas Arebo Bílferjan Smyrill kom til Seyðis- fjarðar í sína fyrstu fei'ð laugar- daginn fyrir hvítasunnu. í tilefni af þessari ferð hafði útgerðin boð inni fyrir nokkra gesti meðan skipið staldraði við. Þar afhenti Jónas Hall- grímsson bæjarstjóri á Seyðisfirði gjöf frá Seyðfirðingum, málverk frá Seyðisfirði eftir Steinþór Eiríksson á Egilsstöðum, og mun það prýða salarkynni ferjunnar. Óskaði Jónas skipshöfn og útgerð skipsins allra heilla, og vonaðist eftir jafn ánægju- legu samstarfi hér eftir sem hingað til. Með í þessari fyrstu ferð var framkvæmdastjóri útgerðar Smyrils en hann er gerður út af „Strandfar- arskip landsins” í Færeyjum. Fram- kvæmdastjórinn Thomas Arebo var góðfúslega við beiðni minni að svara nokkrum spurningum blaðsins. — Hvað eru margar ferðir fyrir- hugaðar í sumar? Við förum 16 ferðir í sumar. Held- ur fleiri fara með skipinu í ár held- ur en í fyrra, en þó eru færri íslend- ingar sem taka sér fari. Sennilega er erfitt efnahagsástand einhver or- sök að þessu. — Hvenær eru annirnar mesta/r? — Það er mest að gera í júlí og fram í ágúst. Minna er um að vera í fyrstu og síðustu ferðunum. Núna komu með skipinu 35 farþegar og 16 bílar og 56 farþegar fara til baka og 19 bílar. — Standa þessar ferðir undir sér? — Þær gera það yfir sumarmán- uðina. —• Nokkrar hugmyndir um stærri ferju? — Já við hugsum til þess að kaupa stærra skip, en það tekur langan tíma að undirbúa slíkt. Við mundum þá nota Smyril til innan- landssiglinga í Færeyjum, ef stærra skip kemst í gagnið. — Hvemig er aðstaðan hér A Seyðisfirði til afgreiðslu og fyrir farþega? — Við erum mjög ánægðir með að sigla hingað til Seyðisfjarðar og fyrirgreiðsla hér hefur verið ágæt. Farþegar hafa ekki átt í erfið- leikum hér enda er viðlegufólk í miklum meirihluta af því fólki sem hingað kemur. — Hvaðan er það fólk eiríkum sem kemur hér með skipinu? — Það eru Frakkar og Þjóðverjar, Skandinavar stoppa gjarnan í Fær- eyjum. Hingað kom í fyrra fólk af 16 þjóðernum með skipinu, og fólk af 19 þjóðernum tók sér far til baka. — Ferðast Færeyingar mikið hingað? — Þeir gera það dálítið, en það er lítill túrismi tengdur við það, miklu frekar kunningja og fjöl- skyldutengsl sem valda þvi. — Er flutt mikil frakt með skip- inu? — Það er einkum kindakjöt og hausar sem fara héðan til Færeyja. Núna fara 10 tonn af sviðahausum með skipinu. — Þó það sé annað mál, hvemig hefur veturinn verið í Færeyjum? — Þetta hefur verið snjóavetur og vai' snjór síðan fyrir jól og til 20. maí. Þetta er mjög óvanalegt hjá okkur. — Hvernig er atvinnuástandið? — Það má segja að það sé gott, það hefur verið nóg að gera í fisk- vinnslustöðvum, þrátt fyrir að fisk- veiðar eru takmarkaðar á flestum miðum sem Færeyingar veiða á þai' á meðal hér við ísland. Við þökkum Thomasi Arebo fyrir spjallið, og óskum útgerð Smyrils góðs gengis. Siglingar hans hingað til lands hafa nú staðið í fimm sum- ur, og hafa Færeyingar með þessu framtaki sínu aukið einum þætti i sumarsamgöngurnar hingað til lands. Það er alltaf ys og þys á hafnar- bakkanum á Seyðisfirði þegar þung- hlesstir bílar af viðlegubúnaði skríða frá borði, sumir með hjólíhýsi eða tjaldvagn. Sumir koma á reiðhjólum, aðrir á skellinöðrum og enn aðrir á tveimur jafnfljótum. Bílalestin skríður svo af stað yf- ir Fjarðarheiði en Smyrill leysir landfestar og siglir til hafg. Svona mun það ganga til hausts. J. K. Gdrðyrhjurabb Þann 12. maí síðastliðinn gengust nokkrir áhugasamir félagar í Garð- yrkjufélagi íslands fyrir stofnun garðyrkjudeildar á Egilsstöðum og hlaut hún heitið Egilsstaðadeild G.í. Starfssvið hennar er Fljótsdals- hérað. Slíkar deildir hafa verið stofn- aðar í þéttbýliskjörnum víða um landið og er tilgangur þeirra að efla áhuga og þekkingu á ræktun og snyrtilegu umhverfi. Tilgangi sínum hyggst deildin ná með fræðsluerind- um, fræðslumyndum, blómasýningum, skoðunarferðum o.fl. Þeir einir geta orðið félagsmenn í deildinni, sem eru félagsmenn í Garðyrkjufélagi íslands, eða ganga í félagið um leið og þeir gerast félag- ar í deildinni. Árgjaldið til Garðyrkjufélags ís- lands er nú kr. 3000.-, en til Egils- staðadeildar kr. 2000.-. I stjórn voru kjörnar: Erla Salo- monsdóttir, Lagarási 18, sími 1470, Soffía Erlendsdóttir, Laufskógum 4, sími 1126, Guðlaug Sveinsdóttir, Tjarnarlöndum 15, sími 1267. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar geta haft samband við ein- hvern stjórnarmeðlima. Fyrsti fræðslufundur deildarinnar var þriðjudagskvöldið 5. júní. Þar mætti Jón Loftsson, skógfræðingur á Hallormsstað, og fræddi félaga um limgerði, tré og runna. Smyrill á siglingu.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar: 20. tölublað (08.06.1979)
https://timarit.is/issue/337805

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

20. tölublað (08.06.1979)

Iliuutsit: