Austri - 08.06.1979, Síða 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 8. júní 1979.
Utgefandi:
Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jón Kristjánsson, sími 97-1314.
Afgreiðsla og auglýsingar:
Kristrún Jónsdóttir, sími 97 -1151
HÉRAÐSPRENT SF.
Hælbítar
Lúðvík Jósepsson þrífur upp pennann á dögunum og ritar leið-
ara í Austurland, þann 31. maí. Hann hefur skrif sín á því að rekja
aðdraganda stjórnarmyndunar á síðasta ári, segir m.a. að Alþýðu-
bandalagið hafi eitt viljað vinstri stjórn, en Framsókn hafi verið
í fýlu.
I þessari upprifjun gleymist það meginatriði að það var Fram-
sóknarflokkurinn sem kom þessari vinstri stjórn saman, því ann-
ars væri hún ekki til. Óheilindin voru slík hjá Alþýðuflokki og Al-
þýðubandalagi að þeir gátu alls ekki komið saman stjórn. Yissu-
lega urðu kosningaúrslitin Framsóknarmönnum vonbrigði, en höf-
um við verið í fýlu, þá voru Alþýðubandalagsmenn í ennþá meiri
fýlu, svo mikil var fýlan í þeim að þeir gátu alls ekki komið saman
stjórn með Krötum eða unnið með þeim heils hugar. Allt var þetta
fyrir þau óskaplegu vonbrigði að Kratar skyldu koma út úr kosn-
ingunum með jafnstóran þingflokk og þeir. Þetta skyggði svo
mjög á gleðina yfir útkomu þeirra í kosningunum að þeir nutu
hennar engan vegin. Þessi fýla Alþýðubandalagsmanna, óheilindi
Krata og hræðsla við að taka á vandanum og standa við stóru orð-
in fyrir kosningarnar urðu til þess að stjórnarmyndun dróst á
langinn í allt fyrra sumar til stórtjóns fyrir alla.
Þær tilraunir að koma óvinsælum hlutum yfir á samstarfsflokk-
ana sem um er að ræða í áðumefndum leiðara, eru af ómerki'leg-
asta tagi og eru tlls ólíðandi í stjómarsamstarfi og því alvarlegri
þegar flokksformaður á í hlut. Meðan slíkir hælbítar eru innan
stjórnarliðsins er engin von til þess að stjórnin geti sameiginlega
komið fram neinu af þeim annars ágætu stefnumálum sem hún
setti sér í fyrra sumar er hún hóf ftril sinn.
Au5tijarðaspretturiBn
í Landshlaupi FRÍ, alls 371 kíló-
meter er nú í skipulagningn.
Áætlað er að taka við boðhlaups-
keflinu á Lónsheiði kl. hálf fimm síð-
degis þann 19. júní n.k. og skila þvi
í hendur Þingeyingum á Biskups-
hálsi kl. 00.25 21. júní.
Ákveðnum vegalengdum hefur ver-
ið úthlutað til aðildarfélaga, og hafa
mörg félög nú þegar hafið undirbún-
ing af fullum krafti.
Hlaupin verður fjarðaleið og um
Fagradal til að gefa fleiri félögum
kost á að hlaupa í gegn um sína
heimabyggð.
Þó verða nokkur stór félög utan
hringsins, svo sem Austri, Þróttur,
Huginn og Einherjar, og verðui- að
treysta á liðstyrk þeirra til að hlaupa
á jaðarsvæðunum, sunnan Breiðdals
og norðan Jökulsár á Dal, þar sem
byggð er tiltölulega 'dreifð.
Allir sem þátt taka í hlaupinu fá
sérstaka viðufkenningu, og ættu þeir
sem áhuga hafa á að vinna til henn-
ar að snúa sér til næsta ungmenna-
félagsfomianns sem fyrst og panta
sprett.
Fljótlega verður dreift álieitaseðl-
um, þar sem menn geta heitið 10
krónum á hvern þann sem tekur þátt
í Austfjarðasprettinum.
Austfirðingar!
Við eigum lengsta kaflann í þessu
Landshlaupi, og boðhlaupskeflið er
smíðað af okkar listamanni, Halldóri
Sigurðssyni á Miðhúsum.
Sýnum nú þjóðinni hversu léttstig
við 'erum, og hversu samtaka við er-
um að koma keflinu Halldórsnaut í
gegn um Múlaþing.
Tökum hundruðum saman þátt í
hlaupinu og látum sjá að íþrótta-
mennska er Austfirðingum í blóð bor-
in.
Sigurjón Bjarnason.
M hcfir hljnað
Síðan gekk Framsóknarflokkurinn í sakirnar og var algjör sam-
staða um það innan hans að taka þátt í stjórnarmyndun, eins og
málin höfðu þróast.
Lúðvík gerir síðan grein fyrir afrekum þessarar ríkisstjórnar
og segir réttilega að tekist hafi að halda uppi fullri atvinnu og
leysa meiri háttar deilur á vinnumarkaði, síðan koma staðhæfing-
ar sem ákaflega erfitt er að fella sig við þegar um stjórnarsam-
starf er að ræða. Þær hníga í þá átt að kenna samstarfsflokkunum
um óvinsæla hluti og segja að það sé harðfylgi síns flokks að þakka
að ekki hafi farið verr.
Meðan Alþýðubandalagið er í stjórnarandstöðu hefur það veist
harkalega að einstökum ráðherrum og frammistaða þeirra í mála-
flokkum sem undir þá heyra var ekki talin til fyrirmyndar. Þami-
ig var til dæmis með vegamál, meðan þau mál voru í höndum
Framsóknarmanna. Það var látið í veðri vaka að ef þau mál lytu
forystu Alþýðubandalagsins yrði betri tíð með blóm í haga. Nú sjá
aillir árangurinn af þeirra stjórn, óbreytt framlög til vegamála og
þá er enn gripið til þess að segja að þetta sé bara allt Framsókn
að kenna, að enn verða ýmsir að bíða með bráðnauðsynlegar vega-
framkvæmdir. Sama er uppi á teningnum með orkumálin.
Menn sjá það svo sem þessa dagana svo ekki verður um villst
að það er út af fyrir sig ekkert lausnarorð þó að Alþýðubandalagið
stýri einstökum ráðuneytum, og markar engin tímamót. Hins veg-
ar hefur þessi ríkisstjórn ýmis góð áform. Hún hafði það á stefnu-
skrá sinni að glíma við verðbólguna, koma á nýju skipulagi í orku-
sölunni, tryggja fulla atvinnu og vernda kauþmátt launa svo eitt-
hvað sé nefnt. Hins vegar hefur það verið svo að vinnufriðurinn
innan stjórnarinnar hefur verið alltof lítill, og þar hefur ekki vald-
ið um hin máttlausa stjómarandstaða Sjálfstæðisflokksins, heldur
stanslaus órói og upphlaup innan þingliðs A - flokkanna sem svo
eru kallaðir og eru sérstök fyrirbrygði í íslenskri pólitík.
Nú hefur brugðið til betri tíðar,
og snjóa leysir nú ört í hlýindum
sem hafa verið síðan fyrir hvíta-
sunnu. Útlitið er nú stórum betra
en þá var því að gróður tekur mjög
ört við sér.
Það þarf ekki að hafa mörg orð
um það harða vor sem nú hefur ver-
ið, enda hafa fjölmiðlar gert því
nokkur skil. Hins vegar munu bænd-
ur ekki búnir að bíta úr nálinni, því
víða hafa borist fréttir af lamba-
dauða, sem á rót sína að rekja til
innistöðu fjár á sauðburðinum. Þetta
er svokallað „innistöðuskjögur”, sem
Fundir Fromsóhnorfélojji
Síðastliðna viku voru haldnir
fundir í Framsóknarfélögum í
nokkrum þéttbýliskjörnum á Austur-
landi. Voru á þessum fundum rædd
skipulagsmáL og stjórnmálaviðhorf-
ið almennt. Á fundina mættu Gylfi
Kristinsson ritari S.U.F., en Gylfi
vinnur nú sem erindreki S.U.F. og
Framsóknarflokksins, Halldór Ás-
grímsson og Jón Kristjánsson. Á
fundunum kom almennt fram sú
skoðun að ekki mætti slaka frekar
á í baráttunni við verðbólguna held-
ur en orðið væri, og bæri að láta á
það reyna hvort samstarfsflokkarnir
væru tilbúnir til þess að stjórna. Ef
mun vera vöðvabólga á mjög háu
stigi.
Sauðburður hefur eins og að lík-
um lætur verið mjög erfiður tími
fyrir bændur, bæði vegna fóður-
skorts, en margir voru orðnir tæpir
með hey, og ekki síður fyrir þrengsli
í húsum, en tíðarfarið var þannig að
ekki var hægt 'að létta á sér með því
að sleppa nokkurri skepnu. Erfið-
leikarnir eru þeim mun meiri vegna
þess að nú er yfirleitt mikið fleira
tvílemt en áður var.
En nú verður að vona að góða tíðin
haldist, og gróðri fleygi eins fram
eins og verið hefur undanfarna daga.
sú reyndist ekki raunin á voru menn
mjög í vafa um að stjórnin ætti
lengur tilverurétt.
Fundir þessir voru haldnir á
Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði,
Norðfirði, Seyðisfirði og Fáskrúðs-
firði.
ÓDÝRT!
Flauelsbuxur verð kr. 7000.-
Mussur verð kr. 5000.-
Skór verð frá kr. 4200.- -
13.900.-
VERSLUNIN SKÓGAR
Egilsstöðum.