Austri


Austri - 13.03.1981, Blaðsíða 2

Austri - 13.03.1981, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 13. mars 1981. Otgefandi: | Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. | Ritstjóri og ábyrgðarmaður: | Jón Kristjánsson, sími 97-1314. | | Afgreiðsla og auglýsingar: | Kristrún Jónsdóttir, sími 97-1151. | HÉRAÐSPRENT SF. I Orkumálin Það er vart um annað meira talað um þessar mundir en orku- málin, og er þar framar öðru tvennt sem kemur til. Annars vegar orKusKorturinn í vetur, sem valdiö hefur þjóðarbúinu tapi sem ekki hefur enn verið metið til f jár og hins vegar sú ákvörðun sem fram- undan er um næstu stórvirkjun í landinu. Þegar ákvöröun er tekin í svo veigamiklum málum hlýtur það að vera haft að leiðarijósi hvað best er fyrir þjóðarheildina. Það er ekki um það deilt að virkjanir á Austurlandi eru álitleg- astir virkjunarkostir þegar um það er rætt að virkja stórt í land- inu. Það er heldur ekki deilt um það almennt að halda verði á- fram uppbyggingu á sviöi orkufreks iðnaðar í náinni framtíð, og raforkan sé það sem við höfum umfram aðrar nágrannaþjóðir okkar í þessum sökum. En til þess að nýta þessa raíorku verður að ráðast í að virkja þau vatnsíöll sem áiitlegust eru aí þeim sem rannsökuð eru, og þau sem bjóöa upp á verulega orku. A því verk- efni þarf að byrja sem íyrst, og það er engum blöðum um það að íletta að af þeim virkjunarkostum sem í gangi eru núna býður Fljótsdalsvirkjun upp á mesta möguleika. Fulibúin virkjun í Fljótsdal býður upp á 330 megavatta afl en sú stærð virkjana er óþekkt nú í landinu. Sú virkjun gefur því möguieika til orkusölu í stærri stíl, og menn veröa að gera sér grein íyrir því að við þörfnumst nýrra iðníyrirtækja ekki aðeins til þess að nýta orku frá virkjunum, heldur til þess að renna stoð- um undir atvinnulííið og auka útflutningstekjur okkar og styrkja afkomu þjóðarbúsins í heild. Iðnaður er miklu meira en orkukaup. Hér á Austurlandi er ekki deilt um staðarval fyrir orkufrekan iðnað. Hér á miðsvæðinu eru tvö allstór sveitarfélög, Reyðarfjörð- ur og Eskifjörður sem hafa hafnarskilyrði sem eru ein af þeim albestu á landi hér, og liggja mjög vel við samgöngum hér fyrir austan almennt. Ibúar þessara sveitarfélaga eru reiðubúnir til þess að mæta þeim breytingum sem stóriðju fylgja, og ekki verður í fljótu bragði séð hvað mælir á móti því að þarna verði reynt að setja niður iðnfyrirtæki af heppilegri stærð. Frá Reyðarfirði eru aðeins 60 km. að væntanlegri Fljótsdalsvirkjun, um mjög bærilegt línustæði sem myndi sennilega liggja um hina gömlu kaupstaðar- leið um Þórdalsheiði milli Skriðdals og Reyðarfjarðar og um Hallormsstaðaháls þar sem Austurlína liggur nú. Sendinefnd bænda úr Fljótsdalshreppi hefur verið syðra nú ný- verið til viðræðna vegna virkjunarmála þar og bóta fyrir land- spjöll sem vissulega verða. Ekki hefur heyrst um verulegan á- greining sem ekki verði jafnaður, en auðvitað verða landeigend- ur að fá sanngjarnar bætur fyrir landspjöll og óþægindi sem af framkvæmdum leiða. Við sem viljum halda jafnvægi í byggð landsins, teljum mjög eindregið að næsta stóriðja verði að rísa utan suðvesturhornsins, og að fleiri stórfyrirtæki á því svæði muni raska byggð mjög frá því sem nú er. Við teljum að staðsetning á slíku fyrirtæki á Austur- landi myndi marka þáttaskil í byggðamálum og vera verulegur á- fangi í því að skapa meira jafnræði milli landshluta heldur en nú er. Að öllu þessu athuguðu er Fljótsdalsvirkjun lang álitlegasti virkjunarkosturinn sem við eigum völ á nú, lang álitlegastur fyrir þjóðarheildina. Ur þessari virkjun fáum við orku inn á lands- kerfið, og við fáum einnig orku til þeirrar atvinnuuppbyggingar sem við þurfum svo mjög á að halda á næstu árum. Það má ekki dragast að byrja á þessari virkjun, en það er ekki sagt þar með að þar séum við stikkfrí um langt árabil, auðvitað þarf að halda undirbúningi áfram á öðrum stöðum sem til greina hafa komið. J.K. Orkulexía Framhald af bls. 4 artangi 124 Mw og Búrfell 210 Mw) þegar vitað er að í þrem ur þeirra er það ekki fyrir hendi þegar þörf er á og þa'ð allar á sama tíma. Dæmið getur þá litið þannig út Sigalda 50 Mw, Hraitneyjarfossv. 70 Mw og Sultartangi 62 Mw eöa 37% af uppsettu afli og þaðan af minna, þegar þörfin er mest. Samkvæmt framanskráðu get ég ekki séð neitt sem mælir með að þriöju mistökin veröi gerö á Þjórsársvæöinu, og er þó ekki litið til eins af aðalatriðunum, þaö er staösetning virkjunar- innar, sem ein sér ætti aö geta útilokaö hana í næstu framtíö. FLJÓTSDALSVIRKJUN Fyrirhugaðir áfangar eru fjórir og er hugsanlegt að bygg- ing þeirra standi í nokkur ár. 1. áfangi: Miðlun af Fljótsdals- heiði, ein vél 82 Mw og 250 Gwh í orkuvinnslugetu. 2. áfangi: Upphaf Eyjabakka- stíflu, Eyjabakkaskurður ein vél 82 Mw, heildarafl 164 Mw og 700 Gwh í orkuvinnslugetu. 3. áfangi: Eyjabakkamiðlun í fulla stærð, ein vél 82 Mw heild- arafl 246 Mw og 1200 Gwh orkuvinnslugeta. U. áfangi: Sauðár- og Kelduár- veita, ein vél 82 Mw, heildarafl 328 Mw og 1470 Gwh orku- vinnslugeta. 1. áfanga, eða 250 Gwh gleypir Austurlandskerfið nær alfarið á fyrsta ári eða árið 1985. 2. og 3. áfanga má koma eftir norðurlínu (austurlínu séð að norðan) eða 950 Gwh með nokk- urn veginn jöfnu álagi eða ca 110 Mw, veltur það nokkuð á uppbyggingu í Þingeyjarsýslu og getu Kröfluvirkjunar þá. 4. áfangi, honum má ráðstafa til iðnaðaruppbyggingar hér fyrir austan eða 270 Gwh og sömu- leiðis einhverju af hinum á- föngunum líka. Ef menn vilja koma meira afli á einhvern tiltekinn stað á landinu þá verður að koma til 220 kv lína, og sú lína getur ekki talist til virkjunarkostnaðar. Benda má á að Þjórsárvirkjanir koma einungis öllu sínu afli á einn stað þ.e. Geitháls. Einung- is 130 Mw komast norður fyrir Brennimel í Hvalfirði. Sem einhverjar óskir um að Fljótsdalsvirkjun verði vara- skeifa fyrir Landsvirkjunar- svæðið, verði þá línukostnaður af þeim framkvæmdum færður á rétta aðila, annars ætti a.m.k. fyrstu þrem áföngum að nægja þrjár 130 Kv — línur til orku- flutnings frá virkjun þ.e. norð- urlína, Hryggstekkslína og Fellalína í Eyvindará með það fyrir augum að orkufrekur iðn- aður komi á sem flesta staði hér fyrir austan t.d. eldsneytisfram- leiðsla. AÐRAR LAUSNIR ORKU- VANDANS Verði svo að um aðrar lausn- ir verði að ræða t.d. að Blanda verði fyrir valinu eða jafnvel þótt ólíklegt mætti teljast Sult- artangavirkjun verði valinn næsti kostur, getur það orðið afdrifaríkt fyrir Austfirðinga og reyndar Norður og Vesturl. líka. Þá er varla um annan kost að ræða en að stofna orkubú Austurlands og hugsa einungis um sjálfan sig. Virkja Fjarðará í Seyðisfirði og Fossá í Beru- firði, jafnvel Bessastaðaá. Lína 130 Kv sunnan jökla kemur aö engu gagni, lína sem lítiö afl flytur meö litlu öryggi enda er kostnaöi hennar mun betur variö í t.d. Fjaröará 20 Mw og 120 Gwh orkuvinnslu- getu, og þá afgangur í virkjun Fossár. Þó að ýmsir sérfræðingar haldi því fram að hringlína veiti mikiö rekstraröryggi, þá er það algjör misskilningur. Lengd hringlínunnar er komin fram úr öllu velsæmi og svo komiö aö hún getur hæglega bilaö á 6 til 10 stööum í einu og sama veör- inu og er eigi hlaupiö til viö- geröa á henini. 1 þessum hálf- kláraða hring bilaði hún á 5 stöðum í síðasta óveðri. Það er alveg sama þó að einhverjir sér- fræðingar hjá orkustofnun búi til hálfgeöveikar formúlur yfir bilanatíöni byggöalína og jafni rekstraróryggi þeirra viö virkj- anir, þær hafa haft hingað til slíkar formúlur að engu og bilaö jafnt og þétt. ÁSKORUN Ég og vafalaust fleiri íbúar hér getum ekki skilið alla þessa þögn ykkar um besta virkjunar- valkost á öllu Islandi. Varla er við því að búast að Fljótsdals- virkjun fari þegjandi í gegnum alþingi. Getið þið ekki varpað allri pólitík fyrir borð og unnið saman að þessu hagsmunamáli

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.