Austri


Austri - 13.03.1981, Blaðsíða 4

Austri - 13.03.1981, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 13. mars 1981. Orkulexía til þing- manna Austurlands RAFORKUNOTKUN Á ÍSLANDI Skipting raforku milli stór- iðju og almennrar notkunar er nokkurn veginn 50% á hvorn aðila. Leiða má rök að, að raforku- búskapurinn þolir ekki meiri stóriðju, en nú er fyrir hendi, nema því aðeins að viðbótar- stóriðjan greiði kostnaðarverð orkunnar. Raforkuverð til almennrar notkunar er í algjöru hámarki, vegna þess að núverandi stór- iðja greiðir einungis 25-30% af kostnaði fyrir sinn hluta ork- unnar og almenningur er þá lát- inn borga 70-75% af því sem á vantar. Á Austurlandi fara 20% af brúttó launum manna til greiðslu á raforku til heimilis og hitunar. Þetta háa hlutfall er ein af aðalorsökunum fyrir landflóttanum héðan og ætti hver meðal maður að sjá, að þetta getur ekki gengið öllu lengur. Þetta á ekki við Aust- urland einan landsfjórðunga, heldur líka í hinum, þar sem að- stæður eru svipaðar. NÆSTA YIRKJUN Næsta virkjun veröur því að vera alfarið fyrir almennan markað, það eitt er örugg trygg- ing fyrir því að orkuverð geti farið hlutfallslega lækkandi á næstu árum. Á sama hátt getur endurskoðun orkuverðs til stór- iðju og þá væntanlega hækkun verkað í sömu átt. Öll viðbótar stóriðja verður því að greiða a-m.k. fullt verð fyrir orlcuna, það verður eigi hægt að fara í vasa almennings til freka^'i greiðslu orku stór- iðju. Það er því fullsnemmt að halda Reyðfirðingum og Eskfirðing- um volgum um stóriðju á Reyð- arfirði, enda er orka Fljótsdals- virkjunar of dýrmæt til þessa, þar sem sú virkjun hefur enga afgangsorku til slíkra nota, nema því aðeins að hún verði yfirbyggð þ.e. öllum áföngum ruslað upp í einu og verði því of stór í hlutfalli við markað- inn. Mundi þá skapast einhver afgangsorka í nokkur ár á kostnað forgangsorkukaupanda, í þessu tilfelli almennings. Ég fyrir mitt leyti hef litla trú á að einhverjir ríkir útlend- ingar fáist tií að greiða sann- virði orkunnar til stóriðju á Reyðarfirði. Ég hef líka litla trú á að stóriðja á Reyðarfirði verði að nokkru gagni fyrir Austurland í heild, þar sem vandamál annara staða hér verða jafnvel mun meiri en áð- ur. öllum þéttbýlisstöðum á Austurlandi þarf að gefa víta- mínsprautu í einhverju formi, ekki bara Reyðarfirði, ef á ann- að borð á að halda þeim í byggð. ALYÖRUVIRKJUN Ykkur ætti að vera kunnugt um að séu bornir saman næstu virkjunarvalkostir, þá ber virkjun í Fljótsdal af þeim öll- um og er það einkum fólgið í hinu stóra miðlunarrými sem sú virkjun hefur eða um 1000 Gwh. Til samahburðar hér þá skal hér gerð grein fyrir öðrum miðlunum. 1. Miðlun Þórisvatns (1000 Gl) a) Sigalda 1000 Gl/5,88m3/ kwh 170 Gwh b) Hrauneyjarfossv. 1000 Gl/4,8 m3/kwh 208 Gwh c) Sultartangi 1000 Gl/12,5 m3/kwh 80 Gwh d) Búrfell 1000 Gl/3,86 m3/ kwh 259 Gwh Samtals 717 Gwh 2. Miðlun Blöndu (420 Gl) a) 420 Gl/1,48 m3/kwh 283 Gwh Hér skal dregið í efa að Þór- isvatnsmiðlun nýtist að fullu í Sultartanga og Búrfelli vegna þess að oft mun vera mikið náttúrulegt rennsli í gegnum þessar virkjanir á sama tíma og miðla þarf úr Þórisvatni, til að snúa Sigöldu og Hrauneyjar- fossvirkjunum. Þannig mætti á- ætla að a.m.k. 50% miðlunar fari til spillis í Búrfelli og jafn- vel Sultartanga líka. Hugsanleg nýting Þórisvatns- miðlunar í gegnum virkjanirnar fjórar gæti þá verið samtals um 530 Gwh, eða rétt rúmlega helmingur af miðlun Fljótsdals- virkjunar. Þó svo að miðlun Blöndu- virkjunar verði bætt við miðlun úr Þórisvatni eða 530 + 283 = 813 Gwh eru það einungis 81% af miðlun Fljótsdalsvirkjunar. ALV ÖRUMIÐLUN Það sem landskerfið þarfnast mest núna og í næstu framtíð er virkjun með alvörumiðlun, miðlun á stærð við miðlun Fljótsdalsvirkjunar, miðlun sem dugir yfir veturinn. Landskerf- ið hefur nóg af rennslisvirkj un- um á borð við Sultartanga- virkjun, virkjunum sem stoppa (eða dregur úr afköstum), flestra á sama tíma, þegar þörf- in er mest. Það ætti því ekki að þurfa að vefjast fyrir mönnum ákvörðun um næsta virkjunar- valkost, því hann er einungis einn, það er Fljótsdalsvirkjun. AÐRIR VALKOSTIR Blönduvirkjun er vafalaust í öðru sæti sem næsti virkjunar- valkostur, en stendur Fljóts- dalsvirkjun langt að baki í gæð- um, ef horft er til miðlunargetu sem er einungis rúmlega einn fjórði partur af miðlun Fljóts- dalsvirkjunar. Hún er helmingi minni í afli og kemur væntan- lega til með að eiga við ísvanda- mál sökum mikillar fallhæðar úr miðlunarlóni í inntakslón eða um 70 m fall, jafnvel á sama tíma og plágan herjar á Þjórs- ársvæðið. Inntakslón Blöndu- virkjunar er mjög lítið eða 13,5 Gwh, rúmlega 3 daga forði á fullu afli (177 MW og 4,25 Gwh/sólarh.). Til samanburðar þá hefur Fljótsdalsvirkjun 160 Gwh í inntakslónum eða rúm- lega 20 daga forða á fullu afli (328 MW og 7,87 Gwh/sólarh.) . Þriðji valkostur og vafalaust sá versti þ.e. Sultartangavirkj- un, hrein rennslisvirkjun, 12U Mw að afli, kemur ekki til greina og skal hér getið helstu ástæðna. a) Virkjunin notar 400 m3/ sek við fullt afl á móti 225 m3/ sek sem þarf við Búrfell. Hún mun því einungis framleiða fullt afl þegar náttúrulegt rennsli er nóg og mun því aldr- ei skila fullum afköstum þegar þörf er á. b) Landsvirkjun hefur gefið út að virkjunin muni bæta af- köst í Búrfellsvirkjun um 150 Gwh. Hvernig það muni vera hægt liggur ekki ljóst fyrir, en ef athugað er síðasta rekstrar- ár Búrfellsvirkjunar 1980, þá skilaði hún 1624 Gwh af út- reiknuðum 1700 Gwh möguleg- um, þrátt fyrir óvenjulega hart árferði að sögn Landsvirkjunar. Það er því ekki fráleitt að á- 1 sveitum á Austurlandi eru fasteignir metnar eftirfarandi þann 1. des. síðastliðinn sam- kvæmt upplýsingum fasteigna- mats ríkisins. Skriðdalshreppur heildarupph. 1.715 millj., á íbúa 15 millj. Vallahreppur heildarupph. 1.703 mililj., á íbúa 9.9 millj. Borgarhafnarhr. heildarupph. 1.520 millj., á íbúa 11.5 millj. Eiðahreppur heildarupph. 1.494 millj., á íbúa 9.6 millj. Mýrahreppur heildarupph. 743 millj., á íbúa 7.1 millj. Hlíðarhreppur heildarupph. 730 millj., á íbúa 5.5 millj. Hjaltastaðahr. heildarupph. 699 millj., á íbúa 7.0 millj. Fljótsdalshr. heildarupph. 690 millj., á íbúa 4.5 millj. líta að Búrfellsvirkjun hefði getað framleitt meira í meðal árferði og að teknu tilliti til að hún minnkar í hlutfalli við markaðinn með árunum og skil- ar þess vegna betri nýtingu á næstu árum. Töluverð minnkun á framleiðslu verður vegna vélaupptekta eða hver vél einu sinni á ári (6 vélar). Að teknu tilliti til framanritaðs getur virkjunin hjályarlaust framleitt 17 - 1800 Gwh nánast 100% nýt- ing svo fullyrðingar um 150 Gwh aukagetu vegna virkjunar Sultartanga eru vægast sagt mjög hæpnar. Mun senni'legra er að þar sé um nokkra tugi Gwh vegna ísvandamála, þegar þær aðstæður eru fyrir hendi. c) Jafnvel stíflugerð ein sér við Sultartanga er hæpin fjár- festing til að bjarga nokkrum tugum Gwh og ef til vill falli orkuvinnslu í Búrfelli 1 dag á nokkurra ára fresti. d) Framleiðsla Sigölduvirkj- unar árið 1980 ár orkuskortsins, er varla prenthæf eða 516 Gwh, sem svara til 3725 nýtingartíma eða 42,5% nýtni. e) Svipað hefði verið í Hraun- eyjarfossv. hefði hún verið kom- in í gagnið þar sem hún notar sama vatn og Sigalda mínus það sem tapast af lekanum. Hún hefur útreiknaðan nýtingartíma 4000 stundir eða 45% nýtni, nýtni sem næst varla á þessum áratug, vegna þess að full geta er einungis að sumri til og erfitt er að losna við orkuna á þeim tíma. f) Það er alrangt hjá stjórn- endum Landsvirkjunar að flagga uppsettu afli í sínum virkjunum eða væntanlegum virkjunum (Sigalda 150 Mw, Hrauneyjarfossv. 210 Mw, Sult- framhald á bls. 2 Jökuldalshr. heildarupph. 684 millj., á íbúa 3.9 millj. Hofshreppur heildarupph. 643 millj., á íbúa 5.1 millj. Beruneshreppur heildarupph. 619 millj., á íbúa 6.3 millj. Tunguhreppur heildarupph. 615 millj., á íbúa 4.8 millj. Norðfjarðarhr. heildarupphæð 611 millj., á íbúa 6.1 millj. Geithellahr. heildarupph. 599 millj., á íbúa 6.7 millj. Bæjarhreppur heildarupph. 573 millj., á íbúa 7.8 millj. Fáskrúðsfj örður heildarupphæð 565 millj., á í'búa 4.6 millj. M j óafj arðarhr. heildarupphæð 181 millj., á íbúa 5.3 millj. Seyðisfjarðarhr. heildarupphæð 158 millj., á íbúa 3.8 millj. Helgustaðahr. heildarupph. 149 millj., á íbúa 3.9 millj. Fasteignir á Austurlandi

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.