Austri


Austri - 29.05.1981, Blaðsíða 1

Austri - 29.05.1981, Blaðsíða 1
26. árgangur. Egilsstöðum, 29. maí 1981. 19. tölublaS. -Wiu -wrð Minna af skynsemi, kfd ÍSMÍrflSÍIÓIOIlSdHollOllSStOð Sverrir j » • • m Sverrir Hermannsson ákallar mig eins og guð sér til hjálpar í grein í Þingmúla þann 22. maí og biður mig að „leggja fyrir okkur út eftirfarandi tvo kafla úr ræðu orkuráðherra”. Mér finnst nú lítið leggjast fyrir kappann ef hann skilur ekki orðið íslenskt mál, og ég hafði ekki búist við að lenda í vinnu hjá þingmönnum sjálfstæðis- flokksins við að leggja út ræður. Hins vegar ætla ég að gera það fyrir Sverrir að segja álit mitt á þessum köflum tveimur, sem hann biður mig um. „Miðlungsstórir iðnaðarkost- ir”, eða iðnaður sem er smærri í sniðum og viðráðanlegur. Ég hef litið svo á að t.d. kísilmálm- verksmiðja sem hefði ca. 180 manna starfslið væri slíkur iðn- aðarkostur. Ekki veit ég hvort Sverrir er mér sammála í því. Það kann að vera rétt sem kemur fram í seinni kaflanum sem bögglast fyrir Sverri að ekki þurfi endilega að fylgja stórum virkjunum sala til orku- freks iðnaðar. Hins vegar er ég ákveðið þeirrar skoðunar að Fljótsdalsvirkjun þurfi að fylgja slík orkusala, vegna þess að við hér á Austurlandi þurf- um á slíkri atvinnuuppbyggingu að halda til þess að renna fleiri stoðum undir okkar atvinnulíf í fjórðungnum. Þetta sjónarmið held ég að sé almenn samstaða um hér austanlands, en hins vegar þarf að vinna að þessum I símtali við Benedikt Gutt- ormsson í Neskaupstað tjáði hann blaðinu að aflabrögð hefðu verið mjög góð í Neskaupstað í vor og mikil atvinna við vinnslu sjávarafla. Börkur hefur verið á Færeyjarmiðum og kom inn í síðustu viku með fullfermi af kolmunna sem er bræddur í síldarbræðslunni. Mokveiði hef- ur verið á línu þegar gefið hef- málum á skynsamlegan hátt og koma upp atvinnustarfsemi sem fellur að því atvinnulífi sem fyr- ir er. Þetta vona ég að Sverrir skilji þótt hann kjósi nú um sinn að fara með nokkrum há- vaða. Að þessum málum þarf að vinna af skynsemi. Almennur skilningur hefur skapast á þessu sviði, og það hefði ekki gerst ef sú stefna hefði verið tekin að hér ættu að rísa risastór fyrir- tæki í eigu útlendinga eingöngu. Það er nokkur munur á afstöðu stjórnmálaflokka í þessu efni. Sjálfstæðisflokkurinn vill hella sér í stóriðjuna, sem stærst fyr- irtæki alls staðar í eigu útlend- inga. Þetta er auðveld leið sem veldur ekki heilabrotum, en vafasamt í meira lagi að hún sé skynsamleg. Kratar elta eins og vant er þessa afstöðu. Innan Alþýðubandalagsins eru skiptar skoðanir í þessum málum, þótt skilningur sé nú að vaxa þar fyrir aðgerðum á þessu sviði, þá eru enn öfl í þeim flokki sem vilja ekki sjá þessa atvinnu- starfsemi eða heyra. Það hefur verið stefna Framsóknarmanna að íslendingar ættu að hafa for- ræði í slíkri atvinnustarfsemi að öllu jöfnu, en þó verði að skoða hvað sé heppilegast í einstöku tilvikum. Þarna greinir okkur Sverri á, en ég held að menn verði að leggja á okkur slíkt mat og taka áhættuna af því. J. K. ur, og afli togaranna hefur ver- ið mjög góður. Einu veiðarnar sem brugðist hafa eru grá- sleppuveiðarnar, en algjör ör- deiða hefur verið hjá grásleppu- körlum. Bændur í Norðfjarðarsveit óttast kal í túnum, ef'tir rysjótt- an vetur, en of snemmt er enn að spá um hve alvarlegt það verður. Á aðalfundi Sambands aust- firskra kvenna árið 1977, sem var 50 ára afmælisfundur sam- bandsins, var ákveðið að láta skrifa og gefa út sögu Hús- mæðraskólans á Hallormsstað. Ætlunin var að miða útkomuna við 50 ára afmæli skólans, sem var á síðasta ári, en útgáfan dróst ýmissa hluta vegna. Sigrún Hrafnsdóttir á Hall- ormsstað var ráðin til sögurit- unarinnar og vann hún að því verki á síðasta ári, og er nú handrit hennar tilbúið, en unn- ið er að kennaratali, sem ætlun- in er að verði í bókinni. Þar sem söguritun af þessu tagi er mjög dýrt fyrirtæki hef- ur verið farin sú leið að safna áskriftum að bókinni hjá göml- um nemendum skólans og þeir greiddu inn á bókina fyrirfram. Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur nú tekið að sér að gefa bókina út, en eins og kunnugt er er það ein vandaðasta bókaútgáfa hér- lendis, og Hafsteinn Guðmunds- Þann 28. maí opnaði Bjarni Jónsson listmálari sýningu á verkum sínum í barnaskólanum á Eskifirði, og verður sýningin opin kl. 14.00 - 22.00 fram til sunnudagsins 31. maí. Bjarni Jónsson tók fyrst þátt í samsýningu félags íslenskra myndlistarmanna árið 1952, en hann er fæddur árið 1934, og vann í æsku sinni á vinnustofum þekktra myndlistarmanna. Fyrsta sjálfstæða sýning hans var í Sýningarsalnum í Reykja- vík árið 1957, og síðan hefur hann sýnt bæði í Reykjavík og víðar um land. Hann tók þátt í Paris Biennale árið 1961. Bjarni hefur síðustu árin unnið mikið að teikningum og son eigandi útgáfunnar er einn þekktasti bókagerðarmaður ís- lenskur, einstaklega vandvirkur með allan frágang bóka. Það er því von þeirra sem að útgáfunni standa að ritið verði hið vand- aðasta að allri gerð þegar það kemur út, en ætlunin er að það verði á miðju ári 1982. Sigrún Hrafnsdóttir hefur fyrir nokkru lokið handriti að bókinni og hef- ur unnið það verk af mikilli al- úð, enda vaxin upp með skólan- um, og foreldrar hennar þau Þórný Friðriksdóttir og Hrafn Sveinbjarnarson eru hluti af sögu hans og tengd honum sterk- um böndum. Ásdís Sveinsdóttir sem hefur veg og vanda af útgáfunni fyrir hönd Kvenfélagasambandsins, vill láta þess getið að ef einhver hefði undir höndum gamlar myndir úr skólastarfinu væri gott að fá af því að vita, til þess að auka úrval mynda til að velja úr til birtingar. myndskreytingum, m.a. hefur hann myndskreytt námsbækur, teiknað leikmyndir, myndir fyr- ir Spegilinn, og nú síðast hefur hann unnið að heimildarteikn- ingum fyrir hið mikla rit Lúð- víks Kristjánssonar, Islenska sjávarhætti. Á sýningu Bjarna á Eskifirði eru þjóðlífsmyndir, dýramyndir, blómamyndir, landslagsmyndir, málaður rekaviður o.fl. og hafa myndirnar verið valdar með það fyrir augum að sýna sem flestar hliðar á list hans. Þann 6. - 8. júní hyggst svo Bjarni sýna í barnaskólanum á Seyðisfirði, og verður sýning- in opin kl. 14.00 - 22.00 þá daga eins og sýningin á Eskifirði. Gðð aflabröoð j Heshaupstað Bjarni Jónsson, listmálari sýnir á Eskifirði

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.