Austri


Austri - 26.06.1981, Blaðsíða 4

Austri - 26.06.1981, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 26. júní 1981. I dagsins önn American Helldrivers Nú í vikunni fengu Austfirð- ingar að sjá fyrirbrigði sem nefnir sig American Helldrivers Það er flokkur manna sem ekur á tveim hjólum, veltir bílum, stekkur á mótorhjóli yfir menn og bíla, o.s.frv. Menn flykktust hundruðum saman á Seyðisfjörð til þess að horfa á þessa sýningu. Vonandi er þetta aðeins saklaust gaman, sem freistar manna ekki að leika þessar kúnstir eftir. Mikið er búið að brýna fyrir landanum að aka settlega og fara með gát í umferðinni, en oft kemur það fyrir lítið. Ég frétti af því að þessir öku- fantar hefðu átt í hinu mesta basli að aka dóti sínu og bílum yfir Fjarðarheiði á leiðinni suð- ur. Það leiðir hugann að því hvernig þeir hinir sömu hefðu staðið sig á þeim fjallvegi þegar vindar blása og snjó kyngir nið- ur á veturna. Þá koma ekki að haldi kúnstir eins og að velta bílum og stökkva yfir mann á mótorhjóli. Einhvern veginn ber ég í huganum miklu meiri virð- ingu fyrir þeim bílstjórum sem aka snjóbílum og fólksflutninga- bílum yfir Fjarðarheiði vetur- inn út í hvaða veðri og færi sem vera skal, heldur en þeim sem sýna kúnstir á farartækjum, sem virðast í fljótu bragði einsk- is nýtar. Það þarf úthald og seiglu til þess að vera bílstjóri á Islandi, vetur og sumar og bílstjórastéttin hefur unnið margt gott og þarft verk, sem heldur viðkomandi byggðum í sambandi við umheiminn. Ég hef ekki oft heyrt á starf þess- arar stéttar minnst, en án þess starfs yrði margur að vera án mjólkurdropans síns, án blað- anna sinna, án þess að komast leiðar sinnar þegar illa viðrar svo að eitthvað sé nefnt. Það út- hald og það áræði sem þessum mönnum er gefið er margfalt verðmætara en það áræði sem þarf til þess að velta gömlum Skóda fram af trépalli, þótt vissulega hafi menn gaman af að horfa á slíkt á björtum júní- kvöldum. Hfimneyranhílfl slitii Bændadeild Bændaskólans á Hvanneyri var slitið hinn 14. maí s.l. Alls voru í vetur 113 nemendur í skólanum þar af 21 í búvísindadeild, en 92 í bænda- deild. Af þessum 92 hófu 38 nemendur nám skv. nýlegri lög- gjöf um búnaðarfræðslu, þar sem ákveðin er lenging náms- ins í 2 vetur. Hinir 54 luku nám- inu á einum vetri eins og verið hefur mörg undanfarin ár. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlaut Þórgunnur Eysteinsdóttir Arnarvatni í Mývatnssveit, 265 stig, meðaleinkunn 8,9 og veitti Búnaðarfélag Islands henni verðlaun fyrir góðan námsár- angur. Aðra hæstu einkunn á bú- fræðiprófi hlaut Sigurbjörg Ölöf Bergsdóttir, Fjölnisvegi 20 Reykj avík. Við skólaslitin sagði Magnús B. Jónsson, skólastjóri, frá þeim breytingum sem verða á al- menna búnaðarnáminu við leng- ingu þess. Hann gat þess að með því væri komið til móts við óskir nemenda og bænda um aukna verkmenntun og verk- þjálfun. Þriggja mánaða verk- námsdvöl hjá bændum er felld inn í fyrri námsvetur og sú reynsla sem þegar er fengin af þessu spáir góðu. Þá ræddi skólastjóri nauðsyn þess að bændaefni, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar, öfluðu sér víðtækrar grundvallarþekkingar áður en þeir hæfu lífsstarf sitt og að víða erlendis væri bú- fræðinám nú skilyrði til þess að menn gætu hafið búskap. Margt gesta var við skólaslit- in á Hvanneyri og blíðasta vor- veður þegar búfræðingarnir kvöddu staðinn. Fréttatilkynning. II flugbraut í Breiðdal ff 40 dra Ungmenna og íþróttasamband Austurlands er 40 ára um þess- ar mundir og efnir sambandið til afmælisfagnaðar í Valaskjálf í kvöld, föstudaginn 26. júní. Afmælisfagnaðinn sitja stjórnarmenn aðildarfélaganna, fulltrúar sveitarfélaga og fé- lagasamtaka á Austurlandi, al- þingismenn kjördæmisins og fleiri gestir. I starfi Ungmenna og íþrótta- sambands Austurlands hafa skipst á skin og skúrir, eins og hjá fleiri samtökum af líkum toga. Hitt dylst fáum, að starf sambandsins hefur verið með miklum blóma nú síðustu árin, og hafa margir lagt þar hönd á plóginn. Þetta starf hefur skilað verulegum árangri á íþrótta- sviðinu og það hefur ekki síður uppeldislegt gildi og ber að þakka það og virða. Það eru ófáir unglingar og reyndar fullorðnir líka sem hafa sótt lífsfyllingu í starf U.I.A. á Austurlandi á 40 árum. Á þessum tímamótum sendir blaðið Ungmenna- og íþrótta- sambandi Austurlands sínar bestu kveðjur, og vonar að starf þess megi blómgast á ókomnum árum. J. K. JK/BB I maímánuði síðastliðnum var byrjað á nýrri flugbraut í Breið- dalshreppi. Flugbrautin er rétt fyrir innan kauptúnið á Breið- dalsvík á svonefndri Meleyri. Aðstæður til þess að byggja flugbraut þarna eru mjög góðar og nú er komin þarna 600 metra braut tilbúin til notkunar. Á næsta ári er áætlað að lengja brautina í 800 metra og þá er einnig áætlað að ganga frá öryggissvæðum og girðingu í kringum flugbrautina. Þessi flugbrautarbygging er mikið framfaraspor fyrir byggðarlagið, því flugbrautin sem var fyrir var mjög léleg. Þessi framkvæmd stuðlar að samgöngubótum í Breiðdal, og nægjanlegt rými er þarna fyrir verulega lengingu, ef flugsam- göngur vaxa á þetta svæði, og er rými fyrir flugbraut allt að 2000 metra langri. Þegar þessar framkvæmdir eru búnar þyrfti að koma upp flugskýli við flugbrautina. BÁTAKAUP Nú hefur Hraðfrystihús Breiðdalsvíkur gengið frá samn- ingum við skipasmíðastöð Þor- geirs og Ellerts á Akranesi um smíði á 300 tonna togskipi og afhendingartími er áætlaður 1. júlí árið 1982. Nú gerir Hrað- frystihúsið út tvo báta, Andey á troll og Ilafnarey á humar. Þetta hráefni er ekki nægilegt þrátt fyrir góðan afla bátanna undanfarið. Kemur þetta nýja skip til með að bæta mjög úr þeirri þörf þegar það kemur í gagnið eftir rúmlega ár, ef samningar standast. Atvinna Útgáfa blaðsins Austra óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra til þess að annast dreifingu blaðs- ins, auglýsingaöflun og bókhald og fjármál. Hér getur verið um um það bil hálft starf að ræða. Umsóknir sendist til Jóns Kristjánssonar, sími 1314, og gefur hann nánari upplýsingar. Umsækjandi þarf að hafa nokkra þekkingu á bókhaldi. Austri. Lög úr Dr. Jón Cdlgan d hasettu Leikfélag Fljótsdalshéraðs lætur ekki staðar numið í út- gáfustarfsemi. 1 vetur sýndi fé- lagið, sem kunnugt er, leikritið Dr. Jón Gálgan, eftir Odd Björnsson, en í leikritinu eru margir söngvar. Nokkrir músíkalskir félagar og fleiri sömdu tónlist við tekstana sem verkinu fylgja, og nú hafa þess- ir söngvar verið gefnir út á kasettu, fluttir af þeim leikur- um sem fluttu þá í sýningunni. Jón Arngrímsson og Friðrik Lúðvíksson sáu um upp- töku, en Mifa tónbönd á Akur- eyri sáu um að fjölfalda kasett- una. Kasettan er nú fáanleg í verslunum hér á Egilsstöðum. Lögin á kasettunni eru eftir Guðgeir Björnsson, Gunnlaug Ólafsson, Stefán Jóhannsson, Einar Rafn Haraldsson, Krist- ján Jónsson og Friðrik Lúðvíks- son.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.