Austri


Austri - 03.07.1981, Blaðsíða 1

Austri - 03.07.1981, Blaðsíða 1
26. árgangur. Egilsstöðum 3. júlí 1981. 24. tölublað. -WIU -verð Riðan breiðist út fró tóhimði Bóhisifns HérMo Skorið niður á þremur bæjum í Jökulsárhlíð og Jökuldal? Riða virðist í útbreiðslu í Jökulsárhlíð og í Jökuldal, og hefur þessi vágestur komið upp á þremur bæjum á síðustu mán- uðum, á Hrafnabjörgum í Jök- ulsárhlíð, Teigaseli og Eiríks- stöðum á Jökuldal. Sauðfjársjúkdómanefnd hef- ur nú lagt til að skorið verði niður á þessum heimilum og rík- isstjórnin hefur samþykkt heim- ild til landbúnaðarráðherra til lántöku vegna bótagreiðslna. Hins vegar er endanlegt ákvörð- unarvald í höndum landbúnaðar- ráðherra um það hvort niður- skurði verði beitt, og hefur hann ekki tekið ákvörðun um málið þegar þetta er ritað. Þetta mál er viðurhlutamikið þar sem hér er um að ræða fjár- mörg heimili. Á Hrafnabjörgum eru fjórir ábúendur, í Teigaseli eru tveir og lagt er til að skor- ið verði niður á öðru búinu á Eiríksstöðum, en þar er tvíbýli. Þarna er því um að ræða bú- stofn sjö heimila. Eins og menn muna kom upp riða á Brú á Jökuldal fyrir nokkrum árum og var skorið niður þar, og hafa bændurnir þar nú keypt nýjan fjárstofn. I þesu máli ræða menn nú eink- um hvort gerlegt reynist að halda riðunni niðri á svæðinu milli Jökulsár í Dal og Jökulsár á Fjöllum með niðurskurði, en þær sveitir sem þar um ræðir eru mjög fjármargar. Á hinu leytinu er rætt um hvort hægt verði að búa við þennan vágest, eins og gert hefur verið í Borg- arfirði eystra, Norðfirði og Breiðdal um árabil. J. K. I skýrslu um starfsemi Bóka- safns Héraðsbúa fyrir árið 1980 sést að 408 lánþegar komu alls 3061 sinni í safnið á árinu, eða að meðaltali rúmlega sjö sinnum hver. Fengu þeir alls 8897 bæk- ur að láni eða tæplega 22 bækur hver. Þessar útlánstölur eru eftirtektarverðar þar sem bóka- eign safnsins í ársbyrjun var aðeins 4183 bækur. Safninu bættust 287 titlar á árinu. Töl- ur um útlán standast fyllilega samanburð við hliðstæð söfn á landinu og er þá miðað við ný- útkomna skýrslu bókafulltrúa ríkisins, um starfsemi almenn- ingsbókasafna á árinu 1979. Notkun safnsins hefur aukist gífurlega upp á síðkastið, eða nær þrefaldast frá árinu 1978. Hvernig á þessari ánægjulegu þróun stendur er ekki gott að segja, sennilega á þó lengri opn- unartími stærstan hlut þar að. Einnig er það ánægjulegt að sveitafólk sem til skamms tíma sást varla í safninu, er nú að komast upp á lag með að nota það. 76 Héraðsbúar utan Egils- staða voru skráðir lánþegar á árinu, þar af 34 úr Fellahreppi. Egilsstaðabúar voru 281 og nemendur í M.E. búsettir utan Héraðs voru 51. Flestir koma þessir lánþegar reglulega og fá sinn bóka- skammt, aðrir koma sjaldnar, og á það einkum við um nem- endur í M.E., sem margir koma fyrst og fremst til að afla sér heimilda í ritgerðir og því um líkt. Ljóst er, að því betur sem bú- ið er að safninu fjárhagslega, þeim mun betri þjónustu getur það veitt gestum sínum. Efst á lista um bætta þjónustu við Héraðsbúa er bókaskrá, sem nú er unnið að. En hvenær hún kemur út, fer eftir því hvernig hrepparnir standa í skilum með lögboðin lágmarksf j árf ramlög til safnsins, en fram til þessa hefur slælega verið staðið við þær greiðslur. Sumir láta ekkert frá sér heyra, aðrir eru hálf- volgir í afstöðu sinni til safns- ins. Staðreyndin er sú að aöeins Egilsstaðahreppur, Fellahrepp- ur, Vallahreppur og Eiðahrepp- ur hafa greitt framlög sín fyrir árið 1980. Kristrún Jónsdóttir. Sigurjón Bjarnason skrifar eftirfarandi pistil í síðasta fréttabréf U.Í.A. um starfsemi skrifstofu sambandsins. Undirbúningur fyrir sumar- vertíð stendur nú sem hæst og gerast verkefni skrifstofunnar nú æði yfirgripsmikil. Gunnar Baldvinsson sem titl- aður verður fjáröflunarstjóri U.l.A. í sumar er nú kominn til starfa. Undirritaður glímir nú við síðustu framteljendurna, og verður þeirri glímu væntanlega lokið um næstu helgi. I hjáverk- um vinnur hann að undirbún- ingi fyrir landsmótsferð til Ak- ureyrar, ásamt Dóru á Fá- skrúðsfirði og Pétri á Borgar- firði. Þá er húsbyggingin á Eiðum mitt áhyggjuefni, og er von á- taka á þeim vettvangi á næst- unni með væntanlegum tilstyrk Frd Verhalýðsfélaði Fljótsdflhhéraðs Björns Björgvinssonar á Breið- dalsvík. Gunnar vinnur nú að undir- búningi sumarhátíðar. Þá verð- ur samkoman í Atlavík hans aðalverkefni í sumar auk fleiri fjáröflunarverkefna sem upp kunna að verða fundin. Hermann Níelsson verður framkvæmdastj óri Sumarhátíð- ar, auk þess hefur hann lagt mikla vinnu í undirbúning af- mælishátíðar í Valaskjálf og í- þróttalegan undirbúning fyrir landsmót. Hamingjan má vita hvernig öllum þessum verkefnum reiðir af í sumar, en við treystum á fulltingi hins óbreytta ung- mennafélaga til að öll þessi góðu mál nái fram að ganga. Víst er að sumarið 1981 mun kosta margan svitadropann, en ef við sýnum samstöðu og dug getum við örugglega glaðst yfir unnum afrekum á U.I.A. þingi í haust. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var 1. júní síðastliðinn var samþykkt að sjúkrasjóður félagsins gæfi til Heilsugæslu- stöðvarinnar á Egilsstöðum sjúkrarúm. Þá urðu formannaskipti, Ei- ríkur Elísson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Stjórn fé- lagsins skipa nú: Jón Þórarins- son formaður, Stefán B. Guð- U.Í.A. VERSLUNARMANNA- HELGI — ATLAVÍK Um verslunarmannahelgina hyggst U.I.A. að venju efna til fjáröflunar, en að þessu sinni verður það samkoma í Atlavík sem farið verður út í. 10 ár eru síðan síðast var haldin samkoma í Atlavík. Það var U.I.A. sem hélt samkom- urnar áður og yfirleitt var nokkur tekjuafgangur af þeim sem rann beint í sambandssjóð. Á síðustu árum hefur U.I.A. vaxið mjög bæði hvað varðar mundsson varaformaður, Gyða Vigfúsdóttir gjaldkeri, Dröfn Jónsdóttir ritari og Rósa Björnsdóttir meðstjórnandi. Þá vill stjórnin benda á að skrifstofa félagsins Selási 11, Egilsstöðum sími 1535, er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 15 - 18. Starfsmaður er Guð- rún Ágústa Jóhannsdótir. Fréttatilkynning. fjöldaþátttöku og starfssvið. Það segir sig sjálft að aukin umsvif kalla á peninga til þess að rekstur sambandsins geti haldið áfram óbreyttur. Þess vegna treystum við á U.Í.A. - fólk um aðstoð á meðan á sam- komunni stendur. Dagskrá samkomunnar er enn í mótun og því lítið hægt að segja um hana ennþá. Dansleik- ir verða á kvöldin, einhverjar íþróttir laugardag, tónleikar og einhver skemmtiatriði sunnudag og e.t.v. fleira. SB.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.