Austri


Austri - 11.09.1981, Qupperneq 4

Austri - 11.09.1981, Qupperneq 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 11. september 1981. Lesandabréf Aðalfundur 111. - fd trð nf litlo tilefni Það var 20. maí síðastliðinn sem Tómas Árnason alþingis- maður og ráðherra kom í Morg- unpóstinn til þeirra Páls Heið- ars og Haraldar Blöndal, þá fyr- ir skömmu kominn af fundi „fríverslunarbandalagsins” sem haldinn var í Brussel. Eitt af því sem þeir morgun- póstmenn spurðu Tómas um var hvort Islendingar hefðu eitt- hvert gagn af því að vera í fríverslunarbandalaginu. Tómas upplýsti að vegna aðildai- sinn- ar hefðu íslendingar sloppið við að greiða á árinu sem leið, 1980, hvorki meira né minna en 15 miljarða króna í tolla á vörur sem fluttar voru til þessara landa. Þessar upplýsingar munu hafa komið mörgum á óvart, því fáir munu hafa vitað að um svona stóra upphæð væri að ræða. Þó flestir vissu að afnám tolla á vörur til þessara landa væri mikilsvert, svo mjög sem íslendingar eru háðir útflutn- ingi, eins og allir vita. Stundum má sjá í blöðum, þó enn oftar heyra á tali manna að aðildin að fríverslunarbanda- laginu og samningarnir við efnahagsbandalagið, séu Islend- ingum til tjóns og bölvunar. Vitna menn þá gjarnan til hins óhefta innflutnings á margs konar vörum sem með góðu móti er hægt að framleiða í landinu, t.d. eins og húsgögn og innrétt- ingar, föt og skó og súkkulaði og hvers konar sælgæti. Gos- drykki og óteljandi margt fleira. Víst er það rétt að illa horfir fyrir ýmsum greinum iðnaðar, og þó íslenska framleiðslan sé samkeppnisfær um verð og gæði virðist það ekki hrökkva til. En nú verður ekki snúið við, til innflutningshafta né hárra tolla, þjóðin hefur einfaldlega ekki efni á því, svo mikils virði eru markaðir okkar í þessum löndum. En gagnvart hinum takmarkslausa innflutningi í samkeppni við innlenda fram- leiðslu, er ekki til nema eitt ráð, 1 sumar hefur Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands haft mörg járn í eldinum að vanda. Kemur það m.a. fram í fréttabréfum þeim sem blaðinu berast, en þar er skýrt frá því sem efst er á baugi hverju sinni í starfsemi sambandsins. Hér er gripið niður í nokkra kafla í fréttabréfum þeim sem hafa borist meðan blaðið hefur verið í fríi. það að fólk kaupi íslenska fram- leiðslu, ekki þá útlendu. Islenskar iðnaðarvörur eru yfirleitt góðar og vandaðar og fullboðlegar hverjum sem er. Þegar við kaupum íslenska sápu þvottaefni, málningu, súkkulaði, húsgögn, föt eða annað, þá ger- um við hvort tveggja, spara dýrmætan gjaldeyri og auka at- vinnu í landinu. Þannig hefur íslenskur almenningur það í hendi sér hvort iðnaðurinn heldur velli í samkeppninni við það innflutta, eða hreinlega legst niður. Þetta um að vera samkeppnis- fær um verð og gæði er að mestu kjaftæði út í hött. Hvað er gott súkkulaði og hvað ekki, fer að- eins eftir smekk hvers og eins, og hvað verðið snertir virðast ótrúlega margir hafa fullar hendur fjár, og ekki einu sinni spyrja um verð. En það er skynsemi, og þjóðhollusta að kaupa innlenda framleiðslu frekar en útlenda. Þetta svokallaða aðlögunar- gjald, sem Davíð Shceving og fleiri flón eru að þvæla um, er svo sem ekki neitt, og skiftir ekki máli, bara skítur á priki eins og góður og genginn Eiða- þinghármaður hefði líklega orð- að það. Hitt er hættulegt, fyrir þjóðir jafnt sem einstaklinga að standa ekki við orð sín, og gerða samninga. Og þó menn hjá Fríverslunarbandalaginu og fleiri taki íslenskum iðnrekend- um ljúfmannlega og tali létt mælt orð, er það ekki til að byggja á og gott að muna að ekki eru allir viðhlæendur vinir. Hallur Steinsson. Sökum hlés á útkomu blaðs- ins hefur þetta lesandabréf beð- ið birtingar um alllangt skeið, en það er skrifað út frá umræð- um sem voru í brennidepli fyrr í sumar. Efnið er þó langt frá því að vera úrelt og birtist bréf- ið hér með og er höfundur beð- inn velvirðingar á drættinum. Ritstj. U.Í.A. HLJÓMPLATAN Það er fátt, sem U.Í.A. tekur sér ekki fyrir hendur og nýjasta uppátækið er að gefa út hljóm- plötu. En það hugmyndaflug og ekki er öll vitleysan eins. Vafalaust hugsa margir svona þegar þeir heyra að U.I.A. hyggst nú gefa út 45 snúninga hljómplötu með hljómsveitinni Slagbrandi. Innihald plötunnar eru tvö lög: Afmælislag U.I.A. Framhald á bls. 3 Sú gamla stríðskempa Bjarni Þórðarson sat síðasta aðalfund S.S.A., sem gestur í boði stjórn- ar, þar sem fundurinn var hald- inn á heimavígstöðvum hans. Nú kemur fram í Austurlandi að fundi loknum, að Bjarna fannst lítið til um fundinn, þar sem enginn fór heim með „brot- ið nef né blátt auga” og engin átök urðu á fundinum milli full- trúa, hkt og á fyrstu árum sam- bandsins. Það er leitt að Bjarni skuli sakna þessara tíma mikilla orð- víga, þegar menn fóru af hverj- um fundi með „sár á sálunni”, eða „brotið nef og blátt auga” úr þeim hildarleik, sem þar var háður, oftastnær engum til góðs né gagns. Það sem á þessum árum var svo fagurlega kallað „að viðra skoðanir sínar og eiga skoðana- skipti við aðra” var oftast í reynd lítið annað og meira, en að kaldhamra einhverja sér- visku og einkasjónarmið, sem voru ekki í ætt við það að þoka málum fram með samstillingu kraftanna og sameiginlegu á- taki, og það sem þá var kallað að vera „stefnufastur og láta ekki hringla með sig” var oftast varla annað né meira en að hlusta ekki á málflutning and- stæðingsins, nema þá til að snúa út úr og rangtúlka með aldeilis „ægilegri orðfimi”. Undirritaður getur ekki tekið þátt í því með Bjarna, að harma þessa tíð hinna mörgu og oft ó- prúttnu Víga-Barða orðsins á Austurlandi eða annars staðar á landinu. Niðurstöður af fundum þeirra voru oftastnær mörg „brotin nef og blá augu”, en málin þokuðust ekkert fram á veginn, enda má í fundargerðum þessara funda lesa sama tillögu- moðið ár eftir ár, og staðfest- Alyhíun aðalfundor S.S.A. Aðalfundur S.S.A. haldinn í Neskaupstað 26..- 28. ágúst 1981 samþykkir að skora á ríkis- stjórn og Alþingi að hefja fram- kvæmdir við stórvirkjun í Fljótsdal, og kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði, eða ann- an orkufrekan iðnað, sem fellur að austfirskum aðstæðum, svo fljótt sem kostur er á. Reynt sé að haga undirbúningi þannig, að ákvarðanir hér að lútandi verði teknar fyrir næstu áramót. Með þessum framkvæmdum sé að því stef nt: 1. að stuðla að auknu jafnvægi í byggð landsins, og hindra nýja öldu fólksflótta frá landsbyggð- inni. ingu þess, hvað hægt miðaði í þeim orðum röskustu Víga- Barðanna, „að Austurland væri aftast á merinni á öllum svið- um”, eins og það þá hét. „Þá var öldin önnur er Gaukur bjó á Stöng”. Og nú er önnur öld risin hér á Austurlandi og víðar. Nú eru komnir til áhrifa í sveitarstjórnarmálum á Austur- landi menn eins og Hörður á Reyðarfirði, Áskell á Eskifirði, Björn á Stöðvarfirði, Kristján á Vopnafirði, Sigurður á Höfn, Jónas á Seyðisfirði og þannig mætti telja í nær öllum sveitar- félögum. Þessir menn meta það meira að þoka málum fram til hagsbóta fyrir almenning, en að koma snilldarlegu höggi á and- stæðing í orðaskaki á „kjafta- samkomu”, eins og málþing „orðsins Víga-Barða” voru venjulega kölluð. Þetta eru menn, sem leita lags við að koma málum í höfn, og róa knálega þegar lag gefst, menn, sem freista þess að tryggja fyrir fram breiða sam- stöðu í stórmálum fjórðungsins, þar sem þeir vita, að ekkert er eins líklegt til að tefja eða hindra framgang góðra mála eins og innbyrðis illdeilur heimamanna og orðvíg á „kjaft- asamkomum”. Skal svo hér látið staðar num- ið, þó áhugavert væri að skrifa langt mál um þátt „Víga-Barð- anna” í þróun mála á Austur- landi á tímabilinu frá því upp úr 1920 til um 1970. En þó að við Bjarni séum og verðum sjálfsagt ósammála um gagnsemi orðvíganna í sveitar- stjórnarmálum, er ég þó viss um, að við getum verið sammála um eitt atriði: Síðasta aðalfund S.S.A. er aldeilis ómögulegt að kalla „kjaftasamkomu”. Með þökk fyrir birtinguna. Bergur Sigurbjönisson. um orkumdl 2. að renna nýjum stoðum undir efnahagslíf þjóðarinnar, þar sem Fljótsdalsvirkjun getur borið uppi orkufrekan iðnað bæði á Austurlandi og öðrum landshlutum. 3. að auka öryggi í orku- vinnslu með því að virkja utan eldvirkra svæða. 4. að auka miðlunarhlutfall orkuvera landsins nægilega, til þess að tryggja nauðsynlega vetrarorku í landskerfinu. 5. að skapa möguleika á að út- rýma innfluttu eldsneyti, að svo miklu leyti, sem kostur er.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.