Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.2010, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 2010 íþróttir Meistaradeildin Argentínski snillingurinn Lionel Messi fór á kostum gegn Arsenal. Messi skoraði öll fjögur mörk Evrópumeistaranna. Barcelona mætir Inter í undanúrslitunum. 4 Íþróttir mbl.is höndla það en ég hef þurft að beita öðrum að- ferðum á stelpurnar. Ég er mýkri þjálfari en ég var áður og kem hlutunum frá mér með fjöl- breyttari hætti. Það er mikill kostur að hafa lært það. Andlega hliðin hefur einnig verið Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „ÞAÐ er reyndar einn stór munur. Það eru fleiri mistök gerð í kvennaboltanum þegar spennan er sem mest. Gráu hárunum hjá mér fjölgaði aðeins en ég gríðarlega stoltur af þess- um stelpum,“ sagði þjálfarinn og fór yfir það í frekar ítarlegu máli hve mikið leikmenn KR hafa æft aukalega frá því sl. sumar. „Þær hafa lagt ótrúlega mikið á sig. Sumar hafa æft allt að þrisvar á dag. Styrktaræfingar, frjáls- íþróttir og margt annað. Allt hefur þetta hjálp- að okkur að ná settu marki. Þær eru líka gríð- arlega reglusamar. Allt er 100%. Mataræðið og allt sem því fylgir. Ég hef ekki getað verð- launað þær með pítsu eða einhverju slíku. Þær hafa ekki viljað það.“ Þjálfarinn er ekki í vafa um að hann hafi lært gríðarlega mikið í vetur, og að konurnar hafi kennt sér nýja hluti. Óvissa um framhaldið Benedikt gerði eins árs samning við KR sl. sumar og er hann því í „biðstöðu“ hvað at- vinnumálin varðar. „Ég sé ekki eftir því að hafa tekið þetta starf að mér, og það er aldrei að vita hvað verður í framhaldinu. Ég mun gefa þessu einhvern tíma en í þessu starfi veit maður aldrei hvað gerist. Ég lærði helling á þessum vetri og tel að ég sé fjölhæfari og betri þjálfari fyrir vikið.“ Hvað er það sem þú hefur lært? „Maður þarf að fara öðruvísi að konunum. Ég hef verið þessi „grófa“ þjálfaratýpa hjá karlaliðunum sem ég hef þjálfað. Strákarnir mikið í umræðunni hjá okkur. Stelpur spá oft of mikið í hlutina. Velta hlutum fyrir sér sem strákar pæla aldrei í. Þær gera oft of miklar kröfur til sín og finnst þær vera að bregðast liðinu og allur þessi pakki. Ég þurfti oft að núllstilla á þeim höfuðið og það hefur verið mikil reynsla að taka þátt í þessu. Liðið er vel mannað og frábærir einstaklingar sem hafa lagt sitt í það að gera liðið betra en áður,“ sagði Benedikt Guðmundsson. » 2-3 „Gráu hárunum fjölgaði“ Morgunblaðið/Ómar Fögnuður Margrét Kara Sturludóttir (11) og Helga Einarsdóttir stukku hæð sína í leikslok eftir að KR landaði 14. Íslandsmeistaratitlinum. „Þetta er aðeins öðruvísi en alveg jafngaman,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari þegar hann var inntur eftir því hvort einhver munur væri að fagna Íslandsmeistaratitli sem þjálfari kvennaliðs KR eða karlaliðs KR. Benedikt stýrði karlaliði KR til sigurs á Íslandsmótinu í fyrravor og í gær stóð hann í sömu sporum og nú sem þjálfari kvennaliðs KR í fyrsta sinn á ferlinum.  Benedikt Guðmundsson sér ekki eftir því að hafa tekið áskoruninni  Betri þjálfari fyrir vikið Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,ÉG fékk þau skilaboð frá félaginu á dög- unum að ég fengi ekki framlengingu á samn- ingi mínum eins og mér hafði verið lofað og ég yfirgef því liðið í sumar,“ sagði handknatt- leiksmaðurinn Einar Hólmgeirsson við Morg- unblaðið í gær. Einar er á mála hjá þýska fyrstu deildar liðinu Grosswallstadt en hann gekk að nýju til liðs við það sumarið 2008 eftir eins árs dvöl hjá Flensburg. ,,Þetta er fljótt að breytast. Þegar ég var búinn að ná mér af meiðslunum ræddu for- ráðamenn liðsins við mig og tjáðu mér að þeir vildu gera við mig nýjan eins árs samning. En þegar nýr þjálfari og framkvæmdastjóri komu til liðsins breyttist allt saman. Þeir töldu það ekki borga sig að taka áhættuna á því að bjóða mér samning þó svo að ég hafi verið tilbúinn að lækka töluvert í launum. Op- inbera afsökunin þeirra er meiðslasaga mín en það var vitað fyrir nokkrum mánuðum að ég hafði átt við meiðsli að stríða. Vissulega er ákveðin áhætta að semja við mig vegna minna meiðslasögu en ég var reiðubúinn að koma til móts við félagið. Því var ekki tekið og nú er umboðsmaður minn að kanna stöðuna fyrir mig,“ sagði stórskyttan Einar Hólmgeirsson. Einar hefur verið afar óheppinn með meiðsli frá því hann hélt út í atvinnumennsk- una fyrir fimm árum en hann sneri aftur inn á handboltavöllinn í byrjun mars eftir að hafa verið frá keppni í 10 mánuði. Nú síðast plög- uðu brjóskskemmdir í hné Einar en þar áður bakmeiðsli. Fyrirspurnir frá liðum í 2. deildinni ,,Markaðurinn er frekar rólegur og það er kannski engin gríðarleg eftirspurn eftir mönnum sem hafa verið meiddir. Umboðs- maðurinn er að þreifa fyrir sér í Þýskalandi. Það hafa komið fyrirspurnir frá liðunum í 2. deildinni, meðal annars einu sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum, en engin tilboð hafa borist ennþá, enda er stutt síðan það spurðist út að ég yrði ekki áfram í Grosswallstadt,“ sagði Einar. Sverre Jakobsson verður því eini Íslending- urinn sem spilar með Grosswallstadt á næsta tímabili en varnartröllið á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Einar fær ekki nýjan samning  Yfirgefur þýska liðið Grosswallstadt í sumar  Forráðamenn liðsins gengu á bak orða sinna Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stórskytta Einar Hólmgeirsson er á förum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.