Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Haft er eftirvið-skiptaráð- herranum á fundi í Bandaríkjunum að búast megi við „hrollvekjandi upplýsingum“ í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Aðeins eru þrír dag- ar þar til að sú skýrsla birtist loks. Ráðherrann tekur fram að hann hafi alls engar upplýs- ingar fengið um nefnd- arstarfið. Hefði þá ekki verið ágæt hugmynd að segja sem minnst þessa þrjá daga? Ef maður veit ekkert þá er góður kostur að fjalla um það í fáum orðum. En allan þann tíma sem rannsóknarnefndin hefur verið að störfum hafa jafnt og þétt verið að birtast hrollvekjandi fréttir af hinum föllnu bönk- um. Svo stórbrotnar hafa þær fréttir verið að hætt er við að íslenskur almenningur sé orð- inn æði dofinn. Frétt nær naumast máli nema hún snúist um milljarða „snúninga“ og glettilega oft eru aðalleikend- urnir á sviðinu hinir sömu. Vil- hjálmur Bjarnason, kennari við HÍ, orðaði það svo í gær að hann hefði í töluverðan tíma bent á að fall bankanna mætti ekki síst rekja til þess að þeir hefðu verið étnir innan frá. Þar sátu eigendur bankanna að snæðingi. Og síðustu daga hafa enn borist „hrollvekjandi fréttir“. Þær snúast um Glitni-banka og framgöngu aðaleigenda hans. Þar hafa fjöl- miðlar vitnað í gögn sem sagt er að alþjóðleg rann- sóknarfyrirtæki hafi unnið fyrir skilanefnd þess banka. Þeir sem þekkja sæmilega til verða ekki mjög undrandi á þessum fréttum, þótt hrollvekjandi hljóti að vera fyrir þá sem lítið vissu. En mjög margir hljóta að hafa gengið út frá því sem vísu að þessi mál væru í rann- sókn hjá embætti Sérstaks saksóknara eða efnahags- brotadeild Ríkislögreglustjóra og að slík rannsókn væri kom- in á lokastig. Nú er hálft annað ár komið frá falli bankanna og frá því að öll gögn ættu að hafa verið að- gengileg rannsóknarmönnum. Kannski er sú staðreynd mesta hrollvekjan að rannsóknir á mjög alvarlegum málum virð- ast enn á forræði aðila, sem hafa mjög óljóst umboð til verka. Spurningar hafa verið að vakna um framgöngu skila- nefnda. Telja þeir sem þær skipa sig hafa vald til að liggja með upplýsingar mánuðum og misserum saman sem benda ákveðið til þess að alvarleg af- brot hafi verið framin? Þessar nefndir, sem nú eru skipaðar hæst launuðu ein- staklingum samfélagsins, verða strax að gera hreint fyr- ir sínum dyrum. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar enga burði til að tryggja slíkt fremur en annað. Er sakamálarann- sókn bankahrunsins enn í molum?} Upplýsingar vekja ugg Jón Gerald Sull-enberger, framkvæmdastjóri matvöruverslunar- innar Kosts, fær ekki fyrirgreiðslu í íslenskum bönkum. Honum finnst þetta skjóta skökku við og bendir á að keppinautar hans hafi fengið og fái enn mikla fyrirgreiðslu í bankakerfinu. „Ég er að reka fyrirtæki sem er ekki með nein lán,“ sagði Jón Gerald í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það hef- ur ekki þurft að biðja um nein- ar afskriftir, en fær samt enga fyrirgreiðslu.“ Þetta viðmót bankanna auð- veldar ekki uppbyggingu nýrr- ar verslunar, ekki síst vegna þess að Kostur þarf að stað- greiða allar vörur sem keyptar eru að utan. Þegar bankarnir skella í lás getur orðið erfitt að brúa bilið frá því að vörurnar eru keyptar þar til þær eru komnar í innkaupapoka við- skiptavinarins. Jóni Gerald finnst undarlegt að á meðan hann þurfi að standa undir kostnaði við að byggja upp Kost hafi keppinautar á borð við Haga fengið fyr- irgreiðslu í bönkum og lífeyr- issjóðum við að byggja upp fyrirtækið og ekkert virðist breytast í rekstri Haga þótt Arion banki hafi yfirtekið fyr- irtækið: „Nú skilja þeir það allt eftir í þroti. Þeir þurfa greinilega ekki að borga það, en geta samt haldið áfram. Þetta er mjög skökk staða.“ Hvers vegna skyldi Kostur teljast ókostur í bankakerfinu? Það virðist viðtekið að fyr- irtæki eigi að gjalda þess að vera í heilbrigðum rekstri, en fyrirtæki, sem ramba á barmi gjaldþrots eða eru gjaldþrota í raun og eru á forræði bank- anna, fá samkeppnisforskot. Við þessar aðstæður er úti- lokað að viðkvæmt viðskiptalíf dafni. Við þessar aðstæður er útilokað að viðkvæmt viðskiptalíf dafni} Kostur og ókostur E ins og flestir vita hefur stórstríð ekki verið háð í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vissulega hafa íbúar álfunnar þurft að þola smærri stríð á þessu tímabili, og var borgarastyrjöldin í Júgóslavíu þeirra alvar- legust. Það er hins vegar stórmerkilegt hvað stórveldum Evrópu hefur tekist að halda friðinn í að verða sjötíu ár, en þau eru vandfundin jafn- löng tímabil þar sem herir hafa ekki farið þrammandi yfir evrópska akra. Margir telja ástæðuna vera Evrópusam- bandið og má líklega ganga svo langt að telja þá skýringu ráðandi meðal Evrópubúa. Eitt meg- inmarkmið þeirra sem að stofnun sambandsins stóðu var jú að binda aðildarríkin svo sterkum böndum að þau gætu ekki háð stríð hvert gegn öðru. Með því að auðvelda verslun og frjálst flæði fjármagns og fólks yfir landamæri yrði friðurinn tryggður. Vandinn við þessa skýringu er sá að Evrópuríki hafa í gegnum aldirnar skrifað undir og þverbrotið fleiri friðar- og vináttusáttmála en hönd á festir. Í raun hafa slíkir sáttmálar aðeins verið hugsaðir til þess að veita aðildarríkjum and- rými til að byggja upp heri sína að nýju og búa sig undir næsta stríð. Þá verður að hafa í huga að lengst af voru engar hömlur á viðskiptum Evrópuríkja í millum, hvað þá á flutningi fólks eða fjármagns, en það kom ekki í veg fyrir að Evrópuríki háðu hátt í sjötíu stríð frá miðri sextándu öld til loka seinni heimsstyrjaldar. Það eitt að brjóta niður ný- reista tollamúra tuttugustu aldarinnar færði álf- unni ekki þann frið sem við njótum nú. Ástæðan fyrir hinni friðsömu Evrópu sem við tilheyrum er einföld. Evrópskir herir eru ekki svipur hjá sjón miðað við það sem þeir voru. Það er auðvelt að gleyma því hvað álfan var her- vædd á fyrri hluta tuttugustu aldar. Smáríki eins og Belgía voru með heri sem töldu mörg hundruð þúsund manns, en til samanburðar er breski herinn núna með um 150.000 manns und- ir vopnum þegar landvarnarliðið er talið með, en breski herinn er meðal þeirra stærstu í álf- unni. Evrópuríki hafa skorið útgjöld til hern- aðarmála gríðarlega mikið niður af einfaldri ástæðu. Bandaríkin hafa tryggt friðinn í álfunni. Bandaríkin hafa nú þegar þurft tvisvar sinn- um að skakka leikinn í evrópskum stórstyrj- öldum og ljóst var eftir lok seinna stríðs að þeir hefðu engan áhuga á að gera slíkt hið sama í þriðja sinn. Bandaríkin líta á aðildarríki NATO sem bandalagsþjóðir sínar og munu verja þær, jafnvel hverja gegn annarri. Evrópuríki treystu – og treysta enn – Bandaríkjunum til að tryggja frið í álf- unni og því hafa þau engin not fyrir heri sína lengur. Staðan væri nákvæmlega sú sama nú hvort sem Evrópusambands- ins nyti við eða ekki. Hins vegar er dæmigert fyrir Evrópubúa að í stað þess að vera þakklátir fyrir fordæmislausa velmegun og frið er þeirra helsta áhugamál að rakka niður velgjörðarþjóðina handan hafsins. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Friður og spekt í Evrópu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Veldur þú slysi í um- ferðinni um helgina? FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á síðustu árum hafa brot vegna aksturs undir áhrifum ölvunar og fíkni- efna verið sjö til átta á degi hverjum. Ölvunar- akstursbrotum hefur fækkað nokkuð milli ára og þeim örlítið sem aka undir áhrifum vímuefna, en betur má ef duga skal. Á síðasta ári olli nefnilega ölvaður ökumaður 51 slysi þar sem urðu meiðsli á sjötíu manns – þar af voru þrjú banaslys á landsvísu. Ef litið er yfir tilkynningar frá lög- reglu höfuðborgarsvæðisins sem birt- ar eru eftir hverja helgi, og taka til fjölda þeirra sem teknir eru fyrir ölv- unarakstur og akstur undir áhrifum vímuefna, kemur margt athyglisvert í ljós. Sú helgi líður varla sem enginn er stöðvaður og hlutfall þeirra öku- manna hátt sem augljóslega eiga sam- bærileg brot að baki. Síbrotamenn í umferðinni? Sem dæmi má taka, að um páskana voru níu ökumenn teknir á höfuð- borgarsvæðinu fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Af þeim höfðu sex þegar verið sviptir ökuleyfi. Sama átti við um fimm ökumenn af átján sem teknir voru fyrir ölvunarakstur þá helgi. Helgina 20.-21. mars voru fimm ökumenn teknir við akstur undir áhrifum fíkniefna og voru tveir þeirra þegar sviptir ökuréttindum. Þá voru þrír ökumenn teknir fyrir ölvunar- akstur í Reykjavík 10. mars sl. og lentu tveir þeirra, sem báðir höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi, í umferð- aróhappi. Svona má lengi telja og var sama mynstur að sjá á tilkynningum lögreglu á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Jafnframt má benda á tvo nýlega Hæstaréttardóma. Í öðru tilvikinu var um að ræða 24 ára karlmann sem aldrei hafði öðlast ökuréttindi. Þrátt fyrir það hefur hann á bakinu sex refsidóma fyrir ölvunarakstur, tvo fyrir að aka án þess að hafa öðlast ökuréttindi og fjóra fyrir akstur svipt- ur ökurétti. Í hinum var viðkomandi hálffimmtugur. Sá hafði 23 sinnum verið dæmdur fyrir ölvun við akstur og 22 sinnum fyrir akstur sviptur öku- rétti eða án ökuréttar. Horfir til betri vegar En þrátt fyrir að dreginn sé upp dökk mynd af ástandinu hér að ofan verður engu að síður að taka fram, að svo virðist sem það horfi til betri veg- ar. Milli áranna 2008 og 2009 fækkaði umferðarslysum þar sem ölvaður öku- maður kom við sögu um 29% á höf- uðborgarsvæðinu og ölvunarakst- ursbrotum um 21% á sama tíma. Á landsvísu hefur ölvunarakst- ursbrotum einnig fækkað og það tölu- vert. Árið 2007 voru brotin tæp 2.100 og rúmlega 1.900 árið 2008. Á síðasta ári voru þau hins vegar um 1.450 tals- ins. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er lagt til að leyfilegt áfengismagn í blóði ökumanns verði lækkað úr 0,5‰ í 0,2‰, en jafnframt að hækka eigi hámarkssekt vegna umferð- arlagabrota úr 300.000 kr. í allt að 500.000 kr. Hvort slíkar breytingar verði til þess að bæta enn umferð- armenningu og gera út um þann vá- gest sem áfengi og vímuefni er í um- ferðinni skal þó ósagt látið. Morgunblaðið/Júlíus Árekstur Frá fyrsta sopa koma fram áhrif sem skerða hæfni til aksturs. Föstudagar voru hættulegastir daga í umferðinni á síðasta ári en þá urðu flest umferðaróhöpp og -slys. Og þó svo ölvunaraksturs- brotum hafi farið fækkandi milli ára er víst að á höfuðborgar- svæðinu einu verði akstur fimm til fimmtán ökumanna stöðvaður yfir helgina. 1.446 Teknir ölvaðir undir stýri á síðasta ári á landinu öllu. 261 Tjón ölvaðra ökumanna á landinu öllu í fyrra. 890 Teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu. 146 Tjón ölvaðra ökumanna á höfuðborgarsvæðinu. Teknir ölvaðir og ollu tjóni 2009

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.