Morgunblaðið - 09.04.2010, Qupperneq 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2010
✝ Kristín Guð-munda Halldórs-
dóttir fæddist á
Akranesi 2. maí
1939. Hún lést á
gjörgæsludeild Land-
spítalans við Hring-
braut 29. mars sl.
Foreldrar hennar
voru Halldór Guð-
mundsson skipstjóri
frá Sigurstöðumi, f.
19. maí 1911, d. 1.
mars 1989, og Guð-
ríður Halldórsdóttir
húsfreyja frá Bol-
ungarvík, f. 9. maí 1915, nú búsett
á Dvalarheimilinu Höfða, Akra-
nesi. Systkini Kristínar eru Guð-
ríður Halldóra Halldórsdóttir, f.
14. júní 1942, gift Þorgeiri Har-
aldsyni, f. 27. desember 1935, d.
21. júní 2005. Halldór Haukur
Halldórsson, f. 29. maí 1946,
kvæntur Hrafnhildi Hannibals-
dóttur, f. 26. nóvember 1950.
Kristín giftist 6. apríl 1958
Magnúsi Davíð Ingólfssyni, mat-
sveini, f. 11. janúar 1937, for-
eldrar hans voru Ingólfur Sig-
urðsson, bifreiðarstjóri á
Akranesi, f. 23. maí 1913, d. 28.
september 1979, frá Móum á
Skagaströnd, og Soffía Jónfríður
Guðmundsdóttir húsfreyja frá
26. október 1962. Sambýliskona
Júlía Birgisdóttir, f. 21. sept-
ember 1976. Barn þeirra: Sólborg
Vanda, f. 2. febrúar 2005. Barn
hans frá fyrra sambandi: Óskar
Halldór Guðmundsson, f. 27. apríl
1988. 4) Soffía Margrét Magn-
úsdóttir, f. 16. janúar 1967, gift
Halldóri Bragasyni, f. 3. apríl
1965. Börn þeirra: a) Kristín El-
ísabet, f. 24. október 1987, b)
Bragi Þór, f. 5. október 1994, c)
Adolf Freyr, f. 31. mars 1997; 5)
Magnús Kristinn Magnússon, f.
23. apríl 1971. Barnsmóðir Þór-
katla Jónsdóttir f. 7. september
1971. Börn: a) Elísabet Karen, f.
26. ágúst 1991, b) Stephen Mitch-
ell, f. 3. mars 1998.
Kristín Guðmunda fæddist og
ólst upp á Akranesi. Hún kláraði
grunnskóla og tók gagnfræða-
próf. Þá tóku við barneignir og
húsmóðurhlutverkið. Þegar börn-
in voru komin á legg fór hún út á
vinnumarkaðinn. Hún starfaði í
Akraprjóni, Harðarbakaríi og
Frystihúsi Haraldar Böðv-
arssonar á Akranesi. Árið 1988
fluttu þau Magnús til Reykjavík-
ur og hóf hún þá störf hjá Nóa-
túni þar sem hún vann í 17 ár
eða þar til starfsorku þraut.
Kristín og Magnús voru mjög
ung er leiðir þeirra lágu saman
og áttu þau gullbrúðkaup 6. apríl
2008. Hún átti heima í Baug-
húsum 10 í Reykjavík.
Útför Kristínar Guðmundu
verður gerð frá Akraneskirkju í
dag, 9. apríl 2010, og hefst at-
höfnin kl. 14.
Þingeyri, f. 3. júní
1916, d. 25. janúar
2004. Börn Kristínar
og Magnúsar eru: 1)
Halldóra Guðríður
Magnúsdóttir, f. 2.
apríl 1960, gift Lúð-
víki D. Björnssyni, f.
14. október 1954.
Börn þeirra: a) Dav-
íð Halldór, f. 10. jan-
úar 1979, sambýlis-
kona: Elsa
Alexandersdóttir, f.
21. nóvember 1980.
Barn þeirra: Embla
Rós, f. 27. nóvember 2003. b)
Heiðrún Kristín, f. 9.október 1980.
Sambýlismaður: Gunnar Örn
Gunnarsson, f. 11. nóvember 1978.
Börn: Birta Sif Georgsdóttir, f. 12.
ágúst 1997, Gabríel Frosti Gunn-
arsson, f. 5. júní 2008, Benedikt
Jökull Gunnarsson, f. 18. desem-
ber 2009. c) Heimir Magnús, f. 13.
október 1987, d) Björn Markús, 5.
febrúar 1992 e) Kristinn Daði, f.
23. júlí 2007; 2) Ingólfur Friðjón
Magnússon, f. 26. mars 1961,
kvæntur Sigríði Andrésdóttur, f.
17. febrúar 1964. Börn þeirra: a)
Bjarki Már, f. 12. mars 1986, b)
Ásta Kristín, f. 10. janúar 1988, c)
Linda Björk, f. 25. júní 1990; 3)
Guðmundur Halldór Magnússon, f.
„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur,“ sagði mamma við gaml-
an viðskiptavin á kassanum í Nóa-
túni, þegar hann sagði henni frá óför-
um sínum; hann hafði misst fótinn.
Hann var sammála henni. Þetta er
aðeins eitt dæmi af mörgum um hvað
hún var náin viðskiptavinunum og
lýsir helst hvernig þeir deildu með
henni sínum sorgum og sigrum. Það
eru 6 ár frá því mamma hætti þar, en í
seinni tíð var hún oft að hitta fólk sem
hafði komið í Nóatúnið og sagðist
sakna hennar. Það væri ekki eins að
fara í Nóatúnið núna. Alltaf var röðin
á kassann hennar lengri en hinar, við-
skiptavinirnir vildu hreinlega heldur
bíða lengur en fara annað. Þetta upp-
lifði ég ef ég þurfti að ná af henni tali.
Mamma var alveg stórkostleg
manneskja þó hún væri stundum föst
á sínum skoðunum og við oft ekki
sammála. Hún sagði svo skemmtilega
frá og var hnyttin. Hún og afi Halldór
voru svo lík en hann lést í mars 1989.
Hún var þá fimmtug, hún sagði alltaf
að hann hefði farið alltof snemma en
þau áttu það sameiginlegt að elska
tónlist og vera bindindisfólk. Mér er
oft minnisstætt þegar ég lítil stelpa
kom á Kirkjubrautina til ömmu og
afa. Þar hittust oft margir til að ræða
um pólitík, þar var fólki heitt í hamsi
og ekki sammála, þá hljóp amma oft
til, lokaði gluggum svo rifrildin
heyrðust ekki út. Þetta voru ógleym-
anlegar stundir. Mér verður oft
hugsað til þessara kalla í dag, hvað
mundu þeir segja eftir allt þetta hrun
sem gengið hefur yfir þjóðina. Þarna
held ég að hún hafi fengið áhugann á
pólitík sem fylgdi henni alla tíð. Hún
var mikill stuðningsmaður ÍA-liðsins
og fylgdist alltaf með þeim. Bestu
stundir hennar í seinni tíð voru spila-
kvöldin með góðum hóp kvenna og
frænkuklúbburinn. Þar var alltaf
verið að spjalla um gamla tíma. Eitt-
hvað sem við yngri kynslóðin vissum
lítið um og hún var hafsjór af fróð-
leik.
Það er varla hægt að hugsa sér
betri mömmu, hún var snillingur að
baka, elda og sauma og mikil smekk-
manneskja. Henni var svo annt um
okkur systkinin og barnabörn að hún
hefði gengið í sjóinn fyrir okkur.
Fjölskyldan var henni allt, faðmlag
hennar þétt, samkennd mikil og
óspar á hrós. Henni þótti svo gaman
að gera vel við alla og veislur voru
hennar ær og kýr. Mamma var mjög
trúuð manneskja og læt ég hér fylgja
ljóð sem hún hafði miklar mætur á.
Ég bið þig Guð að gæta mín
og gefa mér þinn frið,
svo öðlast megi ást til þín
og öðrum veita lið.
Ég bið þig Guð að gæta mín
og gefa mér þitt ljós,
svo lýsa megi ég leið til þín
lífsins smæstu rós.
(Ingibjörg R. Magnúsdóttir)
Ég á eftir að sakna þín mikið og
næstum óhugsandi að geta ekki heyrt
í þér til að spjalla um daginn og veg-
inn. En sú hugsun að þú þjáist ekki
meir og nú sért þú horfin á vit nýrra
ævintýra með afa og öllum hinum
sem yfirgefið hafa þennan heim og þú
saknaðir, hjálpar manni mikið.
Maggi og pabbi hafa misst mikið og
megi Guð styrkja þá í þessari raun.
Elsku mamma, þú varst gull af
manni og nú upplifum við í fjölskyld-
unni hvað við áttum en höfum misst.
Megi Guð gæta þín.
Þín dóttir,
Soffía.
Þá er komið að kveðjustund,
tengdamóðir mín.
Tengdamóðir mín var yndisleg
kona, gerði allt til að öllum liði sem
best. Maður var varla kominn inn um
dyrnar hjá henni, þá var búið að setja
góðgæti á borð og barnabörnin dekr-
uð.
Stína var ræðin, hún gat spjallað
um allt og ekkert. Hún sá það góða í
flestum en gat æst sig upp úr öllu
valdi yfir óréttlæti. Stína var með
sterkar skoðanir á pólitík. Það var
gaman að vera á annarri skoðun en
hún. Hún stóð fast á sínu og varð ekki
haggað.
Tengdamóður minni fannst gaman
að halda veislur og aldrei var neitt til
sparað í þeim málum, það var sama
hvort það voru kökur eða veislumat-
ur, þá hafa bestu kokkar og bakarar
landsins fölnað í samanburði við þær
veislur sem Maggi og Stína héldu.
Stína er ein af þeim fáu sem ég þekki
sem gat lesið uppskriftir og vitað
hvort þær væru góðar eða ekki. Stína
var meira en góður bakari eða kokk-
ur; það verður að kalla list og hana
listamann.
Stína mín, þú varst stoð fjölskyld-
unnar og verða boð, afmæli og aðrar
samkomur fjölskyldunnar ekki söm
án þín.
Kristín Guðmunda
Halldórsdóttir
✝ Vilhjálmur Hálf-danarson fæddist
í Reykjavík 10. októ-
ber 1957. Hann lést á
Landspítalanum 29.
mars 2010. Vil-
hjálmur var sonur
hjónanna Hjördísar
Vilborgar Vilhjálms-
dóttur, f. 9. júní 1938,
og Hálfdanar Þor-
grímssonar frá Prest-
hólum í Núpasveit, f.
24. desember 1927.
Vilhjálmur var elstur
af fimm systkinum en
þau eru: Guðrún Hálfdanardóttir, f.
26. apríl 1959, maki Ólafur Pálsson,
f. 28. júní 1953, þau eiga fjórar dæt-
ur. Þorgrímur Hálfdanarson, f. 13.
september 1960, hann á þrjú börn.
Arndís Hálfdanardóttir, f. 30. mars
1964, maki Magnús Magnússon, f.
13. júní 1960. Þau eiga tvö börn.
Þórir Hálfdanarson, f. 9. september
1965, sambýliskona Olga Vazquez,
f. 10. október 1976. Þórir á tvær
dætur úr fyrri sambúð. Vilhjálmur
á eldri hálfbróður, Svein, sem á tvo
syni.
Eginkona Vil-
hjálms er Bára Jóns-
dóttir, f. 15. sept-
ember 1958, frá
Njarðvík. Börn þeirra
eru: Arnar Vilhjálms-
son, f. 13. mars 1980.
Hjördís Elísabet Vil-
hjálmsdóttir, f. 26.
september 1984, sam-
býlismaður hennar er
Vilhjálmur Árni
Kjartansson, f. 27. júlí
1981. Þau eiga eina
dóttur, Andreu Lind
Vilhjálmsdóttur, f. 21.
febrúar 2010. Fannar Vilhjálmsson,
f. 1. maí 1989.
Vilhjálmur ólst upp á Presthólum
og útskrifaðist sem búfræðingur
frá Hólum í Hjaltadal 1979. Vil-
hjálmur og Bára stofnuðu heimili í
Njarðvík og bjuggu þar alla tíð. Vil-
hjálmur var sjómaður frá þeim
tíma og útskrifaðist sem vélstjóri
1985.
Útför Vilhjálms fer fram frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju í Njarðvík í dag,
9. apríl 2010, og hefst athöfnin kl.
14.
Elsku hjartans Villi okkar, hversu
erfitt það er að kveðja þig í hinsta
sinn, en hjá því verður víst ekki kom-
ist þó við hefðum kosið annað.
Efst í huga okkar er þakklætið
fyrir að hafa fengið að vera samferða
þér stóran hluta ævi okkar. Þegar
við setjumst niður og hugurinn fer á
flug þá kemur svo margt upp í hug-
ann að erfitt er að velja úr. Þetta
byrjaði allt saman á Kópaskeri en al-
vöru kynnin hófust hér í Njarðvík ár-
ið 1978 þegar Bára kom og kynnti
þig fyrir foreldrum, systkinum og til-
vonandi mági.
Í dag sitjum við uppi með ótal
minningar um fjölmargar útilegur,
veiðiferðir, ferðir á erlendri grundu
og síðast en ekki síst þær unaðslegu
stundir sem við áttum með ykkur og
stórfjölskyldunni á Laugarvatni sem
var hreiður ykkar Báru, foreldra og
tengdaforeldra ykkar.
Þú varst alltaf svo hress og já-
kvæður, tókst öllum sem jafningjum
og dæmdir engan, varst alltaf tilbú-
inn til að taka upp hanskann fyrir þá
sem minna máttu sín. Það var mikill
styrkur fyrir okkar fjölskyldu að
eiga þig að, alltaf hægt að leita til þín
og þú varst alltaf tilbúinn að veita að-
stoð ef eftir henni var óskað. Þú
varst frábær pabbi og afi, sinntir föð-
urhlutverkinu með sóma, varst börn-
um þínum og tengdasyni mikill vin-
ur, þau fundu það fljótt að þau gátu
rætt öll sín mál við þig og fengið þín-
ar góðu ráðleggingar.
Okkur er einnig minnisstætt hve
þú dáðir að hlusta á tónlist og þá sér-
staklega á hann vin þinn Megas, en
þú virtist vera sérstaklega næmur
fyrir þeirri tónlist og textasmíð sem
tónskáldið kom frá sér, þú varst sá
sem gat túlkað textann fyrir okkur
hin sem ekki skildum alltaf hvað var
verið að tala um, en þú sagðir alltaf:
„Þið verðið að hlusta vel og þá skiljið
þið þetta.“
Þetta ljóð kemur upp í hugann er
við hugsum til þín:
Á kertinu mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar,
því tíminn mér virðist nú standa í stað,
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein,
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar þrár
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og brjósti hvers manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör,
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl,
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján Stefánsson frá Gilhaga)
Elsku Bára og fjölskyldan öll, við
óskum ykkur alls hins besta og biðj-
um almættið að styðja ykkur og
styrkja um ókomna framtíð, þess
óskum við af alhug.
Einnig viljum við koma á framfæri
einlægum þökkum til hins frábæra
starfsfólks á deild 11E á Landspít-
alanum við Hringbraut.
Guðrún Jónsdóttir, Gunnlaugur
Óskarsson og fjölskylda,
Jóhanna Tyrfingsdóttir
og Jón Jóhannsson.
Kveðja frá KS3B
„Hvers virði er allt heimsins prjál“
segir í söngtexta nokkrum. Þetta
kemur upp í hugann þegar við kveðj-
um Villa hennar Báru langt fyrir ald-
ur fram.
Það var fyrir 35 árum að við vin-
konurnar stofnuðum saumaklúbbinn
KS3B, á þessum tíma hefur myndast
mikil og góð vinátta. Frá fyrstu
kynnum urðum við eins og ein stór
fjölskylda. Margt hefur verið brall-
að, útilegur, ferðalög, jólaföndur o.fl.
Villi tók sinn þátt í að gera þessar
stundir ógleymanlegar, alltaf svo
glaður og hress. Bára og Villi voru
samheldin hjón og virðing og vinátta
þeirra mikil. Þau lögðu ávallt sitt af
mörkum varðandi ferðalögin og
komu fyrst með flottan tjaldvagn
sem rúmaði allan hópinn á kvöldvök-
unum, en þar var mikið sungið,
spjallað, skálað og allir áttu m.a. sitt
uppáhaldslag. Þá kom í ljós að Villi
var mikill aðdáandi Megasar, lagði
hann á sig að handskrifa textana til
að við hin gætum nú sungið rétt. Í
ferðum okkar sköpuðust margar
hefðir, en þar ber helst að nefna app-
elsínutertuna þeirra Báru og Villa,
sem er alveg ómissandi. Fyrir síð-
ustu ferð okkar í bústað hafði Bára
ekki tök á því að baka, en Villi bakaði
því tertuna sem mátti ekki vanta.
Svona var Villi, með allt á hreinu,
tryggur og trúr og lét aldrei sitt eftir
liggja.
Stundum lögðum við land undir
fót eins og í fimmtugsferð okkar til
Tenerife sl. haust. Þar var heilsan
farin að þverra og veikindin farin að
ná yfirhöndinni, en ávallt var þó sami
óbilandi kjarkurinn hjá okkar vini.
Síðasta ferðin okkar var fyrir rétt
rúmum sex vikum þegar við fórum á
Örkina, þá lét hann á engu bera og
tók þátt í öllu með okkur. Þarna
sýndi það sig hvaða manngerð hann
var; þrautseigja og vilji til að taka
þátt og njóta lífsins.
Villi var mikill veiðimaður hvort
sem var til sjós eða lands, og kom
hann alltaf færandi hendi með hum-
ar í dekurferðirnar okkar. Minning-
arnar úr öllum þeim ferðalögum og
frá þeim góðu stundum sem við upp-
lifðum með Villa eru óteljandi og
munu lifa áfram í hjörtum okkar.
Villi missti aldrei vonina meðan á
veikindunum stóð því framundan
voru annasamir tímar hjá fjölskyld-
unni. Arnar, sá elsti, að útskrifast úr
HR og Hjördís átti von á barni.
Hann ætlaði sér að njóta þessara
tímamóta sem framundan voru hjá
þeim. Villi deildi veiðiáhuganum með
yngri syninum Fannari og náðu þeir
að fara á rjúpu sl. haust. Þetta gerði
hann allt saman með miklum kjarki
og æðruleysi.
Það var dásamlegt að sjá hversu
stoltur hann var af börnunum sínum
og mikill vinur þeirra. Villi var ynd-
islegur maður og hann var sannkall-
aður vinur vina sinna. Undir lokin
náði Villi að verða afi og stoltið yfir
litlu afastelpunni leyndi sér ekki.
Elsku Bára, Arnar, Hjördís,
Fannar, Billi og Andrea Lind og aðr-
ir aðstandendur, ykkar missir er
mikill, megi algóður Guð vernda
ykkur og styrkja í þessari miklu
sorg.
Kveðjum við nú Villa vin okkar
með söknuði og þökk fyrir allt og
allt. Með orðum rokkarans Rúnars
Júl.: „Það þarf fólk eins og þig fyrir
fólk eins og mig.“
Kristjana og Þráinn, Svana
og Guðbjartur, Björg og
Sigurður (Böggý og Siggi),
Bára og Páll (Palli).
Í dag kveð ég kæran vin og félaga
með trega og sorg. Það eru komin yf-
ir 30 ár síðan ég kynntist Vilhjálmi
Hálfdanarsyni, eða Villa eins og við
kölluðum hann alltaf, miklum sóma-
dreng sem nú hefur verið kvaddur
burt af þessu tilverustigi. Mig langar
í nokkrum orðum að minnast þess
tíma sem við höfum átt saman á okk-
ar lífsferli. Villi var nánast alla tíð
eftir að hann flutti til Njarðvíkur á
sjó. Hvar sem Villi var þar eignaðist
hann góða félaga sem þótti vænt um
hann og honum um þá, hann var sú
manngerð sem gat lynt við alla og sá
alla tíð það góða í öllum, var ætíð
glaðvær og léttur í lund.
Við Villi kynntumst fyrir tilstuðl-
an maka okkar, sem hafa verið vinir
frá barnæsku og alla tíð haldið góðu
sambandi, við vorum báðir sveita-
menn, hann að norðan og ég að vest-
an, þar virtist fara saman mjög góð
blanda. Við áttum saman margar
góðar stundir með vinum okkar úr
Saumaklúbbnum KS og 3B þar sem
mikið var sungið og Megas hafður í
hávegum, við misgóðar undirtektir
maka okkar, en við létum það ekki á
okkur fá, það var oft sungið fram eft-
ir morgnum og þótti okkur, félögum
Villa, það æði merkilegt að oft var
hann að koma beint af sjónum og
Vilhjálmur
Hálfdanarson