Austri


Austri - 04.06.1982, Side 2

Austri - 04.06.1982, Side 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 4. júní 1982. Sj ómannadagurinn Sjómannadagurinn hefur lengi verið hald- inn hátíðlegur og er verðugt tækifæri til að minna alia iandsmenn á undirstöðuþýöingu sjávarútvegsms íyrir þjóöma. lim aiit Aust- uriand kemur fóik saman í hátíðarskapi. Á þann hátt vilja menn tjá sjómönnum þaKkiæti og virömgu. Dagurirm er því ekki aðeins dagur sjómanna. Hann er einnig dagur fjöiskyldna þeirra og helsti hátíoisdagur byggðarlag- anna. Lífsbjörg staðanna byggist á sjósókn og með hátíða- höidum tengjast ungir sem aidmr í þeirri von og trú að sjór- inn eigi emi eftir ao færa okkur farsæld og hamingju. Þvi miður líour ekki sjá sjómannadagur að ekki sé minnst manna sem farist hafa við störf sín. Þessi staðreynd minnir á hættu og öryggisleysi sjómanna og aðstandenda þeirra. Um iéið og við minnumst látinna íélaga má hvergi slaka á við að bæta skilyröi til sjósóknar. Þótt miklar framfarir hafi orðið vantar enn mikið til að bæta öryggi sjómanna. Mörg skip eru gömul og ófulikomm, haínir eru ófullnægj- andi, öryggistæki og aobunaður aliur þarf að vera undir stöð- ugu eftiriiti og endurnýjun. Reynslan hefur sýnt að sérhvert spor getur bjargað mörgum mannslífum op; því má einskis láta freistað í framfarasókn fyrir bættu öryggi. Islenskir sjómenn voru á árinu 1981 að meðaltali 1370 á skuttogurum, 1825 á bátum stærri en 100 brl., 1977 á bátum 0 - 100 brl. og 865 á opnum vélbátum eða 6038. Þessir menn leggja grundvöllinn að u.þ.b. 80% af útflutningi þjóðarinnar. Áðstæöur þeirra eru því mál okkar allra og framfarir þjóð- arinnar eru nátengdar starfi sjómanna. Kunnátta íslendinga á sviði fiskveiða er heimsþekkt og hafa aðrar þjóðir sóst eítir okkar mönnum við uppbyggingu veiða sinna. Islendingar hljóta að stefna að því að viðhalda forystuhlutverki á sviði fiskveiða, verndunar fiskistofna og vandaðrar framleiðslu í sjávarútvegi. Þeir erfiðleikar sem nú steðja að sjávarútveginum eru jafnframt vandamál sjómanna. Það var mikil framsýni að færa út fiskveiðilandhelgina og mikið heillaspor þeirra stjórnmálaafla sem að stóðu. Þar sköpuðust möguleikar til aukinnar sóknar sem hefur staðið undir auknum tekjum okk- ar á undanförnum árum. Nú er svo komið að ekki verður lengra gengið í aukningu veiðanna. Loðnuveiði hefur verið stöðvuð og nánast allar veiðar takmarkaðar. Allt í einu þurfa menn sem eru vanir sjósókn af harðfylgi þegar gefur, að láta sér lynda að binda skip sín við bryggju og bíða átekta. Tak- markanir veiða hafa verið teknar upp í síauknum mæli. Þetta er vandasamt verk ef gæta á nauðsynlegrar réttsýni. Hætt er við að lausn á einu vandamáli skapi annað. Síldveiðar loðnu- flotans á komandi hausti eru lýsandi dæmi hvernig fyrirhug- að er að létta á birði loðnuflotans með því að skapa ný vanda- mál hjá reknetabátum. Jafnframt er hætt við að aflinn dreif- ist með öðrum hætti um landið vegna þessa. Þá myndast önn- ur vandamál hjá íbúum staðanna sem háðir eru veiðunum. Sjómenn hljóta að krefjast þess af forystumönnum sínum að þeir hafi til að bera víðsýni og þekkingu á málum þeirra. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að ákvarðanir séu teknar á þeim grundvelli. Þrýst er á úr öllum áttum og mikil hætta á að hinn sterkari hafi best. Við það getur skapast upplausn og óþörf hagsmunabarátta innan sjómannastéttar- i'nnar. Við þessar aðstæður er fiskverðsákvörðun nú framundan. Hvað sem henni líður er ekki verjanlegt að ætlast til þess að sjómenn beri einir erfiðleika íslensks sjávarútvegs. Allir landsmenn njóta afrakstursins og því er eðlilegt að það sé haft í huga þegar erfiðleikar steðja að. Til hamingju með daginn sjómenn. Megi heill og góðir vættir vernda störf ykkar. H. Á. Ærabáto ... Framhald af bls. 1 og reyndar oft öll skipshöfn- in voru Austfirðingar. Þeir kynntust þá fiskimiðunum, sem voru á þeim tímum upp við landsteinana, svo það er varla tilviljun, að þeir eru úr hópi þessara manna, sjó- mennirnir, sem koma til Hornafjarðar á vélbátum til að stunda sjóróðra veturinn 1908. Vélbátaútgerð var þá ný- lega byrjuð á Austfjörðum varla meira en 2 - 3 ára. Eftir 1907 finnast ekki heimildir fyrir því að róið hafi verið að staðaldri frá Hornshöfn, en þá hefur ára- bátaútvegur stóraukist frá Höfn. 1909 eru gerðir út það- an 6 bátar á vetrarvertíð og 1910 eru þeir orðnir 7, og mun sú tala hafa haldist nokkuð óbreytt til ársins 1918 Flestir þessir bátar voru sexrónir (sex undir árum) og með góðan seglabúnað. Afli var misjafn eins og gerist. 1911 og 1918 voru metár. Aflahæstu bátarnir voru þá með 350 fiska hlut af stórhorski, sem skiptist í 10 staði. Einnig voru góðar ver- tíAr 1917 - 18. Þá var hærri hlutatala en mikið smærri fiskur, því það var áliðið vetrar þegar róðrar hófust, t.d. byrjaði vertíð ekki fyrr en 25. mars 1917. Eftir 1918 mátti segja að ái'abátaútvegur legðist niður, vegna tilkomu vélbáta heima- manna, og aukinnar útgerðar aðkomubáta. Lífeyrissjóður Austurlands Þeir sem ætla að sækja um lán úr Lífeyrissjóði Austurlands í sumar þurfa að skila umsóknum um lánin á skrifstofu sjóðsins að Egilsbraut 25 Neskaup- stað, fyrir 15. júní n.k. Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin séu full- komlega fyllt út og að umbeðin gögn fylgi. Stjórn Lífeyrissjóðs Austurlands. —.— --------------------—----—--------------- Bisnuirc U Við kynnum lög af væntanlegri liljómplötu okkar á dansleikjum í júní á Austurlandi. Á Stöðvarfirði 6. og 16. júní, Staðarborg Breiðdal 17. júní og Þórshöfn þann 26. júní. Hljómsveitin Bismarck Stöóvat firói. Ósbum uustfirsbum sjómönnum til bnmingju með dnginn SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFELAGA Sjavarafurðadeild SAMBANDSHUSINU REYKJAVIK SIMI 28200

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.