Austri - 04.06.1982, Side 8
Minning
Bjarni Þórðarson
Neskaupstað
Henn töldo það óhugiandí...
Stutt spjoll vií Eirík Gunuþónson ó Borgarfirði
Bjarni bæjarstjórí er dá-
inn. Hann lést á Borgarspít-
alanum í Reykjavík 21. maí
1982 eftir stranga sjúkdóms-
legu. Áður hafði hann verið
heilsuhraustur maður.
Bjarni Steindór hét hann
fullu nafni, foreidrar hans
Þórður Bergsveinsson frá
Urðarteigi við Berufjörð og
Matthildur Bjarnadóttir af
skaftfellskum ættum.
Fæddur var Bjarni 24. apr-
íl 1914 á Kálfafelli í Suður-
sveit, frumburður sinna for-
eldra, sem nú fluttust austur
að Krossi á Berufjarðar-
strönd og hófu þar búskap.
Þórður sótti sjóinn jafn-
framt. Hann fórst við fimmta
mann skammt frá lendingu
þegar Bjarni var 11 ára
gamall.
Sumir mæta miklum örlög-
um þegar á barnsaldri. Fjög-
ur voru systkinin á Krossi og
það fimmta á leiðinni þegar
faðirinn var allur. Framund-
an var hörð barátta ekkju og
ungra barna að halda hópinn,
barátta fyrir lífsbjörg og
fyrir heilsu og lífi barnanna,
sem sum áttu við langvarandi
veikindi að stríða.
Eftir fimm ár á Krossi
flutti Matthildur til Norð-
f jarðar með börnin og barátt-
an hélt áfram. Bjarni vann
við sjóinn og á sjónum. Var
tvo vetur í unglingaskóla.
Lærði vélstjórn og tók vél-
stjórapróf og gerðist mótor-
isti á bátum í mörg ár. Hann
fór í land 1946 og gerðist bæj-
argjaldkeri og bæjarstjóri
fjórum árum seinna og allt
til 1973 að hann gaf ekki kost
á sér. Eftir það vann hann
ýmis störf, lengst gjaldkeri
við Landsbankann í Neskaup-
stað.
Árið 1941 kvæntist Bjarni
Önnu Eiríksdóttur. Þau eign-
uðust tvo syni, Eirík og Berg-
svein. Anna andaðist 1975.
Fjórum árum síðar fórst Ei-
ríkur með báti sínum í fiski-
róðri. Síðari kona Bjarna var
Hlíf Bjarnadóttir og lifir
hún mann sinn.
Bjarni Þórðarson hellti sér
út í verkalýðs- og stjórnmála-
baráttuna löngu áður en hann
hafði náð kosningaaldri og
hlotið kjörgengi. Frá upphafi
barðist hann í fylkingar-
brjósti og hvikaði aldrei.
Harðfylginn og beinskeyttur
í ræðum. Slíkt hið sama á
ritvelli, mikilvirkur og þraut-
seigur í blaðamennskunni,
allt frá „Uppreisn“, fyrsta
fjölritaða blaðinu, til „Aust-
urlands“, sem orðið er næst-
langlífast vikublaða á lands-
byggðinni. Samhliða þessu
sótti Bjarni sjóinn af atorku
framan af og gerðist síðan
framkvæmdastjói’i grósku-
mikils og vaxandi bæjarfé-
lags í nærri fjórðung aldar og
löngum stjórnarmaður og
stundum formaður umfangs-
mikilla atvinnufyrirtækja í
bænum, afköstin ekki smá.
Margir minnast Bjama
Þórðarsonar þessa dagana og
rekja æviágrip. Síðar munu
færir menn rita ævisögu
hans í heild, því það er óhjá-
kvæmilegt vegna íslandssög-
unnar. En þegar ég nú hugsa
til samferðamanns míns
Bjarna bæjarstjóra, koma
mér fyrst í hug fleyg orð:
Hátt er siglt og stöðugt
stjó'f'n^Ö. Að Bjarni sigldi
hátt þekkjum við öll sem hon-
um kynntumst. Og stöðugt
stjórnað? Fjörutíu ára meiri-
hluti í bæjarstjórn Neskaup-
staðar staðfestir það.
Bjarni Þórðarson var
herðimaður og gekk heill að
hverju verki. Hann var kom-
inn af stórbrotnu kjarnafólki
í alþýðustétt og sérstætt
sumt. Bjarni var mikill á velli
segir Sigurður Blöndal í
minningargrein og hittir
naglann á höfuðið. Þó var
hann hvorki hár maður vexti
né tiltakanlega gildvaxinn.
Hann var yfirbragðsmikill,
rómsterkur og hló hátt og
hressilega, gamansamur al-
vörumaður. Skarpgreindur
var Bjarni, sjálfmenntaður í
bestu merkingu og hertur að
sægarpa sið. Kjörin settu á
manninn mark þegar í upp-
vexti og mótuðu lífsviðhorf
sem síðan aldrei raskaðist.
Á Bjarna sannaðist að hörð
er lundin, hraust er mundin,
og þó engu miður — hjartaÖ
gott sem undir slær. Á það
reyndi tíðum, svo hið innra
þegar sortna tóku él, sem í
starfi þegar nauðleitarmenn
áttu í hlut.
Við Bjarni Þórðarson vor-
um jafnaldrar og lengst af
nágrannar og áttum mörg
sameiginleg áhugamál, t.d.
pennatök og pólitík. Gaman
var að hitta hann á förnum
vegi og góður var hann heim
að sækja. Við þrættum bara
í blöðum okkar en harka-
lega fyrir hverjar kosning-
ar. Hvorugur gaf það hinum
að sök. Þótt hvor færi sína
leið og oft væri vík milli vina
í pólitískum skilningi sáum
við jafnan til ferða hvors
annars og kepptum að sama
marki: framför fólks og
byggða í því landi sem báðum
féll vel.
Vopnabræður Bjarna Þórð-
arsonar róma að vonum og
sér í lagi baráttu hans fyrir
hinn sósíaliska málstað. Öðr-
um er það nóg að hann var
hetja og íslendingur. Ég er
einn af þeim.
Við fráfall Bjarna sendi ég
Bergsveini, Hlíf og öðrum
ástvinum hans — og nágrönn-
um mínum öllum í Neskaup-
stað — innilegar kveðjur.
Vilhjálmur Hjálmarssson.
Ný flugvél
Nú í vikunni kom til Egils-
staða ný flugvél Flugfélags
Austurlands. Flugvélin er af
gerðinnj Piper Navajo og er
eins og sú sem félagið átti
fyrir og keypt af sömu aðil-
Á Borgarfirði veldur hafn-
leysi því að ekki er um útgerð
stórra báta þaðan að ræða.
Eingöngu eru þar gerðar út
trillur yfir sumai’ið svo og
nokkrir 7-11 tn. bátar.
Byrjað var á hafnargerð á
Borgarfirði 1944 þegar
byggður var 150 m langur
hafnargarður 514 m breiður,
inn við Bakkagerði. Áður var
landað úr trillunum við hinar
erfiðustu aðstæður, í vogum
og við klappir sem þóttu
henta. Síðan hefur verið bæti.
við þennan garð, hann lengd-
ur og breikkaður að hluta og
er hann allgóður til löndunar
fyrir þá útgerð sem nú er
stunduð frá Borgarfirði. Árið
1973 var byrjað á hafnargerð
út við Hafnarhólma sem
breytir mikið til batnaðar út-
gerð minni báta frá Borgar-
firði. Lokað var sundinu út í
Hólmann með brimvarnar-
garði síðan var byggður
grjótgarður suðvestur úr
Hólmahorni og byggð
bryggja úr landi þannig að
komið er þar dágott bátalægi,
Önnur myndin sýnir for-
ráðamenn Flugfélagsins við
komu vélarinnar. Talið frá
vinstri: Kolbeinn Arason
flugmaður, Guðmundur Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri
og Þorkell Þorkelsson flug-
virki.
Hin myndin sýnir vélakost
Flugfélags Austurlands nú.
of lítið að vísu, fyrir trillur
og báta af minni stærð og
með talsvert meirí aðgerð má
bæta þetta lægi mikið, þ.e. ef
það væri dýpkað og byggðir
viðlegukantar.
Þar sem yfirleitt fer lítið
fyrir tali eða skrifum í fjöl-
miðlum um útgerð slíkra báta
sem að ofan greinir, það rúm-
ast eflaust ekki í þeim fyrir
fréttum af nýjum skuttogur-
um og útgerð þeirra, loðnu-
og síldarbátum svo og vertíð-
arbátum og helst hver verði
nú með mestan afla eftir vet-
urinn, þá hafði tíðindamaður
Austra tal af Eiríki Gunn-
þórssyni sem á 11 tn. bát,
Björgvin NSl og rabbaði ör-
stutt við hann um útgerð slíks
báts gerðan út frá Borgar-
firði. Eiríkur hefur allan sinn
aldur átt heima á Borgarfirði
og stundað sjómennsku allt
sitt líf, bæði frá Borgarfirði
og öðrum stöðum.
— Hvenær og hvar er bát-
urinn smíðaður, Eiríkur?
— Hann er smíðaður hér á
Borgarfirði 1970 - 71 af
Herði Björnssyni sem hefur
smíðað fjölda báta.
— Var það ekki bjartsýni
að ætla að fara að gera út
slíkan bát frá Borgarfirði við
þær aðstæður sem þá voru?
— Jú, það niá segja það og
flestir töldu það óhugsandi.
En fyrir mér vakti að reyna
að lengja úthaldstímabilið því
maðui’ sá báta koma drekk-
hlaðna frá Langanesi fyrir
f j örðinn snemma á sumrin og
þótti manni það sárt að geta
ekki sótt þangað. En varðandi
það að gera út slíkan bát í
hafnleysi má segja það að
maður hefði fljótlega gefist
upp ef ekki hefði verið byrjað
á hafnargerð við Hafnar-
hólma, því vegna þessa á-
stands þurfti maður alltaf að
flýja með bátinn í hafáttum á
aðra firði, oftast Seyðisfjörð
eða Loðmundarfjörð, þar sem
við gátum legið í vari. Yfir-
Framhald á bls. 7
um.