Austri


Austri - 11.06.1982, Page 2

Austri - 11.06.1982, Page 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 11. júní 1982. Otgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson, sími 97-1314. Auglýsingar og áskrift: Ásgeir Valdimarsson Símar 1685 og 1585 Pósthólf 73 HERAÐSPRENT SF. Dökkt útlit Engum dylst að útlitið í efnahagsmálum þjóðarinnar er dökkt um þessar mundir, og umræðan snýst þessa dagana um horfurnar á þeim vettvangi vegna þeirra launasamn- inga sem nú standa yíir. Undirstaða útflutningsatvinnuvega okk- ar er sjávarútvegurinn og af afkomu hans ræðst framar öðru það svigrúm sem er til launahækkana á hverjum tíma. Nú standa sakir þannig að þorskaflinn fyrstu fjóra mán- uði ársins er mun minni heldur en á sama tíma í fyrra og munar þar um 20 þúsund tonnum. Þetta gerir það að afla- samsetningin er miklu óhagstæðari og mun meira er af karfa í aíla togaranna sem er mjög erfiður í vinnslu. Loðnuaflinn hefur brugðist eins og kunnugt er og skreiðar- markaður í Nígeríu hefur lokast um sinn. Minnkandi þorsk- afli gerir það að verkum að samdráttur verður í sölu á Bandaríkjamarkaði sem er mikilvægasti markaður okkar fyrir útflutningsafurðir. Síldin reyndist ekki sá gullfiskur sem áður var og smærri greinar t.d. sala grásleppuhrogna ganga erfiðlega. Þetta er ekki fögur upptalning, en því mið- ur eru þetta staðreyndir um ástand síðustu mánaða. I öðrum atvinnugreinum er sömu sögu að segja. Land- búnaður stendur frammi fyrir geigvænlegum söluerfiðleik- um, einkum dilkakjötsframleiðendur samfara miklum til- kostnaði vegna ills árferðis. Jafnvel stóriðjan sem menn hafa horft til, á við mikla erfiðleika að etja og nægir að vitna í rekstur Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í því sambandi. I almennum iðnaði bera menn sig ekki of vel heldur, í allt að 50% verðbólgu í samkeppni við þjóðir þar sem verðbólgan er miklu lægri. Auðvitað er þetta ástand ekki launafólki að kenna, og allra síst því fólki sem vinnur beint í þessum frumatvinnu- greinum. Það breytir því ekki að vandséð er hverjar for- sendur eru til almennra launahækkana yfir línuna við slíkar aðstæður. Slíkt er aðeins ávísun á aukna verðbólgu, áfram- haldandi hringrás verðlags og launa. Það er vissulega staðreynd að hinir lægst launuðu bera skarðan hlut frá borði í því ölduróti efnahagsmála sem nú er, og full þörf er á því að bæta k)ör þeirra. Hins vegar skeour það ekki nema tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu verði breytt þeim í hag. Því verður ekki náð nema með aðgerðum í pen- ingamálum sem koma þeim til góða, aðgerðum sem draga úr verðbólgunni. Takist ekki að koma slíku í kring, eru samn- ingar um grunnkaupshækkanir aðeins ávísun á aukna verð- bólgu. Siíkt hlýtur að enda með skelfingu. J. K. Grunnvara á grunnverði Sambandið og kaupfélög- in hafa boðið grunnvöru á grunnverði til kaups nú um alllangt skeið og kannast nú allir við þessi hugtök þegar þeir heyra þau í auglýsing- um. Þessar vörur eru seldar með mjög lágu verði sem er þannig tilkomið að allir að- ilar sem fjalla um verð- myndun vörunnar slá af sín- um hlut, þannig að mjög mikill afsláttur er á þessum vörum. Hér er um að ræða nauð- synjavörur sem fólk notar daglega og kaupir í veruleg- um mæli vegna þess. Ætlun- in er að halda þessum hætti áfram og kappkosta það að þessar vörur verði ávallt til í kaupfélagsbúðunum þann- ig að fólk geti ávallt keypt þær þar og gert verðsaman- burð. Fréttatilkynning. Ujil'- Kaupfélag A-Skaftfellinga Hornafiröí VPmmmhI W || B ~ j r ikí 1 I 1*“'"*^ ' 1 m>,' ýy/N., ; wk ffloridfllor opinn fyrir þungaumferð Sjö tonna öxulþungi hef- ur verið á Fagradal síðan í marslok og var þessum tak- mörkunum létt af fyrir viku síðan. Þetta hefur að vonum valdið miklum truflunum á umferð um þessa lífæð Fljótsdalshéraðs, og er það nú eitt brýnasta mál í vega- gerð hér á Austurlandi að byggja þennan veg þannig upp að slíkar lokanir þurfi ekki að endurtaka sig á hverju vori. Gífurlegir þungaflutning- ar hafa verið um veginn um Fagradal í síðustu viku, og bar þar mest á áburðar- flutningum þar sem mjög lítill áburður hefur verið fluttur upp yfir til þessa. Einnig ýtti boðað verkfall á fimmtudag mjög mikið und- ir þungaflutninga. Nú er byrjað að vinna í vegagerð á dalnum og er unnið að því að yfirkeyra kafla frá Græf- um niður á Egilsstaðaháls, en þar er ætlunin að leggja bundið slitlag á kafla í sum- ar. Fáskrúðsfjörður . . Framhald af ibls. 4 mörkunum hér sunnan fjarð- ar. Um veg þennan aka vöru- flutningabílar af öllu Austur- landi mestan hluta ársins. Samt sem áður eru þær ósköp lágar í krónutölu upphæðir þær sem verja á til þess að styrkja og bæta veg þennan. Finnst okkur hér þetta all furðuleg pólitík að hafa svona veilur á hringvegi landsins árum saman. I sambandi við samgöngu- mál er það von okkar að tak- ast megi að fá lánsfjármagn til þess að gera flugvöllinn nothæfan sem sj úkraflugvöll en til þess þarf að hækka hann og lengja. Ertu farinn að vinna í garðinum? Hér kemur steinninn sem þig vantar Hleðslusíeinn sérstaklega ætl- aður í hærri kanta, læsist sam- an og skríður ekki. BELLA sexkanthellur stíga og verandir í gang- KASTRUP ílangur sexkant Hellur og brotsteinn ætlaður í kanta og blómabeð I - steinn sérstaklega ætlaður í bílastæði Brotsteinn í hleðslur og hellur 20 x 40 cm. Venjulegar gangstéttarhellur 40 x 40 cm. Leitið upplýsinga, síminn er 1216, eða komið og skoðið. Rörasteypan sf. EGILSSTÖÐUM

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.