Austri


Austri - 11.06.1982, Blaðsíða 4

Austri - 11.06.1982, Blaðsíða 4
 LFTIBÚ LANDSBANKANS Á AUSTURLANDh VOPNAFIRÐI SEYÐISFIRÐI NESKAUPSTAÐ ESKIFIRÐI REYÐARFIRÐI FÁSKRÚÐSFIRÐI BREIÐDALSVÍK DJÚPAVOGI HORNAFIRÐI LANDSBANKINN Banki allra landsmanna Flugfélag Austurlands 10 ára Flugfélag Austurlands hef- ur nú starfað um 10 ára skeið og minntist félagið þessara tímamóta á aðal- fundi sínum sem haldinn var í Valaskjálf laugardaginn 5. júní. Fundurinn var vel sótt- ur, en hluthafar í Flugfélagi Austurlands eru óvenju margir miðað við stærð og umsvif félagsins og hafa margir orðið til þess að sýna hug sinn til þessarar starf- semi með því að láta skrá sig fyrir hlut í því. Guðmundur Sigurðsson læknir á Egilsstöðum var einn af helstu forvígismönn- um þessa félagsskapar og hef- ur hann verið í fararbroddi í þessum rekstri síðastliðin 10 ár. Guðmundur flutti skýrslu félagsstjórnar á aðalfundin- um og lét hann þess getið að oft hefði verið dökkt í álinn á þessu tímabili og margvís- leg áföll hefðu dunið yfir. Rekstur félagsins á síðasta ári var áfallasamur og erfið- ur einkum fyi’ri hluta ársins, en fór batnandi síðari hluta árs, er ný flugvél kom í gagn- ið. Eins og komig hefur fram hefur félagið nú fest kaup á annarri flugvél, sem er ný- komin hingað austur, og er nú vel í stakk búið til þess að sinna áætlunar og leiguflugi, en bærilegt útlit er með verk- efni á næstunni. Hjá Flugfélagi Austur- lands hafa unnið tveir flug- menn og einn flugvirki, en nú hefur verið ráðinn þriðji flugmaðurinn til þess að mæta vaxandi verkefnum. Er það Brynjólfur Sigbjömsson sem er úr Fellabæ, og hefur unnið við flugkennslu hér undanfarið. Hinir flugmenn- irnir eru Kolbeinn Arason og Benedikt Snædal og flugvirk- inn Þorkell Þorkelsson. Flugfélag Austurlands hef- ur nú fest kaup á flugskýlinu á Egilsstaðaflugvelli, sem var í eigu Flugmálastjórnar, og er nú eitt brýnasta verkefnið framundan að einangra það og gera þar bærilega vinnu- aðstöðu fyrir flugvirkjann. Á fundinum var samþykkt tillaga um að bjóða út við- bótarhlutafé í félaginu, eina milljón króna til þess að styrkja stöðu þess. Kom það fram í máli manna að menn eru staðráðnir í því að hefja nýja sókn í uppbyggingu fé- lagsins og reyndar er sú sókn þegar hafin með kaupum á annarri flugvél. Fram kom að Flugleiðir hafa samþykkt að kaupa 35% af þessu hluta- fjárútboði. I stjórn félagsins voru kosnir: Bergur Sigurbjörns- son, Einar Helgason, Krist- inn Jóhannsson, Jóhann D. Jónsson og Sigurður Hjalta- son. Stjórnarformaður félags- ins er Einar Helgason, og þakkaði hann Guðmundi Sig- urðssyni sem nú lætur af störfum í stjórn félagsins og hvei'fur af landi burt um sinn, óeigingjarnt starf í 10 ár, og mjög gott samstarf. Þor- steinn Sveinsson sem stjórn- aði fundi færði Guðmundi einnig þakkir, og kom fram í máli þeirra að áhugi Guð- mundar og vinna að þessum málum, ólaunað í hjáverkum með erfiðu og vandasömu starfi, ætti sér fáar hliðstæð- ur. Fundarmönnum var boðið til kaffidrykkju í tilefni af- mælis félagsins og eftir fund- inn var fundarmönnum boðið í útsýnisflug með vélum fé- lagsins í einstaklega góðu veðri sem var hér á laugar- daginn var. J. K. Fáskrúðsfjörður Framkvæmdir — Vegamál Hjá Búðahreppi eru helstu verkefni framundan að bæta hafnaraðstöðu með því að HMfundor KúruWdor K .5. Aðalfundur Héraðsdeildar NS, var haldinn í Barna- skólanum á Egilsstöðum 29. apríl s.l. og lauk þar með 2. starfsári deildarinnar. Fundarsókn var nokkuð góð miðað við aðra fundi sem haldnir hafa verið. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa var rætt um þá breytingu sem gerð var á að- alfundi NS. í Reykjavík 17. apríl s.l. en þá voru stofnuð landssamtök neytenda, sem einstakar deildir eiga síðan aðild að. Stofnuð hefur verið deild í Reykjavík, en þar hef- ur ekki verið starfandi sér- stök deild áður. Þá var á fundinum rætt um framtíð deildarinnar hér, hvort hún ætti að starfa á- Til Besenda Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði að niður féll að geta um höfund greinar um árabátaútveg frá Höfn í Hornafirði, sem birtist í blaðinu. Greinin er úr fórum Gísla Björnssonar á Höfn, sem er manna fróðastur um sjósókn þar og hefur skrif- að margt um s.jávarútveg í þessari miklu verstöð. Er Gísli beðinn velvirðingar á þessum mistökum. fram eða ekki en fremur lít- ill áhugi virðist vera hér fyr- ir þessum málum. Niður- staða fundarins varð hins vegar sú, að deildin ætti að starfa áfram svo neytendur geti leitað til deildarinnar sé réttur þeirra fyrir borð bor- inn. Á s.l. ári var lííið um kvartanir en nokkuð um fyr- irspurnir og er gott til þess að vita að hér þurfa fáir að kvarta. Þó kom það fyrir hér fyrir skömmu, að skyr var selt í umbúðum sem ekki tóku það magn sem verð- lagning var miðuð við. Haft var samband við viðkomandi aðila og var málinu kippt í lag strax næsta dag. Neytendur eru hins vegar hvattir til að vera á verði ' vsr fyrir sig og láta ba* vera að kaupa þá vöru eða þjónustu scm ekki stenst þær kröfu 1 sem til er ætlast. Á félagaskrá deildarinnar eru nú um 40 manns, nýir félagar eru alltaf velkomnir og geta innritað sig hjá ein- hverjum úr stjórninni. Ár- gjald fyrir árið 1982 - 1983 hefur verið ákveðið kr. 150. Nokkrar breytingar urðu á stjórn deildarinnar, úr stjóm gengu Guðlaug Ólafs- dóttir og Einar Pétursson, sem ekki gáfu kost á sér lengur. Við þökkum þeim samstarfið. Núverandi stjóm skipa: Sigrún Kristjánsd. form. Dröfn Jónsdóttir gjaldkeri Eiríkur Elísson ritari. Varastjórn: Verðkönnun gerð 8. júní 1982. Guðný Jónsdóttir, Ásdís Jóhannsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir. Til gamans fyrir neytend- ur birtum við hér verðkönn- un sem gerð var í verslunum á Egilsstöðum 8. júní 1982. S. K. K.H.B. Matariðjan V.AL..E. V.A.L.I Sykur 2 kg. 15,65 18,00 18,50 18,50 Sirkku molas. 1 kg. 19,60 14,00 20,50 20,50 Pillsburys hveiti 5 lbs. Robin Hood hv. 5 lbs. 25,05 26,00 24,65 24,25 River r. hrísgr. 454 gr . 9,75 10,20 10,20 Solgr. hafram. 950 g. 19,15 19,80 19,55 19,55 Kellogs kornfl. 340 g. 20,70 19,60 Royal vanilub. 90 g. 5,00 5,00 4,80 5,00 Maggi sv.súpa 65 g. 5,45 5,90 5,60 Vilko sveskjugr. 185 g 9,80 9,70 10,25 Melroses te 40 gr. 8,30 7,00 8,10 8,10 Fi’ón mj.kex 400 g. 14,45 14,70 14,20 14,20 Ritz saltk. r. 200 g. 15,80 15,70 15,90 Ora rauðk. Vóds. 12,20 1/1 25,80 13,00 16,60 Ora gr. baunir 1/1 ds. 16,65 16,50 16,60 16,60 Ora fiskb. 1/1 ds. 29,20 28,00 28,70 28,70 Ora fiskbollur 1/1 ds. 29,20 20,55 21,25 21,25 Tómats. Valur 430 g. 12,75 12,40 8,30 Tómats. Libbys 340 11,10 10,80 10,80 G. majonais 250 ml. 10,90 9,80 10,65 Egg 1 kg. Sardínur í olíu 50,00 50,00 55,00 55,00 K. Jónss. 106 gr. 8,60 8,00 8,45 8,45 Braga kaffi 250 gr. 14,35 14,v5 14,35 15,90 KEA saxbauti í lauksósu niðursoðinn 1/1 ds. 65,05 59,20 65,05 78,50 Svið niðursoðin 15,80 15,50 KEA kjötbúð. 600 g. 51,70 51,70 endurnýja viðlegukant við hraðfrystihúsið og einnig er áætlunin að endurnýja meiri- hlutann af dekki eldri bæjar- bryggjunnar. Ibúðir fyrir aldraða eru í byggingu og ætlunin er að gera þær fokheldar fyrir haustið. Verktaki er Þor- steinn Bjarnason húsasmíða- meistari. Einnig er gert ráð fyrir að halda áfram fram- kvæmdum við lóð grunnskól- ans og málningarvinnu inni í skólanum. Ætlunin er að aka jöfnunarlagi á íþróttavöllinn og koma honum í gagnið og klæða og einangra sundlaug- ina og leikfimihúsið. Áætlað er að virkja þriðju holuna við vatnsveituna og bæta dælukerfi. Heilsugæslustöðin verður tekin í notkun fyrst í ágúst ef áætlanir standast, en verk- takar þar eru Lars og Sævar sf. en þeir eru að byrja á eina íbúðarhúsinu sem byggja á í sumar. Auk þess að vinna í byggingarstarfsemi eiga þeir félagar og reka rörasteypuna. Hér á Búðum er unnið við frágang íbúðarhúsa sem kom- in eru á veg í byggingu, þar á meðal þrjár íbúðir í raðhús- um sem Þröstur Júlíusson vinnur við. VEGAKERFH) Ekki má skilja svo við pistil þennan að sleppt sé að oinnr.st á samgöngumálin. Síðastliðr.a fjóra mánuði höf- um við Fáskrúðsfirðingar mátt virða fyrir okkur merki með 5 tonna öxulþungatak- Framhald á bls. 2

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.