Nýr Stormur - 10.06.1966, Side 1
FÖSTUDAGUR 10. J 0 N I 1966
Údeigur skrifar
um aðhaid
borgarstjórnar
á b!s. 4.
2. árgangur
Reykjavík
23. tölublafl
LAUSN RÍKISSTJORNARINNAR:
GENGIS
KKUNINA
BRAEDA MEÐ ALI!
næðir um stjórnarfiokkana
með komandi sumri og hækkandi sól
Allt útlit er nú fyrir, að senn dragi til stórtíðinda í efna-
hagsmálum íslenzku þjóðarinnar, því nú er svo komið að
stjórnarblöðin eru þegar farin að „undirbúa“ almenning,
ef svo mætti að orði kveða. S.l. laugardag birtir Vísir for-
ustugrein undir fyrirsögninni: „Kóiga framundan", og dag-
inn eftir upplýsir Benedikt Gröndal „helgispjaliahöfundur"
Alþýðublaðsins, að „vinnuveitendur séu fokvondir"! Sama
dag gengur Tíminn á lagið og birtir leiðara undir fyrirsögn-
inni: „Gengisfellingu hótað“! Þannig er þá málum komið, að
gengisfelling íslenzku krónunnar virðist óhjákvæmileg, svo
sem Nýr Stormur skýrði frá í marz s.l. Hrunadansinn heldur
þannig áfram, enda hafa allar ráðstafanir íslenzku ríkis-
stjórnarinnar og hagspekinga hennar orðið óraunhæfari
með hverri vikunni sem líður. Heimskulegt kák stjórnvald-
anna nálgast nú hámarkið!
höfðu ríkisstjórnarflokkarnir
sífellt á því klifað, að hagur
ríkissjóðs færi síbatnandi og
jafnframt væri ekkert að ótt-
ast í sambandi við „ýruggt“
gengi íslenzku krónunnar!
Valdhafarnir létu sig ekki
muna um að halda því blá-
kalt fram, að velmegun þjóð-
arinnar færi blómstrandi með
hverjum degi og blaðakostur
ríkisstjórnarinnar hefur allt
fram til þessa dags dásamað
viðreisnarandann, sem blési
nýjum og ferskum straumum
inn í allt lif þjóðarheildarinn-
ar. Ríkisstjórnin hefur hingað
til fullyrt, að vegna mikils
góðæris til lands og sjávar
og þar af leiðandi kappnógr-
ar atvinnu landsmanna, væri
allt að miklum mun í betra
horfi en nokkurn tíma áður
fyrr. Bölmóður vísitöluhækk-
unar væri hégómi einn, runn-
inn undan vondra manna
rifjurn, sem engin áhrif gæti
haft á íslenzku krónuna —
og allra sízt til að rýra gildi
hennar, né hafa áhrif á breytt
gengi hennar til lækkunar!
Framh. á bls. 2.
í marzmánuði s.l. var sagt
frá því í forsíðugrein Nýs
Storms, að „framleiðslukostn-
aður útflutningsafurðanna
vœri orðinn svo hár, að ó-
hugsandi væri, að framleiðslu
atvinnuvegirnir gætu borið
hann lengur“. Þessi yfirlýsing
Nýs Storms vakti mikla at-
hygli meðal almennings, enda
LEIÐARLJÓS
í dag hefst hér í blaðinu
nýr þáttur, sem hlotið hef-
ur nafnið „Leiðarljós". Er
ætlanin að þessi þáttur
komi framvegis í blaðinu
og er hugmyndin með birt-
ingu þessa þáttar að kynna
í örfáum orðum heims-
kunna menn, sem unnið
hafa sér varanlegan sess í
sögunni. Er þá einkum haft
í huga að birta það sérstak
lega, sem kalla mætti leið-
arljós þessara manna og
kvenna í lífsbaráttu þeirra.
Fyrsti þátturinn er um
Churchill. (Sjá bls. 2).
Þegar yfirvaldið
fangelsaði ellina!
„ EKKI AMALEGT AÐ VERA HEIT-
INN EFTIR PÁLI AMTMANNI”
NÝR STORMUR hefur
allt frá því hann hóf göngu
sína lagt megináherzlu á
að kynna fyrir almenningi,
hversu mjög rotið réttar-
far'ið er hérlendis.
Hefur blaðið sýnt fram
á það með gildum og góð-
um rökum, að hér þróast
hvers konar svívirða gagn
vart ýmsum þegnum lands-
ins og þá einkum þeim sem
smáir eru og vinafáir. —
Valdniðslan er á stundum
svo óheyrileg, að nálgast
lygilegustu reyfarafrásagn-
ir.
Hér skal sagt frá einni
sem engan mun eiga sinn
líka.
Fyrir nokkru fóru fram
svokölluð yfirlandskipti
þriggja jarða í Árnessýslu
og er það út af fyrir sig
ekki sérstaklega í frásög-
ur færandi.
Eftir að landskiptanefnd
in hafði lokið störfum sín-
um þótti einum bóndan-
um mjög gengið á sinn rétt
' skiptin og vildi ekki
una þeim.
Nábúi hans hófst handa
um að girða landsvæði það
er honum var úthlutað og
taldi sig fara eftir landa-
merkjabréfinu.
Óánægði bóndinn taldi
hins vegar að girðingin
væri ekki réttilega staðsett.
Hann tók sig því til og
klippti burtu vírstrengi girð
ingarinnar, en við það
vildi nábúinn ekki sætta
sig og kærði málið til sýslu
mannsins í Árnessýslu.
Yfirvöldin á Selfossi, Páll
Hallgrímsson, sýslumaður
og Snorri Árnason, fulltrúi
hans, brugðu skjótt við og
sendu lögreglu sína á vett-
vang.
Yfirlögreglumaðurinn og
annar lögreglumaður tóku
síðan skýrslu af hinum ó-
ánægða bónda, sem kvaðst
hvergi mundu fara eftir
yfirlandskiptagjörðinni. —
Lauk málþófinu á þann
veg að bóndinn var tek-
inn að boði yfirvaldanna
og fluttur miðvikudaginn
fyrir uppstigninvardag í
fangahúsið að Litla-
Hrauni og þar mátti bóndi
dúsa nóttina eftir og á upp
stigningardag, en þá var
honum sleppt.
Enginn úrskurður var
uppkveðinn og engin
skýrsla hefur enn verið
gerð af þessu tilefni;
Hitt er svo meginmálið,
að hinn fangelsaði bóndi
er 77 ára gamall maður,
hrumur og frekar heilsu-
veill!
Þessi átakanlega mynd af
„réttarfarinu“ skýrir sig
sjálf. Málið hefur nú ver-
ið afhent lögmanni, sem
mun freista þess að kæra
atferli yfirvalda Árnes-
sýslu til dómsmálaráð-
herra — en hvers sé svo að
vænta þaðan er óskráð
saga og skai heldur engu
þar um spáð. Svona getur
til tekizt, þegar ónefndur
sýslumaður var skipaður
kornungur og reynzlulaus i
embætti forðum — og það
eitt nánast látiö nægja til
að réttlæta embættaveit-
inguna — að sá hinn skip-
aði hét Páll og var heit-
inn eftir Páli amtmanni