Nýr Stormur


Nýr Stormur - 10.06.1966, Qupperneq 5

Nýr Stormur - 10.06.1966, Qupperneq 5
r^iitnwmtmMWMiii«ii»innmiiiH«imiwuHM«fewL»iiMw»«uuuantmmqjmu»)»iJimrojiPimm«imiuiuw NÝR { flOBNUB Öfgefandi: Samtök óháSra borgara 1 IUtstjórar: Gunnar HaU, síml 15104 og Páll Finnbogason, ábm. | Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Síml 11658 i Auglýsinga- og áskriftarsími: 22929 Vikublað — Útgáfudagur: föstudagur Lausasöluverö kr. 10.00. Áskriftarverö kr. 45000. Prentsmiðjan Edda h.f. uÝiiiiiiiiiiuiiiiimiiiiiiiiiiittiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimm'S Margfc bar vissufega á góma í síðustu kosningabaráfctunni hérlendis og ýmislegfc var til tínt, allt effcir því hvað hinum misjöfmi og misgremdu frambjóðendum og stuðningsmckin- um þeirra þótti heppilegt og áhrifarikt í orrahríðmná. Pram- bjóðendur voru ýmist hafnir upp til skýja — ellegar dregn- ir niður í svaðið! Þannig vill það oftast verða, að réttlátur dómur fær sjaldan að ganga yfir, þegar meta skal hæfntna til metorða og valda. Sú saga er sögð af þjóðkunnum presti, að hann geri sér einstakt far um að greista tárin út úr syrgjendum, þegar hann heldur líkræðu hverju sinni. Hann gerir og meira, því íslenzkur orðaforði nægir honum alls ekki er hann lýsir því hversu mikill dásemdarmaður eða skírlifiskona sá eða sú hafi verið í hinu jarðneska Mfi, þegar þessi furðuklerkur rekur æfiferilinn við líkkistugaflinn — mænandi til himins og mælandi fram orðskrumið klökkur og vælandi. Einhverju sinni var þessi prestur að halda líkræðu um Jón Jónsson, tómthúsmann á „eyrar-bakka“ og komst þannig að orði m. a., aö svo frómur hefði Jón sálugi verið, að skóhljóð hans hefði bókstaflega hrópað til himins! Það sakar máske ekki að geta þess, acS likið undir kistulokinu var af manni, sem ekki hafði haft*á sér aðeins misjafnt orð í lifanda lífi — heldur var hvort tveggja í senn illa þokkaður auðnuleysingi og hörkuþjófur meðan hann tórði! Þannig er þessu farið í öllum greinum, þegar allt er bók- staflega gert til að sýnast og þykjast, einungis í þeim til- gangi að þjóna óheilindum til að þóknast náunganum. — Engu máli skiptir þá hvað sé rétt eða rangt. Aðeins er reynt að leita lags við tilfinningasemina og jafnframt að kæfa skynsemina, sem kann að leynast með þeim aðila, sem til er talað hverju sinni! Stjórnmálamennirnir eru þess gjarnan minnugir, að til- finningasemin yfirgengur gáfur og skynsemi þegar svo ber undir og þess vegna þykir nauðsynlegt og sjálfsagt að gæla við ósjálfstæðið í mannverunni — þetta kynlega afl, sem sviptir mann heilbrigðu hugarfari vizku og þekkingar. Þegar kosningarnar eru um garö gengnar, þá gegnir allt öðru máli — og snögglega skiptir um! Þá er volæðiskvak tilfinninganna kaffært, og óspart er skírskotað til vitsmuna, menntunar og kunnugleika, enda hefur þá kosningaáróð- inum verið holað niður í hyldjúpa gröf, sem tekin hefur verið í óvígðri mold valdagræðgi og metnaðar. Mennirnir eru ávallt samir við sig, þótt misjafnt kunni skapferlið að vera eða vitsmunir þeirra og metnaður. Einn vinnur sjálfum sér allt, en kemur naumast auga á náunga sinn. Slíkur maður er alls ekki til þess hæfur að gera fjöldanum gagn, því sín- girni hans og persónuleg nautnagræðgi sifcja oftast í fyrirúmi. Samfara þessum ókostum er aurasýkin ósjaldan fylgispök óhemja sem dregur gjarnan okur, svik og hvers könar brask á effcir sér. Rétt þykir að hafa þennan formála, vegna þess aö svo margs er að gæta í sambandi við nauðsyn þess, að aðskilja hafra og sauði í íslenzkum stjórnmálum. í öllum stjórn- málaflokkum kennir ólíkra afla, og þjóðin verður að gera sér þess ljósa grein, að öllu skiptir hvort sérhyggjumenn eða félagslyndir og heiðarlegir umbótamenn veljist til forustu fyrir fjöldann. Fólkið getur einskis vænst af þeim, sem að- eins hyggja á framabraut til að hygla sér og sínum, en láta lönd og leið hagsmuni- annarra — sem þó veittu þeim liö- sinni og stúðning upp í forustusætið. Hins vegar geta þeir einir leiðtogar þjónað sameiginlegum og félagslegum hags- munum liðsmanna sinna, sem vegna hugsjóna, góðvildar og meðfæddrar hjálpsemi við aðra menn finna hvöt hjá sér til að starfa í þágu þjóðarheildarinnar, en láta sig minna skipta persónuhagi sína. Það verður eigi fyrr en réttlátir baráttumenn fólksins geta óáreittir fyrir sérhagsmuna- seggjunum fengið að ráða stjórnmálunum á Íslandi, að þjóð- Framh. á bls. 3. Samkvæmt þjóöarskap- ferli okkar lægi behrast við að áttfca að ejnstarkiings- íþróttir ætfcu betur við okk ur en hópiþrófcfchr. Húpfþrótfc ir byggj-ast yfirteltt mjög á samþjálfun og samstiffinrgu, en þó að við séum gáfaðrr og dugmikiir og aftt það, þá eru þeir hæfileikar okk- ar, sem einna mest ber á, ekki beinlínis á því sviði, vægast sagt. Einstaklings- íþróttir byggjast hinsvegar ekki eingöngu á einstak- lingsafrekum, heidur og á einstaklingsafrekum þeirra, sem lýsa þeim — og er þá ekki aöeins átt við þá, sem segja frá símim eigin afrekurri heldur og hinna, sem skýra frá afrek um annarra. fslendinga- sögurnar bera því óvefengj- anlegt vitni, að forfeður okkar áttu einmitt þann hæfileika í ríkara mæli en samtíma forfeður nokk- urrar annarrar þjóöar. Og íþróttafréttaritarar okkar, sem fylla heila síðu minnst í öllum okkar dagblöðum alla daga, bera þvi og óve- fengjanlegt vitni að sá hæfi leiki hefur ekki einungis gengið í arf frá kynslóð til kynslóðar með þjóð vorri, heldur þróast og þroskast að sama skapi og frásagn- argáfan; en er ekki frá- sagnargáfan þar aðalatrið- ið, þegar allt kemur til alls? Það er bara þetta, að nú er svo komið fyrir þróun samgöngutækninnar og fjölmiðlunartækninnar, að enginn getur lengur setið einn að sínu, hvorki þjóð né einstaklingur. Þetta hef- ur meðal annars þau áhrif, að sífellt er um einskonar samanburð að ræða — mannjöfnuð, eins og þeir íþróttafréttaritarar, sem skráðu íslendingasögur, kölluðu það. Þessi mann- jöfnuður, sem áður var fyrst og fremst kominn und ir frásagnargáfu þess, er honum lýsti, er nú orðinn tæknilegri og um leið ná- . kvæmari — afrekin miðast ekki lengur við snilldarlega valin lýsingarorð skáldlega samtengd, heldur mjög ó- skáldlegar og snilldarvana mæhemingar, metra, mínút ur og smærri eða stærri sunduriiðanir eða samlagn- ingu þeirra, aHt eftir eðli viðkomandi íþróttaafreks. Nú getur íþróttafréttarit- arinn ekki lengur frægt af- reksmann sinn með því einu, að enginn hafi kom- izt með tærnar, þar sem hann hafði hælana — eða kannski að enginn hafi komizt með hælana, þar sem hann hafði höfuðið, ef viðkomandi íþróttafrétta- ritari þarf að hafa hrað- ann á að koma fréttmnl í blaðið. Nei, nú verður hann að segja frá afrekinu upp á brot úr sm. og mínútu, eða jafnvel sekándu, máli sínu til stúðnings. Fyrir bragðið getúm við semsagt ekki lengur borrð af öðrum, nema — við berum af öðr- um. Réttara sagt, nú er það ekki lengur nóg að íþrótta- fréttaritarar vorir beri af starfsbræðrum sínum með- Tímabært að banna hingaðkomu erlendra knattspyrnuliða? al annarra þjóða, eins og þegar skráðar voru Njála og Egla, nú verða þeir ein- staklingar, sem afrekin vinna, sjálfir að bera af ... hvað skiljanlega er ólíkt erfiðara, að minnsta kosti fyrir þjóð, sem alltaf hef- ur lagt mest upp úr sjálfri frásögninni. Því er nú svo komið, að hópíþróttir virðast eiga mun betur við afrekahæfni okkar en einstaklingsíþrótt irnar. Þar er nefnilega mun óhægara að koma við því mati, sem byggist á fyrr- nefndum mælieiningum, en að sama skapi er og frá- sagnargáfu íþróttafrétta- ritara okkar rýmri stakk- ur skorin, enda þarf ekki annað en að lesa lýsingar þeirra á körfuknattleik, handknattleik — og þó fyrst og fremst knatt- spyrnu — til að sannfær- ast um að þar gefa þeir forfeðrunum sízt eftir. Þeg ar þeim tekzt bezfc upp við að lýsa körfuknattleik í íþróttahöllinni, eða jafn- vel að Hálogalandi, finnst manni frásögnin af Brjáns bardaga eins og fréttatil- kynning frá ungmennafé- lagsmóti í samanburði við það. En — jafnvel þar eð dé- skotans samanburðurinn við afrek manna af öðrum þjóðum á næsta leyti. Ein- hverra hluta vegna, mest- megnis vegna misskilnings líklega, þykir ekki annað hlýða en að senda hóp- íþróttamenn okkar út í lönd í keppnileiðangra, eða bjóða erlendum hópíþrótta mönnum heim í sama tíl- gangi. Með tilliti til þess, sem áöur er sagt, að hjá okkur hefur það alltaf ver- ið frásögnin af afrekunum sem gilti, er þetta ekki ein- ungis út í bláinn, heldur beinlínis skaðlegfc fyrir frá sagnarafrekið oftastnær. Að vísu getur það verið mikil íþrótt að lýsa ósigri þannig að hann verði stór- sigur í meðvitund þeirra er les — og það afrek gátu forfeður íþróttafréttaritara okkar leikið, því að þá voru afrek ekki miðuð við mörk. Þegar tillit er tekið til þess hve einmitt þessi marka- tala, sem sjaldan eða aldrei stendur okkur í vil, er af- rek íþróttafréttaritara okk- ar kannski á stundum enn meir, en . . . en markatal- an, það verður ekki gengið framhjá henni, þegar um slíkan hópmannjöfnuð er að ræða. Þó virðist ekki með öllu útilokað að þarna megi finna ráð. Einfalt ráð, eins og jafnan þegar um snjallræði er að ræða. — Banna leiðangra innlendra hópíþróttamanna til ann- arra landa og um leið heim sóknir erlendra hópíþrótta manna hingað. Ekki hvað sízt erlendra knattspyrnu- manna. Með því móti yrðu afrek hópíþróttamanna okkar fyrst og fremst komin und- Framh. á bls. 3.

x

Nýr Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.