Nýr Stormur - 10.06.1966, Blaðsíða 10
10
%BMUR
FÖSTUDAGUR 10. júní 196
Bör Börsson | úníór
Teiknari: Jón Axel Egils
429 Einn haustkaldan morgun sat
maður í Niðarósslestinni í síðum, gauð-
slitnum frakka. Hann var með stóra
skinnhúfu og fciknamikið alskegg. —
Hann var þó frekar unglegur í andliti
og rjóður í kinnum, en mjög óhreinn í
framan. Hann sat og reykti úr gömlum
pípustúf, spýtti á gólfið og var að tala
við gamlan kúakaupmann í skósíðum
gráum frakka; frakkinn var útataður
í kúahári og uppþornuðum mykjuslett-
um. Kúakaupmaðurinn var forvitinn og
spurði farandsalann spjörunum úr.
430 Ertu agent, lasm.? sagði hann.
— Nei, sagði hinn skeggjaði, en það var
nú reyndar Bör Börsson júníór frá Öld
urstað. — Ertu kannski prestur? — Nei,
ég er farandsali, sagði Bör Börsson. —
Nú, jæja, sagði kúakaupmaðurinn og
var nú orðið öldungis sama um sam-
ferðamanninn. — Á ég að sel'ja þér
hók? sagði farandsalinn. — Bók? —
Hvað á ég að gera við bók? spurði kúa-
smalinn. — Þú átt að lesa hana. Kúa-
kaupmaðurinn rak upp hlátur. — Er
nú nokkuð upp úr því að hafa að lesa
bók? Haha!haha!haha! Hann reis á
fætur og gekk burtu.
431 Bör Börsson sat hnípinn. Ekki
ætlaði nú bóksalan að ganga vel. Það
skyldi nú samt verða gaman þegar
hann kæmi norður í Öldurdal og eng-
inn þekkti hann. Seint um kvöldið
steig farandsalinn úr lestinni á járn-
brautarstöðinni í Öldurdal, Hann þekkti
þar tvo menn, sem stóðu reykjandi og
horfðu á lestina. Þetta voru þeir Óli í
Fitjakoti og Níels á Furuvöljum. Bör
Börsson varð órótt. Skyldu þeir þekkja
málróminn. Hann yrði að reyna að
breyta sér. — Kann þér segja veginn
mér til Öldurstað? — Hvurn fjandann
ertu að babla? spurði ÓIi kotroskinn
og kveikti í pípunni. Hann var hvergi
smeykur.
432 Að Öldurstað? sagði Níels. —
Varstu að spyrja um Öldurstað? — Já,
já, sagði farandsalinn. —■ Þá skaltu
stefna eins og nefið horfir, þá muntu
finna Öldurstað, sagði Óli í Fitjakoti.
— Þú getur bara hinkrað ofurlítið við
eftir okkur og orðið okkur samferða,
sagði Níels og talaði Niðaróssmál, því
að það þótti honum fegurst nú eftir
að hann var trúlofaður Láru. Og síðan
urðu þcir samferða og Óli var æði
frýgindalegur í fasi, þar sem hann
stiklaði á undan hinum tveim.
433 Hvað heitir þú annars, spurði
Níels. — Eg heiti Ólsen, Ólsen farand-
sali frá Osló. — Jæja — nú jæja, sagði
Óli og hægði ganginn. — Svo þú ert
frá Osló. Þú þekkir þá kannski hann
Börsson? — Jú, ég þekki hann, sagði
Ólsen. — Hann hefir keypt af mér marg
ar bækur. — Nei — jæja, sögðu þeir
báðir, Óli og Níels. — Hann er milljón-
eri, sagði Ólsen. —Jæja, hann hefði
þá getað sent okkur svolítið stærri
brúðargjöf, sagði Níels. — Hvað sendi
hann ykkur? — Einar skitnar hundrað
krónur, sagði Niels. Bör Börsson varð
svo reiður, að hann hefði getað keyrt
töskuna í höfuðið á Níelsi.
434 Hvernig er Börsson kynntur í sinni
sveit? spurði hann því næst. Þeir gengu
áfram en Níels og Óli svöruðu engu.
— Kynntur? sagði þá ÓIi, — nú hvern-
ig er hann kynntur í Osló. — Ákaflega
vel! Ríkur og stórgáfaður! sagði Ólsen
— Jæja, ojæja! tautaði ÓIi, og tottaði
pípuna. Hann þrammaði áfram og
vaggaði sér í lendunum. — Jæja, ojæja,
hér álíta menn hann nú bara fífl og
bjána, sagði Óli. Honum var nú aftur
orðið lítið um Börsson.
435 Nú hitnaði Börsson—Ólsen heldur
en ekki í hamsi og ekki batnaði það
við að Níels sagði: — Já, annað eins
erkifífl hefir ekki þekkzt hér áður í
þessu plássi. Fjandinn hafi það að hann
er ekki með öllum mjalla. Þetta var
nú heldur mikið af því góða. Börsson—
Ólsen hitnaði og kólnaði á víxl. Svo
að það var þetta, sem þeir sögðu um
hann hér uppfrá. — Ertu viss um að
hann Börsson sé reglul'egur milljónari?
spurði Níels. — Já, það er ég viss um,
sagði Ólsen. — Haldið þið það ekki hér
í sveitinni? — Hér í sveitinni? Nei,
hér höldum við að ekkert sé annað af
honum að hafa en lýs og skuldir!
436 Hann er bara að gorta, sagði Níels
á Furuvöllum. — Hann að gorta? sagði
Ólsen. — Hann gæti keypt alla þessa
dalskompu ef hann vildi! Nú skellihlógu
þeir í myrkrinu, Níels og Óli í Fitja-
koti. Nú var Bör Börsson orðinn ösku
reiður. Þessir tveir grautarvambar, sem
ekki áttu stein fyrir rassinn á sér voru
að hlæja og segja álit fólks í sveitinni
á honum. En nú vildi hann fá að vita
allan sannleikann. Til þess hafði hann
dulbúið sig.
437 Þegar þeir komu að Öldurstað,
setti Níels frá sér töskuna á hlaðið og
Ólsen rétti honum fimm krónur. — Nei,
ég ætla ekki að taka neitt fyrir þetta,
ég er jafngóður þótt ég héldi á tösk-
unni fyrir þig. Ólsen farandsala var vel
tekið á Öldurstað, þegar það fréttist að
hann þekkti Bör Börsson. — Og hvern-
ig líður honum Bör? spurðu þau bæði.
— Honum líður alveg stórkostlega! sagði
farandsalinn. — Hann er orðin ríkur
og fínn maður og hvaðeina.
438 Það hefir verið dauflegt hér síð-
an hann Bör fór, sagði gamli maður-
inn. Hann sat við ofninn og vermdi
sig og var heldur rýr og tötralegur.
Það var margt breytt á Öldurstað frá
því Bör var þar síðast. Það var búið að
byggja upp stór og ómáluð hús, en Bör
fannst samt sem gömlu húsin hefðu
verið viðfeldnari. Hann lá lengi vak-
andi í stóra járnrúminu í nýju stof-
unni og hugsaði um barnæsku sína. Ef
til vill hafði hann unnið citthvað, en
hann hafði líka misst mikið.
349 Daginn eftir lagði Ólsen farand-
sali leið sína út í sveitina. Hann hélt
fyrst á ritstjórnarskrifstofur Öldurdals-
tíðinda og hitti ritstjórann, sem var að
tala í símann. Hann sá hvar stóra mynd
in af honum hékk upp á vegg og und-
ir hana var eitthvað skrifað — hann
gekk nær og las áletrunina: „Bör Börs-
son, erkifíflið frá Öldurstað“. Nú fékk
Bör Börsson æði af sorg og reiði. Hánn
þreif myndina og keyrði hana yfir
hausinn á ritstjóranum, svo að glerbrot-
unum ringdi í allar áttir.
440 Böivaður drundhjassinn bizw*.
aði hann Ólsen—Börsson. — Eg þekki
hann Börsson. Hann á margar milljón-
ir og er fínn maður. Ritstjórinn orgaði
upp yfir sig og sleppti símtólinu á gólf
ið. — Hjálp! Hjálp! Morð! Morð! hróp-
aði hann. — Þetta bölvað skeinisblað,
sagði Bör Börsson og þeytti letursíðun-
um út um allt gólf. Hann tók allar síð-
urnar og henti þeim í veggina og rit-
stjórinn tók símann til að hringja á
sýslumanninn, en þá þeytti Ólsen—
Börsson hnefafylli af blýi í hausinn á
honum!