Nýr Stormur


Nýr Stormur - 19.08.1966, Side 11

Nýr Stormur - 19.08.1966, Side 11
Föstudagurinn 19. ágúst 1966 11 I 40 ár hafa reiðhjólakaupendur vitað mesta úrvalið Mesta úrvalið í reiðhjólum er ætíð í FÁLKANUM DBS BSA UNIVERSAL FÁLKINN eru merki sem alfir þekkja FÁLKINN H.F. REIÐHJÓLADEILD ■.Vi.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.W.'AWA'iW.V. Paradís eða ragnarök? — happhlaupið — til — aldamótanna pmmmmmmm^^mmm—m—m FRITZ BAADE: Hver er tilgangurinn með geimrannsóknum? . Hvaðan á mannkynið að taka kraftinn — kraft skyn- seminnar og síðan hjartans kraft — til að leysa þau vandamál, sem okkur voru sýnd í síðasta kapitula? Áður en við svörum þessari spurn- ingu, verðum við fyrst að reyna að finna lausn á þeim vandamálum. Líka sá, er ekki hefir háar hugmyndir um möguleikann á að byggja plánetur þær er næst okkur eru í sólkerfinu, verður — ef hann ætlar að ræða framþróun jarðarinnar til ársins 2000 — að þennan möguleika og rannsóknir þeir er gerðar verða til aldamóta. Hvort um möguleika sé að leita að byggja pláneturnar með lendingum á tunglinu, á Marz, Venus eða öðrum plán- etum í sólkerfi okkar. Svarið við þessum spurning um hlýtur að vera ákveðið: Nei! Jörðin ekki yfirbyggð af fólki. Handa þeim 6,5 milljörð um manna. sem líklega búa á hnetti okkár um aldamót, get um við „leikandi létt“ aflað næringar og nauðsynja, ef við sameinumst um að nýta auð- lyndir jarðar á hagkvæman hátt. Til þessa þurfum við að- eins lítinn hluta af varasjóð- um jarðarinnar. Þótt íbúatal- an tvöfaldist um næstu ára- mót, getur mannkynið aflað sér nægrar fæðu, á því landi, sem nú er ræktanlegt og með þeim aðferðum sem nú eru þekktar. Líísmöguleikar á öðrum plánetum, sem við þekkjum, fyrir íbúa þessa hnattar, er ekki fyrir hendi, þar sem þess ar plánetur hafa hvorki vatn eða sýrur — og þetta er flest- um ljóst. Þótt þetta væri mögu legt, myndi kostnaðurinn verða margfalldur á vlð það að veita vatni á Sahara eyði- mörkina, eða nema land á ís- fjöllunum í Antarkis. Landnám á öðrum hnöttum hefir enga þýðingu fyrir það vandamál, að skapa lífvænleg skilyrði fyrir væntanlega fólksfjölgun á jörðinni sjálfri. Það er hið stærsta verkefni, sem hingað til hefir legið fyr ir tveim til þrem ættliðum á okkar jörð. Hinsvegar er önnur siðferði leg forsenda fyrir geimrann- sóknum okkar: Við verðum að reikna með því í fullri al- vöru, að plánetan Jörð, sé ekki sú eina, sem byggð sé hugsandi verum og ekki sú eina, sem viðhefir geimrann- sóknir, auk þess að í öðrum sólkerfum, séu hnettir byggð ir verum sem séu miklu lengra komnar á þróunarbrautinni en íbúar okkar hnattar. Það eru til vísindamenn, sem trúa því, að jörð okkar sé athuguð af fljúgandi vits munaverum frá öðrum hnött- um, sem séu komnir þúsundir eða tugþúsundir ára framar á þróunarbrautinni en við. Við megum ekki hlæja að þess- um fullyrðingum. í raun og veru er það ennþá hlægilegra, sem menn halda í dag: að okkar jörð sé mið- depill allrar tilveru og að þrátt fyrir að verur finndust á öðr- um hnöttum, værum við þeirra fremstir með flug- skeyti okkar og vetnissprengj ur. Hér kemur fram ein verzta siðferðistilhneiging Homo sapiens í dag: hið mikla sjálfs álit, sem jafnt kemur fram í mannlegu samlífi og hug- myndunum um víddir alheims ins. Uppfylling Kristindómsins! Til að velja á milli Paradís- ar og Jörð og sjálfstortíming- ar, mun kosta mannkynið að- nota krafta sína til hins ýtr- asta. Við vitum að vetnissprengj- an mun binda skjótann endi á líf mikils hluta jarðarbúa og að hinir munu líða hva>a- fullan dauðdaga. — Þessari staðhæfingu Einsteins mun enginn komast fram hjá. — Margir eru þeir þó, sem reyna að komast fram hjá þessu. Þeir blaðra um það, að unnt muni að heyja styrjöld án þess að atom- og vetnisvopn verði notuð. Og þeir gera það þrátt fyrir það, að fyrirsvars menn NATO hafa sagt að ár- ás að austan yrði aðeins hugs anlega brotin á bak aftur með atomvopnum. Með því að beita skynsem- inni, er auðvelt að sjá og skilja, hvað mannkynið hefir að berjast fyrir með því að komast hjá styrjöld: velfarn- að og öryggi, sem það hefir aldrei áður notið. Með afvopn un myndu sparast útgjöld svo geysilega, að maður getur varla gert sér það í hugar- lund. Og þótt ekki væri nema hluti af þessum útgjöldum væri notaður í þágu þessa mál efnis, myndi fullkominn ár- angur nást löngú áður en til aldamótanna kæmi. Það er því fullkomin vit- fyrring, ef mennirnir ekki velja þessa leið. En eru þá mennirnir í raun og veru ekki orðnir fyrtir viti og skynsemi? Eru þeir hæfir til að velja hina réttu leið? Jafnvel þeir, er telja að mannleg skynsemi hafi aldrei náð hærra en nú, verða menn að viðurkenna, að skynsemin ein mun aldrei megna að ná þeim árangri að skapa Paradís á jörð árið 2000. Ef þessi barátta á að vinnast, verða allir kraftar að koma til — ekki aðeins skyn- semin, heldur tilfinningar hjartans og trúin. Von okkar um að kapp- hlaupið milli skynseminnar og vitfyrringarinnar vinnist með sigri hins fyrrnefnda, er byggð á mjög veikum grunni, ef trúin styður ekki skynsem ina. Á sama hátt og hinn sann kristni maður gleðst yfir að hann loks hefir fundið Krist og fylgir kenningum hans, eins og þær eru settar fram í Fjallræðunni, eins munu kenningar hans verða hjálp fyrir mannkynið að velja leið ina milli tortímingar og von arinnar um heim, sem yrði paradís á jörðu. Orðið: „Elskið óvini yðar!“ hefir alltof lengi verið aðelns helgidagsspjall, en raunveru leika. í dag er það orðið raun pólitiskt orð —og þeim sem finnst of sterkt að kveðið, gætu sætt sig við framsetn- ingu hinna nýju bókmennta: „Fjandmennirnir eru líka menn“. Von manna um að börn þeirra fái að upplifa ár- ið 2000, er bundin því að hin- ir valdamiklu stjórnmála- menn heimsins — líka þeir í austri — virði þennan aug- Ijósa sannleika. En hið fegursta, sem í Fjall ræðunni stendur, um það vandamál, sem kynslóð dags- ins í dag og morgundagsins, stendur andspænis, er þetta: „Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa“. Við vitum ekki — við vit- um raunverulega ekkert um það! — hvort þetta jarðríki kemur til með að lifa árið 2000, eða hvort óvarkár leik- ur með atomvopnin breyta jörðinni í lífvana rúst. Til að orða þetta enn einu sinni: Við vitum hvort þessi jörð verður eftir skamman tíma komin í sömu spor og 1 ár- Framh. á bls. 3.

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.