Nýr Stormur


Nýr Stormur - 02.12.1966, Síða 3

Nýr Stormur - 02.12.1966, Síða 3
Föstudagur 2. desember 1966 "SfÍOBMUB 3 þjóðar okkar. Heimildarmenn blaðsins hafa ýmsar sögur að segja frá þessu máli. Danskur almenn- ingur er almennt ókunnur málefnum íslendinga. Flestir halda að íslendingar vaði í peningum og styrkir eyðslu- semi ferðamanna þá trú. — Mareir. sem lesið hafa um miklar framfarir á íslandi, halda að íslendingar skófli saman peningum á ameríska setuliðinu og vilja ekki trúa því, að ísland hafi verið rúin rúst eftir aldagamla stjórn Dana. Eftir skilnaðinn við Dani, hötuðu flestir Danir íslend- inga. Þau sár eru nú gróin að mestu og viðskipti Dana og íslendinga hafa aukizt jafnt og þétt. Danir eru yfir- leitt hjartagott fólk og mikill f jöldi þeirra skyldi, að hand- ritin voru hjartans mál fyrir fslendingá, þar sem þeir áttu í raun og veru engar aðrar fornminjar. Áhugaleysi Dana fyrir handritunum kom og ljóslega fram í hirðuleysi fyrir þeim, þar til íslendingar fóru að gera kröfu til þeirra. öll'im Dönum er þó ljóst réttarfars- legur réttur þeirra til hand- anna og það var því aðeins tilfinningamál, að afhenda íslendingum handritin. Dönum hefir þó aldrei kom- ið til hugar að gefa íslend- ingum handritin, heldur af- henda þau aðeins til varð- veizlu, þótt flestir íslending- ar vaði í villu 1 því efni. Það var hinsvegar athygl- isvert að Dönum datt aldrei í hug, að meta handritin til fjár og það kom yfirleitt aldrei fram í öllum umræðunum um þetta mál, að fjárgreiðslur kæmu fyrir, eða skaðabætur á nokkum hátt. Nú bregður hins vegar svo við, að stjórn Árnasafns hef- ir uppi fjárkröfur, sem aldrei hafa áður heyrzt. Það þarf ekki mikinn skilning til að sjá samhengið hér á milli. í réttarhöldunum við Eystri landsrétt í Kaupmannahöfn, ympraði lögfræðingur Árna- safns aldrei á neinum fjármál- um í málflutningi sínum. Það var ekki fyrr en fyrir Hæsta- rétti, þegar kunn voru kaup íslendinga á „Skarðsbók11, að Christrup lö"maður reifaði málið á þeim grundvelli, með hliðsjón til þeirra kaupa, og vísaði í það mál! Það er öllum kunnugt, að eftir er að semja um, hvaða bækur skuli afhentar og munu andstæðingarnir ekki láta hjá líða að verðleggja þær eftir hendinni og verðviðmiðunin er fyrir hendi: Sjötíu og átta síðna hand- rit, sem hefir það eitt sér til ágætis, að það er vel með far- ið og greinilegt, er metið af íslendingum áJÁÍÍUÍ<Í á ylfir sjö hundruð þúsundir d. kr. Engin leið er að meíta af- leiðingarnar eða sjá þær fyrir, af því óhappaverki, sem Gylfi Þ. Gíslason og Jóhannes Nor dal bera höfuðábyrgðina á. Tveir menn í einum mestu ábyrgðarstöðum í landinu, gera sig seka að heimskupör- um, sem geta stórspillt sam- búð tveggja þjóða og fjöldi annára, annars mætra manna láta teyma sig í algjöru hugs- unarleysi. m „Affgát skal höfð í nærveru sálar... “ Þessi fleyga og djúpa setn- ing er höfð eftir höfuðskáldi íslenzku þjóðarinnar. Og hún er vissulega sannleikur. — Hversu miklu veigameiri er hún því ekki, þegar höfð er í huga sál heillar þjóðar. Meiri hluti danska þjóðþingsins og væntanlega dönsku þjóðar- arinnar hafði einmitt þetta í huga, er samþykkt var að flytja handritin heim til ís- lands, þar sem þau voru skrif uð á mál þjóðarinnar, sem það byggir og rituð þar. Það er ekki alþjóðleg venja að fornir gripir séu afhentir á milli þjóða eftir neinni slíkri reglu. Þess vegna var málið enn viðkvæmara. Þótt fullkomlega réttlætan legt sé, að gefa fé fyrir forna gripi og koma þeim þannig heim á réttan stað, var hér þó frámið fullkomið glapræði, þar sem prjál og sýndar- mennska réði algjörlega ríkj uúi:1 Meirihluti danska þings- ins vildi hafa aðgát í nærveru hinnar íslenzku þjóðarsálar, en fengu þau svör, sem hæfa eingöngu yfirlætis peninga- fíflum að gefa. Fjárhæðin sem gefin var fyrir postuíareifarana frá Skarði og meðferðin, sem handritið fékk, er það var Framlelöum ýmsar tegundír aff leíkföngum úr plastí og tré. Sterk, léft og þægileg leíkfföngr Jafnt fyrir telpur og drengi. Fjölbreyft úrval ávallt fyrírliggjandi. Stær*sta leíkfangacgerð landsiiis. bundið í skrautband og allur skrípaleikurinn og hátíðleg- heitin í kringum málið, var fullkomið hnefahögg í garð hinnar dönsku þjóðarsálar. í stað samúðar og skilnings, er nú komin fyrirlitning. fslend ingar kunnu ekki nú, fremur en fyrri daginn að hafa „að- gát í nærveru sálar.“ LÖG OG RÉTTUR Framh. af bls. 2. fullri af húsgögnum, myndum og munum, skuli geta lýst stofunni eins vel og margir nákunnugir. En ef hann er próf- aður með því að sýna honum örskamma stund inn í hlið- stæðar stofur, þar sem hann hefur aldrei komið áður, og hann getur komið fram með sambærilega lýsingu á þeim, er engin ástæða til þess að rengja framburð hans um fyrstu stofuna. 4. Framburð barna, vangefinna manna, geðveikra, geð- villtra og elliærra, svo og eiturlyfjaneytenda og manna undir áhrifum eitur- eða deyfilyfja, verður að meta af sér- stakri varfærni og yfirleitt er sannleiksgildi hans miklu ó- vissara en almennt gerist. Þó getur framburður allra þess- ara vitna um eitthvert atriði verið réttur. Sumir geðveikir menn geta t. d. verið góð vitni á þeim sviðum, sem rang- túlkun þeirra nær ekki fll. 5. Yfirleitt er framburður manna áreiðanlegastur um þau atriði, sem vekja eftirtekt þeirra og áhuga, án þess þó að þau komi þeim í geðshræringu, æsi mjög hvatir þeirra eða sterka hleypidóma. 6. Um ýmis atriði, sem vitni er borið, getur það haft mikla þýðingu, hvort vitnið er sérfrótt á því sviði eða ekki, Svo stendur stundum á, að aðeins sérfróðir menn veita sumu athygli og geta skilið og dæmt um mikilvægi einhvers atriðis fyrir atburðinn í heild. Hins vegar getur athugun þeirra og frásögn hætt við að vera einhliða, sakir venju og sérhæfðs viðhorfs. , 7. YHrTeift ér m'íklu meira að marka frjálsa frásögn vitn- isins en svör þess við spurningum. Sérstaklega ber að forð- ast ávirkar spurningar. Ýtarlegar og nákvæmar spurningar eru oft gagnslausar og geta leitt vitnið á villi götur, einkum þegar lengt er frá atburðinum liðið. Þó verður oft ekki hjá spurningum komizt, enda geta ný og irtarkverð atriði komið fram við þær. Sumir eru miklir snillingar i henni, en aðrir klaufar, þrátt fyrir mikla æfingu. 8. Því skemmri tími sem líður milli atviks og framburð- ar vitnis um það, því áreiðanlegri er hann yfirleitt. Þegar frá líður, bætast endurminningarskekkjur við upprunalegar athugunarskekkjur. Því skal kappkosta að fá vitnið til þess að gefa skýrslu sem allra fyrst. 9. Loks verður að forðast að hafa áhrif á vitnið: Ekki má hræða það, lokka það, vekja hégómagimd þess n« aðrar hneigðir, sem geta stuðlað að því, að það þegi um það, sem það veit, né að því, að frásögn þess verði hlutdræg eða röng.“---------- o-o-O-o-o Orðskviðir I VarSveit hjarta þitt framar öllu öðru, o því að þar eru uppsprettur lífsins. J: Haltu fláræði munnsins burt frá þér og lát fals varanna vera fjarri þér. 5 Augu þín líti beint fram o og augnalok þín horfi beint framundan þér. Gjör braut fóta þinna slétta, >; og allir vegir þínir séu staðfastir. | Orðskviðir Salómons. J; Vinnuheímfilíð að Reykjafundi Sími um Brúarland ‘*5 Aðalskpfiffstofa í ReykjaVik Bræöpaborgapstíg 9, Sími 22150 Skýring við mynd á 1. síðu Fyrir nokkru síðan gerðu prestar þjóðkirkjunnar samþykkt þess eðlis að banna væntanlega nektarsýningu í Veitinga- húsinu Lidó. Teiknari biaðsins fékk vangaveltur yfir heilind- um klerkanna í þessu máli. Klerkar eru menn breyskir, ekki síður en aðrir, eins og dæmin sanna og þótti teiknaranum nokkur skinhelgi í samþykktinni. Prestar hafa ekki hingað til haft forgöngu um að útrýma spillingunni í þjóðfélaginu og verður þessi samþykkt um tiltölulega saklausan, en gleði- legan hlut, ærið skopleg séð í því ljósL

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.