Nýr Stormur


Nýr Stormur - 02.12.1966, Side 12

Nýr Stormur - 02.12.1966, Side 12
12 i ^tlORMUR Föstudagur 2. desember 1966 Fregnimar, sem dagblöðin hafa flutt undanfarið um mis ferli dansks forstjóra, sem teygir anga sína hingað út til íslands hefur vakið mikla at- hygli. Þessi forstjóri mun hafa selt íslenzkum heildsölum mikið magn af tilsniðnu efni í húsgögn, gegn fölskum fakt- úrum og svikið fyrirtæki sitt um stórar fjárhæðir, jafn- framt því, að hann hefir hjálp að hinum íslenzku „bíssness- mönnum“ um góðan pening, með fölskum faktúrum, þar sem varan virðist hafa verið flutt inn sem einskonar bygg- ingarefni og milljónir þannig verið sviknar undan tolli. Vinnubrögð slík, sem þessi eru engin ný bóla hér á landi. Þessar aðferðir hafa verið tíðk aðar um langa hríð — í tugi ára. Stundum, en sjaldan, hef ir upp komist, en svikararnir jafnan sloppið vel. Hvort sú verður raunin á nú, skal ósagt látið, en óhætt er að fullyrða að hinir íslenzku filistear, sem nú verða að súpa seyðið af gjörðum sínum, eiga marga stallbræður í stétt sinni. Það er mjög algengt hér á landi, að filistearnir eru virtir mjög í krafti auðs síns og komast oft langt í stjórnmál- um og félagsmálum. Hópur filistea eru áhrifa- miklir menn í Alþýðuflokkn- um, sem og í öðrum flokkum. Alþýðuflokks filistearnir eru þó einna frægastir, þar sem éitt „kúpp“ þeirra var að ræna flokk sinn og verkalýðs- félögin yfirráðunum yfir eign sem öllum eru kunn að mestu og voru bolabrögðin ' löggilt af Hæstarétti, nema það síð- asta, sem ekki hefði þolað dóm hans, en það var þegar Guðmundi I. tókst að koma í veg fyrir að Alþýðuflokkurinn næði yfirráðum yfir eignun- um á nýjan leik. Þar voru brotin lög, eins og í ljós kom, er Hæstiréttur dæmdi í öðru samskonar máli. Síðan hafa filistearnir notað tímann til að styrkja aðstöðu sína með því að kaupa inn smáhlutabréf og auka þannig hlutafé sitt. Flokkurinn mun enn njóta góðs af þessum bolabrögðum, en erfingjar filisteanna hugsa sér gott til glóðarinnar, þegar hinir frægu feður falla frá. Helztu filistearnir í þessum ljóta leik leik, voru Jón Axel Pétursson, sem áður barðist fyrir verkalýðinn gegn at- vinnuleysi og örbyrgð, en veit- ir nú starfslitlum bifreiðar- stjórum BÚR, Bæjarútgerðar Reykjavíkur, atvinnu við að aka sumarbústað^refni austur á Þingvöll. Annar var Ingimar Jóns- son, sem féll í ónáð, eftir að hafa komizt í klandur fyrir að „redda“ fjármálum Alþýðu- blaðsins og flokksins. Var hon- um þá fórnað á filistealegan hátt. Að sjálfsögðu er hér ekki rúm til að telja upp alla þessa filistea, en ekki verður samt komist hjá, að nefna Guðmund Oddsson, forstjóra Alþýðu- brauðgerðarinnar. Hans „fili- steaaðstaða“ varð svo sterk, um sínum. Þar voru notuð bolabrögð, Framhald á bls. 11. ns: Er það rétt, að Smjörlíkisgerð Akur- eyrar hafi gleymt að gefa upp til skatts umboðslaun til sölumanna sinna í Reykjavik, síðastliðin 10 ár? ^imiiiriiiiiiitiiiiiiiiiitttitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiifiiiiiiiiiiimitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiimtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitniiiiiiiimiiivtttiR IGOTT FÚLK OG HREKKJALIMIH Lovísa Karlsson, f|i»rutnx og fimm ára gömul kaupa- kona, skrifar heildsala sín um (íhugul) — þar sem ég stend nú skyndilega alveg buxnalaus, bið ég yður að vera svo vænann að senda mér 2 dúsín! ALBERT ENGSTRÖM Tveir moðhausar, annar við Tímann og hinn við Morgunblaðið, sjá um fasta þætti við þessi blöð, sem heita „Landfari“ og „Velvakandi“. Nöfnin eru einkennilega háðsk, þegar höfð eru í hpga svör þau og skýringar, sem þeir veita lesendum sínum, er senda þeim bréf og fyrirspurn- ir. Er ekki annað að sjá, en nöfnin séu algjör öfugmæli. Annar bregði vart blundi, en hinn sé nátthrafn, sem noti vökustund- ir sínar til annars en fylgjast með því, er fram fer í kringum hann. Höfuðið liggi fram á hægri olnbogann og rasshöndin sé notuð til að rétta setjurunum aðsend bréf með skýringum, sem pikkaðar eru fyrir aftan bak. Fyrir nokkru síðan birtist í glugg „Land- fara“ bréf frá lesanda þar sem hann biður um skýringar á því, hvernig á því standi, að rætt sé um það, að hin raunverulega Skarðs bók sé í Ámasafni og eitt dýrmætasta handritið þar Það rifar í annað augað á „Landfara“ og hann segir í svefnrofunum að maðurinn hljóti að vera meiri bjánáim, því vart hafi verið um annað meira rætt í sambandi við kaupin á „Skarðsb<3c“ und- anfarna mánuði, af þeim eru fyrir þenn stóðu, en það að Skarðsbækumar væm margar og sú dýrmætasta væri „Jonsbðk** í Kaupmannahöfn. Og moðhausinn á „Land fara“ fellur á handlegginn aftur og hrotsm- ar heyrast út um ritstjómarskrifstof«r „Tímans“. Það er ekki nema von að Fraan- sóknarmenn eigi erfitt með að fmna „hina leiðina“, þegar svona kálfar eiga að vísa þeim veginn. Framundan er umferðaþyngsti mánuð- ur vetrarins, hér í Reykjavík, jtMamánuð- urinn. Menn lesa í blöðum auglýsingar um snjódekk og dekk, sem svonefndir snjó- naglar eru settir í. Þetta hvorttveggja er til mikilla bóta og nægir oft alveg við gætilegann akstur. Hinsvegar ber að hafa í huga að hvomgt þetta er viðurkennd ur löglégur útbúnaður í snjó og halkn, í lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Það em að eins snjókeðjur sem lögreglusamþykktin viðurkennir. Má það furðu gegna að ekki skuli vera til reglugerð um notkun þessara þörfu dekkja. Við hvaða aðstæður þau era lögleg o. s. frv. — Væri full þörf á að athuga þetta mál, svo að menn aki ekki í villu síns vegar í þessu máli. Margt er skrítið í.... Hitaveitan hefir sent leiðbeiningarbækling til viðskipta- manna sinna í Reykjavík, nú nýlega og í honum stendur m. a. þetta. „Sérstaklega skal á það bent að minka inn- streymið, þegar vatnshitinn er óvenjulega hár í kulda- köstum“ ! ! ! ,

x

Nýr Stormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.