Nýr Stormur - 02.12.1966, Síða 4
J
4
^RMDR
Föstudagur 2. desember 1966
Ódeigur skrifar pistilinn
B 5
„Ríkisstjórnin hefur und
anfarið haldið uppi strangri
verðstöðvunarstefnu, sem
hefur komið fram í ýms-
um myndum og fengið al-
mennan hljómgrunn, eins
og í ljós hefur komið í ýms
um samningum um vöru-
verð á undanförnum vik-
um. Því miður kemur hið
i nýja frumvarp líklega fá-
um að óvörum, enda má líta
á það sem þungamiðjuna í
verðstöðvunarstefnu ríkis-
stjómarinnar . . -----!!
Það er út af fyrir sig ekk-
; ert merkilegt — þó almenn
ingur á íslandi bregði sér
hvergi upp við þá stað-
reynd, að ofanskráð „gæsa-
lappavesen11 — sé einmitt
bókstafleg tilvitnun — úr
; forsíðufregn Vísis s.l. mánu
dag ... ?!
En þannig er nú málum
komið — að það sem fyrir
nokkrum árum myndi hafa
þótt bráðfyndið innlegg í
; revíu — þykir ekki einu
sinni broslegt í dag, ef sú
er reyndin, að íslenzka rík-
; isstjórnin sé hinn sanni
; „sagnarandi“ — eins og hér
á sér stað.
H * &
„... hvern á aS jarða? —
Gutta með snúið nef —
eða neflausa ásýnd
stjórnarinnar----------11
Átta ára snáði getur
stundum verið bráðhnytt-
inn — en eigi verður hið
sama sagt um núverandi
ríkisstjórn, sem senn verð-
ur fullra átta ára . . .
Má með sanni segja, að
; hvergi sé hallað rétt<’ máli,
þó fullyrt sé, að alls ólík
séu þroskaskeiðin — hjá
ofangreindum tveim aðil-
um:
„Guttanum með nefið
snúið“
ellegar
„neflausri ásýnd ríkis-
stjórnarinnar“.
; Strákpjakkurinn hefur
vaxið úr grasi allt frá því
að vera ósjálfbjarga reyfa-
barn, ómálga, sköllótt,
tannlaust, ógangandi, hrín-
andi — og síger-mdi bja-
bja 1 bieyjuna sína.
jí. Ríkisstjórnin fæddist hins
Ivegar inn í heiminn full-
burða og freyðandi af
mælskii og loforð"m, hár-
prúðari og fegurri en Cleo-
i patra í „VIГ-reisn sinni,
i, tannsterk til bits og frá-
bits, gangandi á fjórtán
fótum traustum, ósveigjan-
leg og örugg um farsæla
lausn í sérhverju máli — og
bleyjulaus, enda aldrei gert
í Viðreisnar-buxurnar . .
„ . . . en hvern á að
jarða?“ — spyr svo ríkis-
stjórnin — „ . . . hér er ný-
tekin gröf í sjálfum þjóð-
garðinum“, heldur hennar
hátign áfram — mænandi
viðreisnaraugum ofan í hyl
dýpið, kolsvart og ósrnandi
— syngjandi við raust:
„Jeg sjálfur á mitt eigið
lík — loff mala koff . . .“
A * M,
„Ströng verðstöSvunar-
stefna ríkisstjórnarinnar
— hefur engan áran^ur
borið . . . oe þá varð
VERÐSTÖÐVUNIN . . .“
„VERÐSTÖÐVUN f DAG“
heitir forsíðugrein Vísis,
sú er hér að ofan var
minnzt á . . .
Að hugsa sér, hvað ís-
lenzkur almenningur hefur
verið skammsýnn, að láta
sér detta það í hug, að allt
kynni jafnvel að vera með
felldu — um aðgerðir rík-
isstjórnarinnar í efnahags-
málum þjóðarinnar? . . .
Hvað tjóar að fást um
slíkt —sé þess eins gætt,
að meirihluti þjóðarinnar
treysti að óreyndu loforð-
um þeirra stjórnmála-
manna, sem hvergi reynd-
ust trausts verðir, til að
framkvæma gefin loforð til
kjósenda sinna---------?
Ef við lítum aðeins á
örfá ákvæði þess frum-
varps, sem ríkisstjórnin hef
ur nú lagt fyrir Alþingi
„um heimild til verðstöðv-
unar“ — þá þykir mér sjálf
sagt að bera þau saman við
fyrri gerðir stjórnarinnar í
sambandi við sams konar
málefnavanda og nú á að
leysa —.
í 1. gr. frumvarpsins seg
ir:
„Ríkisstjórninni er heim
ilt að ákveða, að eigi megi
hækka verð á vöru frá því
sem var, er frumvarp til
þessara laga var lagt fyWr
Alþingi, nema með sam-
þykki hlutaðeigandi yfir-
valda . . .“
í greinargerð með frum-
varpinu segir svo i "• 'hafi
að á undanförnum mánuð-
um hefur hin mikla verð-
hækkun, sem orðið tiofír á
útflutningsafurðum lands-
ins á tveimur síðastliðnum
árum, snúizt í verðlækkun
á mörgum þýðingarmestu
afurðunum. Að svo komnu
máli er ekkert hægt um
það að fullyrða, hversu
ntikil þessi verðlækkun
rnuni verða, né hversu
1 lengi hún muni standa.. .“
Ríkisstjórnin, sem í dag
krefst heimildar til að
„banna allar verðhækkanir
í hvaða formi sem er“,
lætur að því liggja, að
„á undanförnum mánuð-
um“ hafi lækkun á mörg-
um þýðingarmestu útflutn
ingsafurðum okkar stefnt
greiðslugetu íslenzku þjóð-
arinnar í voða . . .!
Þessi sama ríkisstjórn
okkar hefur skv. yfirlýs
ingu Vísis undanfarið
„haldið uppi strangri verð-
stöðvunarstefnu“.
Virðist ég ekki þurfa að
fara yfir lækinn til að
sækja vatn, þegar ég leyfi
mér að varpa þeirri spurn
fram:
„Hvers vegna hefur rík-
isstjórnin íslenzka beðið
allt fram á grafarmál sín
urn að gjöra þær ráðstafan-
ir — „að banna allar verð-
hækkanir?“
M * M
„Er mögulegt að VERÐ-
STÖÐVUN hafi jákvæð
Jhrif á KJARASAMNINGA
. . . og hvers vegna eigi
fyrr gjört, ef rétt er?
Er það satt að í FULL
sjö og hálft ár hafi ríkis-
stjórnin sjálf — eins og
orðrétt greinir í „Athuga-
semdum við lagafrumvarp-
ið látið sér nægja að „hækk
un afurðaverðs erlendis á
undanförnum árum hafi
SKAPAÐ SVIGRÚM FYR-
IR ÞEIM MIKLU LAUNA
HÆKKUNUM, sem átt
hafa sér stað“.
Má ef til vill skilja þessi
spaklogu ummæli þann
veg, að „bévaðir útt-Rud-
ingarnir“ hafi svo frrfilega
brugðist skyldu sinni í fjár
hags- og efnahagsmálum
okkar íslendinga — að
þannig sé komið á „örlag^-
stund viðreisnarinnar“, að
íslenzka stjórnin þ"-r’ sjálf
að fara að huesa?
Með öðrum orðurn þá
sýnist mér að eigi geti það
sakað — bótt ég V fram
þessa látlausu og einkar
ásæknu spurningu til ís-
lenzku stjórnarinnar:
„Eru erlendir valdamenn
orðnir jafnþreyttir okkur
íslendingum á stjórnsemi
forsjá og hagspeki Gylfa
ferðalangs — þessa stjórn-
arherra, — sem hvergi og
aldrei unnir sér hvíldar í
starfi hvorki fyrir innlenda
né erlenda aðila?!“
Og Vísir segir enn í for-
spjalli fyrir snjallræði rík-
isstjórnarinnar um „Verð-
stöðvun í dag“:
„Er líklegt, að frumvarp
ið geti haft jákvæð áhrif á
væntanlega kjarasamninga,
enda byggist beiting heim-
ildanna í frumvarpinu á
þeirri forsendu, að eigi
verði kauphækkanir, er
geri verðstöðvun ófram-
kvæmanlega.“
Það var nú einmitt lóð-
ið!
Nú kynni einhver „utan-
stjórnar“ meðal íslenzkra
kjósenda að spyrja:
„Hefur íslenzka ríkis-
stjórnin eigi séð það fyrr
en nú — á áttunda píslar-
gönguári sínu — að verð-
stöðvanir gætu haft „já-
kvæð áhrif á væntanlega
kjarasamninga“ ...!??
í framhaldi af þessari
spurningu minni vaknar
önnur:
„Hvers vegna er marg-
nefnt frumvarn ríkisstjórn
arinnar uppfullt af hvers
kyns „hugsanlegum undan
þágum“ — þegar þess er
gætt sérstaklega, að — „rík-
isstjórn skal heimilað AÐ
BANNA ALLAR VERÐ-
HÆKKANIR Á VÖRUM
OG ÞJÓNUSTU í HVAÐA
FORMI SEM ER, einnig á
stigum opinberra gjalda,
útsvara og aðstöðu-
gjalda . . . “ “??---
Ék * Ék
„Ríkisstjórnin biður ein-
ungis um HEIMILD í laga-
frumvarpi sínu um verð-
stöffvun------en slíkt
myndi gera illt verra og
stórauka á MISMUNUN
ÞEGNANNA!!"
Við skulum gjöra okkur
það ljóst, heiðruðu lesend-
ur mínir, að í áminnztu
frumvarpi ríkisstjórnarinn-
fellst EINUNGIS HEIM-
ILD fyrir ríkisstjórnina —
til að banna eða leyfa!
í öllum þrem greinum
þessara „heimildarlaga“,
sem fjalla um bann við „sér
hverri verðþækkun“--------
þá er alls staðar að finna
undanþágur, sem bókstaf-
lega éta aðalregluna — ef
þurfa þykir!
I 1. gr. frv. má t. d.
„eigi hækka verð á nokkr-
um vörum“ — en svo kem-
ur „nema með samþykki
hlutaðeigandi yfirvalda“ og
„nema þau telji hana óhjá-
kvæmil.ega“.
í 2. gr. er ákvæði um að
verðhækkanir séu ógildar,
ef þær eru gerðar á þeim
tíma sem líður frá því frv.
var lagt fram þ. 28. nóv. s.l.
og þar til lögin sjálf hafa
verið samþykkt frá Aþingi
— þ. e. a. s. aðeins sú verð-
hækkun, „sem fer í bág við
ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar“. . .
Loks segir svo í 3. gr. frv.
um hækkun á álagningar-
stiga opinberra gjalda, að
ríkisstjórninni sé þetta
eða hitt „heimilt og heim-
ilt“ að álagningarstigi
megi eigi hækka — „nema
ríkisstjórnin telji hann óhjá
kvæmilegan (aukna álagn-
ingu)“ og „nema ríkisstjórn
in telji hana (hækkunina)
óhjákvæmilega vegna fjár-
hagsafkomu hlutaðeigandi
aðila“ ...!!!
„ ... þegar vorar meff
hækkandi sól--------þá er
„$jarmi“ yfir sveitinni —
og kálfar og kvígur
stökkva beint af augum
— í fjóshauginn ...! “
Að öllu samanlögðu þá
sýnist mér eitt og aðeins
eitt vera mergur máls hér
aðlútandi og það er „að
ríkisstjóminni sé, þrátt fyr
ir allt, orðið það Ijóst, eftir
nærri átta ára nám í
reynzluskóla þjóðarinnar —
að stjórnmálaþroski henn-
ar hafi tekið þveröfuga eðl-
isstefnu — og íslenzka þjóð
in sitji uppi með stjóm
sína eins og reyfabam —
ómálga, sköllótt, tannlaust
ógangandi, hrínandi og eigi
sízt — „sí-sí-gerandi í bleyj-
una sína“!
Enda þó sumir vilji telja
þessi fyrirbæri til kosninga
skjálftans — þá er ég ekki
eins sannfærður um slíka
hluti — og mun ef til vill
gera því sjónarmiði' mínu
rækilegri skil síðar — þeg-
ar vorar og sól hækkar á
lofti . . .
Hvað sem þessu annars
líður — þá get ég aldrei að
því gjört, að mér sýnist á-
vallt einhver sérstakur
„sjarmi“ vera yfir því þeg-
ar kúnum er hleypt úr f jósi
á vorin------og kálfar og
kvígur stökkva með upp-
sperrta hala — beint af
augum í fjóshauginn . .
bleddaðir nautnVínirnir“.
ÓDEIGUR