Nýr Stormur


Nýr Stormur - 02.12.1966, Qupperneq 9

Nýr Stormur - 02.12.1966, Qupperneq 9
Föstudagur 2. desember 1966 4blHlim 9 >sj MANNKYNS SAGA Wartburgarhöll, þar sem trúvillingurinn Lúter er hýstur. Til hliðar Martin Lúter sjálfur. '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ Lúter í Worms Hér stend ág og get ekkiannaff! Guð hjálpi mér, amen! / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ Eftir mót Lúthers og þingsins í Worms ríkir mikil undrun innan klerkastéttarinnar þýzku. Margir vita ekki hvort þessi end- urbótamaður er á Iífi eða ekki. Áhangendur hans deila við mót- stöðumenn hans, sem þeir á- kæra fyrir morð. En Lúther er á vísum stað í höllinni í Wart- bnrg. > Eftir að Leó páfi X. sendi út skjal í júní s.I. ár, þar sem 41 af 95 boðum Lúters eru fordæmd og hann sjálfur sagður visinn kvistur á þróttmiklu tré kirkj - unnar, hefur Lúter kröftuglega barist á móti misnotkun kirkj- unnar og hinna kaþólsku kirkju fræða. Skjal páfa brenndi hann opinberlega 10. des. í Witten- berg þar sem margir stúdentar borgarinnar og fjölmargir'borg- arar voru viðstaddir. Páfinn sendi nýtt ákæruskjal gegn Lúther og þess var krafist, að trúvillingurinn frá Eisleben væri dæmdur á kirkjuþinginu í Worms, sem kom saman í janú- ar s.l. Ákærendur fýsir að heyra hvað Lúther hefur að segja og í keisarans nafni var sent boðs. bréf til „hins .elskaða og fróma bróður" Luthers. Flestir réðu Lúther frá að fara til Worms þar sem hann átti á hættu, að fá sömu örlög og Jó- hann Húss, en Lúther svaraði: SKálmöld á Islandi — Framh. af bls. 8. • Leiðarhólmssamþykkt Á fundinum nú hér á Leiðar- hólmi hefir verið gerð samþykkt að fylgja fast eftir þeirri sam- þykkt er gerð var á Túnsbergi um takmörkun hins andlega og veraldlega valds árið 1277. Skal hver sá er út af bregður vera útlægur gerr og gjalda 13 marka sekt. f samþykktinni er vand- lega lýst yfirgangi og gerræði klerka og biskupa og er nú þess vænst að fyrir taki og menn eru fullir áhuga um að taka fyrir ósómann. „Þótt Húss væri brenndur var sannleikurinn ekki brenndur með honum. Þótt það væru jafn margir djöflar í Worms og tígul- steinamir á þökunum þar, færi ég samt!“ f Worms var þröngin slík til að sjá hann, að það varð að færa hann eftir fáförnum göt- um til samkomunnar. Lúther var fyrst að því spurður hvort hann drægi til baka villutrúar- kenningar sínar. Hann bað um eins dags umhugsunarfrest og 18. apríl svaraði hann á latínu: „Samvizku minnar vegna get ég það hvorki né vil“. — Og hann bætti við á þýzku: „Hér stend ég og get ekki annað. Guð hjálpi mér, amen!“ Margir töldu keisarann á að láta fangelsa Lúther og dæma hann, en það vildi hann ekki. Er Lúther fór frá Worms fylgdu honum brynjaðir ridd- arar. Margir vita ekki hvort endurbótamaðurinn var myrt- ur á laun, en sagt er að ridd- ararnir séu menn Friðriks vitra og að Lúther sé nú í algeru öryggi í höll, verndara síns. Á meðan gengur á ýmsu og þeir sem hafa hæst eru áhangend- ur Lúthers. Búizt er við klofn- ingi hinnar æruverðugu ka- þólsku kirkju. Blóðbað í Stokkhólmi - Framh. af bls. 8. i velmegandi borgarar í Stokk- hólmi, langt yfir það sem hið óhugnanlega bréf hafði gefið til kynna. Þar sem margir hinna dæmdu fóru huldu höfði var gefin út tilkynning um það, að menn mættu koma fram næsta dag alls óhræddir. Þeir sem það gerðu voru gripnir. Aftökunum var haidið áfram. Þeim var einn ig haldið áfram þriðja daginn. Það rigndi án afláts og regnið skoðali blóðinuí um næstu göt- ur og torg. Þeir sem teknir voru af lífi eru alls 90 og líkunum verffur brennt á báli. Þar með er kristi 500 bændur frá Ditmarsk sigra heilan her í gífulegri orrustu Hinn hataði saxneski lífvörður og ótal holsteinskir aðalsmenn féllu. — Hans konung- ur og Friðrik hertogi gjörsigraðir í Ditmarsk. Kolding, 19. febr. 1500. Það er tilkynnt frá Hertoga- dæmunum, að hinn mikli at- vinnuher undir forustu Hans konungs af Danmörku, Noregi og Svíþjóð og Friðriks hertoga af Gottorp, hafi verið gjörsigr- aður í orrustu milli Memming sedt og Heide við Dusenduwels- warf. Hinn algjöri ósigur fyrir fámennum hóp illa vopnaðra bænda er furðulegur, þegar þess er gætt, að herinn var þraut- þjálfaður og fjölmennur. Vitað er að Hans konungur og bróðir hans Friðrik hertogi björguðust lifandi, en yfirmaður saxneska lífvarðarins Schlentz junkæri féll ásamt ótöldum holsteinsk- um aðalsmönnum. • Hinn grimmi lífvörður Hans konungur hefur ekki tekið þátt í þessari orrustu sem konungur og málið er óviðkom- andi löndum hans. Raunveru- lega kemur bardaginn ekki Dan- mörku við, þar sem konungur- inn barðist sem hertoginn af Gottorp, en þeim titli deilir hann með bróður sínur. Hið litla frjósama land Dit- marksken hefur lengi freistað hinna holsteinsku aðalsmanna. Enginn konungur eða aðalsmað ur ræður fyrir landinu, en þetta er lýðveldi, sem hefur tekjur sínar af verzlun og viðskiptum. Bræðurnir ræddu saman fyrir nokkru um fyrirhugaða herferð til Ditmarksken og álitu landið auðunnið. Til þess þó að hætta ekki á neitt leigðu þeir atvinnu- leg upprisa hinna drepnu ó- möguleg, þar sem líkamarnir eru að engu gerðir. Stokkhólms- búar álíta þetta mun hræðilegra en aftökurnar sjálfar. • Brennd, drekkt eða grafin lifandi. Frú Kristín má, samkvæmt boði konungsins, velja á milli þess að verða brennd, drekkt eða grafin lifandi. Þegar hún heyrði dóminn féll hún í öng- vit, en margir halda, að hún verði ekki tekin af lífi. Verður hún líklega ásamt öðrum föng- um flutt til Kaupmannahafn- ar. Konungur hefur nú sent fi;á sér bréf þess efnis, að eftir reikningsskilin í Stokkhólmi vilji hann stjórna ríkinu í ró eftir gömlum venjum. Sören Norby hefur sagt svo frá og það mun rétt, að hann hafi bjargað mörgum frá dauðanum. Herfor ingi konungs Otto Krumpen er nú farinn heim. Eftir þessa atburði er sænski aðallinn svo hræddur, að frek- ari mótmælaaðgerðir eru óhugs andi. Stokkhólmur er lamaður af þessum sökum, en héruðin annarsstaðar i Svíþjóð láta sér fátt um finnast. Bændurnir elskuðu ekki hina dánu aðals- menn. Ditmarksbændur slátra og drekkja hinum jámklæddu liermönn um. hermanninn Schlentz junkæra og hans fræga og alræmda líf- vörð, herdeild, sem í tillitsleysi, grimmd og blóðþorsta leitaði að jafningja sínum. • 1500 brynjaðir riddarar og 40 fallbyssur. í her hertoganna munu hafa verið um 20.000 manns, þar af 1500 brynjaðir riddarar. Her- leiðing var ekki gerð í Dan- mörku og fáir danskir aðals- menn voru ineð í förinni. Her- leiðing. var gerð á Jótlandi og herinn hafði 40 fallbyssur. Án efa hafa menn tekið málunum með of miklu kæruleysi þrátt fyrir hinn mikla þer. Margir að- alsmenn skildu brynjur sínar eftir heima og íklæddust þess í stað silki og gullkeðjum. 11. febrúar fór herinn yfir landamærin. Meldorph var unn in og rænd og til þess að hræða landsmenn til uppgjafar voru 124 föngum siátrað, menn, kon- ur og börn, af mikilli grimmd. Herinn þrammaði eftir veg- inum milli Hemmingstadt og Heide. Áður hafði verið frost en nú var komin þíða, norðvestan- stormur lamdi herinn með regni, vegurinn var eitt leirsvað, hest- arnir áttu í erfiðleikum með að fóta sig' með hina járnklæddu riddara á bakinu og á eftir hernum kom endalaus röð af vögnum, sem í voru dýrgripir aðalsmannanna, föt þeirra, borðsilfur þeirra og peningar, því þeir bjuggust við viðskipt um innbyrðis um fenginn. • Isebrandt bóndi og hans 500 menn. En á Dusenduwelswarf stóð bóndinn Isebrandt með 500 mönnum frá Ditmarsk. Þeir höfðu með sér nokkrar fallbyss- ur og sagt er, að þeir hafi tryggt sér hjálp himnanna með því að vígja jómfrú eina, Telse Hans- dóttur, til eilífs skírlífis í klaustri. Hún á að hafa verið með í orrustunni og hafa borið kross. Sitt hvoru megin við veg- inn voru djúpir skurðir og er I fallbyssur Wolfs Isebrandt þrumuðu gegnum þoku, slyddu og rigningarhraglanda, stanzaði herinn en það var ómögulegt fyrir hann að dreifa úr sér. Þetta varð bókstaflega bardagi á veginum. Samtímis réðust bændurnir á herinn frá engj- unum í kring. Þeir hjuggu frá hlið á þennan flemtri slegna^- her, sem ekki gat hreyft sig. Örvar tíndu hermennina niður, særðu hesta og komu á ringul- reið í röðunum, ómögulegt var að flýja því það var ekki svo auðvelt, að snúa vögnuhum við á sundurgröfnum veginum. • Herinn sat fastur. Ailur herinn sat fastur og var slátrað hægt og sígandi. Ring- Framhald á bls. 11. Brynja Schlentz junkæra — hún frelsaði hann ekki frá dauðan- um. V

x

Nýr Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.