Nýr Stormur - 15.12.1967, Qupperneq 1
FÖSTöfrAMfi 15. ÐES. 1967
I
I
\ •J
fcjfflaSte
Mfwg1
fiMNin
ÁskriftarsLmi blaðsins er
11658
As/ýzr áskrifendur fá bláðih ókeypis
til áramöta
3. árgangur
Reykjavík
i
I
48. tbl.
Líf og heilsa verðandi mæðra og barna þeirra í stórhættu—engir peningar
' Hægri handar akstur- kostar hundruð milljóna- nógir peningar!
Stórhneyksli í sjúkrahúsmálum
Dagblaðið Vísir flutti fyrir skömmu frásögn lækna af vandamálum
þéim, er þeir verða við að stríða á Fæðingardeild Landsspítalans.
Frásögn þessi, sem mun þó mjög vera hógvær, fær kalt vatn til að
renna milli skinns og hörunds á lesandanum og er full ástæða til að
vekja athygli á þessu feimnismáli íslenzkra heilbrigðisyfirvalda —
þar sem enn eitt dæmið er dregið fram, er sýnir vítaverða og jafn-
vel glæpsamlega vanrækzlu í þeirri grein heilbrigðismálanna, sem
sízt skyldi.
Dagblaðið Vísir hefir undan
farið tekið upp á þeirri ós-
vinnu að taka til meðferðar
ýmis mál í þjóðfélagnu, sem
óþægileg eru fyrir núverandi
valdhafa, sem blaðið styður
þó í öðru orðinu.
Það er gleðilegur vottur
þess, að ékki eru öll íslenzk
dagblöð bundin svo á flokks-
klafa stjórnmálanna, að þau
eru stungin svefnþorni í hvert
sinn, er vandamál steðja að
borgurunum sem rekja má til
stjórnarfars þess er ríkjandi
er hverju sinni.
Væntanlega er þetta vísir
þess, að dagblöðin losi sig
smám saman undan flokks-
viðjunum, jafnvel þau, er gef-
in eru út af flokkunum sjálf-
um — og er það á valdi al-
mennings, sem einn getur gef-
ið blöðunum líf, eða svæft þau
svefninum langa.
Grein þessi birtist í auka-
blaði Vísis hinn 11. þ. m. og
lýsa þar læknar fæðingardeild
ar Landsspítalans nokkuð því
Framhald á bls. 2.
Enn einn þjófnaöurinn
) Hve lengi ætla sparifjáreigendur að
þola ofbeldisverkin ?
Yffrlýsingar forsætisráðherra á Alþingi um, að hann myndi ekki samþykkja gengislækk-
un, sem yrði til hagsbóta fyrir hina ríku, enáníðsla á hinum almenna sparifjáreiganda,
markiaust þvaður. Engar ráðstafanir fyrirhu gaðar til að bæta upp sparifjárrýrnuniiia, eða
koma í veg fyrir, að skuldakóngarnir hagnist á gengislækkuninni. Endurtekur sagan sig
frá fyrri gengisfellingum? Upplifa fslendingar sama ástand og Þjóðverjar eftir fyrri
heimsstyrjöldina, þegar yfirstéttin þurrkaði fyrirhafnarlaust út skuldir sínar með verð-
lausum peningum, en spaifjáreigendur töpuðu hverjum einasta eyri?
Þessar spurningar eru áleitn
ar í hugum margra þessa dag-
ana. Menn muna f jálglegar yf
írlýsingar forsætisráðherra,
Bjama Benediktssonar um að
hann myndi ALDREI sam-
þykkja gengislækkun í svip-
uðu formi og áður hefði tíðk-
ast; þ. e. að hinir ríku yrðu
ríkari, en hinir fátæku fátæk-
ari.
Þegar þessar yfirlýsingar
voru fluttar á Alþingi, var
skammt til kosninga og tími
fagurra loforða. Nú er langt
til kosninga og á það treyzt
að svikin loforð verði gleymd
að f jórum árum liðnum.
Ný gengisfelling hefir verið
gerð, á nákvæmlega sama
hátt og áður og engar ráðstaf-
anir gerðar til að gæta hags-
muna hins almenna sparifjár
eiganda, sem allt þjóðlífið
byggist þó á, að verulegu leyti.
YFIRSTÉTTIN SÉR UM SIG
íslendingar hafa löngum
státað af því, að í landi þeirra
fyrirfinndist engin yfirstétt.
Þetta er þó hin argasta lygi.
í öllum löndum eru yfirstéttir,
misjafnlega fjölmennar að
vísu. íslendingar bera þó
litla virðingu fyrir titlum og
öðru slíku, en þar með er líka
sagan búin. Ekkert‘ land er
laust við slík fyrirbrigði, ekki
einu sinni sósialistisku löndin.
í kommúnstaríkjunum er
þessi yfirstétt að vísu nokkurs
annars eðlis, og helzti munur-
inn er sá, að þar „á“ yfirstétt-
in ekki neitt, en hún hefir yf-
irráðin í skjóli „flokksins“ á
sama hátt og yfirstéttin í borg
aralegu ríkjunum tryggir sér
Framhald á bls. 2.
„Máríá, mild og há..”
Kyssir verzlunarstéttin
á vöndinn?
Eins og menn muna, var
eitt helzta einkunnarorð
núverandi ríkisstjórnar, að
gefa verzlunina frjálsa —
afnema verðlagsákvæði og
senda alla haftapostula út
í yztu myrkur.
„Sannleikurinn mun gera
yður frjálsa . . ." er haft
eftir Páli postula. Postular
viðreisnarinnar hafa ekki
þreytzt á prédikunum um
vonda menn, sem vildu
hefta allt í viðjar og hefðu
slík ódæðisverk á samvizk-
unni, að ekkert annað
dygði en að útskúfa þeim
úr íslenzkum stjórnmálum
um aldur og eilífð.
„Ríkisstjórnin gefur verzl
unina frjálsa og verzlunin
mun gera yður frjálsa . . .“
Þetta var stikkorðið, sem
átti að ryðja viðreisnarpost
ulunum braut inn að hjört-
um fólksins, eigi síður en
Páli og kollegum hans á 1.
öld, þegar þeir boðuðu hinn
fyrsta kristindóm.
Þeir Páll gerðust píslar-
vottar fyrir hina nýju trú
og báru sannleikanum vitni
Þeir áttu að sjálfsögðu kost
á að halda sínu lífi og
þessa heims vellystingum,
ef þeir vildu snúa til hinna
eldri trúarbragða og taka
þau upp. Þann kost tóku
þeir ekki og fyrir því munu
nöfn þeirra uppi meðan
heimur byggist.
Postular hins nýja siðar
á ísiandi standa nú á tíma-
mótum. Eiga þeir að halda
fast við trú sína og bera
„sannleikanum vitni" eins
og forverjar þeirra fyrir
1900 árum, eða kasta trú
sinni og taka fyrri siði og
háttu?
Er ekki einhverju fórn-
andi til að geta sagt með
Páli postula: „Sannleikur-
inn mun gera yður frjálsa".
Er ekki einhverju fómandi
til þess að taka ekki upp
trúarbrögð hinnar for-
dæmdu vinstri stjórnar, frá
árinu 1958?
Rómverjar hefðu ekki tek
ið Pál postula af lífi fyrir
þær sakir einar að hann
hefði labbað sig út af ein-
um litlum fundi. Er verzl-
unarstéttin hræddari við
„Rómverjana" í hvíta hús-
inu við Lækjartorg, en Páll
var við heimsveldið á sin-
um thna.
Nú fær verzlunarstéttin
að leysa út vörur sínar með
hækkuðum tollum að krónu
tölu.
Eftir áramótin má hún
leysa út aðrar samskonar
vörur með lækkuðum toll-
um. Takist henni ekki að
selja fyrrnefndu vörurnar
allar fyrir jól, sem harla er
ólíklegt, þar sem fólk á von
á lækkuðu verði eftir ára-
mót — þá verður verzlunar
stéttin að færa þá fóm á
altari „viðreisnarsannleik-
ans“ að TAPA mismtmin-
um á hátollavörunni óseldu
og hinni sem væntanleg er
Framh. á bls. 5.