Nýr Stormur - 15.12.1967, Síða 2
tffHaitMim
FÖSTUDAGUR 15. DES. 1967.
Stórþjófnaður ....
Framhald af bls. 1.
yfirráðin í skjóli auðsins, sem
hún „á“.
Hér að framan var á það
minnst, hvernig yfirstétt
hinna .sigruðu þjóða úr fyrri
heimsstyrjöld hélt öllu sínu,
með því að eyðileggja gildi
gjaldmiðilsins, svo að allar
skuldir hennar þurrkuðust út
með verðlausum peningum, en
hún hélt eignum sínum óskert
um.
Sparifjáreigendur þessara
landa töpuðu hinsvegar öllu fé
sínu á báli hinnar æðisgengnu
verðbólgu, sem mögnuð var af
þessari sömu yfirstétt, sem
hafði tögl og hagldir 1 ríkis-
stjómum landa sinna.
Það var þetta, sem forsætis-
ráðherrann lofaði að koma í
veg fyrir í hinni fjálglegu
ræðu sínu í þinginu, sem átti
að varðveita geislabauginn
yfir höfði hans fram yfir kosn
ingar, og tókst með vissum
hætti.
STALDRAÐ VIÐ
Hvemig væri, lesendur góð-
ir, að við staðnæmdumst and-
artak og lituðumst um í þjóð-
félaginu á þessum síðustu
hretviðradögum.
Við erum nýkomin út úr
stofuhita velgengninnar og út
i nepju vandræðanna, sem for
sætisráðherrann og fylgisvein
ar hans lofuðu að, forða, fyrir
síðustu kosningar.
Það er alkunna, að oft sækir
hroll að mönnum við snögg
umskipti hita og kulda. í dag
skelfur meirihluti hinnar fá-
mennu islenzku þjóðar 1 hret-
viðram hlns íslenzka skamm-
degis í eiginlegri og óeigin-
legri merkingu.
Og þótt dimmt sé í lofti I
svartasta skammdeginu, þá
vita þó menn ávallt að upp
birtir og dagur lengist með
hækkandi sól. Þetta skamm-
degi er þó annarrar náttúru.
Framundan er ekki hækkandi
sþl, fyrir meginþorra manna,
heldur myrkur brostinna
vona og framtiðaráætlana
framsækinnar þjóðar, sem
gætti þess ekki að bjartsýnin
var blekking, vonirnar ósk-
hyg&ja^og framtíðaráætlanirn
ar hyllingar einar — hrófatild
ur misheppnaðra „snillinga",
sem venjulega grafa sína eig-
in gröf.
Þessir eru þó með dálítið
sérstæðum hætti, því að þeir
láta sér ekki nægja að falla i
hana sjálfir, heldur draga þeir
með sér heila þjóð — þótt lítil
sé.
HRAKSPÁR — EÐA HVAÐ?
Ef til vill finnst ykkur Nýr
Stormur of svartsýnn i þetta
sinn. Við þetta blað starfa eng
ir spámenn, en rétt er þó að
benda á, að flestar sþár blaðs-
ins hafa ræzt. Þann 17. des.
s.l. var t. d. sagt, að gengis-
felling væri skammt undan.
Hinn 19. skail hún á.
Nú þarf hinsvegar engu að
spá. Eða eigum við kannske
að reyna að lesa í lófa ríkis-
stjórnarinnar? Sjáum við ef
til vill hækkandi verð á sjávar
afurðum; vaxandi aflamagn;
betri gæftir; meiri atvinnu;
grózku í landbúnaði, iðnaði
eða sjávarútvegi; nýjar at-
vinnugreinar; lækkandi
skatta; minnkandi dýrtíð;
meiri vöruvöndun; þurftar-
laun fyrir 8 stunda vinnu;
frjálsan innflutning; frjálsa
verzlun; aukna heilbrigðis-
þjónustu; bætt fræðslukerfi
stöðugleika á peningamark-
aði; aukið rekstrarfé til fyrir-
tækja; traust gengi krónunn-
ar; heiðarleg skattaframtöl;
öryggi og óttaleysi? Og svo
mætti lengi telja.
Þetta allt stóð í viðreisnar-
lófa r,kisstj órnarinnar, að því
tilskyldu, að þjóðin félli fram
og tilbæði hana— sem hún og
gerði — og enn sýnir stj órnin
lófann, og enn er lofað — ef
tilbeiðslan heldur áfram.
HINIR RÆNDU OG
SVÍVIRTU
í upphafi þessarar greinar
er talað um þjófnað — þjófn-
að sem hefir verið framinn og
verið er að fremja. Grundvall-
arskilyrðið fyrir rekstri hvers
þjóðfélags er, að minna sé eytt
en aflað er. Ef öfugt er að
farið, er voðinn vís. í þennan
voða hafa íslendingar ratað.
En þeir, sem eytt hafa, eru
ekki þeir, er staðið hafa fyrir
öfluninni og lagt verðmæti og
ávísanir á þau til hliðar.
Eyðsluklærnar eru þeir, sem
einskis eða lítils afla. Það er
fyrir þeirra sök, að nú eru
sparifjáreigendur ennþá einu
sinni rændir — þvert ofan í
gefin loforð.
Enn einu sinni eiga eyðslu-
klærnar, sem eytt hafa ann-
ara fé, eða stungið því 1 sinn
vasa, sem sinni eign — enn
einu sinni eiga þær að sleppa.
Þeir eiga að sleppa, sem
safnað hafa eignum, með því
að skulda í bönkum og komið
hafa sér hjá, að greiða opin-
ber gjöld í blóra við rangláta
skattalöggjöf — þeir eiga að
sleppa við eignaskerðingu,
með þeirri einföldu holskurð-
araðferð, að hækka fasteignir
með lækkandi peningum —
greiða skuldir með verðlaus-
um krónum.
Þannig verður leikurinn frá
Þýzkalandi endurtekinn, þang
að til yfirstéttin, peninga-
mennirnir, skuldakóngarnir,
hafa tryggt yfirráð sín, komið
peningum sínum í fasteignir
og strikað út skuldir sínar.
Þeir, sem rændir eru og sví-
virtir fyrir þegnskap sinn, fá
ekki aðgert, vegna þess að þeir
eru á valdi ábyrgðarlausra
stjórnmálaskúma, sem hafa
aðeins eitt markmið: að
tryggja sjálfum sér völd, auð
og upphefð.
Það eru nærri fjögur ár til
næstu kosninga og allan þann
tíma eigið .þið ekki .að íá
láta í ljósi álit ykkar pg ý,Ujá,
Þannig er lýðræðið hjá þjóð,
sem státar af elzta þjóðþingi
í heimi.
Ykkar er að þiggja það, sem
að ykkur er rétt — og ÞEGJA!
Stórhneyksli ....
Framh. af bls. 1.
ófremdarástandi, sem þar ríki.
Læknirinn segir svo: „Stað-
reyndirnar í þessum málum
eru varla birtingarhæfar —
því miður.“
ÞJÓÐARSKÖMM
í greininni kemur fram, að
fæðingardeildin er alltof lítil
— aðeins tæp 50 rúm, en
þyrftu að vera 125, þrátt fyrir
að nokkur ágæt fæðingar-
heimili eru í borginni að sögn
læknisins, dr. Gunnlaugs Geir
dal.
Ástæðan fyrir þessu alvar-
lega ástandi, er að sjálfsögðu
fjárskortur. íslendingar hafa
ekki efni á að taka á móti verð
andi borgurum. Líf þeirra og
mæðra þeirra er í hættu
vegna þess að ekki er húsnæði
til að taka sómasamlega á
móti þeim. Konur, sem eru
haldnar sjúkdómum og þurfa
að vera undir læknishendi um
meðgöngutímann, geta ekki
fengið sjúkrahúsvist og nú
bíða 60 konur eftir plássi á
fæðingardeildinni.
Neita verður konum í barns
'nauð um rúm og starfsskilyrði
lækna og hjúkrunarfólks er að
sjálfsögðu með endemum.
ÞJÓÐARSKÖMM
Hér er um hreina villi-
mennsku að ræða— ómenn-
ingu — þjóðarskömm.
Á sama tíma og þjóðin þyk-
ist ekki hafa ráð á að byggja
viðunandi skýli yfir verðandi
borgara fyrstu stundirnar í
lífi þeirra, hefir hún ráð á að
henda hundruðum milljóna í
jafn ónauðsynlegt og fíflalegt
ævintýri og hægri handar
akstur er.
Nú er unnið að því, að búa
þjóðina undir að viðhafa alla
varúð til varnar lífinu, þegar
íslendingar stíga hið stór-
merkilega skref til hægri. Við
það vinnur fjöldi manna og ef
það getur orðið til að forða
mp.nnslífum frá bráðum bana,
teða fólki frá limlestírigú, 'év
aé sjálfsögðu slíkt alveg sjálf-
sagt.
En hefði ekki verið brýnni
þörf á því, að vernda líf og
heilsu hinna nýju þegna og
mæðra þeirra, heldur en að
stofna tugum og hundruðum
manna í lífshættu, með jafn
ónauðsynlegum hætti og hér
verður gert.
Hefði því fé ekki verið betur
varið, sem nú verður hent í
þetta ævintýri, sem vekur verð
skuldað athlægi annara þjóða
já, hefði því ekki verið betur
varið til að verja hina nýju
borgara áföllum, fyrsta áfang
ann? Þau verða víst nógu
mörg og mikil, þegar lengra
kemur á lífsleiðinni, undir leið
sögn forystumanna, sem ekki
verður líkt við annað en
blinda kettlinga.
Það fé, sem varið verður til
hægri aksturs, getur vel orðið
einhverjum borgurum þessa
lands að f jörtjóni og má næst
um fullvíst telja að svo verði,
þótt allir voni hið gagnstæða.
Þetta fé hefði mátt nota til
Auglýsið í
Nýjum Stormi
að forða öðrum borgurum frá
f jörtjóni og þá ekki sízt þeim,
sem nú eru í hættu og mæðr-
um þeirra.
Sjá þá ekki allir menn, að
hér er um tvöfalt brot að
ræða? Menn eru dæmdir fyrir
ofbeldisverk. Þeir eru dæmdlr-
fyrir manndráp, jafnvel þótt
óviljandi sé, ef líkur eru á að
þeir hefðu getað komið í veg
fyrir þau!
En þessir menn! Menn, sem
bera ábyrgð á þessu ófremdar
ástandi og verja auk þess fé
í algjörlega ónauðsynlegar
framkvæmdir — framkvæmd
ir, sem kostað geta mannslíf!
Verða þeir dæmdir? Nei,
ónei. Þeir munu fá hrós. Þeim
mun verða sungið lof og dýrð
fyrir vel unnin verk.
Mæður hinna nýju borgara
þjóðfélagsins — uppspretta
framtiðarinnar, munu fá að
taka við áföllunum — jafnvel
láta lífið og synir þeirra og
dætur, hin nýja kynslóð, verð
ur látin afskiptalaus — vegna
þess að peningarnir voru not-
aðir í annað — óþarfa, sýndar
mennsku — stórmennskubrjál
æði, í sjálfum eymdarskapn-
um.
Á hverju ári labba 60 menn
í dómkirkjuna í Reykjavík og
hlýða á orð þess, er sagði:
„Leyfið börnunum að koma til
mín og bannið þeim það ekki,
því að þeirra er Guðsríki“.
Hann átti ekki við það, að
þau kæmu til hans beint úr
móðurkviði, eða þá sæu alls
ekki dagsins Ijós.
Þetta ættu 60 menningarnir
að muna, þegar þeir ganga úr
Guðshúsinu út í þinghúsið,
þar sem þeir taka til við stjórn
arstörf og hafa á valdi sínu að
bæta úr ófremdarástandi,
slíku sem þessu.
Við skulum vona að sam-
vizkan vakni — að þeir minn-
ist orðanna: „Það, sem þér
gjörið einum mínum minnstu
bræðra, það gjörið þér mér"!
Frá Raznoexport Moskva
Fyrirliggjandi hjólbarðar af flestum stærðum
Sími 17373 IVIARZ TRADING & GO> Laugavegi 103