Nýr Stormur - 10.01.1969, Síða 7

Nýr Stormur - 10.01.1969, Síða 7
FÖSTUDAGUF 10. JAN. 1969. "HwMllft 7 Walter Ulbricht Framhald af bls. 4. í forystusveit þessara sam- taka. Þegar fyrri heimsstyrjöldin braust úl .skrifaði hann, prent aði og dreifði áróðursritum, en hann var tekinn fastur og innritaður í hérinn. Hann var sendur til Belgíu, en þar tókst honum að æsa herdeildina, sem hann var í, til uppreisnar. Ulbricht var settur í fang- elsi, én tókst að flýja. Þegar stríðinu lauk, skaut honum upp í heimaborg sinni og hann var einn af stofnend- um þýzka kommúnistaflokks ins. Að launum fyrir þetta var honum boðið á heims- ráðstefnu kommúnista í Móskvu, þar sem Lenin sjálf ur þrýsti hönd hans. Honum var falið að gera mikla upp- reisn í Thúringen, en tókst ekki. í þess stað kom hann af stað verkfalli 100.000 Verka- manna í Wien. Hæfileikaveið arar í Kreml komu auga á hann og sendu hann á tveggja árakomintemskóla. Þar fékk hann Iærdóm, sem hann hef- ir aldrei gleymt Hann notaði sér alla þætti þess stjómleysis, sem ríkti á síðustu dögum Wimarlýðveld isins og hann sendi félaga sína út á götur Berlínar til að æsa til uppréisnar. Nazista- flokkurinn kallaði sjálfan sig „vémdara millistéttanna“, sem svo leiddi til annarrar hehnsstyrjaldarinnar. Fyrstu morð hans vom framin á tveim lögreglumönnum í Berlín, að nafni Anlauf og Lenk. Þeir vom skotnir um hábjartan dag í miðborginni. Enn er til handtökuskipun vegna þessara morða, én Ul- bricht hefir ekki áhyggjur af því. Þegar þétta var, var frami hans að byrja. 1933 greip hann inn í til þess að stöðva vemdun þýzka kommúnistaleiðtogans Emest Thálman. Hann var handtek- inn og síðar myrtur af rnönn- um Ulbrichts, sem svo tók við stöðu hans. Þegar hann, eftir útnéfninguna, flaug síð- an til Moskvu, urðu aðrir keppinautar hans fyrir ýms- um óskiljanlegum „slvsum". Hver af öðmm hurfu leiðandi þýzkir kommúnistar, þar til Ulbricht stóð einn á sjónar- sviðinu. —• — Hlýðni hans og aðdáun á Stalín var fullkomin. Hann sagði að samningurinn á milli Hitlers og Stalíns vaéri sönn- un um samheldni vérka- manna og að Tékkar og Pól- verjar væm hluti af þýzku þjóðinni. Tveim ámm síðar hafði hann skipt um skoðun. Nú vom allir Þjóðverjar fas- istar og Tékkar og Pólverjar börðust fyrir frelsi sínu. Sém Sagt — Stalín var óskeikull. Starf Ulbrichts í Moskvu meðan á stríðinu stóð, var að skipuleggja fullkomlega sinn eigin liðsafla í Berlín, eftir stríðið. Hann ferðaðist um fangabúðimar og pikkaði út 15.000 nazista, mafga þeirra fyrrverandi liðsforíngjá, til að undirbúa þjóðlega „ráð- stefnu“ fyrir frjálst Þýzka- land. Hann lofaði þeim störf- um í hinum kommúnistiska ríki, sem hann ætlaði að stofna eftir styrjöldina — lof orð, sem hann hélt, þegar þáð héntaði honum. Frá 1945 til 1953 hafði hann framámann, Vilhelm Pieck, sem hafði forystu stjómarinnar, en Ulbricht stjómaði flokknum. Pieck féll frá og Ulbricht kom og yfir- tók allt ríkisvaldið í hendur kommúnistaflokksins. 1960 varðhann foringi heimavam- arliðsins og ári síðar yfir- máður hersinS. Án þess að deila völdum méð nokkmm öðmm, ríkir hann yfir Austur Þýzkalandi, sém einvaldur. Hann er ekki eins sam- vinnuþýður og miðstjómin — Politbyro — sem þrátt fyrir allt váldi manninn, sem framkvæmir valdið. — •— Hin jámharða stjómsemi hans, setur einnig spor sitt í éinkalíf hans. Hann reykir hvorki, né drekkur. Fer á fætur við sólampprás og vinnur fram á miðnætti. Hann er algjörlega snéydd ur allri kímnigáfu. Nákvasmni ér mesta ástríða hans. Hann hefir aldrei sézt slifsislaus og hann hefir aldrei látið mynda sig jakkalausan. Hann héfir ekki eignast neina vini og enga nána kunningja. Það eina sem hann er veik ur fyrir, er grænmeti — og sætindi við og við, Óánægja hans méð undir- menn sína, kemur fram á að- eins einu sviði: Þeir flýja. Launin, sem hann hefir kraf- ist fyrir hlýðni sína við Moskvu og að hafa leikið „olnbogakotsríki" milli aust- urs og vesturs, em án efa þau, að Tékkum skyldi haldið niðri. Óánægju Ulbrichts mátti merkja í ræðum þéim er hann hélt fyrir innrásina. Á 7. degi Framhald af bls. 5. kynslóðina" í flokknum; sem sé þá, er þar ræður nú lögum og lofum. Kannske það væri of stór biti upp í hana, ef Styrmir birti myndir af for- ystumönum eftirstríðskynslóð arinnar í flokknum — kyn- slóðarinnar ,sem fiokkurinn hefir fengið steina f)TÍr brauð í hendur. Styrmir hefði vel getað skotið Ólafi B. Thors á listann sökum aldurs, en ékki þorað fyrir Viðéyjarættinni. En hvemig væri nú, að Al- þýðublaðið, Tíminn og Þjóð- viljinn birtu myndir af „Lýð- veldiskynslóðum“ sinna flokka. Það ér ékki úr végi, að þjóðin fari að fá að sjá framan í þá menn, sem eiga að taka við ósköpunum ásamt tuttugumenningum Styrmis. Kannske einhvér af blaða- mönnum Alþýðublaðsins gæti skákað Benédikt Gröndal á móti Eyjólfi Konráð óg Tómas Karlsson á Tímanum gæti ýtt Indriða G. Þorsteins- syni á móti Matthíasi og ívar á Þjóðviljanum gæti sem bezt sett Vietnamskáldið og stjómmálamanninn Magnús Kjartansson á móti þeim báð- um, Matthíasi og Eykoni. (En hvemig er það annars, er Ljósberinn hættur að koma út?) * BERNINA BERNINA saumavélin er heimsfræg fyrir gæði, öryggi og hve auðveld hún er í notk- un, og hún hefur fengið verðlaun um allan heim fyrir þessa eiginleika. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Mikið úrval af saumavélaborðum af ýmsum gerðum og úr ýmsum viðartegundum, einn- ig með afborgunum. Véla- og raftækjaverzlunin hf. Lækjargötu 2 og Borgartúni 33, sími 2 44 40. Hinar þekktu INDESIT þvottavélar eru væntanlegar eftir nokkra daga. Verð ca. 25.500.00. Afköst 5 kg. 1 árs ábyrgð. n þvottastillingar, sjálfvirk. INDESIT þvottavélin er vönduð og falleg. Fullkomin varahluta- og viðgérðaþjónusta. Komið og gerið pöntun sem fyret Sýningarvélar á staðnum. INDESIT kæliskápar væntanlégir í eftir- farandi stærðum: 140 L, 165 L, 190 L, 250 L. Einnig sjónvarpstæki og segulbandstæki og allar tegundir af Bing & Gröndahl’s postu- líni á gamla verðinu. Við höfum einnig fyrirliggjandi eftirtaldar tegundir af húsgagnaspæni Álm Teak Ask Furu Eik Mahogni Oregon Padouk Palisander Pine ÁSBJÖRN ÚLAFSSON HF. Timburafgreiðsla: Skeifunni 8. Sími 2 44 40.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.