Nýr Stormur - 14.11.1969, Page 3
FÖSTUDAGUR 14. nóv. 1969.
NSl$i»lUl»
s
5S8S8SSSSS8So8oSSSSSSSS3oSSSS28SSSSSSSSS8SSSSS888SSS88SS8882S88S8SS3oSoS8SoS8S8SSS?SSS888SoS8S8S8SSí
l•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0l3•0»
ss
•o
§8
ss
o2
sí
oa
s
s
8§
ss
ss
i*
•o
o»
%
S8
•o
•S
Of
•o
•o
cm
§§.
ss
*§
*•
§§
o»
*§
•o
o*
•o
•S
o«
88
8S
ss
o*
§§
ss
88
o*
S8
•S
•8
•9
09
S8
S8
S8
8S
•:
§§
88
O*
§§
■o
•S
•S
8S
8S
•S
o*
S8
•o
•o
ss
§*
ss
1
88
SS
88
88
88
o»
1
88
•S
Ein er sú stofnun í hverju
þjóðfélagi, sem ekki má
vera umdeild, en það er
æðsti dómstóllinn.
>að er gleðilegt að ís-
ienzka þjóðin skuli eiga þvi
láni að fagna að í æðsta
dómstól hennar hafa yfir-
leitt valist menn, sem hafa
verið starfi sínu vaxnir.
í Hæstarétti sitja, sem
kunnugt er fimm menn og
verður einn þeirra gerður
lítillega að umtalsefni hér
í þessum þætti.
Gizur Bergsteinsson hefir
setið lengst allra núverandi
dómara í Hæstarétti, eða í
um þriðjung aldar. Enginn
dómari í landinu hefir aðra
eins starfsreynslu, eða nýt-
ur nálægt því eins mikillar
virðingar og hann.
Hann hefir úr dómara-
sæti horft framan í fleiri
málflutningsmenn en nokk
ur annar og þar hefir vissu
lega verið misjafn sauður í
mörgu fé. Enginn mun
nokkru sinni hafa fengið
upp úr Gizuri álit hans á
þessum mönnum og mun þó
fjarri því að hann hafi ekki
lesið þá í gegn, eins og
stundum er komist að orði.
Það hlýtur að vera
skemmtileg reynsla á stund
um að hlusta á málflutn-
ingsmennina flytja mál sín.
Sumir gera það af sannfær-
ingu .um réttan málstað;
aðrir eru aðeins að gera
skyldu sína, vitandi að þeir
eru að verja eða sækja
rangt mál.
Þetta hlýtur oft að vera
þreytandi, einkum ef dóms-
niðurstaðan er nærri fyrir-
fram vís. En dómaranum
ber skylda til að vega og
meta, ekki einungis öll mál-
skjöl, heldur og málflutn-
ing sækjanda og verjanda.
Oft koma fyrir spaugileg
atvik í réttarsal, málflutn-
ingsmenn missa stundum
stjórn á sér, en dómurum
ber að vera ónæmir fyrir
öllu slíku.
Gizuri mun sjaldan sjást
bregða og er hann þó gædd
ur góðri kímnigáfu.
Gizur er í senn heims-
borgari og sveitamaður.
Hann er upprunninn í fag-
GIZUR BERGSTEINSSON
hæstaréttardómari
urri sveit í Rangárvalla-
sýslu. Frá fæðingarbæ hans
er mikilfengleg fjallasýn og
mikil fegurð, einkum á síð-
kvöldum. Jörð feðra hans
er góð bújörð og ekki óálit-
legt fyrir elzta son að taka
þar við forráðum. Faðir
Gizurar var góður bóndi og
forystumaður í sveit sinni.
Móðir hans var mikil gáfu-
kona og því ekki undarlegt
að synir þeirra hefðu erft
góðar gáfur og mannkosti.
En hugur Gizurar stóð
ekki til búskapar. Ungur
réðst hann til ferðar að
hinu forna menntasetri
Odda á Rangárvöllum og
hóf undirbúning að lang-
skólanámi, sem ekki var al-
gengt um bændasyni í þá
daga. Gizuri sóttist námið
með afbrigðum og var vel
fylgst með námsferli hans
af nágrönnum foreldra
hans, því hann var eini
bóndasonurinn er við nám
var þar í sveit.
Það kom engum á óvart
þótt Gizur hefðist fljótt til
mikilla trúnaðarstarfa í
þjóðfélaginu. Það var ungt
og þurfti á hæfileikum að
halda. f Hæstarétti höfðu
lengi verið aldnir menn og
reyndir. Réttarreglur, dóms
mat hafði smámsaman ver
ið að breytast er tók að líða
á tuttugustu öldina og nauð
syn bar til að fylgjast með
tímanum og treysta þetta
fjöregg þjóðarinnar, sem
Hæstiréttur var.
Það er ekki verið að kasta
rýrð á þá ágætu menn, sem
í dómnum voru, þótt full-
yrða megi, að nýir tímar
kölluðu á nýja menn.
Það reyndist líka rétt
mat hjá þáverandi dóms-
málaráðherra, sem einnig
var ungur maður, að skipa
Gizur, sem þá var rúmlega
þrítugur, hæstaréttardóm-
ara.
Hann hafði lokið frábær-
um námsferli heima og er-
lendis og hafði öðlast
reynslu heimsborgarans, en
var í blóð borinn heiðarleiki
sveitamannsins.
Um störf Gizurar í Hæsta
rétti verður fátt sagt hér
enda ekki ástæða til, svo
hjartanlega, sem allir menn
eru sammála um að þau
hafi verið með slíkum ágæt
um að á betra yrði ekki kos
ið.
. vm ** mm :
Hæstiréttur hefir mikið
vald — meira en rétt að
dæma í ágreiningsefnum
manna og sakamálum. Til
hans má skjóta ýmsum mál
um til úrskurðar og er það
æðsti úrskurður yfirleitt,
sem ekki verður áfrýjað.
Vafalaust hefir dómurum
Hæstaréttar oft þótt súrt
í broti, að mega ekki grípa
inn í þegar allskonar afgiöp
hafa verið framin af ráðu-
neyti þvi er hann heyrir
undir, en það hefir gengið
sem rauður þráður í gegn-
um flestallar ríkisstjórnir,
sem hér hafa setið.
Pólitískir dómsmálaráð-
herrar hafa ráðskast með
dómaraembætti sem póli-
tíska verzlunarvöru, þótt
Hæstiréttur hafi að mestu
sloppið við slíkt sjálfur.
Gizur er ákaflega rólegur
og geðgóður maður og mun
sjaldan eða aldrei skipta
skapi, að minnsta kosti að
séð verði. Sumir telja þó að
honum hafi þótt nóg um
ráðsmennsku dómsmála-
ráðuneytisins við veitingu
bæjarfógetaembættisins í
Hafnarfirði og skipti þá
engu máli að sá, er hlaut
embættið, er hinn mætasti
maður.
Það vakti því alveg sér-
staka athygli, þegar Hæsti-
réttur lét til sín heyra með
því að veita þeim tveim
mönnum, sem þar þóttu
sniðgengnir, réttindi til mál
flutnings við réttinn, þeim
algjörlega að óvörum.
Enginn fær um það að
vita, hver af dómurum
Hæstaréttar átti þama
frumkvæðið, en kunnugir
telja líkur til að réttlætis-
kennd Gizura,r hafi þarna
verið nóg boðið.
Málfærslumenn segja, að
fáir eða engir af dómurum
Hæstaréttar hafi unnið eða
vinni jafnmikið í rannsókn
málskjala og hann, enda
skilar Gizur oft sératkvæði.
— • —
Það liggur í augum uppi,
að fá embætti eru mikilvæg
ari í landinu en embætti
Hæstaréttardómara. Þeir
eiga að skera úr um örlög
manna; þeir eru hin æðsta
réttvísi í landinu. En þeir
eiga að mörgu leyti bágt.
Þeir mega horfa upp á að
hin argasta rangsleitni nái
að viðgangast og viðhald-
ast, án þess að fá að gert.
Hinn furðulegi seinagang
ur við óæðri dómstóla og oft
ófullkominn frágangur
mála, sem þeir verða að
senda heim, hlýtur að fara
í taugarnar á mönnum, sem
skilja starf sitt og skyldur.
Það hlýtur að vera ömur-
legt að horfa á lögmenn,
sem gera það að aðalstarfi
að fara í kringum lög og
brjóta lög, reyna að koma
lögleysum sínum í gegnum
dóminn. Það hlýtur að vera
fremur óskemmtilegt fyrir
þessa menn að horfa á stór
svindlara í lögmannaskykkj
um, menn, sem þeir vita að
eru margfalt sekari á ótal
sviðum, en þeir, sem þeir
eru að lögsækja.
Það þarf siðfágun heims-
borgarans og stillingu
sveitamannsins til að horfa
og hlusta á slíkt án þess að
bregða svip.
Það hlýtur að vera heldur
kuldalegur hugur, sem
meðlimir þessarar virðulegu
stofnunar bera til manna,
sem eru að skjóta tfl þeirra
málaleitan um að fá að
taka meira fyrir störf sin
af skjólstæðingum þeirra,
en þeim ber.
Gizur hefði áreiðanlega
frá mörgu kynlegu að segja
frá 35 ára starfi sínu sem
Hæstaréttardómari, en það
er víst minnst hætta á að
hann tali af sér.
Gizur mun bráðlega
hætta störfum fyrir aldurs
sakir, en ekki vegna þess að
hann hafi ekki starfskraft
og óbilaða dómgreind um
langt árabil. Það mun verða
sjónarsviptir að honum í
Hæstarétti og þessi virðu-
legi réttur mun missa sína
veigamestu kjölfestu, er
Gizur lætur af störfum.
Höfundur þessa palla-
dóms verður að biðjast vel-
virðingar á því, að neyðast
til að brjóta út af reglu,
sem á að gilda um palla-
dóm.
Það er því miður ekki
hægt að skrifa skammir eða
neitt misjafnt um þennan
mann — ef einhver treystir
sér til þess, skal Stormur
ljá til þess rúm, því það
væri sannarlega forvitni-
legt.
Þjóðin virðir þennan hæg
láta og elskulega og skyldu
rækna mann og víst er um
það, að ef hann hefði gefið
kost á sér til forsetakjörs,
hefði engum þýtt við hann
að keppa.
iéo«o»o*o*o<
kjafta árum saman og gera
áætlanir um olíuhreinsunár-
stöð, sjóefnaverksmiðju og
stórvirkjanir hverahita og
vatnsorku og alla þá mögu-
leika, sem þessu séu samfara.
Fólkið í landinu er hætt að
trúa á allt þetta tal, sem á að
færa því hina mestu velmegun
á byggðu bóli.
A meðan hundruð manna
flýja atvinnuleysi og yfirþyrm
andi efnahagsörðugleika þvert
um geð sér, sitja spekingar og
ráðamenn á rökstólum og
bygfgja sér skýjakljúfa.
Og íslenzkir verkfræðingar,
sem litla eða enga reynslu
hafa eru látnir gera áætlanir
og útreikninga og þeir eru svo
ósvífnir að bera á borð, að
ekki myndi koma að sök í þús-
und ár, þótt vatn, sem er svo
þykkt af leðju, að einn þriðji
hluti af vatnsfötu er sandur
og leðja, væri látið renna í
gegnum uppistöðu.
Þorlákshöfn, Hafnarf jörður,
Grímsey og ísafjörður vitna
um vanhæfni ísl. verkfræð-
inga og hundruð milljóna kröf
ur á hendur Landsvirkjun,
vegna rangra útboðslýsinga
frá þessum mönnum vitna um
reynsluleysi þeirra og sjálf-
birgingshátt.
Hér er verið að blekkja, vís-
vitandi eða af glópsku, eða
eftir pöntun.
Það er verið að slá ryki í
augun á þjóðinni; fá hana til
að lifa í von um betri daga,
meðan verið er að þrengja
kost hennar sí og æ.
Eða eru þessir menn í raun-
inni svona miklir afglapar.
Halda þeir að þeir geti fengið
erlent fjármagn inn í landið
með svona handahófslegum
aðferðum?
Ungir menn með góða
menntun eiga ekki að láta
gera sig að fíflum. Það er nóg
af fallvötnum á íslandi, bæði
á Austf jörðum og annarsstað-
ar, sem hægt er að ráða við,
og það sem verður að hafa í
huga fyrst og fremst er, að
það verður að vanda, sem
lengi á að standa.